Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 29.10.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 29. OKTÓBER 1976. íþróttir Hunter til Bristol City Einn kunnastl knattspyrnu- maöur Englands, Norman Hunter hjá Lceds, skipti um félag í gær. Var seldur til Bristoi City fyrir 40 þúsund pund. Hunter er 32ja ára og hefur leikið yfir 700 leiki með Leeds, þar af um 500 deildaleiki, auk þess, sem hann var 28 sinnum í enska landsliðinu. Sunderland og Southampton reyndu einnig að fá Hunter til sin, en hann valdi Bristol-liðið. Norman Hunter hefur mjög verið í sviðsjlósinu síðasta áratug- inn — harði maðurinn í ensku knattspyrnunni, sem einhvern- tíma var sagt um, að mundi hcldur fótbrotna en gefa eftir. Hunter hefur leikið talsvert með Leeds i haust — en nú má segja, að liðið, sem Don Revie byggði þar upp mcð svo góðum árangri, sé úr sögunni. Jaekie Charlton hættur og hjá Middlesbro, og Terry Cooper þar hjá honum. Johnny Giles hjá WBA, Billy Bremner hjá Hull, Terry Yorath hjá Coventry — Bates og Mick Jones hættir, og Garry Sprake hjá Birmingham. Loks keypti West Ham West Ham, sem staðið hefur sig mjög illa í 1. deild á Englandi í haust, keypti í gær ungan fram- vörð af pólskum ættum frá Barns- ley úr 4. deild fyrir 70 þúsund sterlingspund. Pillurinn heitir Antoni Otulakowski og hefur leikið 40 deildaleiki með Barns- Iey, Þetta er önnur stórsala Barnsley á tveimur dögum. 1 fyrradag keypti Newcastle bak- vörðinn Martin Gorry fyrir 50 þúsund pund. Willie Pettigrew, skozki lands- liðsmiðherjinn hjá Motherwell, gerði í gær samning til fjögurra ára við félag sitt, Motherwell, og það nokkrum dögum eftir að hann fór fram á sölu. Það verður þvf ekkert af að hann fari til Sundcrland eða annarra enskra iiða, sem boðið hafa stórfé í pilt. Gerry Francis, fyrirliði QPR og Englands, hefur fengið leyfi til að byrja að æfa á ný eftir langvar- andi meiðsli, sem gert hafa það að verkum, að hann hefur ekki leikið með QPR á þessu leiktima- bili. Francis, sem er frábær fram- vörður, reiknar með að komast í aðallið QPR í nóvember. Evrópuleikir í körfunni Nokkrir leikir voru háðir i Evrópukeppninni í körfuknatt- leik í gær. Urslit í keppni meistaralíða urðu þessi: i Madrid: — Real Madrid — Federale Lugano, Sviss, 146-94. 68-42 í hálflcik. i Krakow: — Wisla Krakow, Póllandi, — Espoo, Finnlandi, 75- 83 (30-50). i Tel Aviv: — Maccabi, ísrael, — Sinudyne, Ítalíu, 110-81 (43- 36). í Istanbul: — Eczacibasi, Tyrk- landi, — Sanishaufer, Luxem- borg, 72-50 (36-22). t Moskvit: — TSKA Moskvu — Alvik, Svíþjóð, 131-95 (62-41). i Lissabon: — Sporting Lissabon, Portúgal, — Cinzano C. Palace, Englandi, 76-115 (41-60). i Leverkusen: — Tus Beyer, V-Þýzkalandi, — Varese, italíu, 103-86 (54-39). i Malines: — Maes Pils, Belgíu — Sefra, Austurríki, 89-59 (41- 28). í Amstelveen: — Kinzo, Hollandi, — Tours, Frakklandi, 88-85 (43-46). íþróttir íþróttir íþróttir Afrekaskráin í frjálsum íþróttum 1976: Sigurvegarinn mikli ekki á skrá í 5000! — en Lasse Viren er í efsta sæti í 10000 m Það er talsvert merkilegt, þegar afrekaskrá ársins í frjáls- um íþróttum er skoðuð, að nafn Lasse Viren er ekki að finna meðal fimmtán beztu í 5000 metra hlaupinu. Þó vann þessi frábæri, finnski hlaupari þá menn, sem efstir eru á vegalengd- inni, á Olympíuleikunum í Montreal i sumar. Vann þar öruggan sigur eins og í 10000 metra hlaupinu