Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 10
1(1
DACHLAÐIÍJ. LAUCAKDACUK :«). OKTÖBER 1976.
MMBIAÐW
frfálst úháð dagblað
Utgefandi DagblaðiA hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jonas Kristjánsson.
Frettastjori: Jón Birgir Petursson. Ritstjornarfulltrui: Haukur Helgason. Aðstoðarfrettastjori: Atli
Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrimur Palsson.
BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi SigurAsson, Erna V. Ingólfsdottir, Gissur
SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Petursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrin Palsdottir, Kristín
LyAsdottir, Olafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Póll Jóhannsson, Bjarnloifur
Bjarnleifsson, Sveinn ÞormoAsson.
Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Askrif targjald 1100 kr. á mánuAi innanlands. í lausasólu 60 kr. eintakiA.
Ritstjórn SiAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiAsla Þverholti 2, simi 27022.
Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5.
Mynda-og plötugerA: Hilmir hf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19.
Carter spáð sigri
Flestir spá demókratanum
Jimmy Carter sigri í forsetakosn-
ingunum í Bandaríkjunum á
þriöjudaginn. Kosningaúrslitin í
þessu risaveldi skipta miklu máli,
einnig fyrir aðrar þjóðir en
Bandaríkjamenn. Þess vegna er fylgzt með
kosningabaráttunni með athygli um allan heim.
Ford, núverandi forseti, gæti enn komið á
óvart. Hann hefur stóraukið fylgi sitt, sé miðað
við niðurstöður skoðanakönnunar í byrjun
september. Þá munaði sextán prósentustigum á
fylgi frambjóðendanna, Carter hafði 53 af
hundraði en Ford aðeins 37 af hundraði. Þá fór
Ford að sækja á, og svo virtist, sem hann mundi
komast fram úr Carter, en að undanförnu
hefur Carter á ný sótt í sig veðrið. Hann hefur
meðal annars hagnazt á sjónvarpsumræöum
frambjóðendanna.
Þótt mikiö sé í húfi, einkennast þessar kosn-
ingar af áhugaleysi kjósenda. Þetta kann að
koma fram í dræmri kjörsókn. Ef óvenjumargir
kjósendur sitja heima, gæti það raskað fylgis-
hlutföllum. Auk þess geta skoóanakannanir
gefið ranga mynd, þegar litlu munar.
Watergatemálið leiddi til almennrar
óánægju með forystumenn í stjórnmálum.
Þótt óánægjan bitnaði í fyrstu einkum á repú-
blikönum, hafa forystumenn demókrata ekki
sloppið við hana. Watergate setur enn svip sinn
á þessar kosningar. Komið hafa fram ásakanir
um, að Ford foreti hafi ekki verió jafnhreinn
af þeim bletti og virtist vera. Allt er það þó enn
ósannað.
f" "
Spiro Agnew, fyrrum vara-
forseti Bandaríkjanna, sem
varð að segja af sér embætti
hér um árið fyrir alls kyns fjár-
málabrask, vill gjarnan ná
áhrifum á ný, en hann mun þó
ekki sækjast eftir opinberum
embættum.
Svo virðist sem hann stefni
nú að því að safna eins miklum
auði og framast er unnt til þess
að verða tekinn í tölu þeirra er
taldir eru ,,vel efnaðir“ þar í
landi.
10. þessa mánaðar voru þrjú
lið árin frá því að „talsmaður
hins þögla meirihluta“ varð að
segja af sér embætti. Þar eð
hann neitaði ekki ásökunum
um að hafa þegið mútur og
stolið undan skatti slapp hann
með fjársektir og þriggja ára
skilorðsbundinn dóm.
Agnew heldur fast við pað að
hann sé saklaus. Bendir hann á
að hann hafi ekki lýst sig sekan
með því að neita ekki
ásökunum.
Þá má búast við því að hann
hafi sínar eigin skýringar á
reiðum höndum er hann lýkur
við endurminningar sínar sem
koma eiga út á næsta ári.
Reynslutíminn er útrunninn og
varaforsetinn fyrrum, Spiro
Agnew, er orðinn
kaupsýslumaðurinn Ted
Agnew. Hann neitar því
staðfastlega að hann hafi
sambönd innan alþjóðlegra
viðskiptasamtaka en enginn
vafi er talinn á því að hann hafi
haft góðar tekjur undanfarin
ár.
