Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 18
Voru allir svo fullir, að þeir stóðu varla á löppunum! Ragnar Th. Sigurðsson segir frá hljómleikum Thin Lizzy í Gautaborg Poppfréttaritari Dagblaðsins í Svíþjóð, Ragnar Th. Sigurðs- son, var staddur á tónleikum brezku hljómsveitarinnar THIN LIZZY í Konserthuset í Gaulaborg á dögunum. Frásögn hans af þessum hljómleikum fer hér á eftir. ,,Thin Lizzy birtist á sviðinu í heljarmiklum sprengingum með tilheyrandi eldglæringum og þurrisreyk. Ljósa ,,show“ hljómsveitarinnar reikaði um allt sviðið. Fyrsta lagið, sem flutt var, er frægasta lag hljóm- sveitarinnar, The Boys Are Back In Town. í byrjun var allt í lagi með tónlistina og áheyr- endur skemmtu sér hið bezta. Þegar á leið bréyttist músikin í óskiljanlegan hávaða og voru flestir sammála mér J því að hún hefði verið hundleiðinleg og óskiljanleg. Það bezta við þessa hljóm- leika Thin Lizzy var sviðsfram- koma félaganna. Þar bar aðal- maðurinn, Phil Lvnott bassa- leikari af. Hann hélt oft á tíðum bassanum eins og vélbyssu á meðan hann lék og var að öðru leyti hinn líflegasti. En er leið á hljómleikana urðu spilararnir æ fyllri og fyllri. Svo kom í lokin að þeir áttu í megnustu erfiðleikum að standa í lappirnar. Phil Lynott datt tvisvar á hnén og í seinna skiptið gat hann varla staðið á fætur aftur. Eftir um 40 mínútna dvöl i hljómleikasaln- um var ég búinn að fá nóg af hamagangi og hávaða og fór i bíó til að bjarga kvöldinu. Og ég get ekki sagt annað en að THIN LIZZY: í fyrstu lék hljómsveitin mjög skiljanlega tónlist en er leið á hljómleikana breyttist tónlistin í óskiljanlegan hávaða. Sviðsframkoma PHIL LYNOTTS var góð í byrjun, en þegar á leið gerðist hann svo drukkinn, að hann átti i erfiðleikum með að standa upp, þegar hann datt á sviðinu. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. myndin „One Flew Over The Cuckoo’s Nest“ hafi bjargað því sem bjargað varð.“ Síðan þessir hljómleikar voru haldnir hefur það gerzt í Bretlandi að Thin Lizzy hefur verið kosin bjartasta von Englendinga af lesendum blaðsins Melody Maker. Lag hljómsveitarinnar, The Boys Are Baek In Town, lenti i öðru sæti yfir vinsælustu lög ársins og Phil Lynnott hafnaði í sjötta sæti yfir vinsælustu bassa- leikarana. Frásögn Ragnars Th. af hljómleikum þessarar björtu vonar Bretans bendir ekki til þess að neitt tiltakanlega merkilegt sé þarna á ferðinni. — Þó kann svo að vera að Thin Lizzy hafi tekið Svíþjóð fyrir einhverja sveit þar sem hægt væri að bera á borð hvað sem væri. „Þar sem enginn þekkir mann þar er gott að vera...“ —RThS/AT— ÁSGEIR TÖMASSON ÓMAR VALDIMARSSON Jakob Magnússon er nú aö leggja síð- ustu hönd ó hljóðblöndun sólóplötu sinnar, sem hann hafur unnið að undanfarið. Aö sögn Steinars Berg útgafanda er ennfromur væntanleg ny hljómplata meö Spilverki þjóðanna og ó hún að koma ó markað fyrír jólin. Mun hún vera allfróbrugðin þeim plöt- um sem Spilverkið hefur óöur sent fró sér. HVAR ER ÞESSIBASSINHHJRKOMINN? Tómas Tómasson Stuðmaður með bassann góða skómmu áður en hann hvarf úr samkomuhúsinu í Stykkishólmi. DB-mynd: APJ. Tómas Stuðmaður Tómasson er hnugginn og hefur látið á sjá að undanförnu. Hann kom inn á ritstjórnarskrifstofur DB i fyrrakvöld og kvartaði sáran. „Bassanum 'mínum