Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976. HííWTFTmnffiM HluiJJiiSHHH^^H ■ T9I7TTF9HHHHBHHBI Stefán kom mér þægi- lega á óvart í Belgíu — sagði Ragnar Gíslason, sem hefur dvalizt í þrjá mánuði í Belgíu og fylgzt með liðum íslendinganna — Stcfán Halldórsson kom mér þægilega á óvart þegar ég dvaldist í Belgíu og fylgdist með liðum íslendinganna þar í tæpa þrjá mánuði. Stefán er mun betri leik- maður en með Víking — ótrúlegt hvað hann hefur tekið miklum framförum. sagði Ragnar Gislason bakvörðurinn í Víking. sem dvalið hefur í þr.já mánuði. eins og hann sagði í Belgíu og fylgzt með æfing- um og leikjum liða íslcndingánna Ásgeirs Sigurvinssonar í Standard Liege. Guðgeirs Leifssonar i Charleroi og þeirra Marteins Geirs- sonar og Stefáns Halldórssonar hjá Royale Union í Brussel. — Eg dvaldi lengst af hjá Guðgeiri í Charleroi, hélt Ragnar áfram, fór með honum út eftir landsleikina gegn Hollendingum og Belgum. Charleroi er að ýmsu leyti furðulegt félag — virðist algjörlega mórals- laust. Erjur milli leikmanna — milii þjálfara og leikmanna og óvinsældir þjálfara hjá áhorfend- um eru miklar. Þjálíarinn er ákaf- lega óvinsæll og það hefur komið fyrir að miklar deilur hafa blossað upp miili þjálfarans og leikmanna, síðast fyrir leikinn gegn FC Brugge — þá logaði búningsherbergið. Þeir eru þrír sem virðast ráða talsvert miklu — leikmenn á ég við. Það er markaskorarinn Gebauer — sem er ákaflega slakur leikmaður, að mínu áliti. Fyrirliðinn Böhms — sem er meira gefinn fyrir „show" en knatt- spyrnu. Til að mynda er Charleroi tapaði 0-4 heima fyrir Beringen þá gekk hann að línunni og fór að rífast við áhorfendur. Þriðji póllinn er fyrrum júgóslavneskur landsliðs- maður, sem nú er allt of þungur. Til að mynda fóru þeir félagar á fund stjórnarinnar, eítir að sweeper liðsins, Van Trond hafði fært sig fram á miðjuna gegn Beringen. Blöðin sögðu þá, að Trond hafi verið besti maður liðsins — þeir félagar Höfum opið til kl. 10 á föstudag og til kl. 6 á laugardag Æfingagallar — Töskur — Búningar — Skór o.fl. Leggjum áherzlu á góöa vöru á hagsæðu verði. Verið velkomin, Htið inn. Póstsendum um allt land. maöurmn V, jrV \ Laugavegi 27 VJWa \ Sirai 15599 lýstu yfir að Trond hafi mútað blaðamönnum. Furðulegt. Guðgeir Leifsson hefur ekki fundið náð fyrir augum þjálíarans. Hann setti Guðgeir út fyrir rúmum þremur vikum og þá fór Guðgeir á fund hans og spurði hverju sætti. Þjálfarinn sagði, að Guðgeir væri of seinn. En ég hef íylgzt með æfingumCharleroiog Guðgeir hefur æft mjög vel og er í góðu formi. Til að mynda hafa þeir verið látnir hlaupa 3 kílómetra —og þá hefur Guðgeir alltaf verið langfyrstur. Beinlínis stungið aðra af. Asamt Guðgeiri hefur annar leikmaður — Kremer — ekki fundið náð. En mér finnst þeir félagár éiga fullt erindi í liðið. Til að mynda er í liðinu korn- ungur leikmaður, sem ég fullyrði að kæmist ekki í lið í 1. deild hér heima — hann kom úr 3. deild. Og um Gebauer er alltaf sagt að „þetta" verði hans síðasti leikur, svo