Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 21.12.1976, Qupperneq 1

Dagblaðið - 21.12.1976, Qupperneq 1
en þar er sýnd um logandi víti írfálst, úháð dagblað kvikmynd v f Umferðin hægði heldur betur á sér á Miklatorginu um níuleytið í morgun, enda vakti dálítið óskipta athygli vegfar- enda. Þrír menn, sem reyndust vera slökkviliðsmenn skokkuðu þar og drógu og ýttu á eftir gamalli slökkvidælu. Reyndist þetta vera sú dæla sem vani var að tveir hestar drægju fyrir daga nútíma tækni. Senni- lega komust mennirnir ekki eins hratt og hestarnir í gamla daga, en þeir komust samt greiðlega á leiðarenda. sem var Austurbæjarbió, en farið var frá Slökkvistöðinni. Þar verður dælan á sýningu ásamt mörgum öðrum sögulegum hlutum frá Slökkvi- liðinu. Ennfremur verður til sýnis slökkvitæki, reyk- og hita- skynjarar og fleira. Austurbæjarbíó er nú að hefja sýningar á myndinni The Towering • Inferno (Logandi víti). Er hún um bruna í gler- húsi, sem átti að vera með svo fullkomnum brunavörnum að eldsvoði átti ekki að geta átt sér stað. Húsið átti sem sagt að vera álika traust og Titanic var talið vera á sínum tíma. Sú saga er kunnari en frá þurfi að segja. Margt fer öðru visi en ætlað er, og svo mikið er víst að aldrei kynnir fólk sér það til hlítar hvernig verjast megi eldsvoða eða hvernig bregðast megi við honum. Sýning Slökkviliðsins ætti því að geta orðið mörgum að gagni í þessú efni. -DB-m.vnd Arni Páll -EVI 2. AR«. — ÞRIÐJUDAíiUR 21. DESEMBER 1976 — 288. TBL. RITSTJORN SJÐUMULA 12; SIMI 83322. AUGLVSINGAR OG AFGfiEIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022'. „Hvorki hótanir né blíð mæli í viðræðunum” — sagði utanríkisráðherra í morgun — ekkert tilboð um aðstoð við iðnvæðingu ,.í viðræðunum í Briissel voru hvorki uppi hótanir né blíðmæli," sagði Einar Ágústs- son utanríkisráðherra í morg- un. ..Reiðir?" sagði hann um fulltrúa Efnahagsbandalagsins. „Þeir hafa kannski vonazt til að ná rneiri árangri en þeir gerðu." „Það er oft, að menn setjast við samningaborð með ein- hverjar vonir, sem ekki rætast alltaf." sagði utanríkisráðherra um EBE-menn. „En mér sýnist, að Efnahagsbandalagið hafi í ýmis önnur horn að líta en við okkur. Til dæmis kom fram í morgun, að samkomulagstil- rmtnir þeirra innbyrðis hafa farið algerlega út um þúfur. Eg sé ekki, hvernig bandalagið á að geta komið fram sem ein heild gagnvart okkur við slíkar aðstæður." Einar Agústsson kvaðst .vilja taka skýrt fram, að EBE hefði ekki boðið íslendingum aðstoð við iðnvæðingu. í viðræðunum hefði einungis verið rætt um fiskveiðimál. Gundelach, for.vstumaður EBE-manna í viðræðunum við íslendinga, kom með dulbúna hótun á blaðamannafundi í gær, þegar hann gaf í skyn, að viðskiptaþvingunum kynni að verða beitt gagnvart Islending- urn. Engin niðurstaða varð í viðræðunum í Brússel, og verða fundir ekki næst fyrr en i lok janúar. Gundelach lýsti miklum vonbrigðum með það, að íslend- ingar féllust ekki á að veita Bretum fiskveiðiheimildir. I nótt gafst bandalagið upp við að komast að samkomulagi um landhelgismál sín. Fundir um þau verða ekki næst fyrr en í janúar. Deilt er um, hvernig skipta skuli veiðiheimildum innan landhelgi EBE, sem verð- ur 200 mílur 1. janúar. Talsmaður samtaka brezkra togaraeigenda sagði í gær- kvöldi, að nú yrðu margir togar- ar eyðilagðir, úr því að ekki væri unnt að veiða við ísland í janúar. Austen Laing, fram- kvæmdastjóri samtakanna, sagði, að tíu þúsund manns í Bretlandi mundu missa atvinn- una. —HH Einar Agústsson og Gundelach. DB-mynd: Bjarnleifur. — tvö slökkvilið tóku á móti henni Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt niður á flugvöll í nótt til aðstoðar við flugvallarslökkvi- liðið, ef til þyrfti að koma, en þá var tveggja hreyfla Fair- child ílugvél frá Saudi Arabiu að undirbúa lendingu en hafði aðeins annan tveggja hreyfia sinna gangandi. Eitthvert olíuþrýstivandamál varð til þess að drepið var á öðrum hreyflinum, en vélar þessar eru á stærð við Fokker- vélar Fl og voru nokkrar manneskjur um borð. Allt tókst vel og kom ekki til kasta slökkviliðanna. 1 morgun átti að fara að gera við vélina, en hún er á leið lil Bandarík janna. -G.S. Uunið að viðgerð í morgun. Db-ntynd: Sveinn Þorm. Laxness og MacLean söluhæstir í ■ JIbJ bókaflóðinu Sjá bls. 9 ■ ^ ðn minni WBmœ ■ r jólatré eru að verða uppseld Sjá bls. 5 Eins og hundur sem bíta vill í skottið á sér Sjá ummæli þing- manns um fjarlaga frumvarpið bls. 4 Gatnamála- stjóri samdi við Strætó um dekkja- búnað vagnanna Sjá bls. 8 „Þegar farið er að taka fjármálamenn fasta, er án efa fokið í flest skjól” Sjá kjallaragrein Leó M. Jónssonar á bls. 11 Biluð vél frá Saudi Arabíu í Reykjavík

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.