Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 21
DAl'iBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976. 21 Veðrið Suöaustan kaldi og skúrir í fyrstu. Ailhvasst og rígning síðdogis og í nótt. i dag hlýnar í veðrí um allt land, fyrst vestanlands. Andlát Svavar Markússon, aðstoðar- bankastjóri Búnaðarbankans, lézt í fyrrinótt eftir erfiða sjúkdóms-. legu undanfarna mánuði. Hann var aðeins 41 árs að aldri, fæddur 30. maí 1935. Hann hafði starfað um langt árabil í Búnaðarbank- anum — lengstum sem yfirmaður vixladeildar, en var í haust ráðinn aðstoðarbankastjóri. Á yngri árum var Svavar einn kunnasti frjálsíþróttamaður tslands. Setti yfir 22 íslandsmet í hlaupum og keppti á mörgum stórmótum erlendis m.a. Olympíuleikunum 1960. Um langt árabil sat hann í stjórn FRÍ. Eftir- lifandi kona Svavars er Kristín Pálmadóttir. Þau áttu tvær dætur. Einar Bjarnason rafvirkja- meistari fæddist 6. sept. 1904 og lézt þann 23. okt. 1976. Hann fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð. Foreldrar hans voru hjónin Þóra Bergsdóttir, ættuð úr Reykjavík og af Bergsætt úr Árnesþingi, og Bjarni Guðpbrandur Jónsson, járnsmiður á Þingeyri og kunnur maður þar á sinni tíð. Einar ólst upp á Þingeyri og vandist smíðum og öðrum störfum hjá föður sínum. Árið 1926 hélt hann til Reykja- víkur hóf nám í rafvirkjun hjá Bræðrunum Ormsson og lauk því samkvæmt samningi árið 1930 Einar mun hafa verið fyrstur tslendinga til þess að öðlast sveinspróf að afloknu prófi. Hann hlaut meistararéttindi 1936 og löggildingu sem rafvirkjameistari i Reykjavík 1942. Hann kvæntist Vilborgu Sverrisd. Ormssonar á Kaldrana- nesi í Mýrdal, 14. okt. 1933. Eignuðust þau einn son, Sverri sem nú er sakadómari. Kona hans. er Guðlaug Ólöf Gunnlaugsdóttir og eiga þau tvo sonu. Ólafur Tryggvason lézt 23. okt. 1976, var fæddur 16. marz 1928 í Beykjavík, sonur hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Tryggva Ölafssonar forstjóra Lýsis h.f. Hann ólst upp í foreldrahúsum ásamt tveim systr- um sínum þar til hann fór til Bandaríkjanna 1944. Þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Ruth Braner, og kvæntist henni árið 1950. Þau hjónin eignuðust þrjá syni, Eric, Peter og Mark, auk þess sem Ölafur gekk í föður- stað syni konu sinnar af fyrra hjónabandi, Stephen. Á þeim árum sem Ölafur bjó í Bandaríkjunum starfaði hann við verksmiðjustjórn og skrifstofu- störf 1 York og síðan í Reading, Eftir að hann kom til tslands árið 1969 hóf hann störf við fyrirtæki föður síns, Lýsi h.f. og starfaði þar einkum við verksmiðjustjórn. Ólafur Ingimundsson frá Nýjabæ lézt 15. okt. 1976. Hann fæddist að Eystri-Lyngum í Meðallandi 9. ágúst 1885. Foreldrar hans voru Ingimundur Olafsson, síðar lengi bóndi að Langholti í Meðallandi, og fyrri kona hans, Vilborg Sverrisdóttir. Ölafur hóf búskap í skjóli föður síns.