á leikunum, jafn- framt því, sem hann vann sér sess, sem einn mesti hlauparinn í sögu Olympíuleikanna — sá mesti að margra áliti. Sigraði bæði i 5000 og 10000 m. á Olympíuleikunum í Munchen 1972 og aftur í Montreal. Það er ótrúlegt afrek í hinni hörðu keppni á hlaupabrautum nútimans. Lasse Viren er með bezta heimstímann í 10000 m. hlaupinu — vel á undan öðrum, en skorti þó talsvert á heimsmetstíma David Colin Bedford, Englandi, 27:30,8 mín. Badford var hlaupari, sem gat keppt einn „við klukkuna" en náði aldrei umtals- Anders Gærderud og Frank Baumgartl voru jafnir á síðustu hindrun á Olympíuleikunum i Montreal — en þá féll Þjóðverjinn. Malinowski náði aö stökkva yfir hann og varð annar á eftir Gærderud. Baumgartl tókst að rísa á fætur og hljóta bronsið á sínum langbezta tíma, 8:10.4 mín. Finninn Kantanen varð fjórði. verðum árangri á stórihóti. Viren er algjör mótstaða — srgurvegar- inn, sem sýnt hefur lítinh áhuga á metum á einstökum vegalengd- um. í 3000 metra hindrunar- hlaupinu var árið glæsilegt hjá Svíanum Anders Gærderud, sem þrítugur að aldri varð olympíu- meistari, setti nýtt heimsmet, og bætti sér upp vonbrigði síðustu ára. Veikindi hafa sett strik í reikninginn hjá honum og það virtist einnig ætla að verða raunin í Montreal. En sæn$kistór-. hlauparinn, sem er þremur árum eldri en Viren, var orðinn góður þegar að úrslitahlaupinu í Montreal kom. En við skulum þá líta á afrekaskránna 1976 á þessum þremur ''“galengdum. 5000 m. hlaup 13:13.2 Richard Quax, N-Sjál. 13:13.8 K. Hildenbrand, V-Þ. 13:17.2 Enn Sellik, Sovét. 13:17.4 Rod Dixon, N-Sjál. 13:17.6 A. Gærderud, Svlþjóð. 13:17.8 B. Malinowski, Póll. 13:18.0 B. Kuznetsov, Sovét. 13:18.2 Lasse Orimus, Finnl. 13:19.4 Duncan MacDonald, USA. 13:20.2 Brendan Foster, Bretl. 13:20.6 John Ngeno, Kenýa. 13:20.6 Knut Kvalheim, Noregi. 13:21.2 Anth. Simmons, Bretl. 13:21.2 D. Uhlemann, V-Þýzkal. 13:21.4 Yoh. Mohamed, Etiópíu. 10000 m. hlaup 27:40.4 Lasse Viren, Finnlandi 27:42.8 Carlos Lopez, Portúgal. 27:46.0 Richard Quax, N-Sjál. 27:48.6 Marc Smet, Belgíu. 27:49.8 Gary Björklund, USA. 27:53.8 Brendan Foster, Bretl. 2754.4 P. Paivarinta, Finnl. 27:55.6 Frank Shorter, USA. 27:55.6 Franco Pava, Ítalíu. 27:55.8 Victor Mora, Kolombíu. 27:56.4 Anth. Simmons, Bretl. 27:56.8 Karei Lismont, Belgíu. 27:56.8 Gerard Tebroke, Holl. 27:58.8 Enn Sellik, Sovét. 27:59.4 Craig Virgin, USA. 3000 m. hindrunarhiaup. 8:08.0 A. Gærderud, Svíþjóð. 8:09.2 B. Malinowski, Póll. 8:10.4 Frank Baumgartl, V-Þ. 8:12.6 T. Kantanen, Finnl. 8:15.4 Dan Glans, Svíþjóð. 8:16.2 Gh. Gefan, Rúmeníu. 8:18.4 Michael Karat, V-Þ. 8:19.0 Dennis Coates, Bretl. 8:19.4 Gerd Frahmcke, V-Þ. 8:21.4 A. Campos, Spáni. 8:21.2 R. Robertson, N-Sjál. 8:22.6 Willie Maier, V-Þ. 8:22.6 Sixto Hierrezuelo, Kúbu. 8:22.8 V. Lisovakij, Sovét. 8:23.0 John Bicourt, Bretland. 8:24.0 Henry Marsh, USA. Þar með lýkur þessum þáttum um afrekaskrána i frjálsum íþróttum 1976 — og við biðjum velvirðingar á því hve langan tíma hefur tekið að birta hana. Einkum þó hve þessar síóustu þrjár hlaupagreinar hafa beðið lengi eftir plássi hér í opnunni. —hsím. Roger.livaö • ertu að 'Y gera hér? l--------- PdU V dl ouuur, Ameríkaninn. Elskan, ertu slasaður?. ætla að drepa/ "—hann. Hvaða vitfirringar eru þetta? Ráðast svona inn í herbergið mitL Jaaaaaa.)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.