Dagblaðið - 21.12.1976, Side 11

Dagblaðið - 21.12.1976, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976. Endimörk óbyggðastefnu? það bil að leggja af stað i för sína. þegar fyrsta mætingin varð 29. maí árið 7. Önnur mætingin hefur staðfest spá þeirra enn frekar, þegar þeir nálguðust Jerúsalem um 29. september. Þriðja mætingin, sem orðið hefur 4. desember, hefur síðan visað þeim veginn suður til Bethlehem frá Jerúsalem, en þar á milli eru átta kílómetrar. Hafi Jesús fæðzt í október, þegar fjárhirðarnir hafa verið í högunum (í desember er orðið allt of kalt f.vrr slíkt). hefur Jesús verið orðinn um tveggja ' mánaða gamall þegar vitringarnir komu í fjárhúsið. Þetta passar ekki alveg við þá mynd. sem flestir hafa gert sér af vitringunum að beygja sig vfir nýfætt barnið í jötunni. í guðspjöllunum er hins vegar ekkert að finna, sem mælir gegn þessari niðurstöðu brezka vísindamannsins. Hughes telur þessa þreföldu mætingu beztu skýringuna á jólastjörnunni. 1 fyrsta lagi er það vegna þess að þetta gerðist á nokkurra mánaða tímabili og í öðru lagi vegna þess að Heródes konungur varð ekki var við ..stjörnuna" og þurfti að sp.vrja vitringana hvenær hún birtist. Aðeins er hægt að reikna með að stjarnfræðingar yrðu varir við slíkt f.vrirbæri. Hann viðurkennir þó. að aðrir möguleikar séu hugsan- legir. Einn er sá. að vitringarnir hafi rekió augun í mætingarnar. Halastjarna. sem sást í marz árið fimm. kom þeim af stað og um það leyti sem þeir komu til Bethlehent i apríl sáu þeir skin stjörnunnar Nova. ..Mjög þægileg skýring er nattúrlega að telja Bethle- hemstjörnuna kraftaverk," segir Hughes prófessor í grein sinni i Nature. ,,Hún gæti lika verið goðsögn. Enginn konungur, sem nokkurs var virði í þá daga, fæddist án þess að þess sæjust merki í himin- hvolfunum." Og enginn stjarnfræðingur eða stjörnuspekingur, sem ..nokkurs er virði", lætur jóla- gleðina alveg fara frá sér. Það á svo sannarlega ekki af okkur aumum íslendingum að ganga. Fyrst er glæpaalda, þá ávísanamál, bankahneyksli, og skattamisrétti, sjónvarpstækja- smygl og fikniefnamál. Og undir og ofan á þetta kemur svo djöfulgangurinn út af Kröflu og Saragossa hf. á Reykhólum við Breiðafjörð. Námsmenn æða um með kröfuspjöld fyrir framan gluggann hjá Villa á Brekku, Kleppur hefur yfir- fyllzt og enn eru sjósettir nýir skuttogarar til að eltast við síðasta þorskkvikindið í sjónum. Einhver hélt víst að mælirinn væri fullur en samt vantaði herzlumuninn. Sá at- burður er þegar fram kominn, sem er bæði baggatyrðill og punktur aftan við ákveðið skeið Íslandsíögunnar, sem hófst með síldaræði, framlengdist með stríðsgróða, veslaðist upp með pólitískri spillingu og verðbólgu og endaði með því að „fjármálamaður" var tekinn fastur í alvörunni, eins og krakkarnir segja. Þegar farið er að taka fjár- málamenn fasta á íslandi eins og hverja venjulega borgara, þá er óhætt að fullyrða að liðið sé að lokum þessa þjóðfélags, og án efa fokið í flest skjól. Enginn alvöru Islendingur, sem ekki er kona eða hippi, hefur ekki gerzt fjármála- maður einu sinni á ævinni eða oftar, flestir vegna persónu- legra húsnæðismála sinna og aðrir vegna atvinnureksturs. Það