Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 11
DACiBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBP'R 1976.
Kjallarinn
Kristján Friðriksson
Sturlungaöld ó miðunum
Með því að hafa flotann of
stóran, myndast keppni milli
fiskimannanna um fiskinn —
þann sem þó niá veiða. Þessi
keppni er feikilega kostnaðar-
söm fyrir þjóðarbúið. Fiski-
mennirnir berjast um fiskinn,
með sífellt dýrari og dýrari
skipum og veiðarfærum. Eins-
konar Sturlungaöld hefur skap-
ast á fiskimiðunum. Og lái fiski-
mönnum hver sem vill, þó þeir
freistist til að drepa hálfvaxinn
fisk. Fiskimenn eru nauðugir
þvingaðir út í smáfiskadrápið.
Sökin er annarra. Kem að því
síðar.
Núverandi friðanir eru
misheppnað kók
Nokkur svæði hafa þegar
verið friðuð alveg fyrir togveiði
og dragnót. Þessi svæði eru
með ströndum fram, umhverfis
Kolbeinsey, nokkrum fjörðum
hefur verið lokað og allstórt
uppeldissvæði fyrir Norðaust-
urlandi hefur verið friðað á
sama hátt. Einnig fyrir vestan.
Þetta kemur auðvitað að ofur-
litlu gagni — einkum til vernd-
unar fyrir hinn allra smæsta
fisk, og er því til bóta. Sömu-
leiðis er aukin möskvastærð til
bóta.
En nú bið ég þig taka vel
eftir, Ölafur. Á þeim svæðum,
þar sem friðunar 'nýtur, verður
fiskhaginn (ætiskilyrðin) lak-
ari heldur en utan við.
Þessvegna leitar fiskurinn út
af friðunarsvæðunum. Lendir
þar í vörpum togaranna og er
veiddur sem smáfiskur eða
hálfvaxinn fiskur, jafnvel koð.
Þessvegna dugar ekkert annað
en að friða mjög stór svæði. Það
á að friða öll uppeldissvæðin
fyrir öllum þeim veiðarfærum,
sem geta verið smáfiski og hálf-
vöxnum fiski hættuleg. Ekkert
minna dugir til að ná fullri
nýtingu út úr fiskveiðunum.
Minni veiðifloti dugar
55 þús. lesta floti veiddi 1958
173 þús. lestir í harðri sam-
keppni vió útlendinga.
Ef þú efast um það Ólafur, að
45 þúsund lesta floti geti veitt
allan þann fisk sem hagkvæmt
er að veiða nú, þá bið ég þig að
kynna þér reynslu fyrri ára t.d.
áranna 1953 til 1960. Aflamagn-
ið þá var yfirleitt á 5. hundrað
þúsund lestir, þótt þá væri veitt
í samkeppni við útlendinga.
Trúir þú því virkilega, Ólaf-
ur, að ef tryggt yrði, með veiði-
takmörkunum á uppeldisfiskin-
um, að 40 þús. lesta floti við
Suður- og Vesturland gæti ekki
yfir allt árið, veitt 400 til 600
þús. lestir — með þeirri veiði-
tækni, sem nú er fyrir hendi, ef
nógur fiskur væri, eins og
verða mundi á tveim til fjórum
árum eftir að smáfiskadrápinu
yrði hætt.
Þessum flota yrði að tryggja
fyrirfram að ekki veiddu önnur
skip á þessu veiðisvæði, þ.e.
svæðinu sunnan og vestan við
land frá Eystra-Horni að
Straumnesi. Þú veist vel, ef þú
hugleiðir málið, að þetta yrði
leikur einn. Sjómönnum gæti
fækkað úr5000í 3500, en fólk-
inu, sem ynni við nýtingu
aflans í landi mundi fjölga tals-
vert vegna stóraukins
fiskimagns — og e.t.v. þyrfti að
stækka( eitthvað fiskmóttöku-
>töðvar á Suðurlandi, og þó
einkum á Vesturlandi og Vest-
fjörðum.
Mikil gróska mundi verða í
sjávarbyggðum á þessu svæði.
