Dagblaðið - 21.12.1976, Side 15

Dagblaðið - 21.12.1976, Side 15
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976. 15 Börnin verða hrædd ef eldur verður laus. Þess vegna verður að tala um það í rólegheitum við börnin hvað eigi að gera ef þessa hættu ber að höndum. Sjálfvirk viðvörun er reyk- eða hitaboði, sem skynjar ef reykur eðaliiti myndast og gefur viðvörun með hljóðmerki. neyti, t.d. slokknar eldur í gasi, ef lokað er fyrir gasstreymið. Fyrstu viðbrögð Hafið þið ásamt fj'ölskyldum ykkar gert ykkur grein fyrir því hvað gera skal ef eldur verður laus, t.d. í a) gluggatjöldum b) sjónvarpstæki. c) rafmagnsleiðslu d) kleinupotti , e) kyndiklefa. Hafið þið handbært slökkvi- tæki og kunnið þið að beita því? Hvar er nærtækasta slökkvitæki? Vitið þið hvernig á aðná í slökkvi- liðið og hvað gera skal þegar það kemur? Hér eru nokkur svör: A. Verði eldur laus skuluð þið loka öllum gluggum og dyrum ef hægt er. Hægt er að hefta út- breiðslu eldsins frá herbergi, sem Ixann brýst út í. Varið alla við, sem gætu verið í hættu. a) Sé eldurinn lítill, reyiiið þá sjálf að slökkva hann. b) Gerið slökkviliðinu viðvart strax, ef minnsti vafi leikur á því, að þið ráðið við eldinn sjálf. c) Opið dyr varlega og krjúpið í vari. B. Skríðið að eldinum og beitiö slökkvitækinu. C. a) Reynið að sprauta á glóðina en ekki reykinn og logana. b) Beinið bununni ekki alltaf á sama staðinn. c) Slökkvið vandlega í glæðum. d) Viðrið staðinn jafnskjótt og siökkvistarfi er lokið. Slökkviefni Garðslanga úr plasti eða gúmmíi er ákjósanlegt slökkvi- tæki, ef hún er fasttengd og auð- velt að ná til allra hluta húsnæðis- ins. Slöngurúlla með dreifiloka er enn betri. Handdælutæki getur komið að góðum notum, ef það er stöðugt, fulit af vatni og tiltækt til notkun- ar. Handslökkvitæki með 10 lítrum af vatni er mjög handhægt og getur oftast ráðið niðurlögum elds á byrjunarstigi. Það getur gerst hjá ykkur Margur maðurinn hugsar sem svo: „Það getur ekkert gerst hjá mér.“ Svo verður eldur e.t.v. laus að nóttu til, þegar minnst varir. Það er skelfilegt að vakna við slíkt. Engan tíma má missa. Ein röng ákvörðun getur leitt til manjitjóns á heimilinu. Einhngis með áætlun og æfingu er unnt að auka möguleika fjöl- skyldunnar til að komast af. Reið- ið ykkur ekki á heppnina, ef eld- ur yrði laus. í flestum íbúðum er svo mikið af eldfimum efnum í innréttingu og húsbúnaði, að eldur getur magnast mjög ört. Það er því nauðsynlegt að eiga trygga út- gönguleið. Álítið ekki að þið hafið langan umhugsunarfrest. Þið megið, eða réttara sagt verðið, að vera undir það búin að til elds- voða komi. Gerið þvl áætlun um undankomu og æfið framkvæmd hennar með allri fjölskyldunni. Hér skal aðeins drepið á hvernig slík æfing fer fram. Hugsum okkur að einhver vakni og finni reykjarlykt. Hvað á hann að taka til bragðs? Flýta sér á fætur og opna dyrnar og gá hvað sé um að vera? Þetta er kannski það síðasta, sem hann gerir í þessu lífi. Utgönguleiðin er orðin að dauðágildru. Þegar dyrnar voru opnaðar streymdi lífshættu- legur, heitur reyxur ínn t'rá gang- inum eða ef til vill átti sér stað gríðarl## reyksprenging vegna þess að eldurinn fékk nægilegt súrefni. Við eldsvoða leitar reyk- ur og heitar lofttegundir upp. Jafnvel við smábruna, einkum ef plastefni brenna, getur komið mikill reykur. Verið því varkár áður en þið farið fram á gang á efri hæð eða þegar opnaðar eru dyr frá svefnherbergi, ef þið finn- ið reykjarlykt. Súrefnið sem reyk- loftið fær þegar dyrnar opnast getur nægt til reyksprengingar. Við eldsvoða