Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 2
___DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1976.
ERU TENGSL MILLISAKAMANNA OG
DÓMS- OG STJÓRNMÁLAKERFISINS?
— viðtal við utanríkisráðherra rif jast upp
Þrir fólagar skrifa:
Nú, þegar enn á ný kemst
upp um fjársvikamál, þar sem
leigubílstjóri nokkur kemur
helzt við Sögu með viðskiptum
sínum við fleiri en einn banka,
þá vaknar sú spurning hjá öll-
um almenningi, hvort ekki sé
grunur hans að verða að full-
vissu, sá grunur, að umtalsverð
tengsl séu milli þeirra saka-
manna, sem undanfarið hafa
verið mest í sviðsljósinu og
ákveðinna aðila i dómskerfinu
og stjórnmálakerfinu.
Öll meðferð mála, t.d. með
flutningi hins ákærða leigubíl-
stjóra milli lögsagnarumdæma
og ósammála ummæla ríkissak-
sóknara og yfirsakadómara um
hvar eigi að taka mál hans fyr-
ir, styðja þeniian grun, ásamt
fleiru.
En þótt almenningur sé oft
fljótur að gleyma, rifjast þó
upp fyrir mörgum viðtal eitt
mikið og stórt í sniðum, sem
Þjóðviljinn átti við utanríkis-
ráðherra og birtist í því blaði
hinn 25. sept. sl. og var um
viðskipti ráðherrans við fjár-
málastofnanir í landinu.
t þessu viðtali kemur fram
spurning blaðamanns til ráð-
herrans um það, hvort einhver
tengsl hafi verið milli ráðherr-
ans og umrædds leigubílstjóra.
En svar ráðherrans er þetta: „Á
milli okkar Guðbjarts Pálsson-
ar eru engin tengsl, hvorki fjár-
málaleg eða önnur."
Það er ástæða til að rifja
hluta þessa viðtals upp hér til
nánari glöggvunar.
„Þjóðviljinn: ■ Það hefur verið
saga, á kreiki, sem ég vildi
gjar'nan mega bera undir þig.
Sagan er á þá leið, að þegar þú
gegndir störfum sem banka-
stjóri Samvinnubankans hafi
bankinn haft viðskipti við
þekktan leigubílstjóra, sem
gengur undir auknefninu
„Batti rauði“. Sjaldan heyrir
Mikið var það „væmið“ að
hlusta á verkalýðsleiðtogana á
Alþýðusambandsþinginu um
daginn. Hér voru vissulega
slyngir menn á ferðinni sem
vissu hvað átti við til þess að
vinna atkvæði.
Það átti svo sem ekki að eyða
peningum í nein hátíðahöld
vegna 60 ára afmælis samtak-
anna, llkt og „auðvaldið" gerir
á slikum afmælum, nei, sussu
nei, slíkt samrýmdist ekki
verka (lýðs) hugsjóninni.
Ég held að hér hafi aðallega
bingað hinn svokallaði upp-
mælingaraðall, en ekki hinar
vinnandi, stéttir, verka-
lýðurinn, sem svo er nefndur,
enda fór ekki mikið fyrir álykt-
unum úr þeirri átt.
Það hefur um hríð verið talað
um hina lægst launuðu, og
sjálfsagt eiga þessir lægst laun-
uðu það skilið að laun þeirra
verði talsvert hækkuð, þvi það
er naumast hægt að ætlast til að
þeir sem lægst hafa launin geti
dregið fram lífið á sómasamleg-
an hátt.
Mér hefur oft dottið í hug
hvort þessir svokölluðu verka-
lýðsleiðtogar vilji í raun og
veru að þeir lægst launuðu fái
hærri laun. Ég held ekki,
annars væri búið að kippa þess-
um málum í lag.
Styrkur þeirra sem með
verkalýðsmál fara er, að mínu
maður nokkra skilgreiningu á
því í hverju viðskiptin hafi ver-
ið fólgin, en það fylgir sögunni,
að þau hafi átt sinn þátt í því að
þú hvarfst frá bankanum.
