Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 1
2. ARG. — FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976. — 243. TBL. RITSTJORN SIÐUMULA 12JsíMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022
Saksóknari krefst dóms-
rannsóknar á innfíutn-
ingi antik-húsgagna
Ríkissaksóknari hefur óskað
eftir dómsrannsókn á innflutn-
ingi antikhúsgagna í nafni
verzlunar i Reykjavik. Ríkis-
saksóknara barst skýrsla um
málió frá rikisskattstjóra-
embættinu 15. okt. sl.og sama
dag var málið sent rakleiðis til
Sakadóms Reykjavíkur með
kröfu um fyrrgreinda dóms-
rannsókn, að sögn Þórðar
Björnssonar, rikissaksóknara.
Halldór Þorbjörnsson, yfir-
sakadómari í Reykjavik, kvað
máli þessu enn ekki hafa verið
úthlutað til dómara, en þangað
færi það liklega beint. Málið
hefði komið að mestu leyti full-
rannsakað frá rannsóknardeild
ríkisskattstjóra, enda væri sú
deild eins konar rannsóknar-
lögregla. Halldór Þorbjörnsson
kvaðst ekki geta sagt til um
hvenær einhver sakadómar-
anna eða fulltrúanna fengi
málið til umfjöllunar og dóms-
rannsóknar.
Dagblaðið hefur skýrt að
nokkru leyti frá þessu máli í
fréttum í ágúst og september.
Rannsókn þess mun nú vera á
lokastigi og hefur hún verið
mjög umfangsmikil.
I fréttum DB hefur m.a.
verið greint frá því, að rann-
sóknin hafi tekið yfir sex ára
tímabil, eða allt frá árinu 1971.
Hefur verið kannað hver hafi
flutt inn muni, sem siðan voru
seldir í áðurnefndri verzlun !
Reykjavík, hvar þessir munir
eru nú niðurkomnir og hvernig
hafi verið staðið að öllum við-
skiptum tengdum innflutningn-
um. Einnig hefur innflutning-
urinn sjálfur verið athugaður,
sem og skil á söluskatti, vöru-
gjaldi og skattframtöl.
— ÖV.
Johanna kvödd
með virktum
— er hún flaug frá
Homafirði til Nizza
— siá bls. 8
Tveir háhymingar til Grindavíkur í gærkvöldi:
Myndin var tekin um borð í Guðrúnu seint í gærkvöldi. Þar lágu
þau hlið við hlið, Guðrún og Magnús, fulltrúar hinnar nýju
útflutningsframleiðslu okkar. (DB-mynd EMM)
„Eins og þeir ræddu sín á milli um örlög sínrr
Magnús Gíslason segir frá komu háhyrninganna, sem fara til dýragarða í Hollandi og Ameríku
„Skvampið og buslugangur-
inn var mikill í nótinni, enda
lentu inni i henni allt að þrjátiu
háhyrningar þegar við köstuð-
um um 9 mílur suður af Ingólfs-
höfða i morgun,“ sagði Jón
Gíslason á m.b. Guðrúnu, þegar
báturinn kom til Grindavikur
seint í gærkvöld, „en okkur
tókst, með aðstoð froskmanns,
að ná þessum tveimur sem við
erum með á þilfarinu. Ýmist
stukku hinir yfir nótina eða
syntu í gegnum hana.“
Ekki var laust við að menn
hefðu dálitla samúð með
háhyrningunum, þar sem þeir
lágu í nokkurs konar hengi-
rúmum, sérsmíðuðum, og
stundu þungan, eða gáfu frá sér
iskurskennd hálf ámátlegt
hljóð á víxl, eins og þeir væru
að ræða saman um örlög sín.
Hollenzki doktorinn W.H.
Dudok van Heel stjórnar
þessum veiðum og er hér á
landi á vegum dýragarðs í Hol-
landi. Hann ljómaði líkt og
síldarkóngur með drekkhlaðið
skip, en fylgdist vel með líðan
hvalanna, enda sérfræðingur á
því sviði, og hefur auk þess
tamið og kennt mönnum að
temja þessa vitru dýrategund.
Hann tók margar ntyndir, og
bannaði algerlega að þeir sem
brugðu myndavélunum á loft
notuðu leifturljós.
„Við höfum verið að eltast
við háhyrninginn sfðastliðinn
hálfan rnánuð," sagði Jón
Gunnarsson, forstöðumaður
Sædýrasafnsins, þegar við
ræddum við hann á bryggjunni,
en þar munu háhyrningarnir
verða geymdir i þró þar til þeir
verða fluttir utan, annar á
sædýrasafn í Hollandi en hinn
til Bandaríkjanna. Við megum
veiða samtals fjóra og ætlum
auðvitað að fylla „kvótann“ en
mikil eftirspurn er núna eftir
háhyrningum."
Karl Auðunsson, einn af
eigendum Guðrúnar vildi ekki
láta uppi hvað háhyrningsveið-
arnar kostuðu — Hollendingur-
inn greiddi vel fyrir, ef allt
heppnaðist vel — en þeir hefðu
tekið á sig nokkra sjálfsáhættu,
svo að hann vonaðist til að
háhyrningarnir kæmust lifandi
úr landi.
Eftir stutta stund voru
háhyrningarnir, Guðrún, tæpir
fimm metrar að lengd, og
Magnús, rúmlega þrír metrar,
en þeim hafði verið gefið nafn
um borð, hifðir með krana frá
Krananum í Keflavík á tvo
vörubíla sem flytja áttu þá til
Hafnarfjarðar. Á bryggjunni
var sérstök dæla sem úðaði þá
sjó áður en þeir lögðu af stað í
ökuferðina eftir glerhálum
Grindavíkurveginum.
Svona í lokin sakar ekki að
geta klæðnaðarins.Guðrún var
sveipuð brúnum segldúki en
Magnús bláum. Bæði voru þau
smurð ljósri feiti á haus. Von-
andi komast þau klakklaust
leiðar sinnar og fá
„happ.v end“ a sædýrasöfnum
austan hafs og vestan.
—emm
Hæfir menn
verða aular —
íslenzkir verktakar
missa af
tækifærunum
— sjá kjallaragrein
Guðmundar 1.
Guðmundssonar
bls. 13
„Lögfræðingur-
inn stal
yfirfærslunni”
-sjá kjallaragrein
Viggó A.
Oddssonar bls. 12
Mál Tanaka,
forsætis-
ráðherra Japan
hvað getum við af
því lært?
— sjá föstudags-
kjallara
Vilmundar Gylfa*
sonar bls. 12-13
Útivinnandi
konur
fái sérstakan
skattaafslátt
— sjá bls. 4