Dagblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 14
14
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 197».
Brunavarnir:
Eitt logandi kerti
getur kveikt í
Rúnar Bjarnason slökkvistjóri
fræðir um brunavarnir.
DB-mynd Bjarnleifur.
Jólahátíðin er um það bil
að ganga í garð og vonandi
fylgir henni ekkert nema
ánægjan. Hættur geta samt
leynzt í hverju horni, ekki
sízt af eldi á þessum tíma
árs. þegar rafmagnstækin
eru öll á fullu og víða iog-
andi kerti.
Við fengum Rúnar
Bjarnason. slökkviliðs-
stjóra. til að segja okkur
hvernig bregðast eigi við ef
eldur verður laus, hvers
vegna kviknar oftast í og
ýmislegt fleira. Hann tók
saman grein fyrir okkur um
þetta efni og fer hún hér á
eftir.
Eldsvoði —
eldur sem hefur
orðið laus
Eidur er fyrirbæri sem við get-
um yfirleitt stjórnað og ráðið við
og sem við höfum bæði gagn og
gaman af, t.d. kertaljós. En ef
kertið kveikir í gluggatjöldum
verður eldurinn laus og við miss-
um stjórn á honum. Þannig eldur
kallast eldsvoði.
Við ætlum hér meðal annars að
reyna að útskýra hvernig eldsvoði
hefst og hvað á að gera til að
koma í veg fyrir hann. Auk þess
munum við læra hvernig á að
slökkva eða hefta útbreiðslu elds-
voða.
Því fyrr sem ráðist er til atlögu
við eldsvoða, því minni slökkvi-
búnað þarf.
Reykur
Reykur er afleiðing eldsvoða.
Reykurinn er bæði föst óhrein-
indi og hættulegar lofttegundir.
Allur reykur getur verið hættu-
legur sé honum andað að sér.
Þeir sem farast í eldsvoða verða
lostnir skelfingu og tapa átta-
skyni í reyknum. Síðan kafna þeir
vegna . súrefpisskorts eða reyk-
ejtrunar.
* 'Reykur dreifist hraðar en eld-
ur. Reykur er léttari en andrúms-
loft og stigur því upp á við. Ef þið
viljið verjast reyk, takið þá blauta
tusku, háldið henni fyrir vitunum
og skriðið út eftir gólfinu.
í blöndu með andrúmslofti geta
reyklofttegundir sprungið. Ibúð
getur þá á nokkrum sekúndum
orðið eitt eldhaf. Verið því varkár
þegar dyr eru opnaðar að her-
bergi þar sem eldur er laus. Loft-
ið sem streymir inn í herbergið
þegar þið opnið dyrnar getur
nægt til að óbrunnar lofttegundir
springi.
Hvenœr og hvar
brennur mest?
Hættulegustu eldsvoðarnii
byrja að nóttu til milli kl. 24 og 6
að morgni. Þá eru flestir sofandi
og illkleift að uppgötva eldsvoða í
tæka tíð.
1. 37% af eldsvoðum byrja i stofu.
2. 22% i eldhúsi.
3. 14% i kjallara.
4. 13% i svefnherbefgi.
5. 14% annars staðar.
Venjulegusru
orsakir eldsvoða
I lögum um brunamál segir:
„Enginn má fara þannig með eld
eða eldfim efni, að eldsvoði geti
auðvuldlega af því hlotist.V
Lögin bera með sér að-hægt er
að hegna manni þó hann skapi
einungis hættu fyrir fólk eða
verðmæti með hegðun sinni, jafn
vel þótt ekki hljótist eldsvoði af.
Hér á eftir verður drepið á helstu
orsakir eldsvoða. Ef þið eríið I
vafa um eitthvað heima hjá ykk-
ur, á vinnustað eða annars staðar,
látið þá ekki undir höfuð leggjast
að afla uppi.ý^inga um það t.d. á
slökkvistöðinni.
Reykjngar
Algengasta dauðaorsök við
eldsvoða er kæruleysi við reyk-
ingar einkum i rúminu. Oft er
ástæðan einnig sú, að þeir, sem
sofna við reykingar eru undir
áhrifum áfengis.
Algengast er að reykur, sem
kemur frá hægfara bruna í sæng-
urfötum, bólstruðum húsgögnum
eða þvíumlíkú, innihaldi kolsýr-
ing sem veidur skjótu meðvitund-
arleysi og dauðinn reynist oft á
næsta leiti.
