Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
23
Sjónvarp
Útvarp í kvöld kl. 20,40:
Leikrit kvöldsins er
bitur ádeila á stríð
„Carvallo höfuðsmaður" heitir
leikritið sem flutt verður í út-
varpinu i kvöld kl. 20.00. Það er
eftir brezka leikritahöfundinn og
leikarann Denis Cannan. Þýðandi
er Bjarni Guðmundsson og
leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson.
Leikendur í leikritinu eru Pétur
Einarsson, Róbert Arnfinnsson,
Herdís Þorvaldsdóttir, Randver
Randver Þorláksson
Þorláksson, Ævar Kvaran,
Baldvin Halldórsson og Ragn-
heiður Steindórsdóttir.
Leikrit þetta er talin bitur
ádeila á styrjaldir og tilgangsleysi
þeirra. Það gerist á styrjaldar-
tímum í landi sem ,,er mitt á milli
Austur- og Vestur-Evrópu" eins
og höfundur kemst að orði.
Bóndinn Caspar Darde er bóndi
Pétur Einarsson
Róbert Arnfinnsson
Herdís Þorvaldsdóttir
og leikpredikari, sem hefur
starfað í andspyrnuhreyfingunni
í tvö ár. Ófyrirsjáanlegar ástæður
valda því að hann neyðist til þess
að skipta um hlutverk við
prófessor nokkurn Winke að
nafni. Winke fer heim til Caspars
og þegar Carvallo höfuðsmaður
og þjónn hans koma á bóndabýlið,
verður þessi hálærði vísinda-
maður Winke til þess að leika
hlutverk bóndans.
Höfundur leiksins teflir fram
heilbrigðri skynsemi á móti
blindu hervaldi og er ekki í vafa
um hvort aflið muni sigra að
lokum.
Útvarpið hefur ekki flutt
leikrit eftir Denis Cannan áður.
Höfundur leikritsins var bæði
rithöfundur og leikari
Höfundur leikrits kvöldsins
Denis Cannan, er fæddur I há-
skólabænum Oxford árið 1919.
Hann kom fyrst fram sem
leikari árið 1936, en hann var í
hernum öll stríðsárin. Árið
1946 fór hann að leika með
The Citizen Theatre í Glasgow
og fékk hann m.a. tækifæri til
þess að leika hlutverk Hjalmars
í Villiönd Ibsens. Hann kom
fyrst fram á sviði í London árið
1949 en þar hefur hann síðan
leikið í mörgum leikhúsum,
m.a. í Shakespeareleikritum.
Cannon lék einnig í sýningu
á Carvallo höfuðsmanni, en
leikritið var frumsýnt í London
1950.
Cannan hefur skrifað mörg
leikrit. Má m.a. nefna Misery
Me, árið 1955, You and your
wife, árið 1955, og Who’s your
father? árið 1958.
Nýjasta leikrit Cannons
heitir Dear Daddy. Það vakti
mikla athygli, þegar það var
frumsýnt í Oxford í september
sl.
-A.Bj.
Gunnar Eyjólfsson leikstýrir
leikritinu.
Ævar Kvaran
Útvarp í dag
kl. 16.40:
Lesið
úr
nýjum
barna-
bókum
Lesið verður úr nýút-
komnum barnabókum í .út-
varpi í dag kl. 16.40. Það er
Gunrvvör Braga sem hefur
umsjón með þættinum og
kynnir er Sigrún Sigurðar-
dóttir.
M.a. verður lesið úr
bókunum Helgi skoðar
heiminn eftir Njörð P.
Njarðvík, höfundur les,.
EÍdur í útey eftir Indriða
Ulfss.. .lónas Jónasson les,
Matti Patti eftir önnu
Brynjólfsdóttur, höfundur
les, og loks verður lesið úr
nýjustu endurútgáfu á rit-
safni Stefáns Jónssonar,
Fólkið á Steinshóli, og er
það úr 9. bindi ritsafnsins.
Einar Bragi rithöfundur les.
-A.Bj.
Góð ábending til hagræð-
ingar fyrir útvarpshlustendur
t þætti Bessíar Jóhanns-
dóttur Á prjónunum sl. laugar-
dag ræddi Bessí við nokkra
blinda borgara um álit þeirra á
ríkisútvarpinu.
Kom m.a. fram hjá Halldóri
Rafnar að blint fólk hlustar
niikið á útvarp. Halldór benti
á að útva'rpið mætti aúglýsa
dagskrá sína dálítið betur en
gert hefur verið. Það yrði mikil
bót ef skýrt yrði frá því stöku
sinnum að deginum til hvað í
vændum væri í dagskránni
þann daginn.
Þetta er mjög skynsamleg
ábending og væri óskandi að
útvarpið tæki hana til greina.
Vil ég leyfa mér að bæta við
áskorunina og fara fram á að
tekið verði fram hvað klukkan
sé, oftar en gert er.
