Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 22
22 Slagsmál í Istanbul Hressileg og fjörug ítölsk slags- m^amynd með ensku tali og ísl. texta Aðalhlutverk: George Eastman og Don Backy. Bönnuð börnum innan 12 ára. Svndkl.5, 7 og 9. 1 HASKOIABIO I Aðventumvndin í ár Bugsy Malone Ein írumlegasta og skemmtileg- asta mynd, sem gerð hefur verið. Gagnrýnendur eiga varla nógu sterk orð til þess að hæla henni. Myndin var frumsýnd í sumar í Bretlandi og hefur farið sigurför um allan heim síðan. Myndin er í litum, gerð af Rank. Leikstjóri Allen Parker. Myndin er eingöngu leikin a) börnum. Meðalaldur um 12 ár. Blaðaummæli eru á einn veg Skemmtiiegasta mynd. sem gerð hefur verið. Mynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd kí. 5. Góða skemmtun. Tónleikar kl. 8.3« 9 BÆJARBÍÓ Þetta gœti hent þig Ný nrezk kvikmynd par sem.fjail- að er um kynsjúkdóma, eðli þeirra, úthreiðslu og afleiðingar. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum innan 14 ára. íslenzkur tcxti. 9 GAMLA BIO I Rally-keppnin (Diamonds on Wheelsl 'í*Lrffee' Spennandi og skemmtileg ný Walt Disney-mynd í litum, og með ísl. texta. Sýnd kl. 5. 7 og 9. 9 TÓNABÍÓ I Útsendari mafíunnar (The outside man). Mjög spennandi, ný frönsk- amerísk mynd, sem geríst i Los Angeles. Aðalhlutverk: Jean Louis, Trintignant, Ann Margret, Angie Dickinson. Leikstjóri: Jacques Deray. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ Maðurinn frá Hong Islenzkur texti Æsispennandi ný ensk-amerísk sakamálakvikmynd í litum. Aðalhlutverk: Jimm.v Wang You, George Lazenby. Sýnd kl. 6, 8og 10. Bönnuð innan 16 ára. , HAFNARBÍO Kynlífskönnuðurinn Skemmtileg og nokkuð djörf ný ensk litmynd. Monika Ringwald, Andrew Grant. Islenzkur texti. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl, 3, 5, 7, 9ogll. STURBÆJARBÍÓ I tSLENZKUR TEXTI Syndin er lœvís og........ (Peccato Veniale) Bráðskemmtileg og djörf, ný, ítölsk kvíkmynd í litum. Aðalhlutverk: Laura Antonelli, Alessandro Momo. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. IAUGARÁSBÍÓ „Vertu sœl“ Norma Jean Ný bandarísk kvikmynd sem seg- ir frá yngri árum Marilyn Monroe á opinskáan hátt. tslenzkur texti. Sýnd kl. 11 til laugardags. Bönnuð innan 14 ára. Demantsstúlkan DOMLD SUTHERLAHíD JEIVIVIFER ONEILL ’LADY ICE" Afar spennandi og skemmtileg sakamálamynd í litum og Cinema- scope. tslenzkur texti. Endursýnd kl. 9 til laugardags. Bönnuð börnum. American Graffity Endursýnd kl. 5 og 7 til laugardags. #WÓÐLEIKHÚSIfl Gullna hliðið Frumsýning 2. í jólurn kl. 20. 2. sýn. 28. des. kl. 20. 3. sýn. 30. des. kl. 20. Sólarferð miðvikudag 29. des. kl. 20. Miðasala 13.15 til 20. Sjmi 11200. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 Kvik myndir Háskólabíó: Bugsy Malone Mynd sem er engrilík Haskolabió: Bugsy Malone. Leikstjóri og höfundur Alan Parker. Aöalhlutverk: Scott Baio, Florence Dugger, Jodie Foster og John Cassisi. Bugsy Malone, hann þekkja allir. Hann er á ferli um götur New York, þegar allir venjuleg- ir borgarar eru farnir að sofa og hafa dregið fyrir gluggann og læst útidyrahurðinni vand- lega. Vinir hans eru bófarnir í borginni og gleðikonurnar. Uppáhaldsdvalarstaður hans er klúbburinn hans Sam feita sem heitir „Speakeasy Club“. Þar situr hann langt fram eftir nóttu við uppáhaldsborðið sitt og horfir á stúlkurnar dansa. Öllum er vel við Bugsy og sér- staklega stúlkunum. Blousy, sem ætlar sér að verða söng- kona, er sérstaklega hrifin.af honum, þótt hún mundi aldrei viðurkenna það. V__i Sam feiti. sem fyrirlítur alla. er vel við Bugsy. Hann leitar til hans þegar hann er í vandræð- um, vegna þess að hann hefur vit í kollinum. Sam á í mikilli baráttu við bófaflokk Danna fína, en þeir hafa miklu betri vopn svo Sam feiti og hans flokkur eiga í vök að verjast. En vegna aðstoðar Bugsys og vegna þess hve hann er snjall þá fer þetta allt á annan veg en Danni fíni og hans menn gerðu sér í hugarlund. Kvikmyndin um Bugsy Malone er frábær lýsing á líf- inu í amerískum stórborgum á þriðja áratugnum. Það er auð- séð á öllu að leikararnir skemmta sér konunglega og sýningargestir fara ekki var; hluta af því. Elzti leikarinn er sextán ára, en hann leikur Danna fína. Tallulah, sem leik- Tallulah ÍJodie Foster) hefur hér orðið fyrir „skoti“. in er af hinni þrettán ára Jodie Foster, er skemmtileg að gervið gerir sitt til að svo sé. Þessi kvikmynd er einnig söngvamynd og það gerir hana enn skemmtilegri og léttari. í henni eru mörg skemmtileg atriði m.a. dans bófanna hans Sams feita á götunni. Einnig er það atriði gott þegar Bugsy fer að heimsækja flakkarana uppi á háalofti til að fá þá í lið með sér. Krakkarnir eru margir hverjir frábærir dansarar. Ef það eru til einhverjar kvikmyndir sem eru ætlaðar allri fjölskyldunni, þá er það þessi. Það geta allir aldurshóp- ar skemmt sér við að horfa á Bugsy og félaga hans. Það er ekkert ofsagt þó sagt sé að hérna sé á ferð mynd sem er engri lík. —KP. BIAÐW ER AUGLÝSINGA- BLflÐIÐ Smurbrauðstofqn BJORNINN NjáUgötu 49 — Sími 15105 Islandsferð J. Ross Browne 1862 er ein skemmtilegasta ferðabók sem rituð hefur verið um Island. Það er óhætt að segja að höfundur fer á kostum í frásögn af kynnum sínum af landi og þjóð. tíu teikningar prýða verkið og eru þær afburðasnjallar, ekki hvað síst mannlífs- myndirnar. Þær eru í senn frábærar þjóðlífslýsingar og gamansamar í besta lagi og má raunar kalla þær einstæðar á sínum tíma. Falla þær vel að fjörlegri rikri frásögninni svo að úr verður hin listilegasta heild. Þýðandi þókarinnar, Magnússon, hefur ritað merkilegan forlmála um höfundinn og vandaðar og ít£ legar skýringar þar sem gerð er grein fyrir mönnum og málefnum sem koma við sögu. Eykur það mjög gildi hennar og kemur þar margt fram er hefur verið lítt þekkt áður. Bókaútgáfan Hildur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.