Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. DESEMBER 1976. Lífíd gekk sinn gang um jolm Fréttir jólanna báru þess glögg merki, að þrátt fyrir jólin gekk lífið áfram sinn vana- gang. Okkur bárust fréttir af hörmungum og áhyggjum víðs vegar að úr heiminum, og óvissu um hvað komandi ár, 1977, beri í skauti sér fyrir heim umvafinn stjórnmála- og efnahags- legum vandamálum. Að minnsta kosti 55 manns fór- ust í flugslysi í Thailandi, þar sem egypzk farþegaflugvél fórst. Flestir hinna látnu voru Egyptar. Og á Rauðahafinu leituðu björgunarsveitir að ekki færri en tuttugu og fimm pílagrímum, sem menn álitu að hefðu komizt lífs af þegar eldur kom upp í skipi þeirra svo það sökk á skömmum tíma. Skipið var skráð í Egypta- landi. En í Líbanon, þar sem vopnahlé hefur nú verið í gildi í fjörutíu daga, héldu kristnir menn jól í friði eftir nítján mánaða grimmd- arlega borgarastyrjöld. t hópi hinna bjartsýnu var húsmóðir í Beirút sem sagði: „Það er eins og lífið sé að byrja á ný.“ I Evrópu miðri þyrptust ætt- ingjar og vinir þúsundum saman skir hermenn viðbúnir hugsan- legum aðgerðum arabiskra skæruliða. Annars staðar í ísrael var stjórnmálaástandið ofarlega í hugum manna eftir afsögn Yitzhaks Rabins forsætisráðherra skömmu fyrir jól. Kosningar verða í ísrael eftir fjóra mánuði. Rom: Þúsundir pílagríma flykktust til Péturstorgsins í Róm til að heyra Pál VI. páfa hvetja mannkynið til að virða mann- gildishugsjónir kristninnar. Þetta var árlegt ávarp páfa til heims- byggðarinnar og virtist hann ald- urhniginn og veikbyggður. Madríd: Skugga bar á jólin vegna háværrar umræðu um handtöku kommúnistaleiðtogans Jól voru víða haldin í Sovétríkjunum, þótt ekki væri það með þátttöku stjórnvalda. Meðal þess sem hressilégast er i jólaundirbún- ingi íbúanna í Cherepovets í Vogoda-héraði, er að baða sig i vök í isnum. Sá gamli með skeggið, sem heldur í jóiatréð, er ekki jólaveinn. á milli Austur- og Vestur- Þýzkalands til að vera saman á jólum. Jólin voru fjölbreytileg og yfirleitt friðsamleg. Undir niðri var þó víða spenna. Santiagos Carriios og nýleg pólitisk mannrán, sem einnig hafa orðið til að setja svip sinn á iausn Spánar úr viðjum Franco- tímans. Betlehem: Fornir söngvar Fransisku-munkanna og sálma- söngur kóra frá mörgum löndum setti mark sitt á jólahaldið 1 fæð- ingarborg Krists. Talið er að aldrei hafi fleiri verið viðstaddir jólahátiðina í Betlehem. Mióaust- urlandaspennan var þó ekki langt undan; í bakstrætum voru ísrael- Beirút: t höfuðborg Lfbanons var jólum heilsað með riffilskotum. I þetta skipti þó ekki á milli bræðra, heldur upp í loftið i virðingarskyni vegna fæð- ingar Krists. Glitrandi jólatré og söngur prestanna var alger and- stæða jólanna i fyrra, þegar fjöldi fólks var veginn og borgin nötraði af skothriðinni. 'm Jólamarkaður i Beirút, höfuðborg Líbanon, þar sem jólahátiðin fór fram i fremst á myndinni var hinn ánægðasti með leikföngin og jólatréð, sem stendur I friðsemd. Sölumaðurinn tunnu fyrir aftan hann. Moskva: Af opinberri hálfu voru engin jól í Sovétríkjunum. Fjölmiðlar skýrðu frá því að á Vesturlöndum væri fólk of hlaðið áhyggjum vegna efnahagshörm- unganna til að geta haldið jól. t blaði einu í Moskvu var birt mynd af bandarískri konu með tvö börn sín. Blaðið sagði að konunni hefði verið