Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1976. Páll snýr til fyrrí félaga — i Víking! — Páll Björgvinsson, landsliðsmaðurinn kunni í handknattleiknum, er hættur að þjálfa Akurnesinga og byrjar á ný með Víking — Ég tilkynnti Valdimar Björg- vinssyni. formanni handknatt- leiksráðs ÍA. í gær. að ég mundi hætta þjálfun liðs Akurnesinga, sem leikur í 3. deild. og jafnframt hætta að leika með liðinu nú. Eftir æfingu í gærkvöld var piltunum í liðinu skýrt frá þess- ari ákvörðun minni. sagði Páll Björgvinsson. handknattleiks- maðurinn kunni. þegar Dagblaðið ræddi við hann í morgun. Páll hefur verið fyrirliði meistara- flokks Víkings undanfarin ár og var fyrirliði ísienzka landsliðsins í fyrrahaust. í sumar tók hans hins vegar við þjálfun á Akranesi — en hverfur nú yfir í raðir sinna gömlu félaga í Víking á ný. — Astæðan fyrir því, að ég hætti þjálfun nú er fyrst og fremst sú hve lítill áhugi hefur ver- ið á handknattleiknum hér á Akranesi. Þær vonir, sem ég gerði mér, þegar ég hóf þjálfun Skaga manna um miðjan ágúst, hafa engan veginn rætzt. Hinn 1. september flutti ég upp eftir og hef starfað að iðn minni — pípulögnunum — samhliða þjálfuninni. Það er erfitt að yfir- gefa fjölskyldu sína.þannig, þótt stutt sé til Reykjavíkur, og aðeins mikill árangur af starfinu hefði getað bætt það upp, sagði Páll ennfremur. — Ég mun tilkynna Handknatt- leikssambandi Islands í dag eða á morgun þá ákvörðun mína að ger- ast aftur leikmaður með Víking. Það verður gaman að fara að æfa og leika með þeim á ný — já, vissulega er ég talsvert spenntur. Eg vona að ég komizt í liðið og félagaskiptin taki mánaðartíma, þannig að ég get byrjað með Víking 9. eða 10. janúar. En atvinna? — Ég er ákveðinn í að setja á stofn eigin fyrirtæki sem pípulagningameistari og verð með skrifstofu til að byrja með að minnsta kosti, að Marklandi 4, þar sem ég bý með fjölskyldu minni, sagði Páll að lokum. Það þarf ekki að efa, að mikill fögnuður verður í herbúðum Víkings, þegar Páll Björgvinsson birtist þar aftur. Hann er búinn að vera Víkingur „frá fæðihgu“ — fæddur í Melgerði í Víkings- hverfinu, og bjó síðan lengi við Tunguveg. I tæpan áratug hefur Páll verið einn kunnasti leik- maður Víkings í handknatt- leiknum — og einnig í knatt- spyrnunni, þar sem hann lék við góðan orðstír í meistaraflokki í nokkur ár. En handknattleikurinn hefur verið aðaliþrótt þessa fjölhæfa íþróttamanns. Hann hefur leikið í meistaraflokki Víkings í um níu ár og verið fyrirliði síðustu árin. Þá auðvitað íslandsmeistara félagsins inni og úti 1975. Páll hefur leikið tæpa 25 landsleiki fyrir Island og fáir leikmenn ís- lenzka landsliðins hafa hærra markahlutfall en hann. Þá var Páll fyrirliði íslenzka landsliðsins í þremur leikjum í fyrrahaust — og ekki er ólíklegt, að hann vinni fljótt landsliðssæti sitt aftur, þeg- ■ ar hann byrjar að leika með Páll Björgvinsson skorar fyrir Island — hann gengur nú aftur