Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976.
Iþróttir
iþróttir
Iþróttir
I
15
Lasse Viren horfir stoitur- á gullverðlaunin fyrir 10000 m hiaupið í Montreal.
Kona með
12 rétta
— og hlaut 378.500
krónur
Kona ein í Reykjavík fyllti út 8
raða seðii í 9. leikviku og réð
hending hvernig merkingar féllu.
Ein röðin reyndist vera með 12
réttum og nam vinningurinn kr.
378.500,- Með 11 rétta voru 10
raðir og vinningurinn var kr.
16.200,-
Norton —
Foreman?
Stjórn heimssambandsins í
hnefaieikum tilkynnti í gær, að
ákveðið hefði verið, að þeif Ken
Norton og George Foreman
myndu keppa um heimsmeistara-
titilinn i þungavigt ef
Muhammad Ali dregur sig í hlé.
Hins vegar var þess getið, að ekki
kæmi til ieiksins nema Ali sendi
sambandinu skriflega yfirlýsingu
um að hann væri hættur keppni.
KR stigahæst lið-
anna í Reykjavík
Þetta er bezti fundur, sem ég hef
setið hjá KRR í mörg ár — mjög
jákvæður og stemmning að gera veg
knattspyrnunnar i Reykjavík sem
mestan, sagði Ólafur Erlendsson, sem
á aðalfundi Knattspyrnuráðs Reykja-
vikur í gær var kjörinn formaður
KRR sjöunda árið í röð. Haraldur
Gíslason, KR, sem setið hefur í stjórn
KRR i aldarfjórðung og sótt fleiri
fundi ráðsins en nokkur annar — eða
1125 — baðst undan endurkosningu.
Voru honum þökkuð mikil og heilla-
drjúg störf með langvinnu lófataki.
Nicklaus
byrjar vel
Meistaramót Astralíu í golfi
hófst i gær. Gullbjörninn, Jack
Nicklaus, sem er að reyna að
vinna meistaratitilinn í
fimmta sinn, byrjaði vel. Lék á
pari, 72 höggum, við erfiðar að-
stæður. Beztum árangri náði
Curtis Strange, USA, sem nýlega
hefur gerzt atvinnumaður. Lék á
71 höggi, en hann var áður einn
kunnasti áhugamaður USA. Bret-
inn Bembridge lék á 72 höggum
og Graham, Astralíu, á 73 ásamt
nokkrum öðrum. Spánverjinn
ungi, Bellasterios, sem talinn var
hættulegasti mótherji Nicklaus
áður en keppnin hófst, iék á 85
höggum, sem er lakasti árangur
hans síðan 1974.
Ölafur Erlendsson flutti skýrslu
stjórnar á fundinum í gær og kom þar
fram, að störf KRR voru mikil og
heiliadrjúg á árinu. Þá lagði Elías
Hergeirsson fram endurskoðaðan
reikning.
I stjórn næsta ár voru kjörnir
Ölafur Erlendsson, fulltrúi Vikings,'
formaður — en aðrir fulltrúar félag-
anna í KRR eru Baldur Maríusson,
KR, Stefán Gunnarsson, Leikni,
Gunnar Eggertsson, Armanni, Einar
Arnason, Fram, Elías Hergeirsson,
Val, Helgi Þorvaldsson, Þrótti, og
Halldór Jakobsson, Fylki. Þeir munu
síðar skipta með sér verkum innan
stjórnarinnar.
I ársskýrslu KRR kom fram að KR
náði beztum árangri — mestum stíga-
fjölda — í öllum Reykjavíkurmótun-
um sl. sumar. Tafla með árangri
félaganna er þannig:
Fram og Vals 229.100 krónur og í 3ja
sæti kom leikur Vals og KR eða
147.000 krónur. Að sumum leikjum
var aðsókn sáralítil — minnst, þegar
Ármann og Víkingur léku. Þá komu
aðeins 3200 krónur í kassann. Tekjur
hvers félags af mótinu, þegar upp var
gert i lokin, reyndust 98.973 krónur.
KR 105 69 18 18 326-100 157
Fram 99 54 17 28 225-120 126
Valur 101 52 14 35 187-132 120
Víkingur 99 44 17 38 214-166 107
Þróttur 75 32 11 32 159-149 75
Fylkir 67 17 7 43 92-204 41
Leiknir 62 10 8 44 50-182 28
Ármann 40 8 7 25 49-97 23
ÍR 36 6 1 29 36-188 13
Aðsókn að leikjum Reykjavíkur-
mótsins í meistaraflokki var heldur
betri en síðastliðið ár. Víkingur varð
Reykjavíkurmeistari í þriðja sinn —
og mesta aðsókn að einstökum leik i
mótinu var, þegar Víkingur og Valur
léku til úrslita. Tekjur 236.500
krónur. Næst bezt aðsókn var að léik
Heim í aðra
umferð
Sænska lióið Heim frá Gauta-
borg tryggði sér rétt i aðra um-
ferð í Evrópukeppni bikarhafa í
handknattleik, þegar það gerði
jafntefli við Spojna Gdansk 24-24
í Póllandi í gær. Heim sigraði í
heimaleik sinum með eins marks
mun, 19-18, og kemst því áfram
samanlagt á markatöiunni 43-42.