Þá yrði líka hægt að greiða sjó-
mönnum sæmandi kaup — og
útgerð þessa takmarkaða flota
yrði mjög vel tryggð fjárhags-
lega, og þessi útgerð ætti
auðvelt með að greiða auðlinda-
skattinn.
Síðar mun ég svo víkja að
því, hvernig auðlindaskattinn
mætti innheimta — og hvernig
honum yrði varið, þannig að
með því framlagi bættist góður
skerfur við þá milljarðatugi,
sem ég áður er búinn að reikna
út.
Ástæður til þess, að ég
nefndi í upphafi aðeins 60
milljarða, voru tvær. Önnur sú
að auðvitað getur mér skeikað í
útreikningum og þvi betra að
hafa vaðið fyrir neðan sig. Hin
ástæðan var sú, að ég hélt
kannski, Ólafur, að lexían yrði
of þungmelt fyrir þig, ef ég
nefndi ótrúlegar tölur strax í
byrjun.
Þinn Kristján Friðriksson
iðnrekandi.
EKKIBARA
RAUNSÆI
FvliM,ol<arn"
Hof ValHis Oskarsdóttir
HófunHur mymislirnytti oq qaf út, Reykjavík
1976
Það lá við að ég væri orðin
úrkula vonar um að fá íslenzka
barnabók. sem fjallaði um ann-
að en raunsæislega lýsingu á
hversdagslífi forskólabarna.
svo mjög halu íslenzkir barna-
bókahöfundar hélgað sig þeirri
grein barnabókmenntanna
undanfarin ár. Og ekki lasta ég
það.út af fyrirsig.En ég er bara
með þeim ósköpum. eins og
margt ófrumlegt fólk með báða
fætur á jörðinni, að ég hef mun
meiri þörf fyrir skáldskap sem
eitthvert hugarflug og lyfting-
ur er i. Hitt get ég miklu meira
hjálpad mér með sjálf, bæði
hvað varðar mig sjálfa og börn-
in mín.
Bók Valdísar. Fýlupokarnir.
er svo sannarlega engin raun-
sæissaga. Ilún gerist í heimi
örsmárra v'era sem heita fýlu-
pokar. Strax á fyrstu blaðsíðu
eru fýlupokarnir kynntir.
„Nei ég bjóst heldur ekki við
að þið vissuð það en ég skal
segja ykkur. að við Séstvalla-
götu búa fýlupokarnir. Aragrúi
af fýlupokamömmum. fýlu-
pokapöbbum og fýlukrílum.
Þar búa líka fýlupokafrænkur
og fýlupokafrændur. Meira að
segja fýlupokaömmur og fýlu-
pokaafar.”
Heimur fýlupokanna tengist
að vísu hinum hversdagslega
mannheimi. þvi hlutverk þeirra
í lífinu. eins og þeir skilja það
a.m.k.. er að koma sem flestu
mannfólki í vont skap. En það
gera þeir nteð því að koma sér
fyrir í munnvikum fórnardýr-
anna. og toga þau svo niður á
við. I.ýsing höfundar á fýlu-
pokamömmu og krílunum
hennar er i senn frumleg og
skemmtileg. T.d. er mamma
fýlupoki. poki i bókstaflegum
skilningi. og á morgnanna þeg-
ar mál er að vakna hristir hún
krílin út úr pokanum. Krílin
eru níu og heita: Hnebbi. Púsi
Asla. Ingólfur. Frabbi. Míndra.
Fúbbi. Alexander og Svúnki.
Fyrir minn smekk hefðu krilin
annaðhvor! þurft að vera færri.
eða kerl'i í nafngiftinni, því
mér gekk afar illa að halda
þeim aðskildum i huga mér.
Ilöfundi tekst heldur ekki á
neinn annan máta. að gera þau
nægiiega aðgreind. T.d. með
þvi að draga upp týpur. eða fá
þeim ákveðin hlutverk og veik-
ir þetta söguna. Mun ég víkja
að því síðar. Samtöl eru mörg
vel gerð og sumar skoðanir
skemmtilegar og ekki alveg
eins og við eigum að venjast.
