Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976.
Stórsókn Alþýðubankans hafín
nauösynlegri rannsókn miöar ekkert vegna
aöstööuleysis sakadóms
„Viö, sem að þessum banka
stöndum, erum ákveðin í þvi að
hefja hann til vegs og
virðingar," sagði Stefán
Gunnarsson, bankastjóri
Alþýðubankans, á fundi með
fréttamönnum í gær. Hann
bætti við: „Það er hugsarilegt,
að þau öfl séu til í þjóðfélaginu,.
sem vilja bankann feigan. Þau
ðfl hljóta þá einnig að vera and-
stæð verkalýðshreyfingunni í
landinu."
,,Það sem við óttumst mest“,
sagði Ingi R. Helgason, lög-
maður Alþýðubankans, ,,er að
rannsóknin taki 6 mánuði i
viðbót. Ekki til þess að dæma
neinn, því þess eru dæmi, að
mál hafa verið rannsökuð án
þess að ákæra fylgi, heldur
vegna þess, að bankaráðið taldi
ekki annað hæfa en setja málið
í rannsókn til þess að hreinsa
loftið. Annað var ekki talið
hæfa, vegna stofnunarinnar og
þess baklands. sem að
bankanum liggur félagslega og
hagsmunalega."
Bankaráð Alþýðubankans hf.
hefur nú ákveðið að bjóða út 30
milljóna króna hlutafjár-
aukningu. Verður hlutfé
bankans þá 100 milljónir
króna. A hluthafafundi
Alþýðubankans sl. mánudag
var einróma samþykkt ályktun
þar sem skorað er á þau verka-
lýðsfélög, sem ekki hafa tekið
til afgreiðslu bréf bankans um
aukningu hlutafjár, að taka það
nú þegar til jákvæðrar af-
greiöslu.
Benedikt Davlðsson for-
maður bankaráðsins skýrði frá
þvi, að tilmæli bankans til
verkalýðsfélaganna um að auka
hlutafé sitt hafi fengið góðar
undirtektir en þó nokkuð mis-
jafnar eftir ástæðum. „Stór
félög, eins og t.d. Dagsbrún,
hétu að nota alla sína heimild,
ekki aðeins varðandi þæí- 30
milljónir, sem síðasta hlutafjár-
aukning nam, heldur einnig þá,_
sem samþykkt var á hluthafa-
fundinum sl. mánudag."
Ingi R. Helgason kvað ekki
alveg vonlaust, að eitthvað
fengist upp i þær 30 milljónir,
sem afskrifaðar hefðu verið
sem tap. Það yrði þó ekki ljóst á
næstunni.Hann skýrði frá því,
að á milli 60 og 70 milljónir
króna í útlánum hefðu verið
bankatæknilega vantryggt,
þegar rannsóknar var beiðzt á
viðskiptum nokkurra viðskipta-'
vina bankans. Hefði nú þegar
verið gengið frá um helmingi
þeirra lána með fullkomnum
tryggingum og væri unnið að
frágangi þeirra, sem á hefði
vantað. Taldi hann þess nokkra
von, að því lyki fyrir næstu
áramót. ,
Orðasenna varð um bókun
fundargerðar á fyrrgreindum
hluthafafundi, eins og greint
hefur verið frá I fréttum.
Orðrétt var þessi bókun þannig
í fundargerðarbók banka-
ráðsins, á fundi hinn 17.
nóvember 1975:
„Einar ögmundsson spurði
bankastjórana, hvort þeir
hefðu ekki báðir staðið að
þessum útlánum. Jón Hallsson
svaraði þvl játandi, en gat um,
að vegna fjarveru sinnar
erlendis um tíma I október-
mánuði, hefði hann ekki vitað
um allt.“ Utlánin, sem Einar'
ögmundsson spurði um, voru
m.a. þau, sem útlit er fyrir að
bankinn tapi, en Einar var þá,
sem kunnugt er, einn banka-
ráðsmanna. Jón Hallsson mun
hafa véfengt þessa bókun, sem
er vottuð og undirrituð af
öllum bankaráðsmönnum.
Varðandi rannsókn þá, sem
gerð er nú I'Sakadómi að beiöni
saksóknara rifkisins I framhaldi
af beiðni bankaráðsins, kom
fram, að aðstaða rannsóknar-
dómarans er með þeim
endemum, að mikil bjartsýni
viröist að ætla að rannsókninni
ljúki yfirleitt nokkurn tíma.
Ný sókn Alþýðubankans er
hafin I samkeppni við risana I
íslenzka bankakerfinu og
hyggja forstöðumenn bankans
að allur almenningur taki vel
undir þá viðleitni.
-BS.
Við kaupum það á 649kr.
Norðmenn á 359-395 kr. Færeyingar á 257-289 kr.
Eins og komið hefur fram I
fréttum voru óvenjumiklar
Menn velta því fyrir sér af hverju
kindakjöt er okurvara á tslandi
þegar framleitt er of mikið af því.
birgðir af dilkakjöti til I upphafi
sláturtíðar miðað við mörg undan-
farin ár eða 12 hundruð tonn.
