Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 5
OA(iBI.Ai)Ii). FIMMTUDA(íUK 9. DKSFMBER 1976. 5 Greiðari sam- göngur eystra ídag Mikið mokað og rutt í gær á N- og Austurlandi Búizt var við betri færð á vegum á Norðausturlandi í dag en verið hefur. Hægt var að moka af fullum krafti í gær og val orðið allgreiðfært frá Egils- stöðum allt til Eskifjarðar. A þessum slóðum skóf mjög í f.vrradag og varð þá að hætta mokstri. Vegir lokuðust þó aldrei alveg og gátu stórir bílar og jeppar brotizt áfram. Fólk komst því leiðar sinnar milli heimila og flugvalla á flestum stöðum. Mikið var mokað á vegum á Héraði í gær og m.a. til Borgar- fjarðar eystri en ekki er lagt í að moka þann veg nema veður- útlit sé dágott. Þá var leiðin um Fagradal hreinsuð og í dag á að moka til Fáskrúðsfjarðar en þaðan er vel fært suður um allt. Ofært er um Oddskarð og á Fjarðarheiði svo ekki er unnt að aka til Seyðisfjarðar eða Neskaupsstaðar. Þá lagði hefill af stað frá Þórshöfn til Raufarhafnar og mun hann halda áfram um Kelduhverfið, en vegurinn f.vr- ir Tjörnes var mokaður i gær. Greiðfært er orðið milli Ak- ureyrar og Húsavíkur um Tjör- nes. Þá heíur lei'ðin frá Akur- eyri til Dalvíkur verið rudd og víðast í Eyjafirði hefur tekizt að gera vegi greiðfæra. Unnið var í gær að mokstri vegarins til Siglufjarðar en Olafsíirðingar eru enn innilok- aðir. A Vestfjörðum eru allar heið- ar ófærar og þungfært er um veginn yfir Hálfdán frá Pat- reksfirði til Bíldudals. -ASt. kRóm MÚSdÖGN Grensasvegi 7. Reyk/avik Pontunarsimar. 86511 - 83360 Sendum gegn póstkrofu Veljið húsgögnin tímanlega fyrir jól. Mikið af fallegum áklæðum ÚRVflL/ KJÖTVÖPUR O&ÞJÓnU/Tfl Kátlegar kvonbænir í Hveragerði Leikfélag Hveragerðis frum- sýnir annað kvöld enska gaman- leikinn Kátlegar kvonbænir (She Stoops to Conquer) eftir Oliver Goldsmith. Lejkstjóri er Benedikt Arnason en leikmynd gerði Jill Brooke. Leikritið. sem er í þýð- ingu Bjarna Guðmundssonar, hef- ur verið fært upp einu sinni hér á landi áður, á Herranótt fyrir rúm- um áratug og þá einnig undir leikstjórn Benedikts. Með helztu hlutverk í sýningu Leikfélags Hveragerðis fara: Svava Hauks- dóttir. AðalbjÖrg M. Jóhannsdótt- ir, Inga Wium, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Guðjón H. Björns- son. Steindór Gestsson og Níels Kristjánsson. Enginn vafi er á því að þessi bráðlétti gamanleikur á eftir að laða að sér marga áhorf- endur i Hveragerði og viðar um Suðurland, en ráðgert er að ferð- ast um með leikinn. svo sem venja er hjá leikfélaginu. ^Vallteitthvað gottímatihn STIGAHLÍÐ 45^47 SÍMI 35645 MORÐMÁL 0G RANNSÓKN ÞESS — ný skáldsaga frá Jónasi stýrimanni Jónas Guðmundsson hefur sent frá sér aðra skáldsögu sína, sem hann nefnir „Agúst berhenti". Jónas hefur skrifað á annan tug bóka, en fyrstu bók sína sendi hann frá sér árið 1962. Einnig er hann kunnur fyrir útvarpsþætti sína og skrif í blöð. Agúst berhenti er saga af morð- máli og rannsókn þess. Sögusviðið er Suðurland á öðrum áratug ald- arinnar. Útgefandi er Leiftur h/f. -KP. Póstsendum Ámorgun veröurdregiö i T2.flokki. 34.290 vinningar aö fjárhæö 489.690.000.00. siöasti endurnýjunardagurinn. I dag 12. flokkur: 9 ó 2.000.000 kr. 18.000.000 kr. 9 - 500.000 — 4.500.000 — 9 - 200.000 — 1.800.000 — 3.051 - 50.000 — 152.550.000 — 31.194 - 10.000 — 311.940.000 — 34.272 488.790.000 kr. Aukovinningar: 18 ó 50.000 kr. 900.000 — 34.290 489.690.000.00

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.