Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 11
 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTÖBER 1976. Um veður og I slðustu viku hófst ný vinnu- •hagræðing hjá Ríkisútvarpinu og er alit útlit fyrir að hún hafi skemmtilegar afleiðingar. Hófst hún með því að veður- fræðingar tóku að sér bæði „Daglegt mál“ og veðurfréttir 1 tvígang, enda bráðskýrir menn. Á mínu heimili er nú beðið eftir því að veðurfréttir í sjón- varpi og jazzþáttur Jóns Múla verði flutt saman, „Að kvöldi dags“ og búnaðarþátturinn, „Nýjasta tækni og vísindi" og „Afangar“, — og fleiri kombínasjónir væri eflaust hægt að hugsa sér. Það var rétt að láta veðurfræðingana riða á vaðið, þar sem þeir eru jú eins konar lykilmenn í þjóðfélagi okkar. Með frumstæðum þjóðum eru veðurspámenn galdramenn, „sjamanar" sem stjórnað geta regni og vindum. Okkar veðurfræðingar eru ekki eins voldugir, enda er enginn að hafa fyrir þvi lengur að fórna grís eða hænupútu þeim til heiðurs. Samt kemur það ótrúlega oft fyrir að maður lítur á veðurfræðingana sem persónugervinga veðursins, eða þá ábyrgðarmenn fyrir því. Er það t.d. tilviljun að andvörp Hlyns veðurstofustjóra og verstu lægðirnar virðast ávallt fara saman? Ég er sannfærður um að svo er ekki og dettur ekki í hug að trúa þvi þegar hann spáir léttskýjuðu. Páll Bergþórsson gerir veðurspá sína að notalegu rabbi, oft svo notalegu að maður gleymir spánni um leið. Markús Einarsson er svo heiðarlegur og sannfærandi á svipinn að mér dettur ekki í hug að vantreysta því sem hann segir um veðrið, — verst er að hann skuli alltaf vera að sýna þessar óskiljanlegu loftmyndir úr gervihnöttum. Knútur Knudsen segir settlega frá og er mikiö í mun að sannfæra okkur og Guðmundur Haf- steinsson er að vinna sér traust. Annars var mikið um' glæpi ög mannvonsku í sjónvarpsvik- unni. Hvað mig snerti byrjaði hún á mynd um eldsvoða, siðan kom snertir af afbrotaöldunni. Ég segi snertir, því ég rétt náði í skottið á þeim þætti, — og virtust þátttakendyr þá orðnir þreyttir. Allavega var málflutn- ingurinn orðinn loðinn. Ég hef minar eigin skoðanir á þessari glæpaöldu, en læt þær ekki i ljós nema ég fái til þess sjón- varpsþátt. Sjónvarpið kunni sig greinilega þetta kvöld, því um- ræðum fylgdi myndin „A mannaveiðum". Slæmur vestri. Ég hélt reyndar að nú væri bannað að segja „This surah is purty country" í vestrum. Á laugardagskvöld var allri annarri skemmtan og starfsemi ýtt til hliðar til að horfa á ;,Þrúgur reiðinnar", þetta meistarastykki John Fords og Steinbecks. Eins og málum var háttað í Hollywood var það kraftaverk að þessi mynd var glœpi yfirleitt gerð, enda lentu margir þeir sem að henni stóðu síðar fyrir rétti MacCarthys. AHur leikur var hreint frá- bæf, ekki aðeins hjá Fonda karlinum, heldur einnig hjá Jane Darwell og öllu aukaliði. Myndatakan var óhemjulega dramatisk og áhrifamikil, — útlínur og skuggar manna á móts við hríslur og hrjóstrugt land. En Hollywood varð að fá eitthvað i sinn hlut og er endir- inn því mun jákvæðari heldur en gerist í bókinni, þar sem Steinbeck skilur við sitt fólk I sömu eymd og volæði og fyrr. En hann skrifaði aldrei betri bók. David Copperfield á sunnu- dögum er sem fyrr einkar ásjálegt sjónvarpsefni. Nú kemur hinn óborganlegi Mr. Micawber til sögunnar, bjart- sýnin holdi klædd hvað sem á reynir; — og Arthur Lowe er afbragð í hlutverki hans. En þrátt fyrir þær ýkjur sem Dickens notar í persónusköpun bendir allt til þess að lifandi fólk hafi verið fyrirmyndir margra sögupersóna. „Tekjur 20 pund, útgjöld 19,6 pund, af- leiðing: hamingja, — tekjur 20 pund, útgjöld 20,6 pund,- af- leiðing: volæði“ — þetta ku vera beint úr munni Dickens eldra. Ekki má heldur gleyma hinum lævísa og „auðmjúka" Uriah Heep. Hér