Við fengum þær upplýsingar
hjá Framleiðsluráði landbúnaðar-
ins aðmánaðarneyzla landsmanna
væri 650-700 tonn, en reikna
mætti með að 2-3 hundruð tonn-
um I rýrnun yfir árið, og drægist
hún frá þessum 12 hundruð
tonnum.
Búizt var við að slátrað yrði á
þessu hausti 910-940 dilkum, jafn-
gildi um 13.400 tonna. Fram-
reiðsluráð upplýsti að þessi tala
vrði að öllum líkindum mun
lægri. Um það væri ekki hægt að
segja enn, þar sem tölur frá öllum
sláturfélögum lægju ekki fyrir.
Við fengum einnig að vita að I
fyrra hefðu verið flutt út um 4
þús. tonn af dilkakjöti, mest til
Noregs og minna til Færeyja.
í ár er búizt við að flutt verði út
4- 5 þús. tonn af dilkakjöti þar af
5- 6 hundruð tonn til Færeyja.
Áætlað verð fyrir dilkakjötið í
Noregi er 10-11 norskar kr. eða
359-395 Isl. kr. kg. og I Færeyjum
8-9 kr. danskar kg. eða 257-289 Isl.
kr. kg.
Hér heima getum við enn keypt
ársgamalt kjöt I örfáum verzlun-
um. 1. flokk á 549 kr., en 2. flokk,
sem er mjög rýrt kjöt, á 503 kr.
Nýja kjötið kostar 649 kr. hvert
kg. —EVI,
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER
PUNDIÐ FELLUR
TEPPIN LÆKKA
Háværar knallettubyssur
eru nú seldar í Reykjavík
— eru stórhættulegar heyrn manna
Á heyrnardeildinni var vitað
um eitt tilfelli þar sem hleypt var
af byssu inni í strætisvagni.
Innan jafnþröngra veggja og eru I
strætisvögnum eru hvellirnir enn
háværari en ella og þvi stórhættu-
legir.
Litavers verðlisti yfir gólfteppi
komið ó gólfið.
Alltaf öðru hvoru grípur sú
tfzka um sig að drengir og
unglingar verða sér úti um
háværar knallettubyssur eða
startbyssur. Slíkur faraldur
gengur yfir þessa dagana. Dag-
lega má heyra og sjá drengi með
slikar byssur, þar sem þeir skjóta
út í loftið og á fþlk, sem gengur
fram hjá þeim.
Byssurnar, sem hér um ræðir,
gefa frá sér hvell, sem er langt
yfir ofan þau hættumörk, sem
talin eru holl mannlegu eyra. Hjá
heyrnardeild Heilsuverndar-
stöðvarinnar fékk DB þær upplýs-
ingar að hvellirnir mældust 105
decibel. Á íslandi eru hættumörk-
in sett við 85 decibela samfelldan
hávaða. Einn hvellur er því mun
hættulegri en tölurnar gefa til
kynna.
Dagblaðinu tókst ekki I gær að
grafa upp, hvaða verzlun eða
verzlanir það eru, sem hafa
þessar tízkubyssur á boðstólum.
Fyllsta ástæða er til að benda
foreldrum, sem verða varir við
slíka gripi hjá börnum sínum, á
að gera þá upptæka. Svona byssur
eru einungis ætlaðar sem start-
byssur á íþróttamótum og við
svipuð tækifæri. í höndum barna
eru þær stórhættulegar heyrn
manna.
—AT
VERÐ PER FERM:
Bouquet
Regency og Bohemia 2.914.-
Orion Sherwood 2.680.-
Jupiter 2.150.-
Aquarius Ria 3.250.-
Harvard Ria 2.500.-
Florence 3.364.-
Zeppelin 3.156.-
St. Lawrence 2.496.-
Madison 2.680.-
Elizabethan Senator 2.950.-
Landsþing FÍB um helgina
Níunda landsþing Félags
lenskra bifreiðaeigenda verður
itt á Hótel Esju á laugardaginn
. 09.30. Um fimmtíu fulltrúar
ðs vegar að af landinu munu
Ija þingið.
Eftir hádegi á laugardag
flytur Guðni Karlsson, for'-
stöðumaður Bifreiðaeftirlitsins,
framsöguerindi um hugmyndir að
breyttum reglum um skráningu
ökutækja og fleira.
Þinginu lýkur á sunnudag.
-OV.
Nú er tœkifœrið fyrir alla þó sem eru í
gólfteppahugleiðingum.
K0MIЗS JÁIЗSANNFÆ RIZT
Lítið við í Litaveri,
því það hefur óvallt borgað sig.
Smurbrauðstofan
ejönNiNrM
Njólsgötu 49 - Simi 15105
r
H
>
LITAVER
Hreyfilshúsinu við Grensósveg
- LITAVER — LITAVER
H
>
LITAVER