Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. DESEMBER 1976. 15 Ferðast með pompi og pragt til Monte Carlo DÝRT HVERT KÍLÓIÐ Þessi hundur. sem er af kinversku 'nundakyni. er ekki beinlinis ætiaður sem varðhundur. Til þess að þjóna þeim tilgangi er hann of smavaxinn. Þrátt fyrir að hann komi ekki að gagni við gæziu bús og barna er hann injög vinsæll meðai hundavina. Þessi tegund er mjög sjaldgæf og þar af ieiðandi mjög dýr. Aðeins fáir slíkir hundar eru til á Norðurlöndum. Fólki þar hrýs kannski hugur við að kaupa slíkan hund — hann kostar einar litlar 200.000 — 250.000 krónur. Hundurinn vegur oftast ekki meira en 2.5 kíló. svo það er dýrt hvert kíióið. Fékk einn dropa tilíhafið Að öllu má nú hlægja. Lucille Ball hringdi til lögreglunnar um daginn þegar hún sá aðtveirungir menn voru í óða önn að stela hjóP börðum undan bílum á bíla- stæði. Það vakti mikinn aðhlátur manna þegar hún fékk senda 15' dollara frá tryggingarfyrirtæki einu, sem umbun fyrir afrekið, en Lucy Ball er talin ein auðugasta kona Bandaríkjanna. lá henni á að fara heim, því hún vildi ólm skella sér í næturklúbb, en hann var áfjáðari í að komast í bólið. Að lokum sáu gestirnir hvar hann fleygði 10 dollara seðli í gólfið fyrir framan hana og sagði: „Hérna hafðu þetta fyrir leigubíl.“ Og' þar með var hann farinn. Þessi tígulegi fill spásserar þarna á hafnarbakkanum i Osló Léleg sjón það! 1 bandaríska dagblaðinu New York Times var eftirfarandi skop- saga birt fyrir skömmu: Aðdáandi danska grínistans Victor Borge mætti honum eitt sinn á götu og varð þá að orði: „Heyrðu! Ert þú ekki Victor Borge?“ „Það veit ég svei mér ekki,“ svaraði Borge um hæl, „ég sé nefnilega svo illa án gler- augna.“ Victor Borge. Væri gott að fá að ráða einu sinni „Ég gæti svo sem vel hugsað mér að leika hlutverk þar sem ég gerði ekki annað en koma fram í fínum, klæðskerasaumuðum föt- um og drekka Vermút. Ég gæti jafnvel hugsað mér að fá að ráða hvað ég leik. En því miður, —hingað til og líklega hér eftir, virðast aðrir þurfa að ráða því eins og öðru.“ Þetta er haft eftir leikaranum Charles Bronson sem þekktur er fyrir hálfruddaleg glæpahlutverk og annað slíkt á hvíta tjaldinu. ásamt eiganda sínum og þjálfara, Arne Arnardo. Þeir hyggjast taka sér ferð með „Haraldi krónprinsi", til Kiel í Þýzkalandi, en þaðan liggur leið- in til Monte Carlo. Þar eru þeir boðnir á árlega sýningu sem Rainer fursti efnir til og býður til hennar öllu bezta sirkusfólki í heimi. Lucy Ball. Fleygði fénu að fótum hennar Þeir gestir sem voru viðstaddir opnun á Cooper-Hewitt safninu í New York fyrir skömmu, urðu vitni að heiftarlegu rifrildi milli Lee Radziwill, prinsessu og systur Jackie Onassis, og vinar hennar, lögfræðingsins Peter Tufo. Ekki Lee Radziwill. Umboösmenn Aðalumboð, Suðurgötu 10, sími 23I30 Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, sími 13665 Hreyfill bensínsala, Fellsmúla 24, sími 85632 Versl. Straumnes, Vesturbergi 76, sími 72800 Félagið Sjálfsvörn, Reykjalundi, Mosfellssveit í Reykjavík og nágrenni Borgarbúðin, Hófgerði 30, sími 40180 Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16, Garðahreppi, sími 42720 Sigríður Jóhannesdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, sími 50045. Happdrœtti >

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.