á Langholti. Jarðnæði var ekki auðfengið í þá daga. Hann stofnaði nýbýli og reisti sér þar bæ. Kvæntist hann Árbjörgu Árnadóttur. Aó Langholti fæddist þeim einkasonur þeirra, Ingi- mundur, sem um árabil hefur verið mikils metinn kennari hér í Reykjavík. Arið 1918 fluttust þau hjónin að Nýjabæ. Heimilið var fjöl- mennt, því í vist með þeim var Ingibjörg móðir Árbjargar og börn hennar þrjú. Margrét og Guðrún og Einar. Síðar tóku þau í fóstur Guðríði Helgu Erasmus- dóttur frá Háa Kotey. Hún giftist dönskum manni og er búsett á Jótlandi. Olafur hófst þegar á fyrsta vori handa um að húsa bæinn og á næstu árum byggði hann þar allt upp frá grunni. Eftir 17 ára búskap í Nýjabæ brugðu þau hjónin á það ráð að flytjast til Reykjavíkur en sveitin hans átti jafnan rík ítök í huga hans. Sigríður Eyjólfsdóttir, sem andaðist 21. þ.m., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju laugard. 30. þ.m. kl. 10.30. Vigdís Arnadóttir, Bergstaða- stræti 68, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni laugard. 30. okt. kl. 10.30. Fundir Aðalfundur Skíðadeildar KR verður haldinn föstudaginn 5. nóvcmber n.k. kl. 20 í KR heimilinu Frosta- skjóli 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Kynningarklúbburinn Björk og Meistarafélag húsasmiða minna á haustskemmtun félaganna föstu- daginn 29. okt. kl. 8.30 stundvíslega. Hóskólafyrirlestur um tekjustefnu og vinnumarkað Föstudaginn 29. okt. flytur Arne Lund, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands Danmerkur og fyrrum prófessor við Arósa- háskóla fyrirlestur í boði Viðskiptadeildar Háskóla fslands. Fiallar fyrirlesturinn um vinnumarkaðinn og stefnu hins opinbera gagnvart tekjum einstakra þjóðfélagshópa. Fyrirlesturinn verður fluttur í hátiðarsal háskólans og hefst kl 10,15 fyrir hádegi. öllum er heimill aðgangur. Útivistarferðir Engin laugardagsferfl. Sunnud. 31 /10 kl. 13. 1. Bláfjöll með Þorleifi Gurtmundssyni 2. Bláfjallahellar með Einari Þ. Guðjohnsen og Jóni I. Bjarnasyni. Ferð fyrir alla fjölskyld- una til að skoða undraheim hellanna áður en snjór lokar þeim. Ilafið góð ljós með. Verð 800 kr., fritt f. börn með fullorðnum. Farið frá BSl að vestanverðu. Ctivist. Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsmann til uppgjörs, götunar og skyldra starfa Reynsla í götun er æskileg. Störf þessi eru unnin á kvöldin. Ráðning er samkvæmt almennum kjörum bankastarfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi fyrir 4. nóv. nk. Húsavík Blaðburðarbörn óskast strax. Hafið samband við umboðsmann, simi 41644 mLAÐIB BIABIÐ Okkur vantor umboðsmenn ó: AKUREYRI, NESKAUPSTAÐ, B0RGARNESI Vinsamlegast hafið samband við umboðsmenn ó staðnum eða Dagblaðiðrsimi 27022 I DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI27022 ÞVERHOLTI 2 1 Til sölu 8 Til sölu 13 ferm gólfteppi, vel með farið, undirlag getur fylgt, selst ódýrt. Upp- lýsingar í síma 16855. Athugið! Til sölu nýr ónotaður skápur fyrir baðvask, stærð 54x90. Uppl. í sfma 44370 eftir kl. 19 í kvöld og næstu kvöld. Smíðajárnskertastjakar. Mjög fallegir smíðajárnskerta- stjakar, veggstjakar, gólfstjakar, borðstjakar og hengikrónur lil sölu. Hentugir til gjafa, gott verð. Uppl. í síma 43337 í kvöld. Vatnsdæla með þrýstikút til sölu, góð fyrir sumarbústað og fleira. Verð kr. 30.000. Til sýnis um helgina á Sogavegi 133. Steypuhrærivélar. Nokkrar notaðar steypuhrærivélar til sölu. Uppl. í sima 23480 til kl. 20. DAGBLAÐIÐ ÞAÐ LIFI! Til sölu tveir léttir, danskir stólar með lausum púðum, einnig svefnbekkur, bílstóll og ónotaður bakburðar- stóll fyrir börn. Uppl. í síma 52366. Sem ný Cand.v 245 þvottavél til sölu, selst vegna brottflutn- ings, verð kr. 80.000. Uppl. í síma 92-1537 eða 92-2865 eftir kl. 7 á kvöldin. Vel með farið: