Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 24
Alit Kristjáns Péturssonar og yfirsakadómara í Reykjavík:
Á kvörðun saksóknara
tefur rannsóknina
hinsvegar ylli dráttur á svona
rannsókn enn meiri óþægind-
um og sárindum meðal nánustu
ættingja sakborninga en þyrfti.
— nöfn háttsettra embættis
manna tengiast málinu
Þaö er álit bæöi Kristjáns
Péturssonar. deildarstjóra, og
Halldórs Þorbjörnssonar, yf-
irsakadómara í Reykjavík að
það muni tefja fyrir rannsókn
mála Guðbjarts Pálssonar,
leigubílstjóra, að færa rann-
sóknina frá þeim stað þar sem
frumrannsókn fór fram, til ann-
ars umdæmi þar sem byrja þarf
að rannsaka málið frá grunni
að nýju.
Eins og fram kom í DB í gær
vildi varasaksóknari ekki full-
yrða um gang mála ef bæjar-
fógeti í Keflavík hefði ekki sent
málið frá sér. En skv. völdum
saksóknara hefði hann eins get-
að sent málið aftur til Keflavík-
ur til framhaldsrannsóknar,
eins og.til Sakadóms Reykjavík-
ur.
Þá má ætla að það flýti sízt
fyrir að fá þá Kristján og Hauk
ekki til samstarfs við Sakadóm
Reykjavíkur, þar sem þeir hafa
eytt fleiri mánuðum í undir-
búningsrannsóknir. 1 DB í gær
segist yfirsakadómari ekki bú-
ast við að svo verði gert.
I viðtali við blaðið sagðist,
Kristján telja það skyldu sína'
ef um veröur beðið, að vinna
með sakadómi að þessari rann-
sókn til að flýta henni þar sem
það væri mikilvægt af tveim
ástæðum m.a.: Annars vegar
gæti óeðlileg töf valdið því að
ákveðin sakargögn spilltust og
Er hann var spurður hvort
nöfn háttsettra embættismanna
tengdust málinu á einhvern
hátt, hvað hann já við og sama
væri að segja um nöfn kunnra
manna úr lögmannastétt og við-
skiptalífinu.
Þá var hann spurður hvort
einhverjir eða einhver hinna
nefndu væru eða væri í röðum
æðstu stjórnmálamanna þjóðar-
innar. Sagðist Kristján ekkert
um það vilja segja enda ekki
haft tækifæri ti! að rannsaka
málið til hlftar, en framhalds-
rannsókn málsins leiddi
væntanlega hið sanna í ljós í
því tilviki. Þess má geta að í
viðtali við DB í gær sagði
Kristján að ástæða væri til að
rannsaka pólitísk afskipti af
dómsmeðferð tiltekinna mála,
m.a. þessa máls. —G.S.
Það ber margt fyrir sjónir á
götum Reykjavikur eins og
þessi mynd ber með sér. Hvort
vekur meiri athygli. bíllinn á
toppnum eða furðutækið sem
er hálft á götu og hálft á gang-
stétt. skal ósagt látið. En furðu-
tækið varð orsök þessa óhapps.
Bilnum var ekið á vinstra aft-
urhorn furðutækisins. sem er
skorðað við Ijósastaurinn. Bíll-
inn kastaðist síðan út á götuna
og stöðvaðist á nefi og toppi.
Kona ók bílnum og i aftursæti
var litið barn.Barnið fé.kkskurð
á enni en konan reyndist
ómeidd að kalla. Furðutækið er
heimasmíðaður bíll. sex hjóla.
enn óyfirbyggður og Volkswag-
en vél. óvarin, í afturenda.
Atburðurinn varð í Langagerði
um kl. 11 í gærmorgun og Ijós-
m.vndari DB Sveinn Þormóðs-
son var ekki langt undan—ASt.
REYKJAVÍK
frjálst, úháð daghlað
FIMMTUDAGUR 16. DES1 19761
Brunavarnir
efidar í
Borgarnesi
Junion Chamber í Borgarnesi
hefur ákveðið að gangast fyrir
auknum eldvörnum í heimabyggð
sinni. Hyggjast þeir heimsækja
alla íbúa staðarins og öll fyrirtæki
og bjóða bæði slökkvitæki og
revkskynjaratilkaups á hagstæðu
verði og með góðum kjörum.
Hreppsnefnd Borarness hefur
ákveðið að greiða einhvern hluta
eldvarnartækjanna, en ekki hefur
endanlega verið ákveðjð hver
upphæðin verður.
Félagsmenn í Junior Chamber
heimsækja Borgnesinga um
næstu helgi.
Föstudaginn 17. des. gangast
Junior-félagarnir fyrir borgara-
fundi þar sem útskýrð verður
meðferð tækjanna. sýnd verða
brunavarnartæki og myndir frá
ýmsum eldsvoðum. Leiðbeinandi
á fundinum verður Ástvaldur
Eiriksson slökkviliðsmaður á
Keflavíkurflugvelli. Einnig
verður sýnd notkun slökkvi-
tækjanna og fólki gefinn kostur á
að reyna þau.
