Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. DESEMBER 1976. 23 Sjónvarp í kvöld kl. 22.20: Jólaskemmtiþáttur Julie Andrews tekur á móti skemmti- Julie Andrews á sér fjöl- marga aðdáendur hér á landi en bíómyndir hennar hafa ver- ið sýndar í kvikmyndahúsum hér. Má þar nefna bæði Sound of Music og Mary Poppins, sem liklega flestir, ef ekki allir landsmanna hafa séð. Julie var sviðsleikkona áður en hún fór í kvikmyndirnar og gat sér mikinn og góðan orðstír þegar hún fór með hlutverk Elizu Doolittle í My Fair Lady þegar leikritið var sýnt á Broadway. Þegar ákveðið var að gera kvikmynd eftir söng- leiknum þótti mörgum súrt í brotið fyrir Julie að fá ekki hlutverk Elizu. En kvikmynda- fyrirtækið treysti ekki ungri og óreyndri leikkonu fyrir svo veigamiklu hlutverki á hvíta tjaldinu og valdi Audrey Hepburn í stað Julie. Söngur Julie Andrews er leik- andi léttur og hún þ.vkir einnig góð leikkona. Þarna er hún ásamt einum gesta sinna. Jimm.v Stewart. legum gestum í kvöld er jólaskemmtiþáttur Julie Andrews á dagskrá sjón- varpsins kl. 22.20. Margir góðir gestir koma í heimsókn til hennar, þau Peggy Lee, Peter Ustinov, Second Generation, karlakór frá Wales og fleiri. Skemmtiþátturinn i kvöld er fimmtíu mínútur. Þýðandi er Svala Hannesdóttir. A.Bj. ^ Sjónvarp Mánudagur 27. desember 20.00 Fróttir og veður 20.30 Auglýtingar og dagskrá. 20.40 Aladdín eöa Töfralampinn. Danskt ævintýraleikrit eftir Adam Oehlenschlager. 2. þáttur. Þýöandi Jón O. Edwald. (Nordvision—Danska sjónvarpið). 21.55 Genesaretvatn. Mynd frá söRuslóóum biblíunnar vió Genesaret- vatn. Rifjaðir eru upp atburðir tengd- ir þeim. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 22.20 Jólaskemmtiþattur Julie Andrews. Gestir Julie Andrews eru Peggy Lee, Peter Ustinov. Second Generation og karlakór frá Wales. Þýðandi Svala Hannesdóttir. 23.10 Dagskrárlok. -----Nei. það er heldur ekki þessi...! ©P1B Útvarp kl. 22.45 í kvöld: Sótti f jársjóð til Vestmannaeyja Sagt frá vertíðum fyrir rúmri hálfri öld sig í dag. Nú ér hægt að komast frá Norðurlandi til Eyja á ein- um degi, miðað við að ekki sé flugveður og þurfi að taka Herjólf. En þegar Þorleifur var á ferðinni fyrir hálfri öld tók það hann rúmar tvær vikur. Hann lagði af stað frá Akureyri með skipi til Austfjarða þar sem hann komst í saltfisk- flutningaskip. Því hlekktist á í ofviðri en komst svo loks til Reykjavíkur þar sem Þorleifur varð að bíða enn í nokkra daga þangað til hann loksins komst á leiðarenda. Þorleifur er nú sjötíu og sex ára gamall og dvelst á elliheimilinu á Akureyri. -A.Bj. Ég sótti fjársjóð til Vest- mannaeyja nefnist samtals- þáttur, sem er í útvarpinu í kvöld kl. 22.45. Þá ræðir Gísli Helgason við Þorleif Ágústs- son, fyrrum yfirfiskimats- manna á Norðurlandi eystra. Þorleifur segir frá vertíðum í Vestmannaeyjum fyrir rúmri hálfri öld, en þá var hann vertíðarmaður í Eyjum. Þor- leifi fannst hann sækja svo mikla verkmenntun og reynslu til Eyja að hann hefur álitið það'einn mesta fjársjóð sem hann hefur komizt yfir. Segir Þorleifur frá því hvernig hann komst fyrst til Kyja en það er mjög ólíkt þvi sem slfkt ferðalag gengur fyrir COMNMGIN Frá mér til þin. pabbi. svo ad é« tfeti átt mitt dót í friói í framtídinni...

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.