Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 6
DACBLAÐIÐ. KIMMTUDAIiUH 16. DESEMBEK 1976 Sparnaðarráðstafanir brezku stjórnarinnar kynntar: „ Guð mun ráða hvar við dönsum næstu iól... Nú hefur Bretum verið sagt að reyna að gera sér dagamun um þessi jól. því ekki verði vitað. hvar dansað verði hin næstu. enda muni stjórn Verka- mannaflokksins stórlega draga úr útgjöldum til almennings- þarfa á næsta ári. „Étið drekkið og verið glaðir því á morgun verðið þið að borga," segir i einni fyrirsögn dagblaðs þar sem fjallaö er um þá tilkynningu Denis Healeys. fjármála- ráðherra. ,að verð á áfertgi. tóbaki og sumum mat- vörutegundum muni stórhækka eftir áramót, sem hluti af áætlun ríkisstjörnarinnar um tekjuaukningu til handa ríkis- sjóði. Menn eru búnir að biða nokkuð lengi eftir. sparnaðar- fyrirætlunum Healeys, sem munu fela í sér allt að 2.5 billjón punda sparnað fyrir ríkissjóð á næstu tveimur árum. Dregið verður úr út- gjöldum vegna landvarna, aðstoðar við þróunarlönd, áæHana um bvggingu opin- berra bvgginga og vega, Tækifæri Til sölu. matvöruverzlun með kvöldsölu í austurborginni, tilvalin fyrir samhenta fiölskyldu. Tilboð sendist afgreiðslu Dagblaðsins fyrir mánudagskvöld merkt ,,GÓÐ KJÖR“. Námsvist í félagsráðgjöf í Noregi Det N’orske Diakonh.jent. Sosialskolen. Osló. hefur boðið fram námsvist handa einunt íslendingi lil náms í félagsráðgjöf við skólann frá og með hyrjun vormisseris yfirstandandi skólaárs þ.e. i'rá 24. janúar 1977 að telja. — Til inngöngu í skólann er krafist stúdentsprófs eða samha*rilegrar menntunar. Liigð er áhersla á að umsa'kjendur hafi nægilega þekkingu á norsku eða öðru Norðurlandamáli til að geta hagnýtt sér kennsluna. Lág- marksaldur til inngöngu er 19 ár og ætlast er til að umsa’kjendur hafi hlotið nokkra starfsreynslu. — Vakin er athygli á að skólagjöld eru 60(1.- n.kr. á misseri. Umsóknir um framangreinda skólavist skulu sendar menntamálaráðuneytinu. Hverfisgötu 6. Revkjavík. fvrir 28. desemher n.k. Menntamólaráðuneytið, 15. desenther 1976. sjúkrahúta, skóla og aðstoðar til þjóðnýttra atvinnuvega, auk þess sem dregið verður úr niðurgreiðslum á matvörum. A þingi fullvissaði Healey þingheim um að vegna þessara sparnaðarráðstafana myndi Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn veita Bretum 3.9 billjón sterlings- punda lán, sem nauðsynlegt er að taka til þess að rétta við efnahag landsins. En greinilegt er að leiðara- höfundar dagblaða eru ekki hrifnir af ráðstöfunum rfkis- stjórnarinnar. sem þeir segja ^ áð hrökkvi hvergi nærri til Meginástæðui iia.' tyrir erfið- leikum Breta sé að l'inna á gjaldeyrismiirkuðunt þar sem slæm staða pundsins hafi orðið til þess að veikja ef'nahaginn eins og raun sé á. í leiðara í Financial Times segir ma.: Þetta eru örugglega minnstu mögulegar aðgerðir sem grípa verður til. til þess að Alþjóðagjalde.vrissjóðurinn veiti okkur lán” ... og The Mirror segir: „Fólk vill ekki lengur láta te.vma sig á asna- eyrunum. hvernig væri að fá að taka meðalið eins og fullorðið fðlk og þar með væru erfið- leikarnir úr sögunni??” Miklar annir hafa verið á jólamörkuðum i London og um allt Bretland undanfarna daga. enda er nú hver að verða síðastur til þess að gera jólainnkaupin og haida regluleg jól að margra mati. Miklar hækkanir eru væntanlegar á vöruverði þarlendis i næsta mánuði. auk þess sem dregið verður úr framlagi ríkissjóðs á flestum sviðum þjóðlífsins. Spánn: 95% SOGDU JA! Armula 1A rr\ Z325 LIjLJ Electrolux ryksugan hefur ★ 850 valta mótor, ★ snúruvindu. ★ rykstilli o.fl. o.fl. kosti, Verð aðeins kr. 55.400,- húsg.deild s. 86-112, matvörudeild s. 86-111. vefnaðarvörud. s. 86-113. heimilistækjadeild s. 86-117. Yfirgnæfandi meirihluti Spánverja hefur samþykkt fyrir- hugaðar stjórnarskrárbreytingar •stjórnar Adolfo Suarez. Er þar með hafið fyrsta skrefið til endur- heimtingar á því lýðræði, sem Francisco Franco hershöfðingi rændi þjóðina í lok borgarastyrj- aldarinnar 1936-39. í morgun, þegar um helmingur atkv. hafði verið talinn, benti allt til þess að 95% kjósenda hefðu samþykkt stjórnarskrár- breytingarnar, um 3% verið á móti, en aðrir óákveðnir. Hægfara vinstrimenn, sem hvatt höfðu kjósendur til að sitja heima í mótmælaskyni við þá ákvörðun stjórnarinnar að leita ekki ráða við samningu breytingar frumvai psins. geta etnnig talizt, sigurvegarar í þessum kosning- um, því 21% kjósenda greiddu ekki atkvæði. t Baskahéruðunum i norður- hluta landsins, þar sem þjóðernis- tilfinning er rík. sat um helmingur kjósenda heima. Nú er rétti tíminn til bflakaupa Genfarfundurinn um Ródesíu: Litlar vonir um árangur af ferð Ivors Richards Utlit er fyrir að fyrirhuguð samningaumleitanaferö Ivors Riehards. forseta (lenfarráðstefnunnar um framtíð Ródesíu, um sunnanverða Afríku á næstunni gangi ekki andskota- laust, ef marka ntá ' fyrstu viðbrögð fulltrúa aðila á ráðstefnunni í (lenf. Allar sendinefndirnar höfðu sitthvað við hlutverk Breta á ráðstefnunni aðathuga. Káðstefn- unni hefur nú verið frestað til 17. janúar eftir sjö vikna erfiðar viðræður og árangurslitlar. Riehard hyggst fara frá London 28. desember til einkaviðræðna við blakka og hvíta leiðtoga i Ródesíu og nágrannaríkjum í þeirri von að hægt verði að finna leiðir til að koma ráðstefnunni al- mennilega af stað. Siðan er ætlunin að setja upp bráðabirgða- stjórn hvítra og blakkra. er stjórni þar til landið fa*r sjáll'- stæði 1. mars 1978. skv. tillögum Breta. Brezkir embættismenn segja Riehard gera sér vonir unt að hon- um takist að brúa bilið milli deiluaðila svo að þegar ráðstefnan korni sanian aftur líði i mesta lagi hálfur mánuður þar til fullt samkomulag náist. Viðbrögð sendifulltrúa í Genf benda til að Richard eigi vanda- samt verk fyrir höndunt í Zambiu Tanzaníu. Botswana. Mózambik. Suður-Afríku og Ródesíu. en þetta eru þau 'lönd. sent hann hyggst sækja heim.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.