•A.Bj.
Fimmtudagur
16. desember
7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl.
7.00. 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 <og
forustugr. dagbl), 9.00 ug 10.00
Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund'
bamanna kl. 8.00: Jón Bjarman hcldur
áfram lestri sögunnar um „Marjun og
þau hin“ eftir Maud Heinesen (5).
Tilkynrringar kl. 9.30 Þingfréttir kl.
9.45. Létt lög milli atriða. ViA sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson talar við
Guðjón Kristjánsson skipstjóra á ísa-
firði um skuttogarakaup o. fl. Tón-
leikar. Morguntónleikar kl. 11.00:
Mstislav Rostropovitsj og Alexander
Dedjúkhín leika Sónötu nr. 2 í F-dúr
fyrir selló og planó op. 99 eftir
Brahms/Pro Arte kvartettinn leikur
Píanókvartett í ES-dúr op. 47 eftir
Schumann.
12.00 Dagskráin. Jónleikar Tilkynning-
ar.
12.25 Veðurfrcgnir og fréttir.
Tilkynningar. Á frívaktinni. Margrét
Guðmundsdóttir kynnir óskalög
sjómanna.
14.30 Brautin rudd; — fjórði þéttur.
Umsjón Björg Einarkdóttir.
15.00 Miðdegistónleikar. Felicja Blu-
mental og Sinfóníuhljómsveitin I Vln
leika Píanókons»irU a-moll op. 17 eftir
Igna/ Paderéwski: Ilelmuth
Froschauer stj. Fflharmoníusveitin í
Brno leikur „Nótnaheftið". hljóm-
sveitarsvitu nr. 2 eftir Bohuslav
Martinu; Jirí Waldhans stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15
Veðurfregnir). Tónleikar.
16.40 Lestur úr nýjum barnabókum.
Umsjón: Gunnvör Braga. Kynnir:
Sigrún Sigurðardóttir. Tónleikar.
17.30 LagiA mitt. Anne-Marie Markan
kynnir óskalög barna innan tólf ára
aldurs.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson
flytur þáttinn.
19.55 Gestir í útvarpssal. Einar Jóhannes-
son. Hafliði Hallgrímsson og Philip
Jenkins leika Tríó í B-dúr fyrir
klarínettu. selló og píanó op. 11 eftir
Beethoven.
20.20 Leikrít: „Carvallo" eftir Denis Cann-
an. Þýðandi: Bjarni Guðmundsson.
Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson.
Persónur og leikcndur:
Carvallo............Pétur Einarsson.
Winke ...........Róbert Arnfinnsson
Smilja .........Herdís Þorvaldsdóttir
Gross............Randver Þoríáksson
Barón ..............Ævar R. Kvaran
Caspar Darde ....Baldvin Halldórsson
Anní .....Ragnheiður Steindórsdóttir
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Miningabók Þorvalds Thoroddsens"
Sveinn Skorri Höskuldsson les (22)
22.40 Hljómplöturabb Þorsteins Hannes-
sonar.
23.30 Kréttir. Dagskrárjok.
Föstudagur
17. desember
7.00 Morgunútvarp. . Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl.
7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og
forustugr. dagbl.). 9.00 og 10.00.
Morgunbœn kl. 7.50. Morgunstund
bamanna kl. 8.00: Jón Bjarman heldur
áfram lestri sögunnar ..Marjun og þau
hin“ eftir Maud Heinsen (6). Til-
kynningar_kl. 9.30 Þingfréttir kl. 9.45.
Létt lög milli atriða. SpjallaA viA
bnndur kl. 10.05. óskalög sjúklinga kl.
10.30: Kristfn Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
12.00 Dagskráin * Tónleikar. Til-
k.vnningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tii-
kynningar. Viðvinnuna: Tónleikar.
14.30 MiAdegissagan: „Löggan sem hló"
eftir Maj Sjövall og Per Wahlöö. Ölafur
Jónsson les þýðingu sfna ((12).
15.00 MiAdegistónleikar. Annie Jodry og
kammersveitin f Fontainebleau leika
Fiðlukonsert nr. 6 i A-dúr eftir
Leclair; Jean-Jacques Werner
stj.Gérard Sou/ay jýngur ásamt kór og
hljómsveit ..leli will den Kreu/stah
gerne tragen". kantötu eftir Bach;
Geraint Jones stjórnar.
15.45 Losin dagskró nasstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar (16.15
Veðurfregnir).
16.20 Popphom.
17.30 Utvarpssags. bamanna: „Vetrar-
œvintyri Sverína i Asi". lliiluiulunnn
Jóii Kr. Isfcld les (2).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöhlsins
19.00 Frettir. Frettaauki. Tllkyuniligar.
Baldvin Halldórsson
Ragnheiður Steindórsdóttir.
Leikföng
LAUGAVEGI178.