Spiro Agnew
reynirað
endurheimta
virðingu
sínameð
peningum
„Af hverju endilega
ég?
En líf hans var ekki neinn
dans á rósum fyrstu árin eftir
að hann var neyddur til þess að
segja af sér og falla þar með í
ónáð.
„Það kemur ennþá fyrir, að
ég verð ákaflega langt niðri við
tilhugsunina um það allt
saman. Eg spyr mig ennþá
hvers vegna það varð endilega
ég sem varð fyrir þessu“,
sagði Agnew nýlega I sjón-
varpsviðtali.
Alríkislögreglan í Banda-
ríkjunum, FBI, komst að því að
Agnew hafði tekið við
mútugreiðslum frá nokkrum
fyrirtækjum er hann var
ríkisstjóri í fylkinu Maryland.
Hafði greiðslum þessum verið
haldið áfram eftir að Agnew
varð varaforseti.
Þessa dagana reynir
núverandi rlkisstjóri í
Maryland, sem nefnt hefur
verið „spilltasta fylki
Bandaríkjanna“, að verja
heiður sinn fyrir rétti, borinn
sömu sökum. Demókratinn
Marvin Mandel á sem sagt að
hafa veitt fyrirtækjum stjórn-
málalega þjónustu gegn
staðgreiðslu.
„Með smávegis hjálp
frá vinunum".......
Þegar Agnew varð að segja af
sér haustið 1973 var hann
févana, niðurbrotinn maður og
hafði enga möguleika á því að
verða sér úti um atvinnu. Hann
misstu lögfræðiréttindi sin og
þeir voru fáir sem vildu fá
hann í vinnu.
Það var góðvinur Agnews,
Frank Sinatra, sem fyrstur
rétti honum hjálparhönd með
þvi að lána honum 200 þúsund
dollara. Það lán hefur Agnew
nú endurgreitt að fullu og nú
hefur.hann svo mikið milJi hand
anna að á næsta ári mun hann
flytja frá Baltimore til leikvall-
ar milljónamæringanna, Palm
Springs i Kaliforníu.
Eitt fallegasta húsið þar um
slóðir er í eigu Franks Sinatra.
Ekki er vitað um það í
smáatriðum, hvernig Spiro
Agnew hefur unnið sér inn allt
þetta fé. Hann rekur efgið
ráðgefandi fyrirtæki um
viðskiptamál og hefur ferðazt
um heiminn þveran og ejtdi-
langan til þess að hitta alla þá
kunningja sína að máli, er hann
kynntist á varaforsetaferli
sínum
Hann hefur góð sambönd 1
Grikklandi og 1 Suðaustur Asíu.
Einn vina hans og viðskipta-
félaga í Washington er
Kóreubúinn Tong-sung Park,
sem er kunnur fyrir það, um-
fram annað, að halda áhrifa-
mönnum þar 1 borg
stórkostlegar veizlur.
Hann er ennfremur marg-
faldur milljónamæringur, án
þess að vitað sé á hverju hann
hefur þénað fé sitt.
Sennilegast er talið að
Agnew hafi fengið ríkuleg
umboðslaun fyrir þá samninga
sem hann hefur gert við efnaða
aðila í Miðausturlöndum fyrir
kaupsýslumenn í Banda-
ríkjunum.
Þessi sambönd hans við
Jimmy Carter er vel hæfur maður og dug-
legur. Hann leggur í kosningabaráttunni
áherzlu á, að hann sé engum háöur. Hann hafi
ekki tengzt þrýstihópum og þurfi ekki að hygla
þeim, setjist hann í Hvíta húsið. Andstæðing-
um hans hefur reynzt mjög erfitt að finna
veikan blett á Carter. Því hafa þeir gripið í
hálmstrá. Það sýnir meðal annars moldviðrið,
sem þyrlað var upp, þegar Carter sagði í viðtali
við tímaritið Playboy, að hann hefði oft drýgt
hór í huganum. Einnig hefur mikið verið gert
úr hringlandahætti Carters í afstöðu til frjáls-
ari fóstureyóinga.
Verri var skyssa Fords, þegar hann sagði, að
Sovétríkin réðu ekki Austur-Evrópu og
mundu ekki gera, meðan hann væn forseti.