vita allir hugsandi menn að þessi þjóð hefur lifað á fjár- málaumsvifum og engu öðru um áraraðir. Um það vitna fast- eignasölur sem nú finnast svo til í hverri götu Reykjavíkur og þau einkenni borgarinnar að hafa banka gegnt banka á hverju horni til að telja út og inn verðlausan gjaldmiðil. Að undanskildum örfáum éinfeldningum sem bjástra við að draga fisk úr sjó úti á lands- byggðinni og nokkrum stór- mennum, sem slá lán á lán ofan erlendis, þá lifir þjóðin á fjár- málaumsvifum og gjald- miðillinn er storkin steinsteypa, mæld í fermetrum. Það sem hefur fyrst og fremst treint tóruna í þjóðinni eru þau vísindi sem fjármála- menn hennar hafa stundað og kennt henni smám saman. Þessi fagnaðarboðskapur, sem átt hefur stærstan þátt I að skapa hér velferðarríki með allri þeirri sælu sem fyrir fé fæst, felst í þeirri einföldu speki að vinna sé heimska. Af vinnu verður því einstaklingurinn að öreiga og því meira sem hann vinnur, því rriinni líkur eru á því að hann verði nokkurn tíma bjargálna. Frá því að þjóðin hætti að vinna og fór í alvöru að snúa sér að fjármálaumsvifum hafa stórstígar framfarir orðið á öllum sviðum þjóðarbúskapar- ins. Þessar framfarir og sú vel- megun sem fylgt hefur í kjölfar þeirra hefur sannað svo ekki verður um villst, að þjóðin var á réttri braut. I krafti þeirrar vissu var öllum tiltækum mið- stjórnartækjum beitt til þess að sannfæra þær fáu eftirlegu- kindur, sem enn þráuðust við af einskærri heimsku, að vinna væri engum til góðs og að hún yrði litin alvarlegum augum ráðamanna. Fyrst í stað var miðstýrðum aðgerðum einkum beitt til þess að hlaða undir rassinn á þeim sem vildu flytjast á mölina, sem kallað var. Öllu sem taldist til menningar og menningar- viðleitni var þjappað saman I Reykjavík og jafnframt svo um hnútana búið að heimskingjar úti á landsbyggðinni væru hafðir læknislausir sem lengst af árinu, án samgangna meiri hluta ársins, gætu ekki náð sambandií gegnumsíma nema í mesta lagi einu sinni i viku, heyrðu varla i útvarpi og sæju helzt aldrei óspjallaða mynd í sjónvarpi og fleira í þessum dúr. Áhrifin létu ekki á sér standa. Heilu sveitirnar, sem fram til þessa höfðu verið að sliga þjóðarbúið með vinnuvit- leysu, lögðust í eyði og nokkr- um sjávarplássum tókst að kála í leiðinni, þjóðinni til verulegra hagsbóta. Enn voru þó eftir nokkrir staðir, sem ekki eyddust þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir og var þá fundið upp það ráð að kaupa skuttogara og senda þessum útnesjalýð og láta hann gera út á næstum ördauð fiski- miðin umhverfis landið. Þannig fékkst þríeflt miðstjórnartæki til að ýta honum sjálfkrafa á mölina. I fyrsta lagi líkamlegt strit sem ekkert gæfi af sér miðað við fjármálaumsvifin á Kjallarinn Leó M. Jónsson mölinni án vinnu, skuldabyrði útnesjabæja, sem mundi knésetja þá fjárhagslega, og sú sálfræðilega aðferð sem gekk út á að tveir menn með skjala- töskur undir höndunum, gerðir út frá Reykjavík, gátu á nokkrum dögum slegið meiri peninga erlendis handa þjóðar- búinu en 10 skuttogarar öfluðu í gjaldeyri á mánuði. Og nú var loks útlit fyrir að þetta mætti takast. Tveir þess- ara bæja voru svo að segja tilbúnir að leggja