Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 09.12.1976, Blaðsíða 10
10 DACHI.AÐIÐ. KIMMTUDACUR 9. DESEMBKR 1976. WMBUWB frýálst, úháð dagbjað Utgofandi Dacjblaöið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aöstoöarfróttastjori: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Simonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrimur Pálsson. BlaÖamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tomasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingolfsdottir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Johanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Droifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askriftargjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö. Ritstjórn Siðumula 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiösla Þverholti 2, simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plö'ugerö: Hilmirhf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Þeir hrópuðu „sorp” „Sorpblaðamennska og skít- kast,“ hrópuðu margir fulltrúar samtryggingarkerfisins í Japan, þegar nýr þáttur hófst í blaða- mennsku þar í landi og rannsókn- arblaðamenn tóku að fletta ofan af spilltu stjórnarfari. Almenning- ur hafði lengi verið þeirrar skoðunar, að stjórn- kerfið væri spillt, en eins og löngum hefur verið hér á landi höfðu fjölmiðlar lítið sem ekkert hafzt að. Afleiðing frjálslyndisins í blaðamennsku í Japan birtist í kosningunum um síðustu helgi. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, hægri flokk- ur, hafði farið með völdin frá því skömmu eftir stríðslok. Hann hafði staðió fyrir þeirri geysi- legu uppbyggingu japansks efnahags, sem allir þekkja. Japanska efnahagsundrið var verk þessa flokks. En löng seta flokksmanna að völdum flutti með sér spillingu. * Tanaka varð forsætisráóherra árið 1972. Um það bil tveimur árum síðar skrifaði blaðamaður nokkur greinaflokk, þar sem bent var á, að árið áður hefði Tanaka keypt hlutabréf fyrir tvöfalt meira en tekjur hans voru samkvæmt skatt- framtali. Þrátt fyrir söng kerfisblaðanna um sorpblaðamennsku, var vel eftir þessu tekið. Tanaka varð að segja af sér embætti forsætis- ráðherra. Hann átti hins vegar mikið fylgi meðal valda- manna i flokki sínum og sótti fram að nýju. Þá rannsakaói nefnd Öldungadeildar Bandaríkja- þings svokallað Lockheed-hneyksli, mútumál. Fram kom að náinn samstarfsmaður Tanaka hafði þegið miklar mútur frá Lockheedverk- smiðjunum. Japönsk blöó reyndust mörg hver trú köllun sinni og héldu áfram að fletta ofan af svikunum. Tanaka var handtekinn. _ Nýi forsætisráðherrann, Miki, revndi að hreinsa flokk sinn, Frjálslynda lýóræðisflokk- inn. Hlutskipti hans var að því leyti svipað og hlutskipti Fords Bandaríkjaforseta eftir Wat- ergatehneykslið. Fylgismenn Tanaka gerðu forsætisráðherranum erfitt fyrir og streittust við aó halda sem mestum völdum. Afleiðingin var, aö flokkurinn gekk innbyrðis illa klofinn til kosninganna um síðustu helgi. Eins og frjáls rannsóknarblaðamennska hafði valdið falli Nixons og síðar Fords í Banda- ríkjunum þannig kollavarpaði frjáls blaða- mennska fyrst Tanaka og nú meirihluta Frjáls- lynda lýðræðisflokksins í Japan. Þetta er aðal- lærdómur kosningaúrslitanna nú. Ekki er við öóru að búast en því, að fulltrúar samtryggingarkerfis hvar sem