Dagblaðið - 30.10.1976, Page 15

Dagblaðið - 30.10.1976, Page 15
DACHLAÐIÐ. LAUCARDACUK 30. OKTOBEH 1976. Gætið þess að láta skaftið á pottunum ekki snúa fram. Þið getið kannski ímyndað ykkur hvað gerist ef sú litla nær taki á pottinum fullum af sjóðheitum mat og hellir yfir sig: Hvers vegna ekki að hafa snúrurnar við rafmagnstækin styttri fyrir nú utan að kippa þeim alltaf úr sambandi þegar búið er að nota þær. DB-myndir Sveinn Þormóðsson. T BYRGJUM BRUNNINN Eg sá pabba kveikja á svona og það koin fallegt Ijós. 15 Þar sem bolti er veltandi eru börn á ferð. ökumaður skyldi þvi s*na ýtrustu varúð. Börn að leik á ógirtum lóðum geta líka hlaupið fyrirvaralaust út á götuna. Enginn okkar vill verða fyrir þvi að keyra á eða vaida slysi. Sýnið sérstaka varúð þar sem gangbrautir eru í nágrenni skóla. Sá hópur sem verður fyrir tiltölulega flestum umferðarslysum eru börn undir skóiaskyldualdri. ast er að verði fyrir umferðar- slysum eru börn undir skóla- skyldualdri. Það er að segja 6 ára og yngri. Af þeim 123 börn- um sem slösuðust voru 45 6 ára og yngri. Þessir aldursflokkar hafa algjöra sérstöðu vegna þroska- og reynsluleysis. Vís hætta fylgir þvi aíltaf ef barn sér móður sína eða föður bíða, til dæmis, í bil hinum megin götunnar. Þá er hætt við að barnið hlaupi umsvifalaust yfir götuna án þess að líta í kringum sig. Foreldrar sem stöðva bílinn þeim megin göt- unnar sem barnið er ekki ættu alltaf að sækja það og fylgja því yfir götuna. Varizt að kalla til barnsins þvert yfir götuna, þá hleypur það án nokkurs tillits til umferðarinnar. Hættulegustu timabii dags- ins fyrir börnin í umferðinni eru eftirfarandi: Kl. 7-9 að morgni. Á þeim tíma eru flest börn á leið I skólann og margir ökumenn á leið til vinnu. Kl. 11-13. Á þessum tíma er venju- lega matarhlé og börnin hlaupa heim á leið svöng og hreyf- ingarþurfi eftir langa kyrrsetu. Kl. 16-18. Á þessum tíma er yfirleitt mikil bílaumferð, farið að skyggja og ökumenn þreyttir eftir önn dagsins. Þetta’ er mjög hættulegur tími fyrir börn sem eru í skóla eftir há- degi, þar sem skóla lýkur yfir- leitt á þessu timabili. Að vera viðbúinn hverju sem er, hversu fjarstætt eða fárán- legt sem það gæti virzt, er stærsta krafa sem gera verður til alira þeirra sem aka bíl. EVI (ef engin uppköst verða innan 20 mínútna má endurtaka skammtinn einu sinni). Ef stutt er til næsta læknis eða slysadeildar þá skulið þið ekki eyða tíma til að framkalla uppköst sjálf — leggið alla áherzlu á að koma barninu undir læknishendur sem fyrst. Ef langt er til næsta læknis eða slysadeildar skal koma af stað uppköstum með ipecacsaft. Hún er fáanleg hjá lyfsölum og ætti að vera til á heimilum sem eru þannig í sveit sett að langt er í læknishjálp. Hægt er að kaupa lítinn skammt án lyfseð- ils. Ert þú góður bílstjóri? Því hefur verið haldið fram af sálfræðingum að fullorðnir geti alls ekki sett sig í spor barna og geri sér oftast seint grein fyrir hættunni á slysum á börnum, bæði í umferðinni jafnt sem annars staðar. Árið 1975 slösuðust 123 börn á aldrinum 0-14 ára í um- ferðinni. Meiðslin urðu mismik- il. en af þessum börnum létust 4. Sá hópur barna sem algeng- Þeir eru sumir ekki háir í lottinu þótt þeir séu farnir að hjóla. Börn á reiðhjóli gefa sjaldnast merki áður en þau beygja og þekkja ekki umferðarreglurnar nógu vel. Því miður fer hjólferðin stundum svo að slys hlýzt af.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.