Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.10.1976, Blaðsíða 11
u>it). i.ai iíAUDAci'u ;«). oktohkk ínra. Spiro Agnew: Vellauðugur af skáldsagnaritun og umboðs- mennsku. Arabalöndin og skoðanir hans á áhrifum Gyðinga í fjármála- viðskiptum Bandaríkjanna hafa orðið til þess að hans er ennþá getið í stjórnmálaum- ræðum þar í landi. Skáldsaga hans, „The Canefield Decision“, er enn- fremur uppfull af duldum meiningum um áhrif ísráels og Gyðinga í viðskiptalífinu i Bandaríkjunum. En Agnew hefur stað- fastlega neitað því að ha'nn sé fjandsamlegur i garð Gyðinga. „Eg hef aðeins bent á staðreyndir," segir hann. Bókin hefur hins vegar fært honum mikinn auð. Hún var efst á sölulista í New York í margar vikur eftir að hún kom út. búsetumálum, jafnvel trú- málum, þá er vísast, að hér verði litlu um þokað, úr því sem komið er. Stjórnskipulag það sem við íslendingar höfum nú hin síðustu ár stuðlað að með sífellt háværari kröfum um að ríkið taki að sér forystuna á fleiri og fleiri sviðum, er núorðið svo „félagslegt", að nánust má segja, að íslendingar búi á einu stóru „samvinnu- búi“. Þau vandamál, sem almenn- ingur hér á landi hefur nú vaknað upp við eru því annars- konar en þau sem nálægar þjóðir eiga að stríða við, og myndu ógjarnan skapa sér svo sjálfviljugar sem Islendingar voru til þess. Eitt þessara vandamála er ófrelsið sjálft, sem nú er farið að leiða til beinnar spillingar og siðgæðisbrests á svo háu stigi, að í hreint óefni er komið. Það er að vissu leyti hjákát- legt en þó sorgleg staðreynd, að nú fyrst er almenningur að gera sér ljósa þá niðurlægingu, sem hann býr við, að allt út- varpsefni og sjónvarpsefni er skammtað af hinu opinbera. Nú er þess krafizt, að Keflavíkur- sjónvarpið verði opnað aftur, ekki fyrir þéttbýlissvæðið i kringum Heykjavík eingöngu, heldur fyrir alla landsmenn. Á meðan utanríkisráðherra gekk erinda fámenns hóps ofstækis- manna um að loka þessu sama Kjallarinn Geir R. Andersen sjónvarpi, sá enginn sig knúinn til að gera athugasemdir, ekki einu sinni þeir, sem eru opin- berlega í forsvari fyrir frjálsu framtaki og frelsi einstaklings- ins! Nú grípur fólk fegins hendi hverri þeirri hugmynd, sem gæti stuðlað að breytingu i út- varps- og sjónvarpsmálum á þann hátt, að hið opinbera léti af stjórn sinni á þeim málum.— Jafnvel rekstri lítilla einkaút- varpsstöðva, sem þó eru ólcig- legar, er tekið með þökkum, og UV OG UST Sjónvarpsvikan var að þessu sinni nær samfelld lægðar- bylgja. Það var ekki einu sinni gaman að veðrinu og ég stóð sjálfan mig að því að leita á náðir draumaþáttarins, auglýs- inganna, i leit að andlegri nær- ingu. En af þeim ósköpum fær maður aðeins minnimáttar- komplexa. Nei, ekki það að allt hafi verið kolómögulegt, heldur aðeins misjafnlega, leiðinlega, venjulegt. En hvers vegna hættir maður þá ekki þessu nöldri og breiðir klæði yfir skjáinn eins og kjaftforan páfa- gauk? Kannski maður gæti svarað því sama og Diogenes svaraði forðum þegar hann var spurður hverávegna hann gengi um og bæði fólk um peninga: „Ég er að læra vonsvik". Sigrún Stefánsdóttir stjórnaði sinu fyrsta Kastljósi á föstudagskvöldið og fjallaði af skilningi og nærfærni um málefni fatlaðra. Meira af sliku, takk. Á eftir fylgdi bíó- myndin Vera Cruz eftir Aldrich, en sá mun hafa gert nokkrar sæmilegar bíómyndir að því mig minnir. En heldur var þessi þunn og bar mest á tanngarðinum í Burt Lancaster. Nær hefði verið að gera skil hinum ömurlegu