upp laupana, annar á Vestfjörðum en hinn á Austfjörðum. En einmitt á því augnabliki, sem mikilsverðum áfanga í velferðarþróun þjóðarinnar er svo gott sem náð, þá klikkar eitthvað í byggðastefnukerfinu og lög- reglan byrjar að handtaka fjár- málamenn — burðarása hins nýja vinnulausa efnahagslífs á mölinni, aðaltrekkplástur hinnar nýju stefnu sem rang- lega er kölluð byggðastefna fyrir óbyggðastefnu. Er nú von að fari um þjóðina? Fyrir utan þann alvarlega hnekki sem hinn nýi velferðar- boðskapur malarinnar hefur beðið, þá kann þetta atvik að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðing- ar fyrir framgang óbyggðastefnunnar. Nú er hreint ekki víst að útnesjamenn séu allir til í að setjast að á mölinni og skoða á sér naflann á meðan verðbólgan eys yfir þá, fé, því það eru nefnilega nokkrir fjár- málamenn I þessum þorpum sem þykir nú lítt fýsilegt að fara til Reykjavíkur og eiga það á hættu að verða settir upp á vatn og brauð, fyrirvaralaust. Sé svo að umsvif fjármála- manna verði allt I einu talin refsivert athæfi I stað þess að vera undirstaða þessa þjóðfélags, þá mega nú ýmsir fara að vara sig, og þá sérstak- lega yfirstjórn fangelsismála þjóðarinnar, sem hlýtur að fara flatt á lögmáli framboðs og eftirspurnar, hvað viðvíkur bæði húsakosti og mannafla. Er nú hætt við að renni tvær grímur á þá sem sannfærðust við síðustu skattálagningu um að vinna væri heimska og voru byrjaðir að hafa skemmtun af að horfa á það nautaat sem orðið var mesta sportið I landinu. Nautaatið, þar sem hinn heimski launþegi er nautið og áhorfendur hafa skemmt sér við að sjá rýting bætast við á blóðugan herða- kambinn I hvert skipti sem fjár- málamanni hefur tekizt að inn- heimta verðbólgugróða. Hvað verður um þessa þjóð ef hefta á frelsi fjármálamanna- er ógnvekjandi spurning. Allt efnahagslífið mundi lamast með því að lífsbjörg fólksins, — víxlarnir bregzt um leið og bankarnir loka, sem þeir hljóta að gera því án fjármála- mannanna eru þeir óstarf- hæfir. Engir nema launþeg- arnir heimsku mundu vinna, þvi það er bannað með skatta- lögum, og ekkert er upp úr launþegunum að hafa án tilstyrks fjármálamannanna og bankanna. Án fjármálamannanna fara launþegarnir að fitna og hafa það betra og þá fá þeir meiri tima til að rífa kjaft og brúka sig. Og verðbólgan sem allt efna^ hagskerfið byggist á, hvernig er hægt að tryggja vöxt og viðgang hennar án fjármála- manna og bankanna? Nei —við verðum að vona í lengstu lög að alvarleg truflun hafi orðið á yfirstjórn löggæzlu- mála og að annaðhvort sé okkurt að dreyma eða að einhverjum hafi orðið á f messunni og hér sé um hrein embættisafglöp að ræða, annars er þetta þjóðfélag glatað að eilífu. Leó M. Jónsson tæknifræðingur. ráð til óhófsneyzlu á flestum sviðum, skuli sifellt vera kvein- andi og kvartandi um kjör sín meðan aðrar þjóðir líða. Nefna má jarðskjálftana í Tyrklandi, þar sem fólkið missti allt sitt, en það, sem komst lífs af, varð að hafast við undir berum himni í frosti og fannkomu. Það er mjög ánægjulegt, að ríkisstjórnin og fleiri aðilar skuli hafa hafið söfnun til hjálpar þessu bágstadda fólki, og er vonandi að sem flestir hlýði um jólin hjálparkalli þessa