Síðan er það látið heita svo, að
fjármálatengsl hafi haldist
milli ykkar og leigubílstjórinn
sé viðriðinn ávísanahringinn.
Þar með er ekki langt í að
ályktað sé, að þú sért þar í
flokki.
Utanrikisráðherra: Ég vil í
fyrsta lagi segja það, að milli
okkar Guðbjarts Pálssonar eru
engin tengsl, hvorki fjármála-
leg né annars eðlis. Hitt er satt,
að þegar ég var bankastjóri í
Samvinnubankanum hafði
hann þar nokkur viðskipti. —
En bankinn tapaði ekki á þeim
viðskiptum. (Leturbreyting
okkar). Og um það, hvort ég
hafi látið af störfum í
Samvinnubankanum vegna við-
skipta við þennan mann er bezt
að spyrja bankaráðið. En ég tel
að það eigi ekki við rök að
styðjast. Ég var, þegar komið
var fram á árið 1963, orðinn
bæði alþingismaður og borgar-
fulltrúi, og vera það til viðbótar
þvi að stjórna vaxandi banka
var einfaldlega of mikið starf,
f.vrir mig að minnsta kosti.
Þjóðviijinn: — Og er það þá
meginástæðan fyrir því að þú
hvarfst frá bankanum?
Utanríkisráðherra: Það er
meginástæðan fyrir því að ég
létti af mér störfum í bankan-
um og var þarna, þar til ég varð
ráðherra, í svona minniháttar
störfum.
Þjóðviljinn: — Og þú vilt
meina að þarna hafi ekki verið
nein þau vafasöm mál á ferð-
inni sem urðu valdandi þessum
breytingum á starfsháttum?"
Utanríkisráðherra: — Nei,
ég vísa til bankaráðs um það.
Eg get ekki ætlazt til að fólk
trúi endilega mér, en ég vænti
þess að það trúi þeim yfirboður-
um, sem ég hef unnið hjá.“ —
Svo mörg voru þau orð.
Nú er ekki óeðlilegt, að fólk
spyrji. „Hvers vegna gefur ekki
bankaráð Samvinnubankans út
opinbert siðferðisvottorð til
góða f.vrir utanríkisráðherra, til
þess að hreinsa hann af þeim
óheillavænlega grun, að saka-
„maraþon-fundir" sem venju-
lega eru að lokum hverrar
kjarabaráttu-ráðstefnu sem
haldin er. Þá eru lokafundirnir
venjulega látnir vara heila nótt
og gott betur.
Að lokum er svo skrifað und-
ir, og hafa sumir ekki hugmynd
um, undir hvað er verið að
skrifa, eða hvað áunnizt hefur.
Allt er þetta sýndarmennska
nokkurra manna sem þurfa að
sýna hve mikinn áhuga þeir
hafa fyrir kjörum fólksins.
Maður sem er í sambandi við
vinnumálasambandið hefur
sagt mér, að margsinnis hafi
verið stungið upp á því, að
verkalýðssamtökin tækju sjálf
við því að ákveða sín kaup og
kjör, en slíkt vildu þau ekki
taka í mál, ég sel þetta ekki
dýrara en ég keypti.
Það er býsna erfitt að skipta
ágóða einnar þjóðar upp, svo
allir verði ánægðir, ég held að
slíkt verði aldrei hægt. Mestu
sósíalistar á Norðurlöndum og
jafnvel í Rússlandi (sjáifu)
hafa gefizt upp á þessum
„total“ sósíalisma sem eitt sinr.
var mikið trúaratriði á meðal
kommúnista.
Efnaðasta ríki Norðurlanda,
Svíþjóð, tókst þetta ekki, og
sósíalisminn i þvf landi hafði
nær riðið þvi að fullu.
Hvað þá með litla tsland?
Mér datt þetta (svona í hug.
