Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 11
í> \<;m..\t)lt). h'IMMTUI).\<;rK ít. DKKKMKKK 197H.
11
HELGI
PETURSSON
orinn sem ritað hefur greinina
og segir söguna um Sasja, segir
aö nú sé tími til kominn að
grípa í taumana.
Og hvernig vill hann vernda
æsku Sovétríkjanna gegn eitur-
lyfjum. og þá sérstaklega
táningana?
Þau atriði, sem hann mælir
með, eru ströng lagasetning,
varkárni í útgáfu lyfseðla til
þess að forðast misnotkun, auk
nokkurra tillagna um uppeldis-
aðferðir. sem koma eiga í veg
fvrir. að æskan hafi þörf fyrir
eiturlyf. Bendir hann þar sér-
staklega á nauðsyn gáfulegra
starfa fyrir æskuna.
Hann segir, að ungt fólk, og
þar styður hann sig við reynslu
vestrænna ríkja. — geti byrjað
að neyta eiturlyfja af hreinni
forvitni. Nokkur hluti b.vrji
með félögum sínum og sumir
geti orðið háðir því mjög
fljótlega. Hvort það er vegna
erfðaeiginleika eða dulinna
sálrænna 'sjúkdóma er ekki
vitað.
Það er margt, sem bendir til
þess, að yfirvöld í Sovét-
ríkjunum óttist nú eiturlyfja-
vandamálið. í nýjasta hefti
Dómstíðinda frá Hæstarétti
landsins er gréint frá dómum í
málum vegna verzlunar,
ræktunar eða neyzlu eiturlyfja
og greint frá umræðu dórhara
um þessi mál.
Ekki er enn ljóst, hvernig
dómstólar í Sovétríkjunum
muni bregðast við eiturlyfja-
vandamálinu. Fram til þessa
hefur verið dæmt svolítið af
handahófi en vegna þess,
hversu tilfellunum hefur
fjölgað má gera því skóna, að
útbreiðsla eiturlyfja hafi aukizt
þar í landi, þó ekki eins mikið
og venjulegt er á Vestur-
löndum.
Og það vekur athygli, að
dómarar telja, að allt of mikil
linkind hafi verið sýnd í þess-
um málum og að nú sé allt
komið í óefni. Sérstaklega eru
dómstólar i suðurhluta landsins
ásakaðir fyrir að hafa verið allt
of vægir í þessum málum, en á
það er að líta í því sambandi að
þar vaxa eiturlyfin villt og hafa
verið notuð öldum saman.
Nú ermælirínn fullur,
Matthías!
Það var ömurlegt að horfa og
hlýða á þig í Kastljósi í sjón-
varpinu, föstudaginn 3.
desember síðastliðinn.
Þú ert mikill oflátungur,
sjávarútvegsráðherra. Þú, sem
ert bæði leikmaður í fiski-
fræðum og reiknislist, þykist
þess umkominn að hafa að engu
álit háskilamenntaðra sérfræð-
inga í fiskifræðum. Af hverju
lokarðu ekki Hafrannsókna-
stofnuninni, úr því að þú vilt
ekkert fara eftir því sem þeir
ráðlegga þér þar?
Bágt á ég með að trúa því að
almenningur í landinu trúi
fremur þér en fiski-
fræðingunum.
Gerirðu þér grein fyrir þeirri
ábyrgð sem þú axlar í nafni
þjóðarinnar ef þú hefur rangt
fyrir þér og þorskstofninn er
raunverulega í þeirri stórkost-
legu hættu sem fiskifræðingar
álíta að hann sé í?
Ertu viss um að þjóðin vilji
fyrirgeía þér, þegar ljóst er orð-
ið að þorskstofninum verður
ekki bjargað, hvað ætti að geta
orðið með sama áframhaldi
innan tyeggja ára?
Lærðirðu aldrei prósentu-
reikning í skóla? Heldurðu
virkilega að þorskurinn þyngist
ekkert milli ára ef hann fær að
lifa? Þú hefur haldið því fram
að það sé sama hvort veitt sé
meira eitt árið ef það sé aðeins
jaínað með því að veiða jafn
miklu minna á næsta ári.
Hvaðan er sú speki runnin? Er
það kannski hið alþekkta
íslenska brjóstvit, sem kennir
þér þessa firru?
Hvers konar kjaftæði er það
að halda því fram að aldrei hafi
verið gert meira í fiskverndun
en undanfarin tvö ár? Ertu með
því að reyna að telja fólki trú
um að minna hafi verið veitt af
þorski en efni stóðu til?
