Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 04.12.1976, Blaðsíða 5
DACBI.AÐIÐ. I.AliCAKDACUK 4. DKSKMBKK 1976. 5 Göppingen af botninum upp í 5. sæti: ERFIÐLEIKARNIR YFIRSTIGNIR Dankerscn 29. nóvember. Allt útlit cr nú fyrir, að Cöppinnen, liðió, sern Cunnar Einarsson leikur með. hafi yfir- stigið þá erfiðleika, sem háðu þvi i byrjun leiktímabilsins. Um helfiina gerði liðið sér lítið f.vrir og sigraði topplið suður- deildar, Crossvallstadt, 15-10. Fyrir nokkrum vikum sat Oöpp- iitRen á botni deildarinnar, en er nú komið í fimmta sæti eftir 3 sigra í röð. Leikur Cöppingen og Gross- vallstadt var háður í Göppingen fyrir troðfullu húsi áhorfenda og stemmning var geysileg. Samkv. upplýsingum, sem okk- ur hafa borizt, þótti frammi- staða markmannsins, Jasche, frábær. Þá hefur Singer, þjálf- ara liðsins tekizt að þétta vörn liðsins svo að um munar. Með þessum sigri Göppingen ætti að færast einhver spenna í topp- inn, en Grossvallstadt hafði ekki tapað leik i deildinni til þessa. í norðurdeild stendur barátt- an á toppnum milli 4 liða — Rheinhausen, Dankersen, Nettelstedt og Gummersbach. Önnur lið koma varla til greina. A næstu vikum mætast svo þessi topplið i innbyrðisleikjum svo línurnar ættu að skýrast nokkuð fyrir jól. Gummersbach varð fyrir miklu áfalli í síðustu viku, þegar aðalskytta liðsins, Joachim Deckarm, brákaðist á hendi. Það gerðist í landsleik V-Þjóðverja og Rúmena. Deck- arm verður að hvila frám að áramótum og þetta gæti kostað Gummersbach meistaratitilinn, því liðið á marga erfiða leiki framundan. Fræðilega séð ætti Dankersen að standa bezt að vígi, því liðið á heimarétt á móti sterkustu lióunum í síðari um- ferðinni. Um næstu helgi þarf liðið þó að heimsækja Nettel- stedt og það verður víst örugg- lega erfitt að næla í stig þar. Áhugi fólks hér í Minden fyrir þessum ,,derby-leik“ er ótrúleg- ur. (Nettelstedt er 10 km frá Minden). Fyrir tveimur mánuð- um voru allir miðar á leikinn uppseldir, svo áhangendur Nettelstedt ætla víst örugglega að styrkja sína menn vel. Lát- um þetta rabb nægja og snúum okkur að leikjum norðurdeild- ar. Kiel-Dankersen 12-18. Frammi fyrir 7000 áhorfend- um í Kiel tókst Dankersen að sýna mjög jákvæðan leik. Lið Kiel, sem er í alvarlegri fall- hættu, hélt í við Dankersen fyrstu 15 min., en eftir það var aldrei vafi á hvort liðið var betra. Það væri virkitega hryggilegt ef Kiel félli úr Bundeslígunni, þvi í Kiel ríkir mikill handboltaáhugi og þar er alltaf skemmtilegt að Ieika. Fyrir Dankersen skoruðu van Oepen 5, Ölafur 3, Axel 2, Beck- er 2, Waltke 2 Grund 2, Kramer 2. Krause skoraði mest f.vrir Kiel eða sex mörk, þar af fimm úr vítum. Nettelstedt—Bremen 22-16. Heimaliðið átti aldrei i vand- ræðum með frekar slakt Brem- en-lið. Staða Nettelstedt er mjög góð í deildinni. Liðið hef- ur unnið alla heimaleiki til þessa og er í 3ja sæti. Hefur sannarlega ekki brugðizt von- um áhangenda sinna. Leik- menn eins og Möller, Pickel, Demirovic og Glaubert eru hverju liði hættulegir. Liibking skoraði mest í leiknum, sjö mörk gegn Nettelstedt og var enn einu sinni í aðalhlutverki í sínu liði. Hjá Nettelstedt skor- uðu Pickel og Möller 4 mörk hvor. Gummersbach lék í Essen og ■vann 26-16 án Deckarm. Schlageck skoraði mest, sjö mörk. Derschlag vann Welling- hofen heima 11-10 í baráttuleik helgarinnar. Stórskyttan Ufer og Júgóslavinn Lavrnic voru aðalmenn Derschlag ásamt markverðinum Hamann, sem varði stórvel, en Derschlag tókst ekki að hrista Wellinghof- en af sér. Til þess var mark- varzla landsliðsmannsins Dauer of góð. Efsta liðið Rhein- hausen sýndi að þessu sinni slakan leik, en vann Berlín þó 20-16. Staðan í deildunum er nú þessi: Norðurdeild Rheinhausen 8 7 0 1 148:118 14 Dankersen 9 7 0 2 177:143 14 Nettelstodt 9 6 12 179:140 13 Gummersbach 9 6 0 3 187:147 12 Derschlag 9 5 0 4 147:141 10 Wellingh. 9 4 2 3 128:125 10 Grambko 9 3 15 135:157 7 Kiel 8 3 0 5 122:126 6 Rein. Fuchse 9 10 8 127:175 2 Essen 9 0 0 9 135:213 0 Suðurdeild Grosswallst. 9 6 2 1 118:101 14 Huttenberg 9 6 12 133:119 13 Hofweier 9 5 2 2 139:137 12 Diotzenb. 9 5 13 141:133 11 Göppingen 9 4 14 133:129 9 Milbertsh. 8 3 2 3 92:98 8 Rintheim 9 4 0 5 143:139 8 Wiesbaden 9 13 5 127:142 5 Ossweil 8 12 5 115:126 4 Leutersh. 9 12 6 119:136 4 Kveðja Axel Axelsson og Ólafur H. Jónsson. Ólafur H. Jónsson Handboltapunktar frá V-Þýzkalandi % Axo! Axelsson Finnsku þjóðlagasöngvararnir PIA—GUNN ANCKAR og BÖRJE LANG syngja finnsk klassísk lög og finnsk þjóðlög, við undirleik Carls Billich, kl. 16:00 sunnudaginn 5. desember nk. i samkomusal Norræna hússins. Aðgöngumiðar við innganginn. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Auglýsing Staða framkvæmdastjóra Sölu varnarlióseigna er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utan- ríkisráðuneytinu fyrir 30. desember 1976. Utanríkisráðuneytið, 2. desember 1976. 0RKA SuðuHandsbraut 12 — Sfmi 84488 Landsins mesta lampaúrval Póstsendum um aitt land HVER MADUR SINN SMEKK k. EKTA LEÐURSKÓR Póstsendum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.