Dagblaðið - 21.12.1976, Side 24

Dagblaðið - 21.12.1976, Side 24
Innheimtustofnunin auglýsir á fölskum forsendum: „Þessi túlkun hefur ekki verið kynnt okkur hér” — segir innheimtustjórinn. Málið snýst um hvort meðlög séu frádráttarbær þótt þau séu ógreidd um áramót Innheimtustofnun sveit'ar- félasa hefur að undanförnu — eins og undanfarin ár — birt villandi útvarpsauglýsingar um greiðslu meðlaga. alveg óvart þó. Meinið liggur i túlkun Ríkis- skattstjóraembættisins á lögum um meðlagsgreiðslur. Þeirri túlkun hefur ekki verið komið á framfæri við Innheimtustofn- unina. að sögn Árna Guðjóns- sonár. innheimtustjóra. Auglýsingin, sem um ræðir, hljóðar svo: ..Orðsending frá Innheimtustofnun sveitar- félaga til meðlagsgreiðenda. Þeir sem enn hafa ekki lokið greiðslu meðlaga ársins 1976 eru minntir á að gera skil, enda eru meðlögin því aðeins frá- dráttarbær til skatts, að þau hafi v.erið greidd fyrir áramót." Þessi túlkun laganna er röng, að mati Ríkisskattstjóra- embættisins. 5. febrúar sl. skrifaði Ævar ísberg, vararíkis- skattstjóri skattstofum út um land, þar sem segir að eftir nána athugun á lögum um greiðslur meðlaga verði að telja, að „þessi túlkun á 8. gr. laga nr. 11/1975 sé ekki rétt, heldur verði að telja að meðlög séu frádráttarbær, þó svo að þau hafi ekki verið greidd, þar sem myndast hefur krafa á hendur meðlagsgreiðanda og því beri honum að telja þá kröfu til skulda sé meðlagið ekki greitt." Árni Guðjónsson, innheimtu- stjóri, sagði i samtali við frétta- mann blaðsins, sem las bréf vararíkisskattstjóra fyrir hann, að hann hefði aldrei heyrt þessa bréfs getið fyrr. ,,Það hef- ur ekki verið gert svo lítið að láta okkur vita um þessa nýju túlkun. Auglýsing okkar er byggð á lögum birtum í Stjórnartíðindum og um nokkr- ar breytingar hefur okkur ekk- ert verið sagt.“ —ÓV Dómur í Klúbbmálinu: Sigurbjörn fékk 6. millj. kr. sekt og f jögra mánaða varðhald Sigurbjörn Eiríksson veitingamaður hlaut fjögurra niánaða varðhaldsdóm og 6 milljón króna sekt í sakadómi Revkjavikur i svonefndu Klúbbmáli. sem dæmt var í gær. Magnús Leópoldsson framkvæmdastjóri hlaut skil- orðsbundinn varðhaldsdóm í 40 daga og 90 þúsund króna sekt í sama máli. Verði sektirnar ekki greidd- ar innan fjögurra vikna kemur 10 mánaða varðhald í stað sekt- ar Sigurbjörns en 25 daga varð- hald hjá Magnúsi. n 3 > DAGAR TIL JÓLA Krafizt var sviptingar á leyf- um hinna ákærðu til vinveit- inga og veitingasölu. Var Magnús sviptur þessum leyf- um. ett Sigurbjörn hafði ekki slík leyfi og kont því ekki til sviptingar. Þá voru hinir ákærðu dæmdir til greiðslu málskostnaðar. þar með talin málsvarnarlaun tii skipaðra verjénda sinna. Voru máls- varnarlaun Inga G. Ingimundarsonar hrl., verjanda Sigurbjörns. ákveðin kr. 200 þús.. en Hafsteins Baldvinssonar hrl.. verjanda Magnúsar. kr. 125 þús. Akært var fyrir undanskot á söluskatti. vanrækslu á framtol- um launa starfsfólks. van- rækslu á framtölum til tekju- og eignaskatts og bókhalds- óreiðu. Var Sigurbjörn talinn ábyrg- ur fyrir undanskoti á söluskatti ekki lægri fjárhæðar en kr. 2.939.290.00. en Magnús á kr. 590.129.00. Vegna vanrækslu á framtali til skatts var talið að Sigurbjörn hefði komizt hjá að greiða ekki minna en kr. 1.691.000.00. Dómendur voru: Haraldur Henrvsson, sakadómari, Ragnar Óláfsson hrl. og Árni Björnsson hdl.. endurskoðend- ur. BS Verðandi samgöngu- málaráðherra máski? Þarna hefur kannski verðandi samgöngumálaráðherra lagt hjóli sínu. við bakdyr Alþingishússins. f góðviðrinu í gær voru látlaus- ar umræður allan daginn. Eins og fleiri