í raðir Víkinga. hann liðsstjóri meistaraflokks Víkings, þegar liðið leikur við Ármann í 1. deild kvenna. -hsím. Víking í Reykjavík. Páll er 25 ára gamall. Páll Björgvinsson hefur lagt stund á þjálfun síðustu fimm árin og er mjög áhugasamur á því sviði —meðal annars oft þjálfað meistaraflokk Víkings í kvenna- flokki. Næsta laugardag verður Molenbeek eitt slapp við ósigur á útivelli BW Molenbeck frá Belgíu var eina liðið. sem ekki tapaði á úti- velli í UEFA-keppninni í gær- kvöld — öll önnur lið töpuðu en mest kom þó á óvart ágæt frammi- staða AEK frá Aþenu. sem komst áfram þrátt fyrir 1-3 tap — AEK sigraði í fyrri leiknum 2-0 og komst því áfram á útimarkinu. Fáir töldu Molenbeek eiga mikla möguleika gegn hinu sterka liði Schalke í Gelsen- kirchen. Með Frank Oblak júgóslavneska miðvallarspilarann í fararbroddi bjuggust flestir við og Schalke tækist að vinna upp ósigurinn í Belgíu — 0-1. En hin- um 40 þúsund áhorfendum til skelfingar tók Teugels forustu fyrir Molenbeek á 25. mínútu og jók forustuna í 2-0. Sókn Schalke, var þung — og á 45. mínútu tókst Schalke að jafna metin — Abramczik skoraði. En Schalke varð fyrir öðru áfalli eftir leikhlé — Kalus Fitchel var rekinn af leikvelli fyrir að sparka í Teugels. Eftir það náði Schalke sér aldrei á strik. Þar með eru bæði þýzku liðin í UEFA - keppninni fallin út áður en að áttaliða-úrslitum kom — og er það í fyrsta sinn síðan 1972 að slíkt hefur átt sér stað. Köln féll út í fyrrakvöld fyrir QPR. _____ Sá leikur, sem valalítið hefur tekið mest á taugar áhorfenda var i Mílanó. AC Milanó fékk Atletico Bilbao t heimsókn — og Bilbao hafði yfir 4-1 frá fyrri leiknum. Staðan í leikhléi var 0-0 — en í siðari hálfleik tóku ítalarnir held- ur en ekki við sér — 40 þúsund ánorfendur hvöttu sína menn ákaft op-Calloni og Biasiolo skor- uðu. Síðan 5 minútum f.vrir leiks- lok skoraði Calloni þriðja mark Mílanóliðsins úr víti og það var komið með annan fótinn í 8- liða úrslit. Áhorfendur voru í sjöunda himni — hið ótrúlega hafði tekizt — að vinna upp hið mikla for- skot... en aðeins tveim mínút- um fyrir leikslok náðu Spánverj- arnir skyndisókn og Roja var brugðið innan vitateigs. Víta- spyrna var dæmd — og Madraiaga skoraði af öryggi — Bilbao slapp með skrekkinn — sigraði samanlagt 5-4 en mikil voru vonbrigði áhorfenda — sigr- inum „rænt ' á siðasta augnabliki. Juventus átti í erfiðleikum í Ukraníu — Shevlyuk skoraði fyr- ir Donetzk i fyrri hálfleik og hinir 100 þúsund áhorfendur létu sann- urlega i sér hevra. En leikreyn'.Iu Juventus vur þitng ú metunuín og tryggði farseðilinn i 8-liða úrslit. UEFA-keppnin I Rotterdam: Feyenoord Hollandi—Espanol Spáni 2-0 (1-0) Mörk Feyenoord skoruðu Kreuz og Nico Jansen. Ahorfend- ur 63 þúsund. Feyenoord vann 3-0 samanlagt. í Gelsenkirchen: Schalke 04 V- Þýzkalandi — Molenbeek. Belgiu 1- 1 (1-1) Mark Schalkc skoraði Abramczik en fyrir Molenbeek skoraöi Teugels. Ahorfendur 40 