Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 7
DAC.BLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976. 7 „Endurreisnarstjóm " mynduð í Líbanon Elias Sarkis, forseti Líbanon, Fól í gærkvöld hagfræðingnum Selim al-Hoss að mynda nýja ríkisstjórn. Höfuðverkefni hinnar nýju stjórnar verður að standa að uppbyggingunni, sem óhjákvæmileg er efHr nítján mánaða borgarastyrjöld, er krafðist að minnsta kosti fjörutíu þúsund mannslífa. í tilkynningu frá forseta- höllinni, sem lesin var í sjónvarp í Líbanon í gærkvöld. sagði að dr. Hoss, sem er 46 ára gamall hagfræðiprófessor, hafi verið beðinn að mynda stjórn „þjóðlegrar endurreisnar". Talið er víst að í nýju stjórninni, sem trúlega verður skýrt frá í dag, verði eingöngu harðir tæknikratar, sem eigi enga aðild að þvi undarlega stjórnmálastríði, sem hefur hrjáð Líbanon allt síðan Frakk- ar veittu landinu sjálfstæði 1943. Erlendar fréttir •í twm' .:. omar.... *;heIM f VALDIMARSSON PETURSSON 1 REUTER Carter sendir NA TO kveðjur sínar og á fjöimarga fundi með tilvonandi ráðherrum Jimmy Carter, kjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur gert utan- ríkismálaráðherrum NATO- ríkjanna orð á fundi þeirra í Brussel og ítrekað algjöran stuðn- ing sinn við samtökin. Mun Henry Kissinger, utan- ríkisráðherra Bandarikjanna, lesa upp yfirlýsingu Carters, er hann heldur lokaræðu sína við upphaf tveggja daga fundar varn- armálanefndar bandalagsins. Ráðherrarnir hafa rætt varnar- mátt Bandalagsins, endurskoðað afstöðu sína til þíðunnar í garð austantjaldsríkja og rætt vanda- málin í Mið-Austurlöndum, Suð- ur-Afríku og önnur alþjóðleg vandræðamál. • Carter hefur annars átt annríkt við að kynnast þeim mönnum, sem hann er talinn munu skipa í ráðherrastöður og aðrar valda- stöður í ríkisbákninu bandaríska. Hann átti í gær viðræður við Harold Brown, sérfræðing i mál- efnum Pentagon og fyrrum flug- hersráðherra í stjórn Johnsons, en Brown er talinn líklegur til að verða fyrir valinu sem varnar- málaráðherra. Þá átti hann samtal við Michael Blumenthal, formann Bendix- samsteypunnar, sem talinn er eiga að verða fjármálaráðherra. 1 kvöld mun Carter hitta þing- manninn Barböru Jordan sem. eins og Charles Shultze, fvrrum fjármálastjóri Johnsons- stjórnarinnar og Clark Clifford, fyrrum varnarmálaráðherra, er talin geta orðið dómsmálaráð- herra. Carter og Mondale á toppnum: Með Strauss flokksformanni, og þingmönnunum, Haskell, O’Neill, Talmadge, Humphrey, Mansfield og Edmund Muskie. Spænskir jafnaðarmenn: Taka ekki þátt í þjóðarat kvæðagreiðslu um stjórn■ arskrána . - Flokksþingi spænska sósial- istaflokksins lauk í gær, með yfirlýsingu þingfulltrúa þess efnis, að flokkurinn myndi ekki taka þátt í þingkosningunum í landinu á næsta ári, nema stjórnvöld gengju lengra í átt að kröfum flokksins um aukið lýðræði í landinu. A þinginu, sem stóð í fjóra daga, var einnig ákveðið að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um endurbætur á stjórnar- skránni sem fram á að fara í næstu viku, og hélt flokkurinn fast við þá kröfu sína, að stjórn- völd leyfðu alla stjórnmála- starfsemi i landinu, einnig kommúnistaflokkinn. Það vakti athygli, að flokks- þingið vildi ekki fallast á þá kröfu ýmissa stjórnmálasam- taka, að eiga ekki orðastað við ríkisstjórn, sem ekki er kjörin í almennum kosningum, en eins og kunnugt er, eru ílestir ráð- herrarnir skipaðir af Franco eða Juan Carlos konungi. Bretland: r NIÐURSKURÐUR FJARLAGA — óbein skattahækkun Brezka stjórnin kemur enn á ný saman til fundar í dag til að ræða fyrirhugaðar efnahagsráðstafanir sínar. I þeim felst m.a. samdrátt- ur í opinberum útgjöldum og trú- lega einhverjar hækkanir óbeinna skatta. Ráðherrarnir munu einnig ræða gang samningaviðræðnanna við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, en ríkisstjórnin hefur sótt um 3.9 milljarða dollara lán til sjóðsins. Komist ráðherrarnir að sam- komulagi um niðurskurð fjárlag- anna og lánaskilmálana er útlit fyrir að Denis Healey, fjármála- ráðherra, geti flutt þinginu boð- skap sinn I næstu viku eins og til hefur staðið. Mikið ósamkomulag hefur verið innan brezku stjórn- arinnar undanfarna daga. Starfsmenn Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins, undir stjórn Alans Whittomes, sem hafa verið í London undanfarinn mánuð, munu að líkindum vera um kyrrt þar til umsókn' stjórnarinnar liggur fyrir. SÝRLENDINGAR OG JÓRDANIR STOFNA TIL RÍKJASAMBANDS Sýrlendingar og Jórdanir, sem römbuðu á barmi innbyrð- isstyrjaldar fyrir sex árum, til- kynntu í gær, að ríkin hefðu í huga að koma á ríkjasambandi og hefur nefnd verið kosin til þess að vinna að undirbúningi þessa máls. Fyrirætlun þessi var gerð heyrum kunn í sameiginlegri tilkynningu sem gefin var út eftir tveggja daga heimsókn Sýrlandsforseta, Hafez Al- Assad til Amman í Jórdaníu. Mun nefndin eiga að vinna að öllum undirbúningi ríkja- sambandsins og skila áliti sínu til yfirnefndar, þar sem Al- Assad og Hussein, Jórdaníu- konungur eiga sæti. rostuaag og til 6 laugardag Austurborg Búðargerði 10 — Smi 34945 Nú er jólasalan i fullúm gangi Ný jólaleikföng, eldri ódýr jólaleikföng. Gjafa- og skrautvara — Jólakort, jólaskraut, jólakerti, skrautkerti — Komið, skoðið og kaupið. A USTURBORG, Búðargerði 10

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.