Dagblaðið - 30.10.1976, Side 22

Dagblaðið - 30.10.1976, Side 22
( Bíóauglýsingar eru á bls. 20 Sjónvarpið í kvöld kl. 20.35: „Úr einu í annað” Sögur úr daglega lífinu 17 ára í hjólastól og er í M.H. „Þetta byggist á sögum úr dag- lega lifinu og viö myndum efniö hingað og þangað,“ sagöi Tage Ammendrup upptökustjóri sjón- varpsins um þáttinn „Úr einu í annað'* sem er nýr þáttur sem verður hálfsmánaðarlega i vetur. Umsjónarmenn eru Árni Gunn- arsson og Ölöf Eldjárn. Það kennir ýmissa grasa í þess- um fyrsta þætti. Það verður rætt við Gunnar Þórðarson tónlistar- snilling og sungin verða 4 lög eftir hann. Það gera þau Þuríður Sigurðardóttir og Vilhjálmur Vil- hjálmsson bæði saman og sitt í hvoru lagi. Ólöf Eldjárn mun ræða við 17 ára pilt sem er í hjólastól vegna liðagigtar. Hann stundar samt nám í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Menn eru teknir tali á götu og spurðir hvað þeir myndu gera ef þeir væru forsætisráðherra. Ung hjón, sem gift hafa verið í eitt ár, eru spurð hvernig gangi að ná endum sam- an. Einvígi í harmónikuleik verður háð og unglingar á Hall- Sir Laurence Olivier er með fremstu leikurum Breta og hefur hlotið aðalsnafnbót sína fyrir frammistöðu sína á leiksviðinu. Leikrit O’Neills, Húmar hægt að kveldi var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1959. Leikstjóri var Einar Pálsson, en Valur Gísiason lék föðurinn, Arndís Björnsdóttir móðurina, Róbert Arnfinnsson eldri bróðurinn og Eriingur Gíslason yngri bróðurinn. Kristbjörg Kjeld fór með hlutverk Kathleen. Leikritið var sým eiletu sinnum og komst tala áhorfenda upp í 3151. A.Bj. Var sýnt í Þjóðleikhúsinu OAGBLAOIH. I.AUGARDAGUR 30. OKTÖBER 1976. Það verður hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar sem sér um músíkina i þættinum „Ur einu í annað“ og söngvararnir Vilhjálmur Vilhjálmsson og Þuríður Sigurðardóttir syngja lög Gunnars Þórðarsonar tónlistarmanns. DB-mynd Sv. porm. ærisplaninu teknir tali. Fastur liður í þættinum verður að fá tvo einstaklinga sem afmæli eiga daginn sem þátturinn er fluttur í heimsókn. Afmælisrabb- inu er svo fylgt eftir með músík sem Magnús Ingimarsson hljóm- sveitarstjóri sér um. EVI Sjónvarp í kvöld kl. 21.35: Húmar hægt að kveldi Bíómyndin sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 21.35 er talinn síðasta stórvirki banda- ríska rithöfundarins Eugene O’Neills og jafnframt er hún talin vera sjálfsævisaga hans. Þetta er leikritið Húmar hægt að kveldi eða Long days journey into night. O’Neill óskaði eftir því áður en hann lézt að þetta leikrit yrði ekki flutt fyrr en 25 árum eftirdauða hans. Ekkjunni fannst ekki ástæða til þess að verða við óskum manns síns og lét frumsýna verkið þrem árum eftir dauða hans, árið 1956. Árið 1963 var gerð kvikmynd eftir leikritinu og fóru Katharine Hepburn, Ralph Richardson og Jason Robarts jr. með aðalhlut- verkin. Talið er að leikur Katha- rine Hepburn hafi verið einhver sá bezti sem bandarísk leikkona hafi sýnt. Ekki er það þó þessi útgáfa af myndinni sem við sjáum í kvöld heldur er þetta brezk sjónvarps- upptaka á leikritinu. Leikendur eru sir Laurence Olivier, Constance Cummings, Ronald Pickup, Denis Quilley og Maureen Lipman. Leikurinn gerist á einum degi i ágústmánuði árið 1912. Það er rakinn æviferill allra í fjölskyld- unni. Faðirinn er gáfaður leikari, sem fékk aldrei þá frægð sem hann vonaðist eftir. Móðirin er forfallinn eiturlyfjaneytandi og hefur á margan annan hátt einnig orðið undir í lífsbaráttunni. Annar bræðranna tveggja er berklaveikur, Eugene sjálfur, en hinn bróðirinn er áfengissjúkl- ingur. Þau kenna hvert öðru um hvernig fyrir þeim er komið en orð þeirra eru í mótsögn við ást þeirra hvers á öðru. Fjölskyldan virðist í fljótu bragði vera áþekk öðrum fjölskyldum en við nánari kynni kemur í ljós að svo er ekki. Leikritið er flutt í frumgerð O’Neills en dálitið stytt. Sýningar- tími er tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Þýðandi er Jón O. Edwald. — A.Bj. Laugardagur 30. október 7.00 Morgunútvarp. VeðurfroRmr kl. 7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 oj» 9.05. Fróttii kl. 7.30. 8.15 (o« forustugr. dagbl.). 9.00 or 10.00. Morgunbæn kl. 7.50 Morgunstund bamanna kl. 8.00: Si«rún Si«urðar- dóttir les spánskl ævintýri. ..Katalínu hina fögru" i þýðingu Majjneu J. Matthíasdóttur. Bókahornið kl. 10.25: Barnatimi i umsjá Hildu Torfadóttur ok Hauks Agústssonar. Hætt við Örn Snorráson ojí lesið úr bókum hans. Líf og lög k 1. 