Um hlutverk fjöiskyldufeðra
hefur mamma fýlupoki þetta að
segja.
„Af hverju getum við ekki
átt pabba. sem gerir allt. spurði
Fúbbi. Þá gætum við barasta
leikið okkur allan daginn
Puff pabba. segir mamma
fýlupoki. Til hvers? Þáþyrftiég
einungis að þvo meiri þvott.
stoppa i fleiri gii! og elda meiri
mat. Það væri nú samt gaman,,
að geta leikið sér allan daginn
sagði Fúbbi. Rugl. sagði
mamma fýlupoki. Þið yrðuð að
aumingjum ef þið lékuð ykkur
allan daginn. "
Heimur fýlupokanna tengist
mannheimi vegna hins undar-
lega hlutverks, sem þeir gegna
þar. Sú tenging er erfið
viðl'angs, fyrir margra hluta
sakir, t.d. vegna stærðarhlut-
l'alla. Þarna l'innst mér ekki
nógu vel lakast til og eílaust
hel'ði verið hægt að fella þetta
betur saman. Þetta er galli, því
þess verður að gæta 1 sögum
fyrir börn. að innri lögmál
sögúnnar raskist ekki. Þ\i þótt
börn geti hilgsað sér all!
mögulegt og ómögulegt og séu
hugmyndrík i meira lagi. eru
þau líka kröfuhörð um að
reglur leiksins séu haldnar og
samræmis sé gætt í frá-
sögninni. Sérstaklega fannst
mér ekki trúverðugt hvernig
krilin komust leiðar sinnar og á
og af fólki.
Sagan segir frá einum degi í
ævi þessarar fýlupokaf.jöl-
skyldu. og frá heimsókn
krilanna i I'lölbýlishús. Með því
aðfylgjastineð athöfnurn þeirra
þar og viðbrögðum fólksins.
fáum við kjörið tækifæri til að
sjá mannlífið frá heldur nýstár-
legu sjónarhorni. Reyndar
finnst mér höfundur ekki nýta
þetta tækifæri sem skyldi. því
víða er konrið við. Hér hefði
betur farið á því að krílin hefðu
verið færri og hverju atviki
gerð meiri skil. Fýlupokarnir
rötuðu í margt þennan dag og
ekki allt þægilegt. Afdrifa-
ríkast fyrir framtíð þeirra og
e.t.y. mannfólksins yfirleitt var
að þeir lentu í ryksugu, sem
kenndi þeim að helga líf sitt
öðru hlutverki. Nefnilega að
koma fólki í gott skap. Það
hafði þeim bara aldrei dottið í
hug.
Að lokuni. Þetta er skemmti-
leg bók. sem höfðar til
ímyndunarafls og kímnigáfu.
Hún minnti mig á hið sígilda
ævintýra um Karíus og Baktus.
Mér hefði þótt sagan
skemmtilegri (betri?), ef ekki
hefði verið komið svo viða við
og betur unnið úr ýmsu sem
aðeins var tæpt á.
Bókin er m.vndskreytt af
höfundi. Myndirnar eru
yiðvaningslegar. en samt eru
þær svo sannarlega gæddar ein-
hverju. sem höfðar til barna.
Það hef ég sannprófað.
A
Bók
menntir
halda því fram, að Aibanía
ástundi „einangrun“ sem eitt-
hvert markmió\sjálfu sér. Enn
fráleitari er sú staðhæfing að
Albanir treysti eða hafi treyst á
Kínverja til að sjá sér fyrir
nauðþurftum. Sú aðstoð sem
Kína hefir veitt Albaníu gegn-
um árin hefir verið veitt og
þegin með það fyrir augum að
gera Albaníu sem fyrst fært að
standa á eigin fótum. Gagnstætt
,,hjálp“ Vesturlanda til hinna
vanþróuðu landa eða ,,hjálp“
Sovétríkjanna til A-
Evrópulanda o.fl., sem i báðum
tilfellum miðar að því að brjóta
niður sjálfstæðan efnahag þess-
ara landa hinu „hjálpandi“
landi i hag („hjálp með skilyrð-
um“), þá miðar Kína sína
aðstoð við það markmið að gera
þessi lönd fær um að vera sjálf-
stæð gagnvart heimsvalda-
ríkjunum.