slakur er hann. Nei, móralsleysið hjá Charleroi er mikið — og félagið gæti áreiðanlega stillt upp betra liði. En það var mikið um það talað. að þjálfarinn yrði rekinn. t liði Charleroi eru engar stór- stjörnur — vörnin er nokkuð sterk, ekki nógu mikil vinnsla á miðjunni og sóknin vita bitlaus. Beringen kom í heimsókn og vann 4-0 — þeg- ar eftir 15. mínútna leik var staðan 2-0 og fólkið kallaði Leifsson — Leifsson — en hann var þá vara- maður. Þrátt fyrir það var Guðgeir ekki settur inn — og engin barátta í liðinu. Guðgeir er vinsæll meðal áhorfenda. Mér stóð til boða að æfa með Charleroi — en vegna hins leiðinlega ástands í liðinu þá gerði ég það ekki. Vonandi rætist úr fyrir liðinu — og Guðgeiri. Nú, en ef ég sný mér aftur að Union þá sá ég Union leika gegn La Louviere — sem féll úr 1. deild. Union vann 4-0 — Stefán skoraði sjálfur 2 mörk — lék upp og gaí fyrir í hinu þriðja — og hið fjórða kom beint úr aukaspyrnu eftir að Stefáni var brugðið rétt utan víta- teigs. Stefán kom mér sannarlega á óvart — mun betri en áður. En hann hafði þetta ailtaf í se'r. Union er ákaflega skemmtilegt lið — léttleik- andi. í liðinu eru nokkrir fyrrum leikmenn Anderlecht — en ljóst er, að liðið má ekki verða fyrir miklum skakkaföllum, meiðslum. Þá gæti sigið á ógæfuhliðina — sérstaklega fyrir leikmenn frá Anderlecht. Marteinn Geirsson var ákaflega traustur í vörninni eins og hans er vandi. Hann fer ekkert upp eins og hann gerði með Fram — traustur leikmaður. sem hægt er að treysta á. Stefán eldfljótur og sterkur frammi og með svipaðri frammistöðu og er ég sá hann þá hlýtur Stefán að tryggja sér sæti í landsliði — hann bankaði á dyr landsliðsins í sumar og síðan þá hefur hann mikið bætt við sig. Hin sífellda togstreita hand- knattleiks og knattspyrnu áður fyrr hafa vafalítið staðið honum fyrir. þrifum — og nú þegar hann ein- beitir sér að knattspyrnu þá blómstrar hann. Nú, en ég fylgdist lika með Stand- ard Liege — og það var gaman að sjá hve Ásgeir er virtur þar. Hjá Standard byggist allt spil á Ásgeiri — til að mynda þegar varnarmenn eru með knöttinn þá er iðulega gefið á Ásgeir og sama gilti með miðjumennina. Já, Ásgeir er pott- urinn og pannan í leik Standard. Hins vegar bjóst ég við Standard betra — en það sem háir liðinu er skortur á mörkum. Ég sá Riedl mis- nota ótrúlega auðveld tækifæri — bæði í leik. sérstaklega gegn Courtrai, sem tapaðist 0-1, og eins í sjónvarpi. Já, það var verulega gaman að vera í Belgíu þennan tíma, og hvað varðar mitt félag, Víking, þá er ég bjartsýnn á sumarið. Til liðs við okkur Víkinga hafa komið Viðar Elíasson, mjög sterkur leikmaður og Gunnar Örn Kristjánsson. sem ekki lék með okkur á síðasta keppnis- tímabili. Ég hef trú á. að Víkingur geri betur en í sumar. — já. við verðum við toppinn. sagði Ragnar Gíslason að lokum. áomma hjá Snerpi. • Allir híða eftirs að sjá Suður-Ameríkanann — ___snilldarleikmanninn.... l'Munii | siðastí llcikme e, .'.fU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.