Þetta þótti mörgum kyndug yfirlýsing. Menn
urðu sárir og reiðir. Ford hefur síðan stritað
við að leiðrétta þessi ummæli.
Manna á meóal í Bandaríkjunum hafa atriói
eins og þessi sett svip á kosningabaráttuna.
Carter reynir þó að kenna stjórn Fords um
atvinnuleysi og verðbólgu. En vafasamt er, að
almenningur telji, að umskipti yrðu til hins
betra í þeim efnum þótt skipt yrði um forseta.
Vinni Carter sigur, mun mestu skipta, að
almenningur hefur fengið sig fullsaddan af
þeim vandræðum, svo sem Watergatemálinu,
sem stjórnir repúblikana hafa valdið.
Annars konar vandamál
—annars konar lausn
Það má til sanns vegar færa,
að víðar séu vandamál en á
íslandi, þótt sú staðreynd, ein
og sér, eigi ekki að koma í veg
fyrir þá sjálfsögðu skyldu að
leita orsakanna að því vanda-
máli, sem þjóðin á við að glíma í
svo ríkum mæíi, að senn
nálgast samfélagslega upp-
lausn. Glæpir og afbrot, ung-
lingaóspektir á almannafæri,
sjálfsóánægja með stöðu sína i
þjóðfélaginu og skortur á af-
þrevingarefni eru stórir þættir
í þessu upplausnarástandi.
t öðrum og þróaðri ríkjum
hefur því nánast lítill gaumur
verið gefinn, hvernig einstakl-
ingarnir notfæra sér frelsið til
að velja og hafna. það er þeirra
mál. Stjórnvöld í hinum frjálsu
vestrænu ríkjum telja skyldu
sína vera fyrst og fremst þá að
stjórna þeim málum, sem óhjá-
kvæmilega verða að vera undir
einni allsherjarstjórn, svo sem
dómsmál, öryggis- og varnar-
mál, stjórn fjármála að svo
miklu leyti sem hún tengist
ríkisforsjá, og tolla- og verð-
gæzlumál, þ.á m. að fylgjast
náið með stöðu gjaldmiðils síns.
1 menntamálum þessara þjóða
er formið ákaflega óbundið.
Ákveðið kerfi er fyrir hendi,
sem býður einstaklingum, þeim
sem vilja, að notfæra sér þá
möguleika, sem til staðar eru,
— en ekkert meir. Ekkert er
ókeypis, og enginn er heldur
þvingaður til neins.
Hér á landi er þessu dálítið
öðruvísi farið. Málin hafa
þróazt þannig, að fólk hefur
lagzt á eina sveif um að fela
einum ákveðnum aðila að sjá
um fyrirkomulag, sem gæti gilt
fyrir alla, og talið sjálfsagt, að
allir ættu að lúta því fyrir-
komulagi, sem þessi aðili gerði.
Þessi eini aðili, ríkisvaldið,
hefur svo orðið slíkur óumdeil-
anlegur leiðtogi fólksins, að það
hefur ekki átt annars úrskosti
en játast undir hver þau lög og
ólög, sem sett eru til þess að
halda fólki við efnið, við til-
trúna á leiðsöguna.
En þetta vildi fólkið.
samfélagið á tslandi, fá.
Leiðsögn og ábyrgðaraðila sem
gæti séð þvi fyrir flestum þörf-
um þess, án þess að þurfa að
greiða í þann sameiginlega
sjóð, sem þó er nauðsynlegur til
þess að ábyrgðaraðilinn og
verndarinn geti útdeilt hinum
andlegu og veraldlegu gæðum.
En nú ber svo einkennilega
við, að fólkið í landinu er að
vakna upp við þann sannleika,
sem svo lengi hefur verið
öðrum vestrænum þjóðum
kunnur. Sá er sannleikurinn,
að þar sem þegnarnir hafa
sjálfir beðið um, að ríkið sjái
um sem flestar þarfir þeirra, þá
verða þeir að sætta sig við þá
þjónustu og fyrirgreiðslu, sem
ríkisvaldið skammtar á hverj-
um tíma, og það sem einu sinni
er komið undir handarjaðar
hins opinbera verður ekki svo
auðveldlega þaðan tekið aftur,
hversu hátt sem almenningur
mótmælir.
Og hversu kröftuglega sem
alntenningur hér á landi mót-
mælir afskiptum hins opinbera
í félagsmálum, atvinnumálum.