örlögum keis- arans Maximilians, — hand- bendis Frakka sem þeir síðan seldu í hendur uppreisnar- mönnum í Mexíkó, sem skutu hann þegar. Hvað laugardaginn snertir, er kollega minn Ölafur Jónsson búinn að stela af mér púðrinu í umfjöllun sinni á Ringulreið Flosa og Magnúsar. Hvað sem um verkið má annars segja, sýndi það svo ekki verður um villst að Árni Tryggvason er okkar besti gamanleikari í dag. Síðan kom á skjáinn lítt kræsi- V I kringum skjáinn Aðalsteinn Ingólfsson leg tilraun til þess að sýna fram á að Ann Margaret væri ekki bara sæt plastdúkka, heldur gæti hún líka sungið og dansað. Þetta reyndi legló af hjálpsöm- um dönsurum, tæknimönnum og iðnaðarmönnum að sanna. En allt kom fyrir ekki, blessuð stúlkan er lítill söngvari og sæmilega liðug í fótunum, en varla meir. Hún stóð sig sæmi- lega á móti hinni sexföldu tann- kremsauglýsingu, Osmond bræðrunum en var eins og trukkur við hliðina á jagúarn- um Tinu Turner. Clifton Webb, alias Belvedere, var aftur á skjánum laugardagskvöldið í Dreamboat. Myndin var létt- væg að öðru leyti en því áð þar kom fram óvenjuleg gagnrýni á sjónvarpið og Webb vann mál sitt vegna þess hve lélegt sjón- varpsefni var talið vera. Skyldi vera hægt að lækka afnota- gjöldin á sömu forsendum? Á sunnudag kom David Copperfield og er nú Dickens að hnýta þræði sína og tilvilj- anir saman í farsælan endi, þótt ekki væri það ljóst af þeim hörmungum sem dundu yfir. Þegar líður á bókina verður sjálfsævisaga æ ríkari þáttur af frásögn Dickens. En hér var alltént margt skemmtilegt að skoða, stóru senu Micawbers og niðurlægingu Heeps. Á mínu heimili iðuðu allir af ánægju. Listahátíðin ætlar að endast fram að jólum sé ég. Annelise Rothenberger virðist mér ein- staklega fáguð og glæsileg söngkona, enda svifu tónlistar- gagnrýnendur lengi á eftir. Á mánudag sá ég einungis seinni helming Pálmablaða og rósa sem mér sýndist óvenju ljóð- ræn og hugmyndarík meðferð á þjóðfélagsvandamáli, — og ung stúlka sýndi á sér falleg brjóst. Það má alltaf reiða sig á kropp- ana í sænskum sjónvarpsleik- ritum. Þriðjudagskvöldið leið án þess að ég opnaði fyrir skjáinn og var mér sagt að ég hefðiekkitapað af neinu. Síðan kom stóra hæð vikunnar og var hún sannartega viku biðar virði. I Augliti til auglitis gerði Liv Ullmann það sem ég hef aldrei séð í kvikmynd, — sýndi hvernig persónuleiki brotnar niður á svo sannfærandi hátt að á köflum rann manni kalt vatn milli skinns og hörunds. Sjálfur hoppaði ég þegar Jenny hringir I vin sinn eftir svefninn og telur sig á réttum kili, — og sér þá vofuna í dyrunum. Kvik- myndavélin hlífir engu, allar tilfinningar eru afhjúpaðar miskunnarlaust með einbeit- ingu á andlit. Leikur Liv Ull- mann frá stillilegri hversdags- hegðun niður í barndóm tauga- bilunar og móðursýki er í einu orði sagt ótrúlegur. Sálkönnun í kvikmynd getur vart, — og ætti ekki að ganga lengra og er þessi mynd því vart við hæfi allra. En allan tímann ríkir einskonar sakamálaspenna í myndinni, — hvað veldur, hver veldur? Þetta fáum við væntan- lega að vita í næstu þáttum, þótt ólíklegt sé að Bergmann færi okkur nokkur svör á silfur- bakka. Ekki má gleyma leik Er- lands Josephson sem er traust- ur, en ekki hef ég enn skilið hegðun hans í myndinni. E.t.v. borgar maður afnotagjöldin refjalaust eftir allt saman. engin tilraun er gerð af al- menningi til þess að koma upp um slíka starfsemi. í almennum þjónustumálum er almenningur jafnofurseldur valdboðum hins