Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 3
'JACm.AÐiÐ. I'MMMTUDACUK íl. DKSKMBKK 197().
3
Sv
Hækkun á tengigjöldum
nemur þúsundum prósenta
— á sér fullkomlega eðlilega skýringu. segir gatnamálastjóri
TenKiíí.Íöld vesna vatns- og holræsalagna við nýbyggingar miðast við aðstæður og geta því verið mjög
mismunandi. segir gatnamálast.ióri.
Cissur Sigurðsson. byggingar-
meistari. skrifar:
Þar sem Dagblaðið er þekkt
að því að afla nokkuð réttra
skýringa á ýmsum málum sem
varða borgarana, þá datt mér í
hug að biðja það að afla upp-
lýsinga fyrir mig og aðra borg-
ara þessa bæjar um það
hvernig gjöld vegna tengingar
vatns- og skólpheimæða við
leiðslukerfi borgarinnar eru
ákveðin. Tengigjöld eru einn
litill þáttur í byggingarkostnað-
inum og varða alla þá sem eru
að eignast íbúð. Því að það er
með þessi gjöld eins og annan
byggingarkostnað að notandinn
verður að borga hann að lokum,
og skiptir því máli hvort hækk-
unin er tugir eða þúsundir pró-
senta.
Er það borgarráð sem
ákveður gjaldið, og þá eftir
hvaða reglurn, eða ráða þar
duttlungar einhverra embættis-
manna í kerfinu?
Tilefni þess að mér leikur
forvitni á að vita hvernig og
hver ákveður þessi gjöld, er, að
nú i október þurfti ég að greiða
tengigjöld fyrir 9 stigahús, sem
er gert að nota sömu tenging-
una. Gjald það sem nú er kraf-
izt er kr. 120.000.00 á hús, eða
alls kr. 1.080.000,00 fyrir þessa
einu tengingu. En húsin verða
að kosta allar aðrar lagnir og
greiningar fyrir húsin inni á
lóðinni. Þegar ég borgaði,
fannst mér gjald þetta nokkuð
mikið og spurði dömuna sem
afgreiddi mig, eftir hvaða regl-
um það væri reiknað. Það vissi
hún ekki, ,,það væri bara
svona '. Varð ég dálítið undr-
andi, ekki vegna þess að daman
vissi ekki hvernig reikningstal-
an var fundin, heldur vegna
þess að á undanförnum árum er
ég búinn að greiða mörg tengi-
gjöld og aldrei haft neitt við
þau að athuga, þau hafa verið
að hækka eins og allt annað. En
nú fannst mér stökkið nokkuð
stórt, þvi að reglan hefur verið
sú að greiða fyrir hverja teng-
ingu án tillits til þess hvort eitt
eða fleiri hús tengjast við
leiðslukerfið inni á lóðinni, sem
að sjálfsögðu kostar meira ef
tengja þarf mörg hús innan
lóðar.
Til þess að sjá hvernig þessi
þáttur í byggingarkostnaði
hefur breytzt, fletti ég upp bók-
haldinu nokkur ár aftur í tím-
ann hjá því fyrirtæki sem ég
starfa við. Skulu hér tilfærð
dæmi er tala sínu máli:
Arið 1972 kostaði ein tenging
kr. 50.000,00 (fyrir 2 stigahús
með 49 íbúðum), nú kostar ein
tenging kr. 1.080.000,00 (fyrir 9
stigahús með 64 íbúðum), mis-
munur kr. 1.030.000,00, sem er
2060% hækkun á þessum 4
árum fyrir sömu þjónustu. I
þessu dæmi kostaði tenging
1972 fyrir hverja ibúð kr.
1.020,00 pr. íbúð, nú 1976 kr.
16.875,00 pr íbúð, hækkun
1554% pr. íbúð.
2. dæmi: Árið 1974 greiddi
fyrirtækið tengigjöld fyrir 3
húsasamstæður og var hvert
þeirra kr. 32.000,00 (hver
tenging þjónaði 20 íbúðum).
Þess skal getið að þá þurftu
húsin að leggja frá aðalæð I
götu, en tóku ekki við tengistút-
um í lóðarmörkum, en það var
sáralítill aukakostnaður, þar
sem stígur sá er leiðslukerfin
lágu í hafði ekki verið malbik-
aður og vegalengdin í lóðar-
mörk ekki nema 4—5 m.