hent út úr íbúð sinni með börnin á aðfangadagskvöld þar sem hún hefði ekki staðið í skil- um með leiguna. Buenos Aires: Að minnsta kosti fjórar herforingjastjórnir (eða stjórnir sem herinn styður) í Suður-Ameríku slökuðu örlitið á stefnu sinni gagnvart stjórnmála- föngum þegar jólin nálguðust og létu nokkra lausa. Bæði í Chile og Lima í Perú var útgöngubann á kvöldin og setti það svip sinn á hátíðahöldin. Sameinuðu þjóðirnar: Embættismenn og fulltrúar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York flúðu margir stórborgina til að njóta sumars og sólar sunnar í álfunni. Meðal þeirra var Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri, sem orðinn er þreyttur eftir erf iða fundi í samfellt þrjá mánuði. Þeir hefjast á ný skömmu eftir áramót. Budapest: Leiðtogar kommúnistaflokksins og stjórnar- innar skoruðu á þjóðina um helg- ina að leggja meira 'að sér við vinnu og sýna ýtrasta sparnað til að leysa þá efnahagsörðugleika, sem við Ungverjum blasa. SeOUl: Rúmlega þrjú þúsund pólitískir fangar voru látnir laus- ir í Suður-Kóreu í tilefni jólanna. Meðal þeirra voru 287 fangar, sem enn hafa ekki náð iögaldri. Nýja-Sjóland: Mikii fióð i vikunni fyrir jólin settu sinn svip á hátíðahöldin í höfuðborginni Wellington og nágrenni hennar. Mikill fjöldi manna missti heimili sín í flóðunum og margir aðrir eiga um sárt að binda. En jól voru haldin og reynt að gera það bezta fyrir alla. Ástralía: Frá Sydney bárust þær fréttir að jólin væru haldin á hefðbundinn hátt, en landsmenn væru þó órólegir undir niðri vegna óvissunnar um stöðu efna- nagsmálanna. Þeir hafa ekki enn, að sögn„fylliiega áttað sig á gildi aógerða á borð við 17,5% gengis- lækkun gagnvart dollar nýlega. og kvíða árinu 1977. London: Elizabeth Englands- drottning fór lofsamlegum orðum um Friðarþreyfingu kvenna á Norður-Irlandi í jólaávarpi sínu til þjóðarinnar. Friðarhreyfing- una stofnuðu tvær konur á blóð- ugum götum Belfast fyrir þremur mánuðum. Brezka ríkisútvarpið (BBC) Santiago Carriilo, leiðtogi spánskra kommúnista, hefur nú verið tekinn fastur og verður leiddur fyrir rétt, enda afþakkaði hann boð um útlegð. Carrillo er orðinn heimavanur i fangelsum Spánar. Bensín á bíiinn er orðið svo dýrt á Ítalíu. segir í texta með þessari mynd frá Róm. að það er gefið i jólagjöf. Jólasveinninn er heidur torkennilegur. — með arabiskan túrban í stað jólasveinshúfunnar. beindi útsendingu sinni til norð- anverðrar Eþiópíu. Ung stúlka las orðsendingu til skæruliða þar, sem halda systur hennar, mági og tveimur börnum f gíslingu, og grátbað þá að láta fangana lausa um jólin. Salt Lake City: Gary Gilmore, morðinginn dauðadæmdi, sem á að deyja 17. janúar, eyddi síðustu jólum sínum í einangrunarklefa. Gilmore, sem óskað hefur eftir því að fá að „deyja eins og mað- ur“ í refsingarskyni fyrir morð, fékk hefðbundinn amerískan jólamat í klefann sinn. PoriS: Lögreglan var önnum kafih um helgina við að leita að dularfullum morðingja fyrrum ráðherra, Jean de Groglie prins, sem skotinn var til bana á götu í París á aðfangadagskvöld. Gleðilegra var að iðrandi þjófur skilaði vörum að verðmæti 1,5 millj. kr„ sem hann hafði stolið úr kjörbúð fyrir tveimur mánuðum. Það kostaði þjófinn 4500 krónur að skila vörunum f pósti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.