opinbera með aðstoð verkalýðsfélaga og för- sprakka þeirra, að svo sjálf- sagðar þjónustustofnanir sem verzlanir eru lokaðar frá föstu- dagskvöldi til mánudagsmorg- uns á þéttbýlasta .svæði landsins. En í sárabætur getur fólk allra náðarsamlegast fengið að híma úti fyrir „sölu- götum“, nánasí á bersvæði til að kaupa kaffipakka eða annað álíka, ef það skyldi hafa verið svo grunnhyggið að fylgja ekki eftir reglum valdhafanna um að „byrgja sig bara upp" fyrir helgina! I ekki stærri bæ en Akureyri er, hefur til skamms tíma (og er eflaust enn) verið hægt að komast í almenna nýlenduvöru- verzlun alla daga, og á sunnu- dögum til hádegis. Þetta er sjálfsagður þáttur í lífi siðaðra samfélaga og er til staðar um allan heim, — nema á þéttbýl- asta svæði íslands! I öllum löndum hins vest- ræna heims er talið sjálfsagt, að á þéttbýlissvæðum séu til staðar afdrep fyrir unglinga, þar sem þeir geta komið saman til afþreyingar, ekki aðeins á kvöldum, heldur og ekki siður að degi til og um helgar. Slikir staðir eru ekki dansstaðir. heldur eru þessir staðir eins konar „leiktækjastaðir" fyrir unglinga, þar sem þeir geta keypt aðgang að ýmsum tækjum (spilavélum, „bowling, tennis o.fl.) fyrir sanngjarnt verð. Þetta hefur verið reynt hér í Reykjavík, en með þeim árangri, að hið opinbera hefur auðvitað þurft að hafa þarna stjórn á, og endirinn orðið sá, að þessum stöðum hefur verið lokað, og ástæðan fyrir lokun- inni er sögð „þrengsli" eða með öðrum orðum „of mikil að- sókn“! — Sllkir staðir eru þó sennilega ein hin raunhæfasta úrbót til þess að koma í veg fyrir þá hrikalegu óöld, sem nú er að steypast yfir þéttbýlis- kjarna landsins, og nefnt er „unglingavandamál", en er þó tniklu fremur foreldra- eða ríkisofstjórnarvandamál. I áfengismálum eru Islend- ingar einnig ofurseldir hinu opinbera, sem er þó eitt hið sekasta í því að gera þjóðina í heild að áfengissjúklingum. Bjórkrár á hverju götuhorni Reykjavíkur myndu gera borg- ina „aðlaðandi" að kvöldi til, miðað við þá ásjónu. sem hún hefur nú á síðkvöldum. En hér er við ramman reip að draga. Fordómar og heimska ráða hér niiklu, en hið opinbera heldur áfrant að sjá um „sína". og gerir það af kostgæfni. En þeir fjármunir. sem islenzka ríkið fær í kassann með sölu áfengis til unglinga, sem létu sér nægja flösku af bjór, þeir fjármunir eru illa fengnir, enda helzt ríkinu illa á þessum fjármunum. Við íslendingar búum sann- arlega við annarskonar vanda- mál en aðrar þjóðir og við lifum við annarskonar aðstæður. Hér veljum við ekki á milli sjón- varpsstöðva, svipað og allar aðrar þjóðir eiga kost á að gera. Hér búum við ekki við frelsi I áfengismálum, líkt og aðrar þjóðir gera, og bjór hefur aldrei verið leyfður hér, þannig að af honum höfum við enga reynslu. Við búum við lélegasta gjaldmiðil allra þjóða, og honum er ekki einu sinni skipt hjá öðrum þjóðum. Unglinga- vandamál búum við til, fyrir tilstuðlan ríkisins og opinberra stofnana, sent sitja á rökstól- um með lokuð augu, að þvi er sýnist. En hvenær skyldi hinu opin- bera, sem samanstendur þó ekki af óþjóðhollari Islend- ingum en gengur og gerist. verða ljóst, að það er einmitt vegna þess að við búurn við annarskonar aðstæður en aðrar þjóðir og önnur lög en aðrar þjóðir. einkanlega að því er varðar frelsi manna. sent við verðurn að beita annarskonar lausn en þvi ófrelsi, sem nú rikir i daglegum samskiptum milli einstaklinganna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.