Dæmið er svona: 1974 kostaði
ein tenging kr. 32.000,00, nú
1976 kr. 1.080.000,00, mis-
munur kr. 1.048.000,00, sem er
3275% hækkun. í þessu dæmi
koma kr. 1.600,00 pr íbúð árið
1974, en nú 1976 kr. 16.875,00
pr. íbúð, mismunur kr.
15.275,00 sem er 955% hækkun.
Kg veit engin dæmi þess i
okkar verðbólgulandi að
nokkur þjónusta hafi hækkað í
likingu við þessa þjónustu.
Spyr því sá sem ekki veit. Sam-
ræmast þessar hækkanir lögum
um verðstöðvun?
Eg vona að blaðið sjái sér
fært að afla upplýsinga um þau
atriði sem spurt er um, og birta
þær, svo að ég og aðrir viti hvað
rétt er.
Ingi Ú. Magnússon.
gatnamálastjóri. svarar þess-
ari fyrirspurn og fer svarið
óbreytt hér á eftir:
Vatns- og holræsakerfi
borgarinnar eru lagnir í götun-
um ásamt aðalæðum og útrás-
um. Vatns- og holræsateng-
ingar eða heimæðar eru lagn-
irnar frá götuæðunum og inn í
húsin. Áður fyrr lögðu starfs-
menn borgarinnar eingöngu
götuæðarnar og sáu um teng-
ingu heimæðanna viá götuæð-
arnar gegn vissu tengingar-
gjaldi.Lóðarhafareða bygginga-
meistarar þeirra sáu um að
leggja sjálfar heimæðarnar frá
götuæðunum og inn í húsin.
Til þess að koma í veg fyrir
gröft út í götustæðin eftir á og
sérstaklega eftir að farið var að
malbika göturnar áður en
lóðarúthlutun fór fram, var
farið inn á þá braut að starfs-
menn borgarinnar lögðu einnig
heimæðarnar frá götuæðunum,
og inn á viðkomandi lóðir eða
verktaki ef um útboðsverk var
að ræða. Tengingargjöldin nú
orðið eru því útlagður
kostnaður borgarsjóðs við
heimæðarnar i efni og vinnu,
annaðhvort til eigin starfs-
manna eða verktaka. Ekki er
um neitt álag að ræða frá
borgarsjóði, enda þótt borgin
hafi ýmsan annan kostnað af
þessu, svo sem eftirlit, hönnun,
skrifstofukostnað o.fl.
Þessar heimæðar geta verið
mjög mismunandi langar eftir
skipulagi viðkomandi hverfis.
Því hefir verið talið réttlátast
aðskipta útlögðum kostnaði við
heimæðarnar í hverju hverfi
jafnt niður á stigahús. Þessi
kostnaður og skipting er
reiknuð út af verkfræðingum
gatnamálastjóra.
Samanburður á milli
kostnaðar við heimæðar í mis-
munandi hverfum gefur því
enga mynd af hækkuninni,
heldur sýnir hann hve mismun-
andi gjöldin eru eftir skipulagi,
landslagi og jarðvegi hverf-
anna.
JÓHANINA
BIRGISDÓTTIR
Hvíldarstóll
FÆRANLEGIR TVDFALDIR
ARMAR.
LAUS PÚÐI I SETU.
ÞRJAR BAKSTILLINGAR,
SNÚNINGUR OG RUGGA.
FÁANLEGUR
MEÐ OG AN SKEMILS.
Litaprufur sendar ef óskað er.
Póstsendum um allt land.
Spurning
dagsins
Hvað œtlarðu að hafa í
jólamatinn?
Leifur Þorsteinsson. Ætli ég hafi
ekki hangikjöt á borðum ein-
hvern tima um jólin, annað er ég
ekki búin að ákveða.
Ingimundur Agúst Konráðsson.
Ég hef ekki hugmynd um það, ég
á alveg eftir að ákveða það.
Hlöðver Guðnason. Eg læt nú
mömmu alveg um að ákveða það.
Það gildir engin sérstök regla um
það heima hvað haft er í matinn
t.d. á aðfangadagskvöld.
Asta Guðmundsdóttir. Eg þarf
ekki að hugsa um neinn jólamat.
Ég er svo heppin að vera boðin í
mat alla hátíðisdagana.
Hlíf Jóhannsdóttir. Eg hef vana-
lega kjúklinga á aðfangadags-
kvöld, það er vinsælt hjá
börnunum. Annars er það
breytilegt hvað ég hef á borðum á
jóladag.
Guðmundur Magnússon. Eg býst
við því að um þessi jól verði
kjúklingar á borðum einhvern
hátiðisdagana. Annars höfum við
enga sérstaka reglu um mat þessa
daga.