verða flest börn óttaslegin. Þau leita því á stað sem þau telja öruggan. Oft fela þou'sig í klæðaskáp, undir rúmi eða inni á baðherbergi. Gerið því áætlun um hvernig þið ætlið að yfirdgefa húsjð og leita í her- bergjunum, ef eldur verður laus. Ef rétt er farið að, opnar fólk ekki dyrnar fyrr en það hefur athugað hvort það sé óhætt. Se það ekki óhætt þá þarf að nnta neyoarutgönguleið herDergisins. Skal nú vikið að því hvernig björgunaráætlun heimilisins er gerð. Björgunaráœtlun Kallið saman alla fjölskylduna og reynið að útskýra samkvæmt þessum upplýsingum hvers vegna björgunaráætlun er nauðsynleg. Munið að börnin eiga líka að taka þátt í þessu. Utskýrið hvers vegna maður á að hafa svefnherbergis- dyr lokaðar. Góð hurð getur hald- ið eldinum í skefjum nægilega lengi til að allri komist út um neyðarútgang. Ef litlu börnin eiga bágt með að sofna, þegar dyr eru Iokaðar, látið þá ekki undir höfuð leggjast að loka hjá þeim, þegar þið takið sjálf á ykkur náð- ir. Æfið viðvörunarmerki heimil- isins. Það á að gilda án þess að nokkur þurfi að fara út úr her- b?rgi sínu. Gangurinn gæti verið ófær vegna reyks. Kaupið ykkur leikfangafjautur eða lúðra, bank- ið á ofna eða-finnið uþp öruggt ráð sem vekur alla, jafnvel þá sem sofa fastast. Besta viðvörunin er sjálfvirkt viðvörunarkerfi (sjá síðar). Gerið ykkur grein fvrir að sekúndur sKipta maii þegar við- vörun er gefin. Það er ekki timi til að hugsa um björgun verð- mæta. Reynið bara að vera róleg og fara eftir björgunaráætlun- inni. Hér kemur eitt dæmi um svefn- deild í íbúð. Smáatriði skipta ekki höfuðmáli. Hins vegar á að merkja hvern svefnstað með nafni svo að skýrt komi fram hvar hver og einn selur. Teiknið dyr, glugga, stiga og annað sem máli skiptir. Gluggar, svalir, bílskúr eða annað sem hægt er að nota sem neyðarútgang er merkt. Far- ið saman gegnum hvert svefnher- bergi og vpljið glugga sem best hentar til undankomu. Athugið hyort hægt sé að nota gluggana til undankomu. Hafið stiga fyrir utan eða kaðal frá glugganum, sé það nauðsynlegt. Til eru stigar úr áli sem geyma má inni en hægt er að hengja á gluggakarminn. Merkið útgönguleiðirnar á teikninguna með svörtum örvum en neyðarútgangana meo rauoum örvum. Samkvæmt byggingasam- þykkt eiga að vera tvær ieiðir út úr hverju herbergi sem fólk býr í. Ef þið eigið smábörn, sem ekki gætu sjálf farið út um glugga eða úr herbergi sinu, þarf að gera öðruvisi áætlun. Stundum nægir að láta minni börnin skipta um herbergi við eldri systkini og ef til vill má útbúa dyr milli hjóna- herbergis og barnaherbergis. Akveðið stað til að hittast á utan við húsið til að ganga úr skugga um að allir hafi komist út. ' Að þeirri könnun lokinni skipt- ir fjölskyldan með sér verkum og ákveðið er hver á að koma boðum til slökkviliðsins (húsmóðirin), hver á að gera tilraunir til björg- unar- og slökkvistarfa (húsbónd- inn og stálpuð börn) o.s.frv. Æfingar Nú hafið þið samið björgunar- áætlun og þá er nauðsynlegt að festa sér allt rækilega í minni. Festið því upp teikningar sem sýna undankomuleiðir svo allir geti glöggvað sig á þeim. Gleymiö svo ekki æfingum. Tæmiæfing þarf að fara fram reglulega tvisvar á ári. Allir eiga að taka þátt í henni. Hræðið ekki börnin, gerið æf- inguna að leik. Komi eitthvað fyr- ir eru miklar líkur á þvi, áð þau bregðist rétt við í stað þess að fela sig vegna hræðslu. Hlaupið ekki út úr svefnher- berginu án þess að íhuga málið. Þið verðið að fullvissa ykkur um að enginn reykur, gas eða logar geti leitað inn í herbergið þegar þið opnið. Séu dyrnar