Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 9
DACBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. DKSKMBKR 1976. „Olían um það bil tvö ár að berast hingað til lands” — segir Svend Aage Malmberg haffræðingur 9 Þær fréttir berast nú frá Massachusetts í Bandaríkjun-. um, að hætta sé á, að olían, sem fór í sjóinn, er olíuskipið Argo Merchant strandaði, lendi í Golfstraumnum og berist til stranda Evrópu og þar með Is- lands. Alls fóru um 28,5 milljónir lítra af olíu í sjóinn er skipið brotnaði og þekur olíu- brákin nú um 4800 ferkíló- metra svæði úti fyrir strönd Bandaríkjanna. Dagblaðið hafði í gærkvöld samband við Svend Aage Malm- berg haffræðing og bað hann að segja sitt álit á hættunni á að oiían bærist hingað til lands. ,,Ég held nú að við megum ekki vera of svartsýnir á hætt- una af þessari olíu,“ sagði Svend Aage. „Hún er um það bil tvö ár að berast hingað til lands. Samkvæmt hlutfalls- reikningi fáum við hér ekki nema um 3/60 af því vatns- rnagni, sem leggur af stað frá upptökum Golfstraumsins við Florídasund, hingað til lands. „Hitt er svo á að líta,“ sagði Svend Aage Malmberg enn- fremur, ,,að vitaskuld hafa vindáttir töluverð áhrif á dæm- ið. En þrátt fyrir það, hygg ég að við verðum ekki í bráðri hættu á næstunni. „Hins vegar er sjálfsagt fyrir okkur haffræðingana að fylgj- ast með málinu frá byrjun og sjá hverju fram vindur," sagði Svend Aage Malmberg að lok- um. -AT- Liberíska olíuskipið Argo Merchant brotnaði aðfaranótt 23. des- ember og streymdi þá öll olian úr þvf. Grunur leikur á að skipinu hafi verið strandað með vilja. r * Flugf reyjur / Flugþjónar Annríki prestanna um jólin: FJOLDISKIRNA, GIFTINGA r OG JOLAMESSA — kirkjusókn yfirleitt mjög góð Ungir sem gamlir sóttu jólamessurnar. Hér er fólk að koma til messu í Bústaðakirkju í Reykjavik (DB-mynd Sveinn Þormððsson). felli hefur stórt umráðasvæði til að sinna yfir jólin. Auk þess sem hann messar að Mosfelli, þá held- ur hann helgistundir og guðsþjón- ustur að Lágafelli, Víðinesi, Reykjalundi og víðar. „Við byrjuðum jólahaldið á Þorláksmessu, þegar ég hafði helgistund fyrir vistmenn í Víði- nesi. A aðfangadag var síðan messað í nýjum samkomusal að Reykjalundi og síðar um kvöldið í Lágáfellskirkju, en þar var mjög fjölsótt. Þar söng m.a. ein kona úr sveitinni einsöng, Nanna Egils A jóladag var messað að Mos- felli og þar var einnig margt um manninn og eins á annan dag jóla, þegar að fjögur börn voru skírð í Lágafellskirkju. Ein giftingarat- höfn fór fram þann sama dag, en mikið var um slíkar athafnir fyrir hátíðarnar. Allt hefur þetta farið fram með miklum sóma og hinn mesti hátíðablær verið yfir öllu,“ sagði séra Birgir. Auk þess sem hér hefur verið nefnt hélt hann barnasamkomu tileinkaða jólun- um 19. desember, hafði helgi- stund með vistmönnum í Skála- túni þann 18. þ.m. og fleira. Sýnir þetta glöggt að ekki geta allir tekið jólunum með sömu ró- seminni og mörg eru störfin sem sinna þarf þessa daga. JB Flugleiðir h.f., v/Loftleiða h.f. œtla fró og með maímónuði 1977 að róða allmargar nýjar flugfreyjur og flugþjóna til starfa. í sambandi við vœntanlegar umsóknir skal eftirfarandi tekið fram: 1. Umsækjendur séu á aidrinum 20—26 ára. Þeir hafi góða almenna menntun, gott vald á ensku og öðru erlendu tungumáli, helst þýsku, frönsku eða Norður- landamáli. 