Þú reynir að fá fólk til að
trúa því að lokun uppvaxt-
arsvæða, stækkun möskva og
tilraunir með veiðar á öðrum
fisktegundum hafi eitthvað
haft að segja til verndunar
þorskstofninum. Staðreynd er
hins vegar að við íslendingar
Kjallarinn
veiðum sennilega um 270
þúsund tonn af þorski á árinu
1976, en veiddum á árinu 1975
265 þús. tonn. Heildarþorsk-
aílinn af íslandsmiðum mun
verða í ár um 340 þús. tonn, en
var í fyrra 372 þús. tonn.
Samkvæmt ýtrustu tillögum
Hafrannsóknarstofnunar mátti
heildarþorskaflinn á Islands-
miðum verða 230 þús. tonn á
árinu 1976. Aflinn verður þvi
67% meiri á árinu 1976 en.
ýtrustu tillögur gerðu ráð fyrir.
Samkvæmt skýrslu Alþjóða
hafrannsóknaráðsins frá því í
marz í vetur mun verða unnt að
skrapa upp 300-350 þúsund
tonn á ári af þorski á Islands-
miðum næstu tvö árin með því
að beita ótakmarkaðri sókn, en
síðan blasir við alger óvissa
eftir það. Hrygningarstofninn
mun halda áfram að minnka og
komast í 150 þúsund tonn 1978,
það er að sega mun nema hálfri
ársveiðinni.
Fiskverndunaraðgerðir þínar
koma fyrst og fremst að notum
til þess að friða smáfisk, en
ekki til þess að friða þorskinn
sem slíkan. Samkvæmt áliti
fiskifræðinga, þessara sér-
fræðinga, sem þú álítur þig um-
kominn að hundsa, má búast
við örari rýrnun heildarbotn-
fisksafla á Islandsmiðum en
þorskafla á næstu árum, miðað
við óbreytta sókn, vegna þess
að stærstu botnfiskastofnarnir
eru að komast í svipaða aðstöðu
og þorskurinn. Að þeirra áliti
þarf að takmarka sókn við það
mark, sem samrýmanlegt er
æskilegri nýtingu fisk-
stofnanna, arðbærum rekstri
útgerðar og hagkvæmri
vinnslu. Það þarf að minnka
sókn í þá fiskstoína, sem nú eru
ofnýttir, um tíma, það mikið að
stofnarnir komist í þá stærð að
viðgangur þeirra sé öruggur og
afrakstur þeirra nái hámarki
sem fyrst. Veiðum þarf að haga
þannig að þeirra áliti, að fisk-
stofnarnir gefi af sér sem mest-
an afrakstur, t.d. með tilliti til
íiskstærðar og árstíðabundinna
gæða aflans. Að þeirra áliti eru
þær aðferðir sem nú ér beitt við
stjórnun veiða næsta gagns-
lausar í ljósi þeirra markmiða
sem hér að ofan eru nefnd.
Reynir Hugason
Fiskifræðingar álíta einnig
að það sé fyrirsjáanlegt, að
verði ekki stefnubreyting i fisk-
veiðimálum okkar íslendinga,
muni stefnt í algjört óefni. Við
óhagstæðustu skilyrði er
veruleg hætta á hruni helztu
nytjastofnanna á sama hátt og
raunin varð á með síldar-
stofnana. Verði svo, þarf vart
að gera þvl skóna að sjávarút-
vegur verði sá aflgjafi, sem
hann hefur verið, því reikna
máæmeð áratugum til að
byggja upp stofna sem þannig
hafa farið.
Þú álítur þig þess umkominn
að hafa þetta álit að engu. Það
er kannski vegna þess að þú
hefur öðlast sjötta skilningar-
vitið ellegar fengið vitrun að
ofan.
Börnin mín samþykkja alls
ekki, Matthías, að þú látir veiða
upp allan þorsk af íslands-
miðum á næstu tveimur árum.
Þau ætla sér nefnilega líka að
lifa og þau vita að þorskurinn
stendur undir 56% af út-
flutningsverðmæfi sjávaraf-
urða þótt hann sé ekki nema
27% af þunga aflans upp úr sjó
og að þorskveiðarnar eru lang-
samlega arðbærastar af öllum
fiskveiðum, sem stundaðar eru
hér við land.
Ég og börnin mín ermþannig
ákveðin í að beita öllum til-
tækum ráðum til að koma í veg
fyrir að þú látir veiða upp allan
þorskinn, Matthías. Við viljum
ekki að grundvellinum sé kippt
undan lffi okkar, bara til þess
að þú og þínir mátar geti kýlt
vömbina svolitið meira 2 ár í
viðbót. Svigrúmið er orðið anzi
lítið, Matthías. Brátt kemur að
skuldadögunum. Eftir 2 ár er
þorskurinn búinn. Hvar
ætlarðu þá að finna atvinnu
handa „skjólstæðingum þín-
um“ í sjávarplássum úti um allt
land?