langaði þingmenn í jólafrí og flýttu sér sem mest þeir máttu að ljúka hinum nauðsynlegustu störfum. (DB-m.vnd Arni Páll) fxjálsUáháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 21. DES. 1976. Rannsókn Guðbjartsmálsins: Gögnunum ekki skilað — nýleg gögn reyndust vera í peningaskápnum — Rannsókn gagnanna verður haldið áfram þótt Guðbjartur hafi verið látinn laus, og hefur engum gögnum verið skilað til hans, sagði Erla Jónsdóttir, fulltrúi hjá Sakadómi Reykjavíkur í viðtali við DB í gær. Hún er nú búin að kynna sér innihald peningaskápsins, sem opnaður vará/östudag og reyndust þar vera frekari gögn og nýlegri en þau sem áður voru komin í Ijós. Eldri skjölin náðu ekki nema til eitthvað um 1970 en skjöltn úr skápnum eru frá árunum upp úr því,. Erla hefur nú fengið aðstoðar- mann við rannsóknina og vinnur að flokkun hinna ýmsu gagna, sem hún segir yfirgripsmikið starf. Enn liggur ekkert fyrir er leitt gæti til nýs gæzluvarðhalds- úrskurðar. -GS Votur útvortis og innvortis Maður nokkur fleygði sér í sjó- inn í gærkvöldi, en komst af sjálfs dáðum upp úr og gaf sig fram við lögreglu miðbæjarstöðvar. Hún fór rheð manninn upp á slysavarð- stofu, þar sem hlúð vaV að honum. Segir svo ekki af ferðUm manns- ins frekar fvrr en hann var orð- inn allvotur innvortis og kom þá aftur á miðborgarstöðina þar sem hann skammaði pólitiið blóðugum skömmum.Hann gisti síðan fanga- gevmsluna í nótt. F,VI Staðinn að verki við þjófnað aðeins 14 ára Fjórtán ára drengur brauzt inn í Sunnukjör við Skaftahlíð í gær- kvöldi. Ekki tókst honum að kom- ast burtu með þýfið heldur var staðinn að verki og fluttur á upp- tökuheimilið í Kópavogi. Ekki mun hann hafa verið vistaður þar áður. EVI Fjárlögin fóru í 90 milljarða! Einn þingmaður bar f ram tillögu um lækkun framlags Þingfundir stóðu til klukkan kortér yfir tvö í nótt. Þingið kom saman klukkan níu í morg- un, og átti að afgreiða fjárlög og önnur mál fyrir hádegið og géfa síðan jólafri til 24. janúar. Miklu var bætt við fjárlög í síðustu hrinunni. Þau verða alls ui>p á uin 90 milljarða og hafa hækkað um 6 milljarða í meðförum þingsins. Tekjur umfram gjiild eru taldar verða 888 milljónir: Þegar l'rá hel'ur verið dreginn halli á lána- hreyfingum kemur út 258 milijóna greiðsluafgangur hjá ríkissjóði.. Þingmenn hömuðust I gær- kvöldi við að gera grein fyrir breytingartillögum sinum í hækkunarátt. Þó lagði einn þingmaður, Albert Guðm.son (S). til að framlög til sinfóníu- hljómsveitar vrðu minnkuð um 10 milljónir og þeim varið til annars.meðal annars tveimur milljónum til Listasafns alþýðu. Athygli vakti, að fjár- veitinganefnd hafði komið til móts við Ragnhildi Helgadóttur (S) um b.vggingu geðdeildar. Fjárveiting til bygginga á veg- um Landspitala var hækkuð um 78 milljónir í síðustu lotu. auk lánsheimildar upp á 25 milljónir. 30 milljónir eiga að fara til göngudeildar aldraðra. Hátúni. en einnig á að verða unnt að ljúka frágangi á göngudeild geðdeildar og starf senti þar gæti hafizt á næsta ári. Af tillögum einstakra þing- inanna vakti mesta athygli til- laga Magnúsar Kjartanssonar (AB). um. að tekið yrði 8 milljarða lán til að tengja orkusvæði. Fjárveitinganefnd reyndi fyrir síðustu umræðu að taka tillit til hækkana verðs- og launa. er vitað er um á næsta ári. Var tekinn inn í fjárlög nýr liður. 2007 milljónir. i þessu skyni. Þá voru framlög til Tryggingarstofnunar hækkuð um 1510 milljónir í seiniistu lotu. Geir Gunnarsson (AB) benti á. að skattheimta rikisins ykist milli ára um 36‘V>. -IIH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.