Grundvallaratriði í samskipt-
um Albaníu við önnur ríki er,
að báðir aðilar byggi á jafnrétti,
virði sjálfráðarétt og landa-
mæri hvors annars, blandi sér
ekki I innri mál hvors annars og
hafi gagnkvæman hag af sam-
skiptunum. Albanía vill hafa
samskipti við velílest ríki
heims á grundvelli þessara
fimm atriða. Þar eru þó risa-
veldin tvö, Sovétríkin og
Bandaríkin, algerar undan-
tekningar og eru Albanir
óþreytandi til að benda þjóðum
heims á þá hættu sem stafar af
yfirgangs- og stríðsstefnu þess-
ara tveggja risavelda.
Það er alveg rétt hjá H.P. að
Albanir virði Stalín mikils og
telji hann hafa leitt sósíalíska
uppbyggingu í Sovétríkjunum.
Þeir eru ekki einir um þessa
skoðun — þetta er einnig við-
horf Kínverja, svo og marx-
Kjallarinn
Þorgrímsdóttir
lenínista og framsækins fólks
um víða veröld. Þegar Krúsjoff-
klíkan náði völdum í
Sovétríkjunum 1956 gerbreytt-
ist pólitík sovéska flokksins og
m.a. framkoma Sovétríkjanna í
garð Albaníu. Reyndi Krjúsjeff
með öllum ráðum að fá Albani
til að hætta við að iðnvæða land
sitt og byggja upp sósíalismann.
Á alþjóðlegu þingi
kommúnistaflokka, sem haldið
var í Moskvu 1960, gagnrýndi
Enver Hoxha sovéska flokkinn
og hvatti hann til að snúa við
áður en fyrsta sósialíska ríki
heims breyttist I auðvaldsríki
af nýrri gerð. Hið sama gerðu
Kínverjar. Svar Sovétríkjanna
kom árið eftir, þegar þau slitu
stjórnmálasambandi við
Albaníu, riftu öllum samning-
um um viðskipti og aðstoð og
kölluðu alla sovéska borgara
heim frá Albaníu. Það voru því
Sovétrikin sem slitu sambandi
við Albaníu en ekki öfugt og
reyndar er vandséð hvað
Dagblaðinu gengur til að gerast
málpípur Kremlverja í þessu
máli. Nema skrattinn þekki
sína!?
Enn fremur eru fullyrðingar
um, að Albanir líti á Júgóslavíu
sem annan sinna verstu fjand-
manna algerlega ósannar.
Enver Hoxha fór mjög vinsam-
legum orðum þetta nágranna-
ríki i ræðu sinni á 7. flokks-
þinginu og sagði m.a. að Alban-
ir myndu styðja Júgóslavíu
gegn ásælni stórvelda. Albanía
hefirfuli stjórnmálasamskipti
við Júgóslavíu.
Þá eru það samskipti
Albaníu og Kína og trölla-
sögurnar um „yinslit” land-
anna. Albanía og Kína eru tvö
sósíalísk ríki. Vinátta þeirra og
samheldni hefir styrkst í sam-
eiginlegri baráttu gegn endur-
skoðunarstefnu og yfirgangi
Sovétríkjanna og leppa þeirra.
Hvorugt ríkjanna hefir hvikað
frá stefnu sinni í því efni né
öðrum og því ekkert tilefni til
„vinslita“ eða ágreinings. Ég
varð sjálf margoft vitni að því
hve vinátta og virðing Albana i
garð Kínverja á sér djúpar ræt-
ur. Enn siður hafa hin nýju
stjórnvöld í Kína breytt afstöðu
sinni — þingingu bárust inni-
legar kveðjur og árnaðaróskir
frá Kínverska flokknum, undir-
ritaðar af Hua Kuo feng for-
manni og var þeim ákaft fagnað
af þingfulltrúum og albanskri
alþýðu. Sögurnar um „vinslit"
og ósætti Albana og Kínverja
eru enda komnar frá óvinum
þessara ríkja í austri og vestri.
sem hyggjast sundra samstöðu
þeirra með rógburði og lygum.