heitar eða smjúgi reykurinn gegnum skráar- gat eða meðfram hurðinni skuluð þið nota neyðarútganginn. Ef þið álítið óhætt að fara út um dyrnar lokið þeim þá strax á eftir ykkur. Getið þið ekki komist út þegar í stað (hugsanlega eruð þið í háu húsi) haldið þá dyrunum lokuð- um, opnið glugga og kallið á hjálp. Bíðið þess að slökkviliðið komi og nái ykkur niður. Ykkur kann að þykja biðin löng en oftast er liðið fljótt á vettvang. Neyðist þið til að hoppa út, stökkvið þá ekki í skelfingu án undirbúnings. Takið í glugga- karminn og látið ykkur falla en leitist við að lenda mjúklega. Lokist þið þrátt fyrir allt inni í reyk, munið þá að hiti og reykur stíga til lofts. Leggist því ágólfjð og andið með stuttum andar- drætti gegnum nefið. Hyljið and- litið með votum vasaklút eða fatn- aði til að verja ykkur. Ullarklæði vernda húðina gegn hita. Af þessu má sjá að ýmislegt er unnt að gera í eldsvoða uns hjálp- in be'rst, ef fólk áttar sig á því og hefur undirbúið sig. Minnist þess þó að eldsvoði er oftast hamslausari, hættulegri, hraðari og skelfilegri en þið hafið nokkru sinni ímyndað ykkur. Álítið ekki að gert sé of mikið úr hættunni. Undirbúið ykkur fyrir það versta, það sem skárra er veldur ykkur þá ekki alvarleg- um áhyggjum. Háhýsi Búið þið í háhýsi, þá á að vera i því reyklaust, eldtraust stigahús, sem unnt er að nota ef eldur brýst út. I húsum sem eru lægri en átta hæða er ekki víst að stigahús sé öruggt, en það geta tæki slökkvi- liðsins orðið að liði ef stigahúsið fyllist af reyk. Öll hús, sem nú eru byggð hærri en tveggja hæða, eiga að vera eldtraust. Hver íbúð á að vera allörugg vegna eldsvoða í næstu íbúð. Ykkur á því að vera óhætt uns slökkviliðið kemur, í 'öðrum íbúðum en þeirri sem brennur. Komi reykur inn frá stigahúsi eða loftræstiristum, haiaiö þá dyrum loKuðum fram í stigahúsið en loftið reyknum út um glugga og svaladyr. Faríð aldrei fram í stigahús nema full- víst sé að það sé óhætt. Sjálfvirk viðvörun Sjálfvirk viðvörun ér reyk- eða hitaboði sem skynjar ef reykur eða hiti myndast og gefur viðvör- un með hljóðmerki. Kerfið getur verið rafdrifið eða tengt við raf- hlöðu. Brunaboðinn er settur á stað, þar sem búast má við að hiti eða reykur nái skjótt til hans, til dæmis efst í stigahúsi. Reykboðar gefa mjög fljótt viðvörun og geta því bjargað lífi og eignum sem annars gætu farið forgörðum i eldsvoða. Eins og áður hefur kom- ið fram, þarf oft lítið til að slökkva eld, ef þið uppgötvið hann nógu skjótt. Viðvörunar- kerfi eins og þau sem iðnfyrir- tæki, hótel, skólar og sjúkrahús hafa sett upp eru nokkuð dýr en nú hafa komið á markaðinn ódýr- ari gerðir ætlaðar fyrir íbúðar- hús. Lofa þau kerfi mjög góðu. Þótt tryggingafélög hér vilji ekki veita afslátt út á slík tæki er það kannslp meira en peninganna vírði aö vakna 1 tæka tíð, ef eldur brýst út. sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus endlng hins þýðgenga, stillanlega og sparneytna mótors. staðsetning hans. oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksiunni, stóra, ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stýkki og varan- legt efni, ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduð og tæknilega ósvik in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel, ár eftir ár, með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til lengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlátasta ryksugan. Afborgunarskilmálar ETAMIY HÁTÚN 6A rUlllA SÍMI24420 Raftækjaúrval — Næg bflastæði

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.