Siggi. flug. 7877-8083.
menn eða fjármálasvikarar hafi
haft viðskipti við Samvinnu-
bankann, meðan utanríkisráð-
herra fór þar með völd, og að
þau viðskipti hafi ekki orðið
honum að fótakefli þar?
Eða hvað merkir í raun sú
setning, sem höfð er eftir utan-
ríkisráðherra í Þjóðviljanum
frá því í september, að
„Samvinnubankinn hafi ekki
tapað á viðskiptunum við
Guðbjart Pálsson“? — Var
ástæða til að ætla annað? —
Eða má túlka þessa setningu
sem svo, að Samvinnub.ankinn
hafi heldur en ekki grætt á við-
skiptunum við leigubílstjór-
ann?!!!
Slík og þvílík svör, sem hér
er vitnað til styrkja ósjálfrátt
þann grun fólks, að hreinlega
sé ekki allt með felldu innan
hinna opinberu fjárihálastofn-
ana, ekki sízt með tilliti til
ávísanamálsins margnefnda og
aðild bankanna að því máli.
Það er staðreynd, að grafið
hefur verið undan áliti almenn-
ings á dómskerfinu og réttar-
gæzlukerfinu, almennt talað,
með þeim grun, að í þessum
opinberu stjórnarstofnunum sé
spillingin ein alls ráðandi. —
Það er vandséð hve lengi al-
menningur líður það að ráð-
herrar séu bendlaðir við
stærstu afbrotamál sem upp
hafa komizt í landinu.
Auðvitað á dómsmálaráð-
herra að láta til skarar skríða
og krefjast tafarlausrar og
alvarlegrar rannsóknar, sem
fólk tekur mark á, gefa út sið-
ferðisvottorð fyrir utanríkis-
ráðherra, að svo miklu leyti
sem hann getur það, eftir að
vera sjálfur búinn að óvirða
dómskerfið í landinu með því
að mæta ekki sjálfur í réttarsal,
þegar hann var þangað boðað-
ur. — Hve lengi enn ætlar
forysta Sjálfstæðisflokksins að
láta sér slíkt lynda?
Hvaða
Gissurar
frelsuðu
Batta?
Þ.B. hringdi:
„Væri það ekki verðugt verk-
efni fyrir Dagblaðið að birta
nöfnin á hæstaréttardómurun-
um, sem stóðu að því, að
Guðbjarti Pálssyni (Batta
rauða) var sleppt úr gæzluvarð-
haldi? Ég hef verið að glugga í
hin blöðin og gat hvergi komið
auga á nein nöfn nema Þór
Vilhjálmsson.
Þar sem fyrirsiáanlegt er að
þessir menn komast á spjöld
íslandssögunnar vegna aðgerða
sinna, finnst mér réttmætt að
við, sem landið byggjum, eigum
heimtingu á að vita, hverjir
þessir Gissurar eru, sem stóðu
að frelsun Guðbjarts."
— Þess má geta að nöfn
þeirra dómara sem ógiltu
gæzluvarðhaldsúrskurðinn
voru birt í flestum dagblöðum
21. desember sl„ en hér eru þau
aftur, til frekari áréttingar:
Ármann Snævarr, Benedikt
Sigurjónsson, Björn Svein-
björnsson, Logi Einarsson og
Þór Vilhjálmsson, en hann var
sá eini sem greiddi atkvæði á
móti.“
Uppmælingaraðallinn þingaði
viti, að halda mönnum niðri, verið að berjast fyrir hag
telja þeim trú um að sífellt sé þeirra, það sýna hinir löngu
„Styrkur þeirra sem með verkalýðsmál fara er að mínu viti að
halda mönnum niðri, telja þeim trú um að sifellt sé verið að berjast
fyrir hag þeirra, það sýna hinir löngu „maraþonfundir“, sem
venjulega eru að lokum hverrar kjarabarátturáðstefnu sem haldin
er.“