Um sama leyti síðast liðið ár
ræddi ég við einn af færustu
fiskifræðingum okkar lands,
um líkurnar á því, að
þorskinum yrði ekki bjargað
vegna tregðu stjórnvalda til að
grípa til nægilega róttækra
aðgerða. Hann taldi líkurnar á
því, að þorskinum yrði ekki
bjargað, meiri en 90%. Hverjar
skyldu líkurnar vera núna, þeg-
ar þú hefur látið veiða meira en
60% meira af þorski í ár en
ýtrustu ráðleggingar gerðu ráð
fyrir?
Hverjir eru það, Matthías,
sem þrýsta á um ofveiði á
þorski? Ekki er það formaður
Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, því ég heyrði hann
sjálfan skamma þig persónu-
lega í byrjun sumars, á
ráðstefnu Stjórnunarfélags
tslands um „stjórnun fisk-
veiða“ fyrir að stöðva ekki
þorskveiðarnar strax. Þá var
kvótinn 230 þús., sem þér var
skammtaður, einmitt að verða
fullur. Þú hlóst og sagðir að það
myndi enginn taka það alvar-
lega þótt aflinn færi nokkuð
yfir 280 þús. tonn, með þínum
eigin orðum „280 þús. tonn eru
nú engin heilög tala“.
Hverra hagsmunum þjónar þú
þegar þú fullyrðir að atvinnu-
leysi myndi hafa orðið um allt
land ef þorskveiðar hefðu verið
stöðvaðar og bátar bundnir við
bryggju í sumar? Ertu þá búinn
að segja frá því sem gerist ef
þorskinum verður útrýmt?
Ertu búinn að segja frá því
hvar fólkið á þá að fá vinnu?
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma, virðist þú ekki þjóna
hagsmunum okkar tslendinga.
Þú ert með fyrirhyggjuleysi
þínu að stefna þjóðinni í gjald-
þrot árið 1980.
Reynir Hugason
verkfræðingur.
eigi þar að gerast hinir seku
sem kaupsaðili.
íslendingar geta ekki tekið
þátt í því að lífsbjörg fátækasta
fólks í evrópsku ríki, þótt
önnur þjóð sé og í annarri
heimsálfu, verði fórnað svo að
ákveðnir hópar í ríkustu
iðnaðarríkjum heimsins geti
haldið áfram að reka algjörlega
úrelta útgerð. Því er það lagleg-
ur skollaleikur, þegar okkar
menn þykjast ekkert vita hvað
Gundelach sé að bjóða okkur og
rétt sé að heyra hvað hann hafi
upp á að bjóða. Meira að segja
nú eftir að búið er að sitja með
honum á fundum í 4 daga. Það
er rétt að hann hefur ekkert
upp á að bjóða, en því þá ekki
að viðurkenna umboðsleysi
hans og segja þjóðinni frá þvi?
Auðvitað er hér eingöngu verið
að sækjast eftir einum hlut. að
sem.ja Breta inn í íslenzka fisk-
veiðilögsögu aftur. Það eru
þr.jár þjöðir EBE sem hafa hag
af að fiska við ísland: Þjóð-
verjar, með samning, Belgar,
með samning, og Bretar nú
brottreknir eftir yfir 500 ára
rányrkju á Islandsmiðum. Nú a
að reyna að læða þeim inn
aftur. Meira að segja Crosland
utanrikisráðherra þeirra hefur
lýsl því yfir að brezkir togarar
hel ji hér aftur veiðar 1. janúar.
Leynisamningur í Osló
Ef þelta reynist rétt. er
aðeins til á |)ví ein skýring.
Oslóarsamkomulagið var ekki
Kjallarinn
Pétur Guðjónsson
eins og þjóðinni var skýrt frá
því. Við það var tengdur annar
leynisamningur. og hann skal
nú uppf.vllast. EBE hefur
ekkert að bjóða okkur á gagn-
kvæmnisgrundvelli og utan-
ríkisráðherra hefur lýst því
yfir nú nýverið í umræðum á
Alþingi. að ekki komi til mála
að íslendingar greiði EBE eitt
eða neitt, ef það fær forræði
Grænlandsmiða f.vrir að upp-
f.vlla j)á s.jálfsögðu skyldu að
vernda liskistofnana við Græn-
land. Allur flýtirinn nú og tími
og fyrirhöfn í vangaveltur og
spádóma gefur ákveðna vís-
bendingu. Það er algjörlega
óeðlilega að málum staðið.