Símastóll, kr. 9000, strauvél, kr. 6000, görtgugrind, kr. 3500, og síður kjóli, tilvalinn sem tæki- færiskjóll, nr. 36, kr. 2500. Uppl. í síma 52483. Bíleigendur — Bílvirkjar Nýkomin amerísk skrúfjárn, sex- kantasett, visegrip, s.krúfstykki, draghnoðátengur, stálmerki- pennar, 12 v. loftdælur, lakk- sprautur, micrometer, gatskerar, öfuguggasett, boddíklippur, bremsudælusliparar, höggskrúf- járn, suðutengur, stimpilhringja- klemmur, rafmagrislóðbollar 7 föndurtæki. rafmagnsborvélar, hristislíparar, topplyklasett méð brotaábyrgð — 4 drifstærðir. sterkir loppgrindabogar fyrir jeppa og fólksbila — bílaverk- færaúrval — raf inagnsverkfa'ra- úrval. Ingþór, Armúla, simi 84845. Til sölu Pioneer samstæða, útvarp og magnari, kassettusegul- band og tveir hátalarar. Einnig til sölu gler á sama stað. Uppl. í síma 40440. I Óskast keypt Oska eftir að kaupa miðstöðvarketil með ölium fylgibúnaði. Uppl. í síma 92-1758 eftir kl. 7 á kvöldin. Verzlun 8 íirímsstaðarholt. Hagar og nágrenni. Frá Barna- og unglingafataverzl- uninni Dunhaga 23, við hliðina á Bókabúð Vesturbæjar. Nýkomið barnaföt, barnahúfur, vettlingar, sokkar, náttföt og nærföt á drengi og stúlkur. Gallabuxur, mittis og smekk, einnig rifflabuxur, rúllu- kragabolir í úrvali ásamt leik- föngum að ógleymdu prjónagarni, prjónum og mörgu fl. Verzlunin Dunhaga 23, við hliðina á Bóka- búð Vesturbæjar. Harðfiskur. Seljuni brotafisk. saltfisk og marineraða síld. Opið alla daga til kl. 18. Hjallfiskur hf.. Ilafnar- hrsmt H KónMVoní. Marger gerðir stereohljómtækja. •Verð með hátölurum frá kr. 33.630, úrval ferðaviðtækja, verð frá kr. 4.895, bílasegulbönd fyrir kassettur og átta rása spólur, verð frá kr. 13.875, úrval bílahátalara, ódýr bílaloftnet, músíkkassettur og átta rása spólur og hljómplöt - ur, íslenzkar og erlendar, sumt á gömlu verði. F. Björnsson, radíó- verzlun, Bergþórugötu 2, simi 23889. Körfúhúsgögn Peyrstólar með púðum, léttir og þægilegir, kringlótt reyr- borð og hin vinsælu teborð á h.jól- um fyrirliggjandi. Þá eru komnir aftur hinir gömlu og góðu bólstruðu körfustólar. Körfugerðin, Ingólfsstr. 16, simi 12165. I Húsgögn Til sölu borðstofuhúsgögn, borð, stór skenkur og 6 stólar (2 armstólar), klæddir með drapplit- uðu leðri, mjög fallegt sett, fjög- urra sæta sófi, klæddur með koks- gráu ullaráklæði, klætt bak, lausir púðar í setu og baki (þarfn- ast endurnýjunar). Álafossteppi um 50 frn (30 fnt svo til óslitnir og 20 fm lítið slitnir). litur mosa- grænn. Uppl. í síma 26883. Nýr símastóll til sölu, verð kr. 40 þús. Uppl. 1 síma 44018 á kvöldin. Hjónarúm til sölu. Uppl. í síma 73346 milli kl. 5 og 8. Gott hjónarúm með áföstum náttborðum og dýnu til sölu, verð kr. 30.000. Uppl. í síma 84229. Til sölu 2 hvítmáluð járnrúm (hjónarúm) og 2 svamp- dýnur 1. 187 og br. 71 cm, þykkt 10 cm. Uppl. í síma 37541. Vel með farinn svefnbekkur til sölu. Uppl. í síma 37380 eftirkl. 13. Til sölu er vel með farið sófsett (svefnsófi). Uppl. i síma 53007 eftir kl. hálf átta á kvöldin. 4ra sæta sófi, 2ja sæta sófi, húsbóndastóll og stakur stóll á stálfötum til sölu, litur blár. Allt vel með farið. Uppl. í síma 51780. Höfum til sölu ýmsa vel með farna ódýra húsmuni. Húsmunaskálinn, fornverzlun, Klapparstíg 29, sími 10099,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.