má enginn missa úr þátt. Sunnudagurinn endaði allavega á kærleiksrík- f I kringum skjáinn Aðalsteinn Ingólfsson an hátt, með skerandi einsöng og hugleiðingu. A mánudaginn kom mannvonskan aftur til sög- unnar í hinu sænska leikriti „A flótta undan löndum mínum“, þar sem fjallað var um dvöl Brechts I Svíþjóð. Svíar hafa margir státað sig af því að hafa skotið skjólshúsi yfir flótta- menn á stríðsárunum. Nú kemur I ljós að þetta skjólshús var engan veginn eins traust- lega byggt eins og haldið hefur verið og Brecht stóð í sífelldri baráttu meðan hann dvaldi i Sviþjóð, enda voru margir nas- istavinir í skrifstofuveldi Svia á þeim tíma. Palle Granditsky var ótrúlega likur skáldinu og þátturinn sjálfur var leikin •heimildamynd eins og hún gerist best. Mikil ósköp hlýtur ■11 svíum að líða illa, hafa það svona gott — en þjást svo al slæmri samvisku. Þeir fjölluðu nefnilega aftur um siðferðileg vandamál á þriðjudag i Vopmi- búnaði heimsins og útlitið var svart. En svo kom Bellmann og allt virtist gott og skemmtilegt. Columbo var óvenju ásjáleg- ur á þriðjudagskvöldið, — fjallað var um hrokafullan og dyntóttan skáksnilling. Skýldi vinur okkar Fischer hafa verið fyrirmyndin? Allavega sýndi þátturinn fram á nýja lausn á endatafli, — að ýta and- stæðingnum niður ruslaop. Ég var reiðubúinn til þess að tyta mér leiðast yfir mann- fræðiþætti „Kírgisarnir i Afghanistan“ á miðvikudag, — en mér til undrunar reyndist þetta besta drama vikunnar. — Samtölin við Khaninn, þjón- ustumann hans og grátur ungu stúlkunnar yfir þvi að verða seld upp í ópíumskuldir, — allt var þetta áhrifamikið, — svo og myndatakan. Siðan kom „Brauð og vín“ og þar vandast málin. Pietro Spina er bæði ráð- villtur og sannfærður og neitar að undirrita fordæmingu á Búkharin fyrir rússneska kommúnistaflokkinn og segist ekki samþykkja neitt sem hann hafi enga reynslu af. Þetta segir okkur töluvert um sjálf- stæði italskra kommúnista, sem alla tíð hafa reynt að fara sínar eigin leiðir allt frá Gramsci til Togliatti. Við sáum fasista- hátið, orðabelging og skrúð- göngur, — en þetta tvennt var í raun ftalskur fasismi. Ég hlakka til þess að sjá hvernig unnið verður úr endi bókarinn- SLÁTURTÍÐIN GENGIN í GARD Niðurlœging gjaldmiðilsins fullkomnuð Það er táknrænt fyrir stjórn fjármála í þessu landi, að ein- mitt í sama mund og hin hefð- bundna sláturtíð hefst á þessu hausti er tekið til við að „rétta“ í íslenzka peningakerf- inu og færa undirstöðueiningu þess, krónuna, til slátrunar. En sl. föstudag, fyrir viku, birtist krónan, þessi aumkunar- verði og vesæli gjaldmiðill, al- menningi í smækkaðri mynd. Til frekari kynningar á þessari undirstöðueiningu íslenzka gjaldmiðilsins birtist mynd af nokkrum krónum fljótandi í vatnsglasi. Er það eitt nú talið henni til gildis, að hún flýtur á vatni, því um verðgildi hennar er ekki lengur að ræða. Líklegt er, að einhverjum þyki þessi síðasta aðför að grundvallareiningu peninga- kerfisins nokkur niðurlæging. Hitt mun þó algengara, að fólk láti sér þessa breytingu í léttu rúmi liggja. Svo lengi höfum við búið við vesælustu peninga- mynt allra landa, að fólk hefur fyrir löngu misst alla virðingu fyrir peningum og lítur raunar á þá sem eins konar falsmynt, sem gegni engu öðru hlutverki en því að vera eytt. Er þá nánast sama í hvað þeim er eytt, því nánast hvaða hlutur sem nafn má gefa er verðmeiri en peningar. Afföll á íslenzku krónunni á erlendum gjaldeyrismörkuðum hafa verið allt að 75%, þar sem íslenzkum krónum er á annað borð skipt, algengara er þó, að íslenzkum krónum sé ekki skipt i bönkum erlendis, jafnvel ekki í bönkum frændþjóðanna. Til viðbótar þeirri lokaaðför, sem nú hefur verið gerð að krónunni sjálfri, er vitað, að fleiri breytingar