Ungverjaland
sigraði Spán
Ungverjaland sigraði Spán 26-
19 í fyrsta leiknum í fjögurra
landa móti í handknattleik, sem
hófst í Genf í gær. Kovacs var
markhæstur Ungverja með 8
mörk. Szilagyi skoraði sjö. Hjá
Spáni skoruðu Novoa, Pelayo og
Balcells f jögur mörk hver.
Lugi-sigur gegn Malmö
Þetta var ákaflega tvísýnn og
spennandi leikur. A lokamínútunum
tókst okkur hjá Lugi betur upp og við
sigruðum Malmö 20-19 í Allsvenskan,
sagði Jón Hjaltalín Magnússon, þegar
blaðið ræddi við hann i gær. Hann
var þá nýkominn heim eftir að hafa
leikið með Lugi á heimavelli gegn
Malmö. Við sigurinn færðist Lugi í
2.-5. sæti í Allsvenskan.
Mér fannst okkur Guðjóni Magnús-
syni ganga vel í leiknum — áttum
talsvert af línusendingum, sem gáfu
mörk. Rinne var markhæstur í liðinu
með 5 mörk — ég skoraði 4 mörk í sjö
tilraunum. Guðjón var með 3 mörk úr
fimm tilráurium.
Malmö-liðið, sem ekki hefur hlotið
stig úr fjórum fyrstu umferðunum,
hafði forustu lengstum, 12-13 í hálf-
leik. Við komumst fyrst yfir — og ég
held ég fari þar með rétt mál — í
19-18, og unnum svo 20-19. Tæpara
mátti það ekki standa. Það var ekki
laust við, að vanmat væri á Malmö-
liðinu og þetta var leikur, sem Lugi
átti að sigra auðveldlega i, sagði Jón
ennfremur. Venjulega er fullt hús,
þegar þessi nágrannalið leika, en í
gærkvöld voru áhorfendur ekki nema
1500 og mun færri komu frá Malmö
en venjulega.
Efstu lið í Allsvenskan eru nú:
Krislianstad 4 3 1 0 81-75 7
Hellas 3 2 1 0 72-57 5
Lugi 4 2 1 1 81-80 5
GUIF 4 2 1 1 73-73 5
Drott 4 2 1 1 88-90 5
Já, ég hef heyrt, að það standi
mikið til hjá ■ Olympía-
Helsingborg-liðinu, sem nú er efst í 2.
deild. Helsingborg er hér skammt fyr
ir norðan Lund og Malmö og nokkuð
er síðan liðið hefur leikið í Allsvensk-
an. Það er með danska leikmenn og
eg veit að liðið hefur ekki nógu góða
markmenn, svo það kemur mér ekki á
óvart, þott það hafi leitað til Ólafs
Benediktssonar, íslenzka landsliðs-
markvarðarins, sagði Jón að lokum.
HfiBS
i
in
’i
næturgalinn
Ekki verður allur sannleikurinn sagður með sætri
röddu næturgalans.
Margt fólk harðneitar að hlusta á það sem Megas
hefur að segja — flest vegna þess, að því líkar ekki
rödd hans eða framsagnarmáti.
láttu þig hafa það
því flestir sem einu sinni fást til að HLUSTA, skipta
rækilega um skoðun.
NU þegar
HAFASELZT
eintök af verkum Megasar á hljómpiötum og tón-
böndum og við vorum að fá 1000 eintök i viðbót af
nýjustu hljómplötu Megasar
FRAM & AFTUR BUNDGOTUNA
4
blöðin segja
V
...það bezta. sem Megas hefur sent frá sér...
Mbl. 15.9. ’76
...Urvalsplata. bráðskemmtileg. og upplífgandi...
fjörug, melódísk og kurteis. ef svo mætti segja...
Tíminn 17.10. ’76
...mjög gott rokk... topp undirieikur... það bezta sem
ég hef heyrt frá Megasi.
Dagbl. 27.10. ’76
...méð frumiegustu listamönnum þjóðarinnar... góð
taglína. fráha*r undirleikur. ásamt einstöku samspill
framsagnarmátaog texta.
Mbl. 3.10.’76
......mestu tónlistarþrumur og eidingar. sem ég hef
heyrt... jafna þessari sktfu við hvaða íslenzka popp
eða rokkskifu sem er... þetta eru tónlistarmenn á
heimsma*likvarða.
Þjóðviljinn 3.10. ’76
HRIM H.F.
sími: 36347
Sendum i póstkröfu.