er í heiminum hrópi ,,sorp, sorp“, þegar frjáls blöð afhjúpa spillinguna, einkum í löndum þar sem stjórn- mála- og fjármálamenn, sem völdin hafa, eru öðru vanir. Úrslitavaldið í lýðræðisríkjum er í höndum alþýðu manna. Það er hún, sem vegur og met- ur, hvað er sorpblaðamennska og hvað nauð- synlegt aðhald að valdhöfum. Almenningur í Bandaríkjunum og Japan hefur gert hreint fyrir sínum dyrum. EITURLYF — kapitalískur sjúkdómur, sem nú herjar á Sovétríkin „Sasja óx úr grasi á góðu heimili, sonur fábreyttra verka- manna. Hann var hlýðinn og eins og faðir hans, vinnusamur og hljóðlátur. En þegar hann var kominn i áttunda bekk kom eitthvað fyrir. Hann teiknaði skrípamynd af kennaranum. Til illinda kom og hann var leiddur fyrir skólastjórann, en vildi ekki útskýra gerðir sínar frekar. Eftir þennan atburð vegnaði honum misjafnlega í bekknum. Hann vildi skipta um skóla. Það fékk hann, tók sæti á skólabekk i iðnskóla. Þar eignaðis^ hann góðan vin, sem honum fannst skilja sig í einu og öllu. En vinurinn, sem nú situr í fang- elsi fyrir að stinga mann með hnífi, lét sér ekki detta í hug, að það var með honum, sem allt byrjaði að ganga á afturfótun- um fyrir Sasja.“ Það er tímaritið Literatur- naja Gazeta í Sovétríkjunum, sem hefur máls á miklu vanda- máli þar í landi í grein um „framandi sjúkdóm". Þessi framandi sjúkdómur er eitur- lyfjaneyzla. Literaturnaja Gazeta birtir langa grein um þetta vandamál og sagan um Sasja á að vera fólki víti til varnaðar. Sasja byrjaði að nota meinminni vímugjafa, en síðan hóf hann að sprauta í sig sterk- ari eiturlyfjum. „Þegar menn hafa einu sinni byrjað,“ skrifar Literaturnaja Gazeta, „verða þeir að fá meiri og meiri eitur- lyf.“ Þegar peningarnir nægðu ekki fyrir venjulegum skammti, hóf Sasja að „fara í heimsókn" í ókunnar íbúðir. Þar stal hann öllum lyfjum, sem hann gat fundið. Hann tók venjulega einn skammt á morgnana, en þar kom, að hann fór að fá sér annan á salerninu í skólanum. Þar var komið að honum einn daginn. Þá var honum komið á sálfræðilega stofnun, en lækn- ing hans tókst ekki sem skyldi. Eftir hálft ár kom hann nefni- lega til baka og þá var hann mjög illa farinn á líkama og sál, segir I tímaritinu. „Enda þótt Sasja væri aðeins 18 ára, hætti hann í skólanum. Hann fékk vinnu hér og þar, en var alltaf rekinn. Hann var sífellt að reyna að verða sér úti um eitur- lyf og rændi að lokum veski frá gamalli konu. Það var þá, sem hann féll í hendur réttvísinnar. Heimilisástæður Sasja voru einnig slæmar. Móðir hans lá fyrir dauðanum, en hann nennti ekki einu sinni að heim- sækja hana á sjúkrahúsið. „Eg skipti mér ekki af því,“ sagði Sasja. „Ég þarf ekki á neinu að halda framar." Er hann var til meðhöndlunar kom í ljós, að hann hafði eignazt kærustu. En sú ást dó innarvskammsog hann hafði byrjað að neyta eiturlyfja á ný. Hann var orðinn getu- laus, sagði hann læknunum, en honum var alveg sama. t greininni er sagt, að Sasja hafi, er hér var komið sögu, nánast verið lifandi lík. Hann hafi þar verið kominn á þriðja stig eiturlyfjasjúkdóms, segir í tímaritinu. Þá geta menn hvorki farið fram úr rúminu rié gert nokkurn hlut annan án þess að fá sprautuna. Fái menn minnsta kvef deyjaþeir. Líkam- inn þoli engin átök. Við verðum að berjast gegn eiturlyfjanotkun, segir í grein Literaturnaja