muni eiga sér stað á næstunni. Þar má nefna tilkomu nýs penings, í stað eitt hundrað króna seðilsins og, að þvi að talið er, nýjan tiu þúsund króna seðil, sem þó mun ekki breyta því ástandi, að fólk mun þurfa að bera þennan nýja seðil, stærsta seðilinn í kerfinu, á sér, þegar gerð eru t.d. heimilisinnkaup fyrir helgar. Auðvitað var full þörf á þvi að hætta sláttu krónunnar sem slíkrar með núverandi verð- gildi, því slátta hennar kostaði margfalt meira en réttlætan- legt var til áframhaldandi notk- unar. Hitt vefst fyrir fólki, hvers vegna ekki var horfið að því ráði, sem svo oft hefur verið bent á, að nota tækifærið og koma á varanlegri undirstöðu- breytingu myntkerfisins með útgáfu nýrrar myntar eða fella tvö núll aftan af krónunni. Á þessi atriði til viðreisnar íslenzka gjaldmiðlinum hafa seðlabankastjóri og viðskipta- málaráðherra lfka fallizt að gera þurfi, m.a. í útvarpsþátt- um, þar sem beint var til þeirra spurningum um þetta efni. Að vísu töldu báðir þessir aðilar, að aðrar aðgerðir þyrftu jafnframt að koma til jafnhliða, svo að gagn mætti að vera. En þeir minntust ekkert á hverjar þessar „aðrar aðgerðir" ættu að verða, enda ekki ætlazt til þess, að slík svör séu gefin í stuttum þáttum í útvarpi. En nóg tæki- færi hafa gefizt til að gera grein fyrir þessum hliðarráð- stöfunum, þótt viðkomandi ráðamenn hafi ekki séð ástæðu til þess að skýra landsmönnum frá þeim. Verður því að líta svo á, að nefndar „hliðarráðstaf- anir“ séu ekkert annað en skálkaskjól ráðþrota manna, sem hafa gefizt upp á stjórn efnahagsmála fyrir þrýsting frá vinstri öflúnum, sem alls staðar eiga sína fulltrúa, einnig innan opinberra peningastofnana, þótt þeir eigi enga aðild að stjórn landsins, a.m.k. ekki enn. — En það er svo önnur spurn- ing, sem fólk veltir fyrir sér, hvernig á því standi, að stjórn- málaflokkar, sem ekki eiga aðild að rikisstjórn, skuli eiga fulltrúa innan þessara opin- beru peningastofnana. Það hlýtur að verða að gera þá kröfu til þeirra ráðamanna í fjármálum og þeirra aðila, sem sífellt tala um að „hliðarráð- stafanir“ þurfi að koma til, ef upp verði tekin ný mynt eða núíl felld aftan af krónunni, að þeir geri nú þegar grein fyrir þessum ráðstöfunum og I hverju þær eru fólgnar. Og auðvitað er ýmislegt, sem myndi fylgja I kjölfar svo rót- tækrar breytingar sem mynt- breyting er. En víst er um það, að slíkar hliðarráðstafanir eru ekki það stórkostlegar, að þær réttlæti á nokkurn þátt þann drátt, sem orðinn er á því að gera íslenzku myntina verð- meiri, með þeim hætti, sem hér er ræddur. Fjölmargir aðilar, þ.á m. nokkrir kunnir aðilar, sem fást við opinbera fésýslu, halda þvi þó fram og með fullum rökum, að myntbreytingarað- gerðin krefjist engra sérstakra hliðarráðstafana og hana megi gera eina sér, hvenær sem er, og raski hún I engu viðskiptum manna í milli eða gerðum samn- ingum innanlands eða-erlendis. Okkar viðskipti við erlendar þjóðir eru ekki svo margslung- in, að þau séu þröskuldur í vegi fyrir þessari breytingu. Þessa leið fóru Frakkar og síðan Finnar fyrir rúmum áratug. Frakkar nokkru fyrr, og er við- skiptakerfi þessara þjóða þó allmiklu viðameira en okkar Is- lendinga. Menn eru nú almennt komnir á þá skoðun, að þessi breyting sé nauðsynleg hér á landi, þ.