hrjáða fólks og þar með kalli Krists til hjálpar þeim, sem liggja helsærðir við veg- inn. Ef öll islenzka þjóðin gæfi þessu bágstadda fólki som svar- aði einni dagsmáltið mundi það skapa sanna jölagleði, iifugt við óhófseyðsluna, sem ætíð veldur lifsleiða og ógæfu. Mig minnir, að einhvern tima hafi ungt skólafólk komið sam- an nokkur kviild án kviildverð- Kjallarinn Ingjaldur Tómasson ar og gefið andvirðið bágstiiddu fölki og sjálfur þáverandi menntamálaráðherra hafi heiðrað þessa viðleitni með nærveru sihni. Eg, held. að það væri hollt fyrir skólaæskuna að taka nú þennan sið upi> aftur i stað hins sífellda óánægjunöld- urs og umdeildra mótmælaað- gerða bæði á Alþingi og viðar. Ég vil fyrir komandi jól beina því til hinnar íslenzku kristnu þjóðar. að hún starfi ætíð eftir hinu fullkomnasta stefnuljósi, sem til er og skín ætíð gegnum líf Krists og kenn- ingar og að hún bæti ætíð hlut þeirra sem verst eru settir, hvar sem er á okkar dásamlega hóteli, sem jörð nefnist og á sennilega engan sinn líka í himingeimnum. Eg vil eindregið hvetja fólk til að fjölmenna á kristnar sam- komur (messur), ekki aðeins um jólin, heldur alltaf. Allir þeir, sem sækja guðsþjónustur, hlýða þar á trúarlegar, Hfsbæt- andi stólræður og taka þátt I hinum ágæta kirkjusöng og sameiginlegri bænagjörð, muau fljótt finna hin lífsbæt- andi áhrif, sem þetta veitir þeim. sem sækja guösþjónustu með opnum, einlægum og sann- kristnum huga. Sjálfur hef ég 'fundið þennan mikla Guðs- kraft, sem hefur verið mér ómetanlegur styrkur í erfiðri lífsbaráttu. Þegar þorskastríðið var að komast í algert óefni, gengust kirkjuyfirvöld fyrir því, að beð- ið var fyrir báðum stríðsaðilum og friðsamlegri lausn. Skömmu síðar var friður saminn. Eg er viss um, að þar gæti áhrifa bænarinnar. Sömu andlegu yfirvöld ættu nú að gangast fyrir almennri bænagjörð til Guðs um jólin um. að hin íslenzka þjóð vinni sigur i hinu alvarlega efna- hags- og sálarlega stríði. sem þjóðin þarf nú að sameinast um að vinna. Oskiljanleg ráðstöfun Ég vil lýsu hr.vggð minni vegna þeirrar ráðstöfunar út- varpsins að flytja Dskalög sjúklinga yfir á föstudag. Eg hef oft dvalizt i sjúkrahúsum og veit, að sjúklingar eru mjög oft I ýmsum læknisaðgerðum á föstudögum. Fjölmargir aðrir. sérstaklega eldra fólk, sem vinnur úti, getur ekki notið þáttarins. Það er áreiðanlega ekki í kristilegum anda að svipta að óþörfu mikinn hluta sjúks fólks þeirri ágætu skemmtun, sem þessi þáttur veitir. Eg skora á útvarpsráð að kippa þessu i lag hið bráðasta, svo að sjúklingar fái óskalögin á laugardögum. Allir uppalendur. allt frá for- eldrum til háskólakennara, þurfa að efla kristna trú og kristna menningu I öllu sínu uppeldis- og kennslustarfi. Það er mjög mikilvægt. að foreldrar gefi sér tíma til að sitja hjá börnum sínum, þegar þau eru háttuð á kvöldin, og kenni þeim kristilegar bænir. Við þurfum að vinna að því að auka og efla riki Guðs. bæði hér á landi og um alla jörð. Til vor komi þitt ríki. Trúðu á tvennt i heimi. tign sem æðsta ber: Guð i alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. Ingjaldur Tómasson. verkamaður.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.