Gazeta. Það sé að vísu sjúkdómur sem herjar í kapitalískum ríkjum, en íbúar Sovétríkjanna verða þó að vera á varðbergi gegn honum. Segir í greininni, að öll eiturlyfja- neyzla sé vanabindandi. Einnig ef menn reykja aðeins hass. Tvisvar sinnum er nóg til þess að festast í netinu. Það er ljóst, að eiturlyfja- vandamál er nýtt fyrirbrigði í sovétríkjunum og þar óttast menn þá pest mikið. Prófess- r Leynisamningur íOsló? Hvað er á seyði? V Tveir ráðherrar í ríkisstjórn lýðveldisins Islands eru ásamt föruneyti búnir að hanga tvisvar í tvo daga i viðræðum við umboðslausan mann, Gundelach. Tvær megin- ástæður eru íyrir umboðsle.vsi hans: 1) Er Danmörk gerðist aðili að Efnahagsbandalaginu var gerður fyrirvari um land- helgi Grænlands og þannig standa málin ennþá skv. upp- lýsingum frá danska utanríkis- ráðuneytinu. 2) Stefna EBE um rétt EBE-ríkjanna um fisk- veiðará strandhafsvæðumhvers annars er ennþá ól'rágeugin og því engin stefna til. Vitað er að trar og Bretar hafa sett frarn kröfur um 50 mílna einkafisk- veiðirétt. Sem sé, málið er ófrágengið og engin stefna til. Gundelach er því algjörlega umboðslaus. Þvi eru viðræð- urnar SPADOMSVIÐRÆÐUR. Hverjar "'eru svo tylliástæð- urnar, sem heyrst hafa viðvíkj- andi þéssum viðræðum skoðaðar i Ijósi staðreynda? Fiskivernd. Allir fiskistofnar á hafsvæði 200 rnílna EBE eru ofveiddir. Síldin í Norðursjó er nærtækasta dæmið. Skv. vís- indalegum niðurstöðum fiski- fræðinga allra EBE íiskveiði- landanna er þessi stofn e.t.v. að deyja út. Þrátt fyrir þessa stað- reynd hafa stjórnendur þessara þjóða neitað að taka tillit til fiskifræðilegra vísinda og sí- fellt sígur á ógæfuhlið. Við erum enn minriug okkar eigin Norðurlandssíldar, úr þeim stofni heíur ekkert fengist í 10 ár. Eigum við nokkuð að sækja til svona fólks í sambandi við fiskivernd? Og eftir hverju á að fara og við að miða, þar sem vitað er að ráðamenn þessara þjóða hafa einskis virt vísinda lega fiskifræði? Ekki geta Is- lendingar gert kaup í deyjandi síldarstofn í Norðursjó. Avísun á hann er gúmmítékki. Fiskifræðingar okkar fóru rannsóknarleiðangur til Græn- lands á síðastliðnu sumri og fundu engan uppvaxandi þorsk við Austur-Grænl. Svo ekki er mikið þar i að seilast. Ein- hver karfakvikindi eru þar, sá fiskur sem kallaður var ásamt ufsa „RUSL". þegar verið var að semja við Þjóðverjana. illu heilli. En þessi karfi við Austur-Grænland er nú svo smár að hann er illa eða ekki vinnsluhæfur skv. okkar reglum um hraðfrystingu. Þá er það upp talið, sem EBE gæti boðið okkur, SEM SE EKKI NEITT. Þótt það gæti boðið upp á eitthvað við Grænland, þá kæmu þau skipti ekki til greina, jafnvel þótt umboð væri til, sem er ekki í dag. Það væri nefnilega verið að semja frá Grænlendingum, þessu fátæk- asta og minnst þróaða fólki danska ríkisins, þá einu auð- lind, sem þeir geta byggt efna- hagslega framtíð sína á. nákvæmlega eins og gert var við okkur 1901. Skv. þeim samningi urðum við að þola Breta hér upp í fjöruborði í 50 ár. Ef þróun í veiðitækni og fiskileit hefði verið 10 til 15 árum fyrr á ferðinni en raun varð. hefði þessi samningur riðið sjálfstæðum efnahag Is- lendinga að fullu og orsakað hér landflótta og auðn. Þennan ljóta leik heyrist að eigi að endurtaka og að Islendingar

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.