Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.10.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 9. OKTOBER 1976. 5 Þing norrænna gigtarfélaga var haldið í Reykjavík í sumar er leið. Þarna er íslenzka undirbúnings- nefndin á fundi með forsvarsmönnum norrænu félaganna. SAMTÖK GIGTVEIKRA VERÐA STOFNUÐ í DAG Vélprjónasamband íslands Hvetur fólk til þess að koma út úr skelinni Það er ýmsa eigulega muni að fá á sölusýningu Vélprjónasam- bandsins, sem verður i dag í kjallaranum á Hallveigarstöðum. Db-mynd Sveinn Þormóðsson. Gigt er sjúkdómur sem líklega er jafngamall mannkyninu sjálfu, en gigtsjúkdómar færast mjög í vöxt og finnst nú gigt í fólki á öllum aldri.Gigt veldur margvís- legum þjáningum og er ein al- gengasta orsök skertrar starfs- orku, og er því einhver dýrasti sjúkdómurinn, sem herjar á þjóð- irnar. Ríkisstarfsmenn dragast aftur úr Kaupmáttur launa ríkis- starfsmanna hefur síðustu tæp tvö árin rýrnað 20—25 af hundraði meira en laun á frjálsum ' vinnumarkaði. Laun ríkisstarfsmanna eru 30—60 af hundraði lægri en laun sambærilegra stétta á almennum vinnumarkaði. Svo segja ríkisstarfsmenn. Bandalag háskólamanna kveðst þurfa að taka upp „nýjar aðferðir í kjarabar- áttunni". Boðað hefur verið til almenns fundar ríkis- starfsmanna í bandalaginu 12. október. Þar verða ræddar hug- myndir um aðgerðir til að fá kjörin bætt „og koma verk- fallsréttarmálinu í höfn“. Bandalagið er nú eina laun- þegafélagið, sem ekki hefur fengið samþykktan verk- 'fallsrétt. 1 fréttatilkynningu frá bandalaginu segir að heiðarleg röksemdafærsla virðist hvorki bíta á ríkis- valdið né kjaradóm. — HH Nú hafa alþjóðasamtök gigtar- félaga í samvinnu við alþjóða heilbrigðisstofnunina helgað árið 1977 baráttunni gegn gigt. Laugardaginn 9. október verður stofnað Gigtarfél. tslands í Domus Medica klukkan 15.00. Gigtsjúkdómafélag íslenzkra lækna hefur forgöngu um þessa félagsstofnun og hefur fengið til tiðs við sig ýmsa aðila svo sem gigtarsjúklinga og fulltrúa ýmissa heilbrigðisstétta, t.d. sjúkra- þjálfara, iðjuþjálfara og hjúkr- unarfra^ðinga. Gigtarfélagið hyggst ná tilgangi sínum með því að annast fræðslu um gigtsjúkdóma og gefa út leið- beiningarrit fyrir gigtveika, halda fræðslufundi og fá fjölmiðla til þess að birta fræðslu um eðli þeirra og orsakir. Félagið hyggst einnig beita sér fyrir því að rann- sóknir á gigtsjúkdómum verði efldar og bæta aðstöðu til gigt- lækninga. Gigtlækningum hefur fleygt fram á undanförnum árum. Þekking á sjúkdómnum fer stöðugt vaxandi, bæði hvað varðar varnir og lækningu. „Það eiga ekki allir heiman- gengt og þá er ýmislegt hægt að gera heima samhliða því að vera „bara“ húsmæður eins og svo niðrandi er talað um þann starfa." Þær sem þetta hafa að segja eru í fyrirsvari fyrir Vélprjóna- samband íslands, en það er ungur félagsskapur aðeins þriggja ára gamall. Stofnendur voru 7, en félagar eru nú á þriðja hundrað. Tilgangur félagsins er að efla samstöðu þeirra mörgu kvenna sem grípa í prjónavélarnar til þess að drýgja tekjur heimilisins, en allt of fáar eru enn komnar í félagið, sem stendur þó öllum opið, sem vélprjón stunda. Sigríður Nordquist sagði að framleiðsla Vélprjónasam- bandsins væri öll fyrsta flokks. Hún hefði verið kynnt í Dan- mörku og þar væru jafnvel að opnast sölumöguleikar. Hún sagði > að þeim fyndist ófært að söluaðilar hér legðu fyrst heildsöluálagningu á vöruna og síðan smásöluálagningu. Þá væri lítið eftir fyrir félagsmenn að hafa fyrir sinn snúð. Vissulega legðu þeir ýmislegt tii fram- leiðslunnar, húsnæði, rafmagn og fleira. Ekki eru „bara“ húsmæður í félagsskapnum, enda þótt enn sé þar bara einn karlmaður. Hann er hátt á áttræðisaldri og prjónar sokkabuxur og gammosíur í gríð og erg. Félagið vill leggja áherzlu á það að hver kona getur tekið að sér prjónaskap sjálfstætt fyrir Pétur og Pál og líka eftir máli og t.d. myndum, sem menn sýna þeim úr verðlista. , 1 dag verður sölusýning að Hallveigarstöðum á ýmsum verk- um félagsmanna og getur þá hver fyrir sig séð hvernig vöruvöndun er. Verð er vitanlega jafnmis- munandi og hlutirnir eru margir, 250-3500 kr. Hún er opin frá 2-7. -EVI A.Bj. NÝ VERZLUN í GLÆSIBÆ MEÐ UNDIR- 0G NÁTTFATNAÐ KVENNA Nóttserkir fró Ceres, stuttir og síðir. Fallegir nóttkjólar í stœrðunum 40-50 Bómullarbuxur í stœrðum 38 til 50 og bómullar frottébuxur. Þykkir sportsokkar í kuldann. VERZLUNIN MADAM Glœsibœ — Simi 83210 GLÆSILEGASTA BILASYNING VOLVO FRAM TIL ÞESSA. SÝNINGARBÍLAR: Nú hefur Volvo örugglega bíl fyrir yður. Komið og skoöið stórglæsilega bílasýningu í Volvosalnum að Suðurlandsbraut 16. VOLVOSYNINGIN ER OPIN: Laugardaginn, 9/10, kl. 14—19. Sunnudaginn, 10/10, kl. 10—19. VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 I VOLVO 245 CO VOLVO 343 VOLVO 66

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.