hefur verið stolið," sagði hann. „Við vorum á lokaspretti Stuð- mannaferðarinnar í Stykkis- hólmi á föstudagskvöldið 15. októ'ber þegar ég sá bassann síðast. Við fórum til Reykjavík- ur um nóttina að dansleik lokn- um og þá kom fyrst í ljós að bassinn minn hafði orðið eftir." Sunnudaginn 17. okt. höfðu Stuðmenn samband við sam- komuhússtjórann í Stykkis- hólmi og kannaðist hann strax við að hljóðfærið hefði orðið eftir.hann hefði sjálfur séð það um morguninn. Varð að sam-. komulagi að bassinn yrði sendur flugleiðis til Reykjavík- ur næsta mánudag. Hann hefur þó ekki sézt enn og kom í ljós við eftirgrennslan að þegar til átti að taka fannst hljóðfærið ekki í húsinu. „Þetta er ómetanlegur bassi, nánast antik-hljóðfæri,“ sagði Stuðmaðurinn hnuggni í fyrra- kvöld. „Hann er af gerðinni Fender Precision og númerið er skráð á bakið: 61991. Hann er auðþekkjanlegur á því að það er brotið lítillega upp úr hálsinum á milli þriðja og fjórða bands.“ Tómas hefur heitið því að taka gleði sína á ný þegar bass- inn er kominn til skila. Ef þjóf urinn hefur hug á að skila hljóðfærinu getur hann haft samband við DB — eða Tómas, eða lögregluna, eða samkomu- húsið i Hólminum — og gert það þannig. — OV. Fyrstu tónleikar Jazzvakningar á þessum vetrí verða á mánudaginn Klúbburinn Jazzvakning gengst fyrir jazzkvöldi í Veitinga- húsinu i Glæsibæ næstkomandi mánudagskvöld. Þar koma fram nokkrir kunnir jazzleikarar ásamt öðrum sem hafa orðið þekktari fyrir rokktónlist en jazz. Meðal annarra má nefna þá Guðmund Steingrímsson og Karl Möller auk þeirra Birgis Hrafns- sonar, Pálma Gunnarssonar og jafnvel leikur Þorsteinn Magnús- son gítarleikari með, ef hann verður búinn að ná sér eftir sjúkráhússlegu. Einnig kemur fram fólk frá Menntaskólanum við Tjörnina og syngur jözzuð þjóðlög. — Jazzkvöldið hefst klukkan níu, kl. 21. Aðalfundur Jazzvakningar var haldinn um síðustu helgi. Þar gerði fráfarandi stjórn klúbbsins grein fyrir störfum sínum og ný stjórn var kosin. Ilana skipa eftirtaldir: Jónatan Garðarsson formaður, Vilhjálmur Kjartans- son varaformaður, Linda Walker ritari, Steingrímur Guðmundsson gjaldkeri, Guðmundur R. Guð- mundsson meðstjórnandi og til vara voru kosnir þeir Ilermann Þórðarson og Guðmundur Stein- grímsson. Jazzvakning efndi til fimm skemmtana siðastliðinn vetur. Klúbburinn er aðeins eins árs gamall og var stofnaður í Hafnar- firði á síðasta ári. I samtali við einn stjórnarmanna kom í Ijós að misskilnings hefur gætt hjá mörg- um varðandi Jazzvakningu og hefur fólkið haldið að hann héti Jazzklúbbur Hafnarfjarðar, sem er alrangt. Á aðalfundinum var ákveðið að efna til jazzkvölds fyrsta mánu- dag hvers mánaðar í vetur. Þá hefur jafnframt komið til greina að efna til plötukynningarkvölds og almennra tónlistarskemmtana ef lítið verður um slíka starfsemi í vetur. — AT A þriðjudagskvöldið var „jam- session" í kjallara Albert Hall við Bolholt og komu þar fram ýmsir mætir menn, eins og til dæmis þeir Karl Möller og Birgir Hrafnsson, sem þiggur þarna reyk hjá Karli. Þeir koma báðir fram á jazzkvöldi Jazzvakningar á mánudagskvöldið, enda meðal þeirra reykvísku hljóðfæraleik- ara, sem sýnt hafa niestan áliuga á frjálsri tóulist. DB-mvnd: Arni Páll.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.