Það er aðeins ein regla til um
það hvernig á að komast hjá því
að fólk fari sér að voða með reyk-
ingum í rúmi: Reykið aldrei í
rúmínu. Kæruleysi'við‘ reykingar
í öðrum tilvikum er einnig algeng
orsök eldsvoða. Margir tæma
öskubakka á kvöldin í ruslafötu
eða pappírskörfú' í þeirri trú að
glóðin hafi slokknað. Það er marg-
sannað að glóð getur leynst I ösku-
bakka án þess að maður verði
þess var. Tæmið því ekki ösku
bakka f ruslið, fyrr en daginn
eftir, heldur setjið þá i vaskinn og
bleytið gjarnan í þeim. Farið í
eftirlitsferð um íbúðina áður en
þið takið á ykkur náðir, einkum
eftir samkvæmi. Aðgætið að ekki
Tiggi vindlingsstúfur á teppi eða i
húsgögnum einhvers staðar.
Takið tillit til reykingabanns,
það er að jafnaði sett vegna sér-
stakrar brunahættu.
Leikur barna með eld
Látið börnin aldrei leika sér
með eldspýtur.
Segir börnunum að bera virð-
ingu fyrir eldinum en hræðið þau
ekki um of með honum.
Eldurinn er vinur okkar, en
eldsvoðinn er óvinur.
Kennið börnum undirstöðu-
atriði I brunavörnum á unga aldri
og bætið siðan stöðugt við þá
þekkingu.
Kynditœki
Algengar orsakir eldsvoða eru
ófullkomin kynditæki eða kyndi-
klefar. Neisti sem hrekkur út frá
arninum, sprungur í reykháf,
sprpnging í olíukynditæki, fata-
þurrkun á rafmagns-, steinoliu-
eða gasofni geta hæglega valdið
eidsvoða. Ætlið þið sjálf að útbúa
arin,..skuluð þið afla ykkur ítar-
legra upplýsinga, aour en pio
byrjið, annars getur hann bæði
orðið ófullkominn og hættulégur.
Sprenging i oliukynditæki er ekki
hættuleg, ef kyndiklefinn er í lagi
og ekki fullur af drasli.
Rafmagnseldsvoðar
Tii rafmagnseiasvooa teljast
eldsvoðar. sem orsakast af ónÝt-
um rafmagnsleiðslum og sterk-
um vartöppum, straujárnum,
suðuplötum, brauðristum, raf-
magnsofnum, sjónvarpstækjum
o.s.frv.
Dauðaslys hafa oft átt sér stað.
þegar föt úr eldfimum etnum
komast í snertingu við heita raf-
magnsplötu. Morgunsloppar og
náttkjólar eru sérstaklega hættu-
legir bæði við rafmagnsplötur og
gaseldavélar. Glóðarþráðaofna
Kertaljós getur valdið miklu tjóni.
Hvérnig kemur
eldsvoði upp?
Til að eldsvoði eigi sér stað þarf
þrennt — hita, eidsneyti og loft.-
Taki maður eitt atriði burt f
brunaþríhyrningnum slokknar
eldurinn. Þetta getur gerst á eft
irtalinn hátt:
Hvernig slokknar
eldur?
Kæling. Einfaldast er að kæla eld
inn með vatni. Þessi kæling ei
áhrifaríkust með vatnshand
slökkvitæki eða brunaslöngu
Vatn má nota við bruna á tré
pappíi^ fataefni og öðrum svipuð-
um efnúm.
Kæfing. Þá er komið í veg fyrir að
eldurinn fái nægilegt loft (súr-
efni). Notkun kolsýru- eða duft-
handslökkvitækja kæfir eld.
ma aldrei hylja með eldfimum
efnum eða setja slíka ofna of
nálægt þeim. Leggi maður teppi
eða föt yfir ofninn getur kviknað í
þeim eftir stutta stund. í húsum
með rafhitun þarf einnig að gæta
þess að ofnarnir séu ekki í snert-
ingu við gluggatjoid eða fata-
hrúgu. Takið sjónvarp, útvarp og
önnur rafmagnstæki úr sam-
bandi, ef þið farið í burtu úr
íbúðinni í langan tíma, best er að
taka allan straum af íbúðinni á
meðan.
Keynið ekki að slökkva eld í
raftækjum með vatni fyrr en
straumur hefur verið tekinn af.