2. Umsækjendur séu reiðubúnir að sækja kvöldnám- skeið í febrúar/marz n k. (3—4) vikur og ganga undir hæfnispróf að því loknu. 3. A umsóknareyðublöðum sé þess greinilega getið hvort viðkomandi sæki um starfið til lengri eða skemmri tíma. 4. Umsóknir um endurráðningu flugfreyja, sem áður hafa starfað hjá Loftleiðuin h.f„ skulu hafa borist starfsmannahaldi fyrir 31. þ.m. 5. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannahaldi félags- ins fyrir 31. þ.m. Þó að flestir Islendingar geti notið þess að slappa af og hvíla sig á jólahátíðinni. þá er þó ein stétt manna sem á mjög annríkt þessa daga, en það eru prestarnir. Fyrir utan hin „venjulegu" störf. þ.e.a.s. messuhald um jóla- dagana, þá eru aukaverkefnin mörg svo sem skírnar- og giftingarathafnir, því margir vilja nota hátíðina til slíkra hluta. Til marks um annríki klerkanna, má geta þess að af þeim tíu prestum sem DB reyndi að r.á sambandi við í gær, náðist aðeins í þrjá og fer smáspjall við þá hér á eftir. Sérstaklega hótíðleg jól „Fólk hefur verið mjög kirkju- rækið hér í Vestmannaeyjum um þessi jól og guðsþjónusturnar ver- ið sérstaklega hátíðlegar, sagði séra Þorsteinn Lúter Jónsson í samtali við DB. „Á aðfangadags- kvöld voru tvær messur, önnur kl. 18.00 og hin kl. 23.30. Einnig var messað á jóladag og annan dag jóla. 13 börn voru skírð um hátíð- arnar og tvö ungmenni notuðu þessa daga til að ganga í heilagt hjónaband. Mikil aðsókn var í kirkjurnar og hátiðabragurinn einstakur. Söngkór Landakirkju skilaði hlutverki sínu sérlega vel og lagði sitt af mörkum til að gefa mönnum gleðileg jól.“ Séra Þor- steinn er nú að kveðja Vestmann- eyinga eftir 15 ára lánsama þjón- ustu og flytur kveðjumessu sína á nýársdag. Nýtt form ó aftansöngnum „Báðar messurnar, bæði á að- fangadag og jóladag, voru mjög vel sóttar og allt var með miklum hátíðarblæ," sagði séra Emil Björnsson, prestur í kirkju Óháða safnaðarins. Við tókum upp nokk- uð nýtt form á messunni á að- fangadag. Ræðan var samsett úr nokkrum jólakvæðum, sem ég hef sjálfur samið, en inn á milli léku þeir Jónas Þ. Dagbjartsson, fiðlu- leikari og Jón tsleifsson, organ- isti, jólasálma. Má því segja að um sannkallaðan aftansöng hafi verið að ræða. Ai' öðrum prestsverkum má nefna að tvö börn voru skírð á jóladag." Séra Emil hefur prestsstarfið sem tómstundaáhugamál, því hann starfar sem fréttastjöri hjá Sjónvarpinu. A jöladagsmorgun fór hann að heimsækja sjúkt fólk sem liggur á sjúkrahúsunum og FLUGLEIÐIR HF. elliheimilum, bæði safnaðarfólk sitt og annað. Er þetta fastur liður í jólahaldinu að fara og minnast þessa fólks á jólunum. Hefur í mörg horn að líta Séra Birgir Ásgeirsson á Mos- Það var fullt út úr dyrum af prúðbúnu fólki eins og myndin sýnir. Koma þyrfti fýrir lausum stólum i anddyri þannig að allir gætu látið fara vel um sig.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.