Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
15
„Once is not Enough“ (1973).
Kvikmynd eftir síðasttöldu
bókinni var nýlega í Háskóla-
bíói.
Ivring Mansfield býr í glæsi-
legri sjö herbergja toppíbúð við
Central Park South á
Manhattan.
Rétt áður en Jackie dó lauk
hún við bókina Dolores og bind-
ur Irving miklar vonir við vin-
sældir þeirrar bókar. Hann er á
sífeildu ferðalagi um Bandarik-
in þver og endilöng til þess að
kynna bókina. Einn daginn er
hann í Minneapolis, næsta dag í
Texas, — síðan í Los Angeles
og loks í New York.
Irving Mansfield hitti Jackie
árið 1943 í kaffistofu leikara i
leikhúsi þar sem hún lék í leik-
ritinu Jackpot.
Þau voru gift áður en árið
var liðið. Hún var við leiklistina
til ársins 1962 en þá sneri hún
sér að skriftum. Það var einnig
sama árið sem í ljós kom að hún
var með krabbamein og þurfti
að fjarlægja annað brjóst henn-
ar.
„Henni fannst alltaf sem hún
væri aðeins hálf kona eftir
það," sagði Mansfield. „Ég
reyndi að benda henni á að ég
hefði ekki verið fæddur með
brjóst og ég væri ekki hálfur
maður."
Eftir þetta hætti Mansfield
vinnu sinni en hann var fram-
leiðandi útvarps- og sjónvarps-
þátta.
„Eg ákvað að héðan í frá
sk.vldi ég ekki sinna öðru en
konu minni," sagði Mansfield.
Þegar „Once is not enough"
kom út sögðu læknarnir að hún
mætti búast við því að meinið
tæki sig upp á nýjan leik.
„Daginn sem bókin kom út
átti Jackie að koma fram í
Today show", sem er frægur
rabbþáttur í sjónvarpinu.
Jackie kom á sjónvarpsstöðina
beint af spítalanum, þar sem
henni hafði verið gefið blóð.
Eftir sýninguna gekk hún út úr
húsinu, fyrir hornið þar sem
sjúkrabíll beið hennar og hún
var flutt beint aftur á sjúkra-
húsið.
Meðferð með kóboltgeislum
gat ekki heft hina öru út-
breiðslu krabbameinsins í
líkama Jackie.
Irving Mansfield segir að
bækur konu sinnar hafi verið
gefnar út á þrjátíu og níu
tungumálum í tuttugu og níu
löndum „The Valley of the
Dolls" hefur verið gefin út í
22:6 milljón eintökum, sem er
algjört met. Peningarnir
streyma inn fyrir
útgáfuréttinn. Mansfield segist
ekki sjá eftir að hafa látið
af eigin störfum: „Eg hefði
heldur kosið að það hefði verið
ég sem dó, og hún hefði lifað
áfram.
Jackie og Irving Mansfield
eignuðust einn son, Guy sem nú
er orðinn tuttugu og fimm ára
gamall. Þegar hann var barn að
aldri. fékk hann ungbarna-
Jackie elskaði að hafa lifandi blóin í kringum sig og Irving gerir
sitt bezta til þess að halda þeim i góðu formi.
geðveiki og þurfti að vera á
hæli af þeim sökum. Létu þau
hjónin þá sögu út ganga að
hann væri haldinn astma,
þannig að hælisvistin yrði
honum ekki til trafala síðar
meir.
„Við heimsóttum hann á
hverjum laugardegi, og þess
vegna gat Jackie ekki tekið við
heimboðum þá daga. Var hún
oft ásökuð fyrir að mæta ekki í
laugardagsveizlur sem haldnar
voru.“
Irving Mansfield hefur helg-
að sig algjörlega kynningu og
útgáfu síðustu bókar konu sinn-
ar, Dolores. Það hefur gefið lífi
hans gildi á nýjan leik.
Dolores fjallar um fagra
ekkju Bandaríkjaforseta, sem
haföi verið myrtur. Hún á
systur sem er gift brezkum
lávarði en kann betur við sig f
félagsskap bandarískrar sjón-
varpsstjörnu. — Mansfield
segir að Jackie hafi farið mjúk-
um höndum um nöfnu sína,
Onassis f bókinni.
Hann hefur einnig sagt frá'
því að eitt sinn eftir að Jackie
Susann hafði selt „Love
Machine“ fyrir hálfa aðra
milljón dali var hún stödd á
veitingastaðnum „21“ í New
York. Þegar hún gekk framhjá
borði Artistotle Onassis greip
hann í handlegg hennar og
sagði: „Afsakið Miss Susann,
ég er farinn að halda að ég hafi
..kvænzt rangri Jackie!“
-Þýtt og endursagt A.Bj.
Albúin
í jóla-
haldið
Með ofurlitla silfurmálningu
á öðru brjóstinu og silfurnet
yfir annarri öxlinni er leik-
konan CRIPPY Tocard albúin
til þess að halda jólin hátíðleg.
Þessi furðulega „mundering"
var notuð í leikriti eftir ung-
verskan framúrstefnu rit-
höfund, Miklor Jancso, en
gervið var hannað af
málaranum Novelle Parigini.
Það vantar ekkert upp á að hún
Sé skrautleg, en ekki lítur þetta
út fyrir að vera þægileg
málning né holl fyrir augun!
Gleöileg tíðindi
Spil Muggs
komin aftur
Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, teiknaði
fyrstu íslenzku spilin árið 1 922, og seldust þau
fljótt upp.
Nú hafa þessi afbragðs skemmtilegu og listrænu spil
verið endurútgefin.
Tilvalin jólagjöf til vina innanlands og erlendis. Verð
kr. 1050 og 2100 (Tvenn spil í kassa).
Erum með spilin I einkasölu fyrst um sinn,
takmarkaðar birgðir. Sendum i póstkröfu, burðargjald
kr. 245 á sendingu.
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Skólavörðustíg 21A sími 21170.
Y'-/*...
> Jólamarkaðurinn að Laugavegi 2$
Á jólamarkaönum er ótrúlegt vöruúrval og þér gerið
* hvergi betri kaup fyrir jólin
% H j ★ HÖFUM M.A.
Á BOÐSTÓLUM:
Appelsínur Leikföng
Mandarínur Gjafavörur
Epli Jólatré
Greip Kerti
\ Banana Myl,dir
Veriö velkomin \ m^1'*\°V& \ Vínber Jólaskraut
Nýjar vörur
teknar upp
daglega
VERZLANA
InöLLirJ
Á ANNARRI HÆÐ
Verzlið í
Verzlana-
höllinni
Laugavegi
26, það er
spor í
rétta átt
LAUGAVEGS6
KT“