Eru slíkar tilraunir engin ný
bóla og verða tæpast árangurs-
ríkari nú en áður.
Að lokum þetta: í Albaníu er
annars konar ríkisvald en hér á
Islandi. Þar eru völdin í hönd-
um hins vinnandi fjölda, sem
hefur lögbundið eftirlit með
allri stjórnsýslu í gegnum kosn-
ar vinnustaðanefndir. Enver
Hoxha er einn forystumanna
Albana. Hann er mjög virtur í
landi sínu, bæði fyrir leiðandi
starf sitt í þjóðfrelsisstríðinu og
fyrir gagnmerkt starf sitt í
flokknum og að uppbyggingu
sósíalismans. Hann er hvorki
einvaldur né heldur dýrkaður á
nokkurn hátt. Enda lítill jarð-
vegur fyrir einræði í landi þar
sem hver fullorðin manneskja
er vopnuð og hefur fengið
þjálfun 'í vopnaburði:
harðstjórar yrðu því tæpast
langlífir!
'Alþýðuvöldin tryggja raun-
verulegt lýðræði, t.d. var hin
nýja stjórnarskrá landsins
rædd á yfir einni milljón
funda: á öllum vinnustöðum,
búum, skólum og félagasamtök-
um. Enn fremur er virkt eftirlit
með leiðandi mönnum, þannig
eru t.d. nýafstaðnar hreinsanir
úr miðstjórn og efstu lögum
Flokks Vinnunnar ekkert
,,valdatafl“, heldur fjöldaað-
gerð þar eð menn þessir reyndu
að nota aðstöðu sína til að vinna
gegn hagsmunum fólksins.
Bæði verkamenn, bændur og
menntamenn, sem tóku til máls
á flokksþinginu, töluðu um
skemmdarverkastefnu þessarra
rnanna og komu með dæmi unt
starfsemi þeirra.
í Albaníu er launamunur lit-
ill og fer minnkandi. Þar borga
menn 5—10% launa í húsa-
leigu. enga skatta, ein daglaun i
dagvistargjöld barna, 5falt
minna fyrir mat o.s.frv. Laun
fyrir 40 stunda vinnuviku gera
gott betur en að duga fyrir
nauðþurftum. Öll félagsþjón-
usta er þar ókeypis og fjöldi
fólks I æðri skólum stenst fylli-
lega samanburð við „velférðar-
ríki“ eins og t.d. Sviþjóð. Konur
taka fullan þátt í öllum störfum
þjóðfélagsins, enda öllum börn-
um tryggð pláss á barnaheimil-
um og stöðugt unnið að auknu
jafnrétti á heimilum. Unglinga-
vandamál óþekkt fyrirbrigði.
Albanir hafa lagt aherzlu á að
byggja upp almenningssam-
göngur og einkabílar eru vart
eða ekki til. Mér varð starsýnt á
umferðina í höfuðborg
Albaníu, Tirana. Þar átti fólkið
göturnar, en almenningsvagnar
og flutningabílar smeygðu sér á
milli og þeyttu flautur til þess
að komást leiðar sinnar. Borgin
er sérlega hreinleg og fólk glað-
vært og vingjarnlegt. Því miður
gafst mér lítið tækifæri til að
skoða mig um utan Tirana, en
það sem ég sá, benti til óvenju-
legrar fegurðar þessa litla og
fjöllótta lands. Mætti margur
lesandinn hafa Albaníu í huga
fyrir næsta sumarfrí — sumrin
þar syðra eru hlý og sólrík, bað-
strendur góðar og þjóðlíf allt
afar áhugavert.
Ég vil að endingu vona, að
grftinarkorn mitt hafi bætt
nokkuð úr „fréttaskorti"
Dagblaðsins frá „landinu
lokaða". en lesendum bendi ég
á Menningartengsl tslands og
Albaníu og að sjálfsögðu
Einingarsamtök kommúnista
(m-1). vilji þeir afla sér frekari
fróðleiks um stórmerka sögu
þessa lands.
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
starfsstúika.
/V