Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976. Auglýsing til eigenda gjaldmælaskyldra leigubifreiöa og notenda þeirra Ilinn 13. október sl. heimilaói verðlansstjóri hækkun á gjaldskrá leigubifreiða. Af því tilefni. og með hliðsjón af ákvæðum reglugerðar nr. 181/1974. sbr. rg. 432/1975. skal eftirfar- andi tekið fram: Eftir 1. des. sl. er notkun verðskrár við ákvörðun ökugjalds leigubifreiða með öllu óheimil. og ber notend- um þessara «k'!t:ekia ekki skvlda *i 1 greiðslu annarrar upphæðar en gjaldma'lirinn sýnir hverju sinni. Bent skal á að brot gegn iéðum reglum getur varðað eiganda gjaldmælask.vlds ökutækis refsingu samkvæmt VII. kafla umferðarlaga. Kærur samkvæmt ofansögðu verða umsvifalaust sendar viðkomandi lögreglustjórum. Re.vkjavík. 3. desember 1976. Samgönguráðuneytið Bandalag íslenskra Löggildingarmenn leigubifreiðastjóra gjaldmæla. 1 Finnsku refa- og minka- skinnshúfurnar komnar. Verð kr. 10.440,- ■ .Mokkahúfur og mokkalúffur í miklu úrvali Töskuúrvalið aldrei meira Vesturgötu 17 Sími 12284 Jólamarkaður 10% AFSLÁTTUR AF TÍZKUFATNAÐI Opið til kl. 7 á föstudag og til kl. 6 4 laugardag GLEÐILEG JÓL! QooQ Ný sending Loðfóðraðir kuldaskór fyrir alla fjölskylduna. Tilvaldir skór fyrir íslenzka veöráttu, þola | frost og bleytu. Mjög slitsterkir. Litur: Dökkbrúnt erðii 24—45 Verð frá 2315 til 3465 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjusræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181 Mexikanski „bænda herinn” fer hvergi þrátt fyrir hótanir hers og lögreglu Rúmlega þrjú þúsund bændur I Mexoco létu hótanir um valdbeitingu hersins, sem vind um eyru þjóta og ollu töfum á umferð í norðurhluta landsins í gær til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um jafn- ari skiptingu jarða þar í landi. Kröfur bændanna, hafa orðið hinum nýja forseta landsins, Jose Lopes Portillo, mikið áhyggjuefni og eiga eftir að setja hann í mikinn vanda, segja stjórnmálaskýrendur. Bændur í héraðinu Sinaloa hafa sérstaklega haft sig í frammi, lokað þjóðvegum með vegartálmunum og einang- rað af stærri býli í héraðinu, þar semþeirsegja að skipta eigi upp landinu meðal hinna fjölmörgu fátæku bænda sem þar er nánast landlausir. Lögregla og herinn 1 landinu hafa hótað, að láta til skarar skríða gegn bændunum, en það varð aðeins til þess, að um 12 af áttatíu búðum bændanna voru yfirgefnar í nótt. Fátækir mexikanskir bændur hafa hafzt við í búðum í norðurhluta landsins og krefjast þess, að stórum jörðum í einkaeign verði skipt á milli þeirra, sem ekkert land eiga. Genfarfundurinn um Ródesíu: „Þetta eða ekkert" — sagði lan Smith þegar hann sneri aftur til Genfar í gær Ian Smith, forsætisráðherra hvítu minnihlutastjórnarinnar í Ródesíu, sagði í gær að Genfar- fundinum um framtíð Ródesíu yrði að fresta ef ekki væri þar fallizt á samkomulagið sem hann hefði gert við Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, um hvernig blökkumenn fengju meirihlutavöld í landinu. Smith sagði þetta í viðtali við fréttamenn, sem hann hitti að máli eftir að hann sneri aftur til Genfar eftir mánaðar fjarveru. Hann sagðist hafa komið aftur til að fá forseta ráðstefnunnar og blökku þjóðernissinnaleiðtogana til að fallast á samkomulag sitt við Kissinger. Samkvæmt því samkomulagi fengju hvítir menn raunverulegt neitunarvald auk þess að hafa í sínum höndum fulla stjórn á her ogJögreglu landsins í væntanlegri braðabirgðastjórn. Allar fjórar sendinefndir blökkumanna á Genfarfundinum hafa hafnað þessum hugmyndum og í gær sagði forseti ráðstefn- unnar, Bretinn Ivor Richard, enn að hugmyndir Kissingers væru ekki annað en umræðugrundvöll- ur ráðstefnunnar. Daufdumbur morðingi sendur til náms — áður en hann getur komið fyrir rétt Olæs daufdumbur maður, sem sakaður hefur verið um að hafa myrt tvær konur í Chicago, hefur verið skikkaður til að læra að tjá sig og gera sig skiljanlegan áður en hann kem- ur fyrir rétt vegna málsins. Aður hafði verið komizt að þeirri niðurstöðu, að maðurinn, sem heitir Donald Lang og er 31 árs, væri sinnisveikur. Dómarinn sagði, er hann kvað upp úrskurð sinn í gær, að svo virtist sem Lang gæti lært ef hann nyti til þess sérfræðilegr-. ar kennslu. Sérfræðingar telja að sú kennsla geti tekið allt að fimm ár. Lang var handtekinn árið 1965 sakaður um morð á konu einni. Hann var lýstur óhæfur til að koma fyrir rétt og úr- skurðaður til öryggisgæzlu á geðsjúkrahúsi. 1971 var hann látinn laus eftir að hæstiréttur ríkisins úrskurðaði að annaðhvort yrði Lang látinn koma fyrir rétt eða þá látinn laus. Hann var handtekinn á ný 1972, sakaður um að hafa myrt aðra konu, og sakfelldur. Þeim úrskurði var hnekkt fyrir áfrýjunarrétti, sem komst að þeirri niðurstöðu að Lang gæti ekki tjáð sig við verjanda sinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.