þúsund. Molenbeek vann saman- lagt 2-1. í Mílanó: AC Mitanó Ítalíu, — Atlentico Bilbao Spáni 3-1 (0-0) Mörk AC Milanó skoruðu Calloni 2- 1 víti. Biasiolo. Fyrir Bilbao skoraði Madariaga úr víti. Ahorfendur 40 þúsund. Bilbao vann 5-4 samanlagt. í Belgrað: Red Star Belgrad Júgösalvíu — AEK Aþenu Grikklandi 3-1 (3-1) Mörk Belgrað skoruðu Baraiic. Filipovic og Savic. Mark AEK skoraði Wagner. Ahorfendur 90 þúsund. Samanlögð úrslit urðu 3- 3 — en AEK komst áfram þar sem liðið skoraði mark á útivelli. i Donetzk: Schachtor Donetzk Sovétrikjunum — Juventus italíu 1-0 (1-0) Mark Donetzk skoraði Shewlyuk. Ahorfendur 100 þúsund. Juventus komst áfram 3-1. í Barcelona: Barcelona Spáni — Öster Vaxjö Svíþjóð 5-1 (3-0) Mörk Bareelona skoruðu: Clares, Cruyff. Asensi 2 og Ilerdia. Mark Öster skoraði Everson. Ahorf- endur 65 þúsund. Barcelona vann samanlagt 8-1. í Szekesfehervar: Videoton Ungverjalandi — Madgeburg A- Þýzkalandi 1-0 (1-0) Mark Videoton skoraði Nagy. (horf- endur 8 þúsund. Magdeburg vann samanlagt 5-1. i átta-Iiða úrslit eru því komin: Barcelona, Magdcburg, Juventus. AEK Aþenu. Atletico Bilbao. Molenbeek Feyenoord og QPR. Bruce Rioch til Everton Everton seildist enn djúpt í pyngju sína er liðið keypti Bruce Rioch frá Derby fyrir 180 þúsund pund í gær. Þetta eru önnur stór- kaup Everton í vikunni — áður hafði Everton keypt Duncan MacKenzie frá Anderlecht í Belgiu fyrir 200 þúsund pund. Everton hefur undanfarin ár ekki átt þeirri velgengni að fagna, sem forráðamenn gera sig ánægða með. Liðið vann enska meistaratitilinn síðast 1970 — en í kjölfarið hefur hiutskiptið vcrið að standa í skugga hins risans frá stórborginni við Mersey — Liver-j pool. Everton er rfkasta félag á Englandi — og hefur keypt nokkra leikmenn fyrir stórfé á undanförnum árum — Latchford frá Birmingham fyrir 300 þúsund pund, Dobson frá Burnley fyrir 300 þúsund pund. Mike Bernard frí Stoke fyrir 170 þúsund pund og Dave Lawson og David Small- mann á 100 þúsund pund hvorn. Bruce Rioch er skozkur lands- liðsmaður — og hefur verið iðinn við að skora mörk fyrir Derby — rúmlega 40 mörk í 130 leikjum. sem er gott hjá miðvallarspilara. Austurríki sigraði í Róm Austurríska landsliðið í knatt- spyrnu sigraði ítalska liðið AC Róm 2-1 í vináttuleik sem fram fór í Róm í gærkvöld. Um 15 þúsund manns fylgdust með leiknum — og eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu Austurríkisniennirnir — Krankl úr víti óg Gessner. Bartolomei svaraði fyrir ítalana úr vita- spyrnu. Austurriki er í riðli með A- Þjóðverjum. T.vrkjum og Möltu í undankcppni Heimsmeistara- keppninnar. T.vrkir liafa forustu i riðlinum — þrjú stig úr 2 leikj- um. Austurrikismenn léku í síðustu viku við Möltu og sigruöu 1-0. Sá leikur er eini leikur Austurríkis fram til þessa — en ölympiumeistarar A-Þýzkalands hafa leikið einn leik — gerðu jafntefli við Tyrki á heimavelli.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.