Áætlunin gæti verið eftirfar-
andi: Samningaviðræður eftir
miðjan mánuð og gengið frá
samningum fyrir jól. Þá verður
Alþingi komið í jólafrí, brezkir
togarar komnir hér aítur á
veiðar 1. jan. skv. nýjum samn-
ingi, og þingmenn standandi
andspænis „gerðum hlut“,
þegar þeir koma aftur úr jóla-
fríi.
Kröfur Íslendinga
Því hefur verið marglýst yfir,
að þessar viðræður við Gunde-
lach hafi verið skv. hans ósk.
Þetta er miður, því óskirnar um
viðræðurnar hefðu átt að koma
frá íslendingum. Því það er
EBE sem skuldar okkur stór-
kostleg verðmæti og það er eðli-
legt að við séum skuldheimtu-
maðurinn sem knýr á en ekki
öfugt. Samningurinn við Þjóð-
verja varð eingöngu til vegna
hernaðarofbeldis Breta. Megin-
forsenda hans var, að Þjóð-
verjar viðurkenndu ekki út-
færslu Islendinga í 200 mílur.
nú um áramótin, er EBE lýsir
yfir einhliða 200 mílna efna-
hagslögsögu við strendur með-
limaríkja sinna, þá er forsend-
an fyrir samningnum brostin
og því standa Þjóðverjar nú
með ógreiddan samning til
veiða upp á hvorki meira né
minna en 60.000 tonn. Því er
staðan sú, að íslendingar eiga
hvorki að láta EBE löndunum
eitt né neitt í té, heldur eigum
við að krefjast brottfalls samn-
ingsins. Krafa nr. 2: EBE láti
meðlimaríki sín koma fisksölu-
málum og útgerð í eðlilegt
markaðshorf en ekki eins og nú
er, þar sem öll grundvallarat-
riði Rómarsáttmálans eru þver-
brotin. EBE greiðir um 33%
meira fyrir fiskinn, sem landað
er í höfnum þess en fram
kemur í markaðsverðinu þar,
en það er hið raunverulega
sannvirði þess að draga íiskinn
úr sjónum. Þessi ca 33% eru
uppbættur, sem ríkisstjórn-
irnar greiða til útgerðarinnar.
Þetta er lika gert í Noregi. A
slíka GERVIMARKAÐI og í
óheiðarlegri samkeppni eiga
svo íslendingar að selja fiskaf-
urðir sínar. Nei. hér þarf að
verða breyting í grundvallarat-
riðum, ef eðlileg viðskipti eiga
að geta tekizt við EBE. Nær-
tækasta sönnunin f.vrir þessari
óheiðarlegu samkeppni og
gervimarkaðsástandi er sú stað-
reynd, að á sama tíma og Is-
lendingar hafa byggt upp stór-
kostlegt dreifingar- og sölu-
kerfi á afuróum sinum á hinum
heilbrigða og frjálsa Banda-
ríkjamarka'ði hefur reynzt
útilokað að gera það
sama í EBE löndunum.
Asta'ðan er cinfaldlega sú.
að iisKaloion ei u « ol.ú umiir
heimsmarkaðsverði vegna
gerviaðgerða ríkisstjórnanna í
útgerðarmálum. Að þessu at-
huguðu hefði verið eðlilegt að
tslendingar hefðu verið aðil-
arnir, sem knúið hefðu á um
viðræður við EBE til leiðrétt-
ingar á slnum málum. Og svona
rétt til minnis, — ekki hafa
Bretar boðizt til þess að láta
einn né neinn hafa neitt af
sínum olíu- og jarðgasauðlind-
um í Norðursjó. Nú eiga íslend-
ingar sín fiskimið með sama
rétti og Bretar sína olíu. Og við
skulum gæta okkar, þótt talað
verði um eitthvað „smotterí"
eins og 10 skip. En ef hvert
þeirra fiskar 2000 tonn er afla-
magnið orðið 20.000 tonn sem
er í útíluttum hraðfrystum
fiski 3000 milljónir króna eða
um 50% meiri verðmæti en öll
síldarvertíðin nú í haust, sem
gaf um 2000 milljónir. Það er
búið að hlunnfara Islendinga
nóg í samningum við útlend-
inga, eins og Aron Guðbrands-
son i Kauphöllinni hefur bent
svo glögglega á, raforkusala.
virkjanir. hafnargerð, land-
helgissamningar. Grundar-
tangi, gagnkvæmir varnar-
samningar sem þjóna ekki einu
sinni hagsmunum NATO. Nú
má ekki bæta einum slíkum við.
því engar hugsanlegar for-
sendur liggja honurn til grund-
vallar. En verði hann gerður er
hann aðeins uppfvlling leyni-
samnings i Osló.
Pétur Guðjónsson
forstjóri