á m. einstaka alþingis menn og aðrir, sem möguleiká hafa til þess að ýta á aðgerðir. Sl. laugardag tekur Dagbiaðið nokkra þekkta borgara tali og spyr þá spurningarinnar: „Eigum við að hafa krónuna áfram sem gjaldmiðil?" — Svör þeirra allra voru á þann veg, að þeir töldu þörf ráðstafana til þess að gera krónuna verðmeiri og hölluðust flestir að því að taka bæri tvö núll aftan af henni. Einn þeirra, er spurður var, svaraði þó á þann veg, að hann teldi, að til þess að fá alvörugjaldmiðil þyrftum við alvöru stjórnmál. Það er allt of oft, að stóru rúmi í dagblöðum er eytt til þess að ræða efnahagsmál við hina og þessa forráðamenn, og ófáir hafa útvarpsþættirnir verið, sem hafa átt að „taka fyrir,, efnahagsmál.En almenn- ingur hefur oftast verið jafn- nær eftir sem áður. því enginn hefur raunverulega rætt um meinsemdina sjálfa, islenzku krónuna, sem nú er orðin Itndanlega verðlaus fyrir til- itilli forráðamanna islenzkra fjármála, fyrr og siðar. Þegar rætt er við forystu- menn í efnahags- og fjármqlum gera þeir lítið annað en segja til um núverandi ástand i efna- hagsmálum og þegar bezt lætur að vara fólk við of mikilli bjart- sýni, þrátt fyrir efnahagsbata erlendis. Urræði er ekki rætt um eða ummæli, sem bentu til þess hvað stæði fyrir dyrum að gera varðandi hugsanlega lausn eða úrbætur í efnahagsmálum, hvað þá heldur að talað sé um nauðsyn þess að gera íslenzku myntina verðmeiri. — Það er hlutur, sem íslenzkir efnahags- sérfræðingar og forystumenn i fjármálum láta aldrei eftir sér hafa. — Hvers vegna? Það veit enginn. Og nú hefur þjóðinni verið úthlutað ÁLKRÓNUM, skrum- skælingu á frumeiningu ís- lenzka myntkerfisins. Og þetta er fólki ætlað að nota í viðskipt- um, ef vanta skyldi upp á fimm þúsund króna seðilinn eða nýja tíu þúsund króna seðilinn, þegar hann kemur f umferð. Fáir munu verða til þess að ganga með þessa glatkrónu í veski eða vasa, því svo ömurleg er hún að allri gerð, að hún mun gleymast þar sem hún er komin í það og það skiptið eða týnast, svo segja má, að nú þegar sé þessum óheillagrip of- aukið í kerfinu. Raunar væri það skylda al- mennings, ef nokkur snefill af siðgæði gagnvart peningum leynist enn með þjóðinni, að forsmá tilkomu þessa vesæla penings með því að neita að taka við honum hjá peninga- stofnunum og í viðskiptum al- mennt. Þær, fálmkenndu aðgerðir, sem nú nýverið hafa verið hafðar í frammi gagnvart gjald- miðlinum og byrjuðu*á „slátr- un“ krónunnar, munu án efa fljótlega segja til sin í ýmsum myndum í daglegu viðskiptalífi hjá fólki og leiða til enn frekari siðferðisbrests og síðar til glundroða. Er t.d. við því að búast, að foreldrar sjái um að börn fái fræðslu eða eðlilega þekkingu á því, hvers vegna nýr peningur skýtur allt í einu upp kollinum, þannig að tveir peningar i senn hafa sama gildi, — eða er reiknað með að skólarnir geri það, — eða er kannski öllum sama, hvernig þessi þáttur fer Kjallarinn Geir R. Andersen fram? Hvað hafði rikisvaldið hugsað sér? Það hefði vissulega mátt búast við þvi í sæmilega siðuðu þjóðfélagi, að hið opin- bera hefði nú séð fólki fyrir kynningarbæklingi vegna þessara ráðstafana. En, nei, það er ekki við slíku að búast frá opinberum forsvarsmönnum fjármála á íslandi. Þeir láta bara skeika að sköpuðu um meðferð slíkra smámála. Það er nú nokkuð langur tími liðinn síðan sá er þetta ritar kom fram með þá hugmynd fyrstur manna, að bezta ráðið til þess að draga úr áhrifum verðbólgunnar og styrkja sið- ferðismat fólks I fjármálalegu tilliti, væri að leggja alfarið niður krónuna og taka upp nýja mynt. íslenzk „nýkróna" eða „rikisdalur“ með krónu að undirstöðueiningu eru dæmi um slíkar breytingar. Fleiri leiðir eru auðvitað til, svo sem að samræma ísl. krónuna öðrum gjaldmiðli, t.d. þeim sem við miðum gengisskráninguna við, en það er Bandarikjadollar. Megi þeir aðilar, sem stóðu að tilkomu þessa smánarpenings og stuðla að niðurlægingu islenzka gjald- miðilsins, hafa skömm og van- sæmd af, — hinir heiður og sæmd, sem kynnu að þora að takast á við þá þjóðhagslegu nauðsyn að leggja niður núgild- andi falsmynt og taka upp aðra, sem getur endurvakið traust fólks á íslenzkum gjaldmiðli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.