Þá verður gefið út blað með
greinum og upplýsingum um eld-
varnir.
Einnig verður gefinn út hand-
hægur bæklingur með leið-
beiningum um hvað gera skal ef
eldur verður laus.
I Borgarnesi er nú einn slökkvi-
bíll og stendur til mjög bráðlega
að annar slökkvibíll komi á
staðinn.Annast slökkviliðið í
Borgarnesi brunavarnir í Borgar-
nesi og nærsveitum. Junior
Chamber var stofnað í Borgar-
nesi í marz 1974 og eru félags-
menn þrjhtíu og sex talsins. For-
seti er Theódór Kristjánsson.-A.Bj
Hættulegum
flugeldum stolið
Fjöldi skipaflugelda af
öflugustu gerð er nú í hönd-
um einhverra hafnfirzkra
unglinga eða drengja. Var
flugeldum þessum stolið úr
vélbátnum Sjóla sem er í
skipasmíðastöðinni til við-
gerðar.
Þeir sem að verki hafa
verið brutu sér leið að flug-
eldunum með látum og til-
heyrandi skemmdum. Flug-
eldunum var öllum stolið en
prikin, sem nota verður við
flugeldaskotin voru skilin
eftir. Öttast lögreglan að séu
þarna ungir drengir að verki
geti priklausir flugeldarnir
verið hættulegir í höndum
þeirra. Ættu foreldrar að
hafa gát á leikjum barna
sinna. —ASt.
Djúpivogur: -
FRYSTIHUSBYGGINGIN ER STOPP
VEGNA VANSKILA FISKVEIÐASJÓÐS
en 20 íbúðarhús einstaklinga og hreppsins eru í smíðum
„Hér á Djúpavogi er alger-
lega snjólaust og tíð hefur verið
sérstaklega góð, enda bjargaði
það fólki hér almennt, er raf-
stöðin brann, að veður var stillt
og 4-5 stiga hiti,“ sagði
Sigurður Ananíasson, hótel-
stjóri og fréttaritari DB á
Djúpavogi. „Þrátt fyrir það
héldust sumir illa við í sínum
húsum sökum kulda og leituðu
þá á náðir þeirra, sem búa við
gamla lagið og eru ekki háðir
rafmagni með upphitun."
Sigurður sagði að þrír bátar
frá Djúpavogi væru við
rækjuveiðar inni á Berufirði og
hefur þeim gengið mjög vel.
Rækjan er unnin á Djúpavogi.
Tók rækjuvinnslan við af síld-
arsöltuninni í haust en þá voru
saltaðar 5000 tunnur.
Rjúpnaveiði hefur verið frek-
ar dræm ennþá en talsvert
hefur veiðzt af svartfugli úti á
firði.
Hreppurinn er með tvi)
íbúðarhús i byggingu og verða
þau fokheld i vetur. Miklar
framkvæmdir voru á döfinni
hjá hreppnum í sumar, m.a.
malbikun gatna, lagnir í nýjar
götur svo eitthvað sé nefnt.
Átján ný hús eru í byggingu og
er það talsvert á ekki stærri
stað, sagði Sigurður og talar
sínu máíi um trú fólksins á
staðnum.
I haust var tekin í notkun ný
540 fermetra álma við skóla
staðarins en þar var 300
fermetra bygging fyrir. Er það
stór og mikil bót því skólahús-
næði vanlaði tilfinuanlega.
, Hér vantar hd/.t aukið félags
líf. Þao parf endilega að drífa
upp veglegt félagsheimili á
staðnum, því i samkomuhúsinu
sem fyrir er, er ekki aðstaða til
bíó- eða leiksýninga."
Fiskveiðar hafa verið lélegar
það sem af er vetri Flugunesið,
sem er tæplega 100 tonna bátur
og hefur verið á togveiðum.
kom inn um daginn með 3 tonn
af fiski og einn hákarl. Sagði
skiptjórinn, annar útgerðar-
mannanna, að hesta- og rollu-
búskapur úterðarmannanna
hefði bjargað því að útgerðin
færi ekki a nausinn. Mana-
tindur heitir veglegasta fiski-
skip staðarins (áður Sigurður
Bjarnason). Hann er nú í slipp
en hefur veioar eftir áramót.
Mikið hraðfrystihús er í
b.vggingu en framkvæmdir eru
nú stöðvaðar, þar sem Fisk-
veiðasjóður héfur ei staðið vio
sínar greiðslur til þessa. Er það
nijög bagalegt. Húsið er orðið
fokhelt og skortir þvi ekki
nema lokaátakið. Með nýju
frvstihúsi í stað eða við hlið
hins gamla horfa Djúpavogs-
búar bjartsýnir til framtíðar-
innar. -ASt.