Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 5
DACBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. DKSKMBKR 1976.
Wöruskiptajöfnuðurinn
mun skárri en í fyrra
Vöruskipta.jöfnuðurinn við
útlönd er ekki nærri eins óhag-
stæður og hann var í fyrra.
Hann var óhagstæður unt
tæpa sjö milljarða króna f.vrstu
ellefu mánuðina í ár en óhag-
stæður um hátt i tuttugu og
fjóra milljarða á sama tíma í
fyrra.
Utflutningur nam alls rúm-
um 67 milljörðum en innflutn-
ingur rúmum 74 milljörðum. t
fyrra nam útflutningur á þess-
um tíma rúmum 42 milljörðum
en innflutningur rúmum 66
milljörðum.
Við samanburðinn verður að
hafa í huga, að gengi krónunn-
ar hefur lækkað talsvert milli
áranna. Meðalgengi erlends
gjaldeyris nú í nóvember er tal-
ið vera tólf af hundraði hærra
en það var í nóvember í fyrra,
og meðalgengi erlends gjald-
eyris mánuðina janúar-
nóvember er talið 13,4 prósent-
um hærra en það var á sama
tíma í fyrra.
Miklu betri stöðu veldur
aukning á útflutningi áls, sem
hefur numið 11,7 milljörðum
fyrstu ellefu mánuðina í ár en
nam um 4,6 milljörðum á sama
tíma í fyrra.
Innflutningur til álfélagsins
hefur einnig minnkað um sem
næst milljarð.
Þá hefur 2,4 milljörðum
minna verið varið til innflutn-
ingsskipa. -HH
■\
✓
Hljóðlát athöfn á leiði látinna ástvina:
Þúsundir kerta loguðu í stilltu veðri
Fiskistofnarnir
betri en físki-
fræðingamir ætla
— segir aflamaðurinn Eggert Gíslason
,,Að mínum dómi er útlitið
ekki eins dökkt og haldið er
fram af lærðum mönnum og
leikum. A flakki mínu á sjón-
um, vítt og breitt kringum land-
ið, hef ég re.vnt að skoða hlut-
ina, fylgjast með, og ég trúi því
ekki að þorskstofninn sé eins
hrjáður og mikið veður hefur
verið gert út af.“
Þetta segir hinn kunni afla-
maður Eggert Gíslason í viðtali
við tímaritið Faxa, sem birtist í
jölablaði þess. Hann segir, að
vaxandi sildarstofn, kolmunni
og spærlingur eigi eftir að
skapa okkur geysilega mikil
verðmæti á næstu árum. ,,Við
ættum ekki að þurfa að kvíða á
islandi með allt gullið i sjónum
við strendur landsins. Við þurf-
um ekki að bæta við neinum
stóriðjum til að lil'a göðu lífi á
hólmanum, heldur nýta betur
sjávarfangið,“ segir Eggert.
,,Eg vil rökstyðja þetta atriði
svolítið nánar. Við þurfum ekki
að fara mörg ár aftur i tímann.
Þá þekktist ekki að nýta loðnu
nema til beitu í litlum mæli,
humar, rækju, karfa, kol-
munna, spærling og skötusel.
Þorskur og ýsa var það eina,
sem m'enn kölluðu fisk. Sumar
tegundirnar nýtum við í dag, en
aðrar eru í sjónmáli. Fiskistofn-
arnir eru ekki eins slæmir og
fiskifræðingarnir ætla. Ýsu-
stofninn er injög vaxandi, en
um þorskstofnann vil ég ekkert
full.vrða eða um deila. Að mín-
um dömi er útlitið ekki eins
dökkt og haldið fram af lærðum
mönnum og leikum...," segir
Kggert (’.íslason,
-IIII
Eggerl (líslason
Ljúfsárar minningar um látna ástvini leita á hugann um jólin.
Þúsundir manna lögðu grenigreinar á leiði í kirkjugörðum og fjöldi
kertaljósa var tendraður. Var það fögur sjón að sjá þau loga í stilltu
veðri dagana fyrir og um jólin.
Mæðgur, sem ljósmyndari Dagblaðsins hitti í Fossvogskirkjugarð-
inum á aðfangadag, veittu honum góðfúslega leyfi til þess að taka
mynd, þegar þær tendruðu sitt litla ljós á leiði feðganna Jóns G.
Ölafssonar, forstjóra, sem andaðist mjög fyrir aldur fram árið 1962,
og Ólafs G. Jónssonar, sonar hans, sem andaðist 19 ára að aldri árið
1975.
Hljóðlát, óbrotin athöfn lýsir því kristlega hugarþeli, sem er í
samræmi við boðskap jólanna, og gefur þeim mest gildi þegar
grannt er skoðað. Þess má og geta, að kirkjusókn var með afbrigðum
góð um allt land, svo sem frarn kemurí fréttum blaðsins af jólahald-
inu.
BS
Lausar stöður
Verðlagsstjóri óskar eftir
starfsmönnum til eftirtalinna starfa.
1. Símavörslu og fleira.
2. Yfirfara verðútreikninga og fieira.
3. Almennra eftirlitsstarfa, nauðsynlegt er að við-
komandi starfsmaður hafi bifreið til umráða.
Upplýsingar um störfin veitir skrif-
stofustjóri. Umsóknum, ásamt upplýs-
ingum um aldur, menntun og fyrri
störf sendist Verðlagsskrifstofunni.
Verðlagsstjórinn.
”Flugeldar-----------------
Sólir — Gos — Blys
Stjörnuljós — Bengaleldspýtur
Fjölskyldupokar 7 teg.
Flugeldamarkaðurinn
Háteigsvegi 20 — Laugavegi 42
(Frakkastígsmegin)
Skodabúðin
verður lokuð frá þriðjudeginum
28.12.76 til áramóta vegna
vörutalningar
Tékkneska
bifreiðaumboðið hf.
Auðbrekku 4446 Kóp.