Dagblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 9
DA(iBLAÐIÐ. FIMMTUDAdUK 16. DKSEMBER 1976
9
*-----
Elzti
fjölmiðillinn
150 ára
— talsverðar breytingar
hafa orðið á upphaflegu
hlutverki hans
Klzli fjölmiöill landsins. Skírn-
ir. tíniarit Hins islonzka bók-
nH'nntafélaKs. á 150 ára afniæli á
þi'ssu ári. en hann kom fvrst út
árið 1827.
Töluvcrðar bre.vtiiiRar hafa átt
sér slað á ritinu frá því aó þaö
kom f.vrst út. Forveri þess var
ársrit. sem fræddi landsmenn um
helztu viðhurói innanlands o« ut-
an. ojí nefndist íslenz.k saKtiablöð.
Komu þau út á árunum 1816-1826.
en þá tók við tímarit. sem nefnt'
var Skírnir. eða fullu nafni.
Skirnir. ný tíðindi Ilins ísl. bók-
menntafélajís. ok hafði sama hlut-
verk (>k Saítnablöðin. Hófst útyáfa
Sajjnablaðanna einmitt sama ár
(>K Hið islenzka bókmenntafélajj
var stofnað. en á þeim tíma var
mikið hnijjnunarskeið í söjju ís-
lands. Ahujji á islenzkri tungu var
mjög litill og málfarsleg eining
þjóðarinnar i hættu. Utgáfa bóka
var lífjjuð við og fréttum frá út-
löndum dreift meðal landsmanna
til að halda menningunni við ís-
lenzka tungu. Einn aðalhvatamað-
ur þess var Daninn Rasmus
Kristján Rask.
Arið 1827 þegar Skírnir kom út.
var ritið i breyttu broti. áttblöð-
ungur og var áfram gefið út einu
sinni á ári. Árið 1855 var broti
ritsins breytt aftur i svonefnt
..Skírnisbrot”, sem enn heldur
velli. Breytt var um nafn og hét
ritið Skírnir. tiðindi Hins íslenzka
bókmenntafélags. Utgáfa á nýju
tímariti félagsins, Tímariti Hins
íslenzka bókmenntafélags. var
hafin árið 1879 að frumkvæði
Gríms Thomsens. 1 því riti var
ýmislegt fræðandi efni, sem reynt
var að setja fram í læsilegu formi
f.vrir alþýðu manna.
Skömmu eftir aldamótin eða ár-
ið 1903 var útgáfa tímaritanna
enn endurskoðuð með þeim
árangri, að árið 1905 komu bæði
ritin út sameinuð og neíndust
Skírnir. Tímarit Hins íslenzka
bókmenntafélags, en það nafn er
enn óbrevtt. Var þá búið að
sameina frétta- og fræðiritið. Árið
1920 varð enn breyting og var
fréttahlutanum kippt út en ritið
gefið áfram út sem fræðirit og er
svo enn.
Fyrsti ritstjóri Skírnis var
Finnur Magnússon, en Ólafur
Jónsson annast nú ritstjórnina og
hefur gert það frá árinu 1968.
-JB
Nú höggva menn skóg
í borgarlandinu
Sigtryggur Eiríksson hefur afgreitt jólatré til
barnaskóla Reykjavíkur um tuttugu ára skeið.
Þarna er hann að huga að tré sem átti að fara i
Langholtsskólann. Furutrén eru mjög barrheldin.
eiga að geta haldizt græn og falleg fram á vor.
Reykvísk jólatré í barnaskóla
borgarinnar
„Stafafuran hefur vaxið alveg sérstaklega vel,
þannig ’að nauðsynlegt var orðið að grisja í Heið-
mörkinni. Við fengum þá hugmynd að gefa barna-
skólunum í Reykjavík tré og er verið að ganga frá
þeim núna,“ sagði Vilhjálmur Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavikur i
samtali við DB.
„Þessi fura er amerísk, fræinu var safnað í
Alaska af Islendingum árið 1953. Fræinu var sáð í
skógræktarstöðinni í Fossvogi og í öðrum skóg-
ræktarstöðvum víða um land. Þegar þessum plönt-
um var plantað voru þær 20 cm háar og fjögurra
ára gamlar. Þær voru gróðursettar í Heiðmörkinni
á árunum 1958-’60. Hæðin á þeim núna er frá 2
metrum og allt upp í fjóra metra. Við bindum
mestar vonir við staíafuruna sem barrgróður í
Heiðmörk. Sitkagrenið hefur einnig vaxið vel, en
samt ekki að sama skapi.“
—Seljið þið eitthvað af þessum trjám?
„Nei, ekki að þessu sinni, nema við höfum nokk-
ur eins metra há grenitré í pottum á boðstólum.
Eftir jólin á að geyma þau á köldum og dimmum
stað, þar til þeim verður plantað út í vor. Þessi tré
kosta fimm þúsund kr.,“ sagði Vilhjálmur Sig-
tryggsson. A-Bj,
Vilhjálmur Sigtryggsson er þarna hjá litlu trján-
um sem fólk getur plantað út í vor og notið i
garðinum sinum.
DB-mynd Sveinn Þormóðsson.
NILFISK
sterka rvksusan... &
Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga,
stillanlega ogsparneytna
mótors. staðsetning
hans. oghámarks
orkunýting. vegna
lágmarks loft-
mótstöðu í
stóru ryksíunni.
stóra. ódýra
pappirspokanum
og nýju kónísku
slöngunni.
afbragðs sog-
stykki og varan-
legt efni. ái og
stál. Svona er
NILFISK:
Vönduð og
tæknilega ósvik-
in. gerð til að
vinna sitt vcrk
fljótt og vel. ár
eftir ár. með lág-
marks truflunum
Nýr hljóð-
deyfir:
Hljóðlótasta
ryksugan.
Afborgunarskilmólar
Traust þjónusta
og tilkostnaði
Varanleg: til lengdar
ódýrust.
Ný keilu-slanga:
2Ó% meira sogafl,
stíflast síður.
KTAMIY hátún6a
I vlllA SÍMI 24420
Raftækjaúrval — Næg bílastæði
,t*i
£2
* v I
KAUPGARÐUR AUGLYSIR:
Til jólanna: Mikið úrval af jólasœlgæti, kertum, jóladúkum,
jólalöberum, merkispjöldum o. fl.
I jólamatinn:
Úrbeinuð fyllt lœri, frampartar og hryggir.
Lambahamborgarhryggir.
Londonlamb.
Hangikjöt.
Svinahamborgarhryggir.
Svínakótelettur.
Svinabógar.
Úrbeinuð reykt svinalœri
Kjúklingar.
Kalkúnar o. fl. o. fl.
Allt dilkakjöt ennþó ó gamla verðinu.
Opið til kl. 22.00 föstudag og laugardag.
ATH. Þvörusleikir, Hurðaskellir og Kjötkrókur koma i
heimsókn ó laugardaginn kl. 17.00 til kl. 18.00.
Komið í KAUPGARÐ og lótið ferðina borga sig.
KAUPGARÐUR ó leiðinni heim.
Kaupgaróur
Smiöjuvegi 9 Kópavogi