Eftir það má nota vatn við
slökkvistarfið en duft- eða kol-
sýrutæki eru betri.
Það er refsivert að „laga“ var-
tappa. Við það verður veikasti
hluti kerfisins, sem á að falla út,
við bilun, sterkasti hluti þess og
ný viðvörun kemur ekki við út-
leiðslu eða upphitun á lögnum og
getur eldsvoði þá hæglega hlotist
af því. Leka-straumsliðar getb
veitt umframöryggi gegn íkveikju
frá rafmagni.
Eldfimir vökvar,
gufur og
lofttegundir
Mesta hættan við ■eldfima
vökva er fólgin í þvi að þeir guta
upp og mynda sprengifima
blöndu með andrúmslofti. Hell-
ist t.d. úr bolla fullum af bensini
og gufi það upp i herbergi, mynd-
ast bar sprengifim blanda með
knafti á við VA kg af dínamíti.
Verið mjög varkár, ef þið ætlið
að nota bensin, spfritus, þynni eða
önnur Ieysiefni við hreingerning-
ar. Steinolía og „white spirit“
geta einnig verið hættuleg éfni en
þó ekki eins og þau fyrrnefndu.
Ef verið er að líma, oliubera
eða lakka við, myndast einnig eld-
fimar gufur, sem kviknað getur i.
Almennt gildir sú regla að loft-
ræsting verður að vera mikil og
góð og forðast ber allt sem getur
valdið neista eða ikveikju á slík-
um stað.
Verið varkár í hvívetna við
notkun prímusa og farið þá eftir
leiðarvisi framleiðanda tækisins.
Norkun feiti til matargerðar
hefur orsakað margan eldsvoð-
ann. Gæta þarf sérstakrar varúð-
ar og aldrei má fara frá t.d. í
simann eða til dyra þegar verið er
að nota hana við matseld.
Almennt gudir sú regla við alia
eldsvoða I eldfimum vökvum að
ekki má nota vatn við slökkviað-
gerðir. Reynið heldur að kæfa
eldinn með loki, teppi (helst
asbestteppi) eðadufttæki.
Vinna skapar
eldsvoða
Ymsum störfum fylgir sérstök
eldhætta. Ber fyrst að telja log-
suðu og logskurð. Suðugjall getur
skoppað allt að 20 m og verið
1000°C heitt. Loginn getur kveikt
í efni á bak við það sem unnið er
við, t.d. trévegg, jafnvel múrhúð-
uðum vegg. Ef soðin er röralögn
öðru megin veggjar getur kviknað
í hins vegar vegria varmaleiðni
rörsins. Hafið ávallt vaktmann
með handslökkvitæki til staðar, ef
unnið er í hættulegu umhverfi
Losið rörið frá áður en soðið er 1
það, sé þess þörf.Verndið staðinn
fyrir gjallkúlum. Gætið að vinnu-
staðnum öðru hvoru í heilan sól-
arhring eftir að vinnu lýkur.
Reykið þið i rúminu?
Staðreyndir um logsuðugas
1. Gjallkúlur geta skoppað 20 m.
2. Gjallkúlur geta verið 1000°C.
3. Gasloginn er um 3000°C
4. Ösýnilegar lofttegundir, 250-
300°C, geta verið 50 cm út frá
loganum.
5. Við logsuðu á röri geta óbrunn-
ar lofttegundir streýhit út um
endann fjær og kvik'nað í þeim.
Opinn eldur
Gætið þess að kerti. luktir og
annað með opnum eldi sé í
öruggri fjarlægð frá giuggatjöld-
um og öðrum eldfimum efnum.
Varist sprittloga við upphitun
matarolíu og þess háttar: Olían
getur ofhitnað og gufan orðið al-
elda frá loganum. Látið lok á og
slökkvið á brennara. Skiljið
aldrei eftir logandi kerti. Sé súg-
ur i herberginu geta gluggatjöld
feykst yfir kertið og kviknað í
þeim. Kertið getur líka lekið og
brunnið niðúr og kveikt i þvi sem
það stendur á.
Þetta er bestá aðferðin við að
slökkva bruna í eldfimum vökv-
um og feiti. Einnig má kæfa eld
meðteppi (helst asbestteppi).
Fjarlæging. Þaðerhægt að hefta
útbreiðslu elds og jafnvel slökkva
hann með þvi áð fjarlægja elds-
Slikar afleiðingar getur logi á
kerti haft í för nieðsér.