Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÖBER 1976. VÉLSETJARI Óskum eftir vélsetjara á setningartölvu (með vélritunarborði). Uppl. gefur yfirverkstjóri. Hilmir h/f Síðumúla 12 Kópavogsbúar Mjög ódýr egg, kr.400kg. VERZLUNIN KÓPAVOGUR Borgarholtsbraut 6 — Sími 41640 Styrkur tíl háskólanáms l Svíþjóð Sænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu tíu styrki til háskólanáms í Svíþjóð háskólaárið 1977-78. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóia. Styrkf járhæðin er 1.555.- sænskar krónur á mánuði en til greina kemur í einstaka tilvikum að styrkur verði veittur til allt að þriggja ára. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Svenska Institutet, P.O. Box 7072, S-103, 82 Stockhoim 7, Sverige, fyrir 28. febrúar 1977, og iætur sú stofnun í té frekari upplýsingar. Menntamálaróðuneytið, 26. október 1976. mikió úuíxiLaf fuLLv$.yurr) PeLs um í öLLurr) stæuóurn BEAVER ÚLFUR stuttir oa 'síóii; KÐLINGUR MARMOT KANÍNU stuttir ogsióir PERSIAN LAMB táningapelsar HAGKVÆMT VERÐ OG GREIÐSLUSKILMÁLAR OPIÐ FRA KL. 12 TIL 18 ALLA VIRKA DAGA LAUGARDAGA FRÁ KL 10 TIL 12 féleinn Njálsgófu 14 . Sími 20160 Útflutningur lifandi háhyminga hafinn frá íslandi: Hóf á Höfn eftir litríka brottfór Jóhönnu til Nice . " Farið á sjóinn í nótt í leit að félaga fyrir Jóhönnu Háhyrningurinn Jóhanna vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í gærmorgun er tekið var að þrengja að henni með flotgeymum, þar sem hún átti griðland í sjávarbúri sínu. Litlu síðar stungu sér svo fjórir eða fimm kafarar í búrið til hennar Hún hafði sýnt allmikinn bægslagang þegar að henni var þrengt, en kafararnir gegndu þvi hlutverki að róa hana. Það tókst líka mjög fljótt og gældu þeir dálítið við hana. Skyndilega smeygðu þeir segli undir hana og síðan var hún hafin rólega upp úr sjávarbúri sínu með stórum krana. Kafararnir sáu um að vel færi um hana þegar seglið strengdist að henni. Hún fékk þarna smá ,,flugtúr“ en síðan var henni komið fyrir í sérlega tilsniðinni grind sem neðan til var klædd þykku og vel vættu svamplagi. Frotteklæði var lagt yfir Jóhönnu oe því stöðugt haldið blautu. Þeir hlutar hennar sem óhuldir voru, svo sem bægslin, o. fl. voru smurðir feiti sem að mestu er þorskalifur. Þannig fór Jóhanna í nýja svamprúminu sínu á bílpall og var ekið til flugvallarins. í kjölfarið fylgi kraninn, en hann er henni ómissandi, eigi hún að komast milli staða á þurru landi. Vel gekkað færa Jóhönnu í svamprúminu i flugvélina og virtist fara mjög vel um hana í DC-6 vél Iscargo. Var nú ekki beóið boðanna og Frakklands- ferðin hafin. Hófst flugið um kl. 12.30 og var áætlaður komutími til Nice í Frakklandi kl. 18.15. í flugvélinni hja Jóhönnu voru tveir Frakkar, annar sérhæfður í flutningi háh.vrninga, gerö búra þeirra, o. fl„ en hinn kafari. Þá voru og í flugvélinni tveir blaðamenn. annar frá Dag- blaðinu, hinn frá Morgunblaöinu. Kftir velheppnaða brottför var slegið upp hófi á Höfn. Til þess bt.ðu Frakkarnir. sem hafa Svamprúmi Jóhönnu skotió inn í flugvéiina. DB-mynd PS. hreppt Jóhönnu í dýragarð sinn í Nice. Meðal gesta var franski sendiherrann, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, kunn ísl. hvalaskytta, Þórður Eyþórs- son, allir fyrirmenn í Höfn, lögreglustjórinn, sveitarstjórinn og margir aðrir fyrirmenn. Þar var öllum þökkuð aðstoðin og menn hvattir til frekari dáða. Sú brýning dugði vel því í gærkvöldi var þegar uppi áætlun um ferð á miðiit í leit að félaga handa Jóhönnu. -VV/ASt. Hér eru tveir svartklæddir í atlotum við Jóhönnu. DB-mvnd PS. Jóhanna komin i flugvélina og fa>r vota og kalda bakstra á hakiö. DB-mynd Vigsteinn. .1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.