11.15: Guðmundur Jónsson les úr minningum Árna Thorstein- sonar eftír Injíólf Kristjánsson oj; leikur liie eftir Árna. 12.00 Da«skráin. Tónleikar. Tiíkynn- in«ar. 12.25 Veðurfre«nir ojj fréttir. Tilkynn- inuar. 13.30 Á prjónunum. Bessi Jóhannsdóttir stjórnar þættinum. 15.00 I tonsmiðjunni. Atli Heimir Sveins- son.sérum þáttinn (2). lfi.00 Fréttir. 16.15 Veðurfrej>nir. íslenzkt mól. Ásgeir Blöndal. Magnússon eand. mag. flytur þáttinn. lfi.35 Johann Strauss hljómsveitin í Vín leikur valsa; Willi Boskovsky stjórnar. 17.00 Endurtekið efni: íslenzk kvennasaga. Klsa Mia Einarsdóttir greinir fra Kvennasögusafni Islands og Elín Guðmundsdóttir Snæhólm talar um lopaprjón. (Aðurútv. í marz’75). 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Skeiðvöllurinn'* eftir Patriciu Wríght- son. Edith Ranum færði í leikbúning Annar þéftur: „Leyndarmálið mikla" "Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson, Persónur og leikendur: Andri-Árni Benediktsson, Mikki-Einar Benedikts- son. Jói-Stefán Jónsson, Matti-Þórður Þórðarson. FTöskusafnari-Jón Aðils, Betsy-Asdís Þórhallsdóttir, Neljy- Brynja Birgisdóttir, Sögumaður- Margrét Guðmundsdóttir. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Á æskuslóðum í Dyrafirði. Guðjón Friðriksson blaðamaður ræðir við Jón Jónsson skraddara’ á Isafirði: fyrri þáttur. 20.00 Frá hollensku tónlistarhátíðinni í júní s.l 20.40 Leikmannsþankar um Stephan G. Stephansson með nokkrum sýnishorn- um úr skáldskap hans og lögum við Ijóð hans. Hlöðver Sigurðsson fyrr- verandi skólastjóri tók saman. Lesarar með honum. Guðrún Svava Svavarsdóttir og Hjörtur Pálsson. Kjartan Hjálmarsson kveður. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 31. október 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Páls- son vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. CJtdráttur úr forustugr. dagbl. 8.30 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Hver er í símanum? Árni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson stjórna spjall- og spurningaþætti í beinu sambandi við hlustendur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar. Isaac Stern og Filadelfíuhljómsveitin leika Fiðlu- konsert nr. 22 í a-moll eftir Giovanni Viotti; Eugene Ormandy stjórnar. 11.00 Messa í Háteigskirkju. Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleikari: Marteinn H. Friðriksson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.15 Hvað er fiskihagfræði? Gylfi Þ. Gíslason prófessor flytur annað hádegiserindi sitt: Hagfræði sjávarút- vegsins. 14.00 Miðdegistónleiknr 15.00 Þau stóöu í sviðsljósinu. Annar þáttur: Lárus Pálsson. Flutt verða leikatriði. ljóðalestur og söngur. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri tekursaman og kynnir. 16.00 islenzk einsöngslög. Kristinn Halls- son syngur; Árni Kristjánsson leikur’ á píanó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Á bókamarkaðinum. Lestur úr nýj- um bókum. Umsjónarmaður: Andrés Björnsson útvarpsstjóri. Kynnir Dóra Ingvadóttir. Tónleikar. 17.30 Útvarpssaga barnanna: ,,Óli frá Skuld" eftir Stefán Jónsson. Gísli Hali- dórsson leikari les (4). 17.50 Stundarkom meö sellóleikaranum Igor Gavrysh. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Jóhannesarpassían" eftir Johann Sebastian Bach. 21.40 „Kreppusaga" eftir Böðvar Guð- mundsson. Höfundurles. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Heiðar Ástvaldsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarpið í dag kl. 17.30: Framhaldsleikrit barna og unglinga Skeiðvöllurinn 2. þáttur LEYNDARMÁLIÐ MIKLA 1 fyrsta þætti kynntumst við Andra, (sem er þroskaheftur) og nokkrum vinum hans. Drengirnir vita að Andri er ekki eins og þeir og yfirleitt gæta þeir hans vel. Þeir muna líka vel þann tíma þegar Andri var foringi þeirra í öllum þeirra leikjum og uppátækjum, en það var áður en hann veikt- ist. Drengirnir, sem eiga heima í borginni Sydney í Ástralíu, iðka gjarnan þann leik að eigna sér ýmsar opinberar byggingar í borginni og verzla með þær sín á milli. Andra gengur ekki nógu vel að skilja að þetta er bara í þykjustunni. Dag nokkurn hittir hann flöskusafnara, sem er reyndar drykkjumaður, við skeiðvöll og hann fer til að útvega borgarinnar og hann býðst til að selja honum völlinn með öllu tilheyrandi fyrir lítinn pening. Andri skilur að þetta er einstakt tækifæri. Þetta er ekki þykjustuleikur heldur alvara pemngana. Næsti þáttur, sem er i dag heitir „Leyndarmálið mikla" og þá fáum við að vita hvernig Andra gengur. —EVI

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.