Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ MANUDAGUR 27. DESEMBER 1976. Friðsæl jól hjá lögreglunni Vmsir góðir lesendur Dagbiaðsins brugðu skjótt við, þegar þeir lásu um afnám jólaglaðningsins til lögregluvaktanna, sem vinna um jólin, og sendu ýmisiegt góðgæti. Frá Njarðarbakaríi komu til dæmis þessar forlátatertur. Tvær þeirra voru raunar búnar. En hér er hluti af vakt Páls Eirikssonar (hann er þriðji frá vinstri) að fá sérgómsætan bita á jólanótt. Þessi bifreið var í jóiapóstin- um til lögreglunnar. Það er rétt hjá Óskari litla, svona fer fyrir ýmsum sem flýta sér of hratt.(DB-myndir Sv. Þorm.) ,,Við hjá lögreglunni áttum ákaflega friðsæl jól að þessu sinni og ef ekki hefði komið til bruninn - á Hverfisgötunni, hefði engan skugga borið þar á,“ sagði Páir Elríksson aðál- varðstjóri í samtali við Dagblað- fð í gær. Að sögn Páls gistu tveir fangageymslurnar á jólanótt, — í fyrra voru þeir fimm. — Þá var ekkert um að lögreglan væri kvödd í heimahús til að stilla til friðar. Sömu sögu kvað Páll hafa gilt um jóladaginn. AUs staðar nefði ríkt friður og sþekt og borgararnir verið sjálfum sér til sóma. Sömu sögu var að segja frá þeim lögreglustöðvum víða um landið, sem Dagblaðið hafði samband við i gær. -AT- JÓLATÓNLEIKAR í SELFOSSKIRKJU Samkór Selfoss hefur að und- anförnu æft jólasöngva sem hann mun flytja í Selfosskirkju dagana 27. og 30. des. nk. Stjórnandi kórsins er dr. Hall- grímur Helgason og undirleik annast Glúmur Gylfason. Kór- inn hefur starfað í fjögur ár og er þetta í 3ja sinn sem hann heldur jólatónleika. Formaður kórsins er frú Sigríður Þor- geirsdóttir. -KE- Kvennakór Suðumesja heldur tvenná tónleika Kvennakór Suðurnesja heldur jólatónleika i Keflavikurkirkju og Bústaðakirkju í Reykjavík á milli hátíðanna. Annað kvöld syngur kórinn í Keflavíkurkirkju, kl. 20.30 og á fimmtudagskvöld, 30. desember, í Bústaðakirkju, einnig klukkan 20.30. Kórnum til aðstoðar eru strengjahljóðfæraleikarar úr Tónlistarskóla Keflavíkur. Ragn- heiður Skúladóttir leikur á píanó. Tveir strengjaleikaranna, Unnur Pálsdóttir og Kjartan Már Kjartansson, leika saman á fiðlur. Kórinn syngur erlend og inn- lend lög undir stjórn Herberts H. Agústssonar, sem lengi hefur stjórnað kórnum, en Guðrún As- björnsdóttir hefur verið radd- þjálfari í vetur. -ÖV. Kvennakór Suðurnesja ásamt nemendum úr Tónlistarskóla Keflavíkur á æfingu skömmu fyrir jól. Jólahappdrættin: Margur ríkari en hann hyggur ,,Margur er ríkari en hann hyggur" á víst við um margan manninn núna að nýafstaðinni jólahátíð. A það ekki aðeins við um þann gjafafjölda sem flestir hafa fengið, því í mörgum happdrættum var dregið núna rétt fyrir hátíðarnar og bíða margir glæsilegir vinningar eigenda sinna. Hjá happdrætti Krabba- meinsfélagsins var dregið 24. desember sl. Dregið var um þrjá veglega vinninga, 1 bifreið og 2 vélsleða. Þeir heppnu eru eigendur miða nr. 70729, sem bifreiðin Audi 100 LS kom upp á, og svo nr. 84802 og 87346 sem hreppa vélsleða. Verða þetta að teljast veglegar jólagjafir. Fleiri voru með happdrætti í gangi en Krabbameinsfélagið. Styrktarfélag vangefinna dró út 6 bifreiðar, en númerin voru innsigluð og verða birt i fjöl- miðlum á morgun 28. desemb- er. I happdrætti Sjálfsbjargar voru dregnir út 100 vinningar. þeirra veglegastur bifreið, Ford Granada, en vinninga-' skráin verður ekki birt fyrr en eftir áramót. Eflaust eru það mun fleiri félög eða samtök sém efndu til happdrættis fyrir jólin, og bíða margir spenntir eftir að sjá hvort lánið hefur leikið við þá að þessu sinni. En þó svo sé ekki, hafa þeir þó a.m.k. styrkt gott málefni. JB Útafkeyrsla við Grafarholt: Flaug langar leiðir á grindverki við veginn Stór amerískur fólksbíll fór út af veginum í beygjunni við Graf- arholt á Þorláksmessu. Flughálka var á veginum og lenti bíllinn uppi á grindverki við veginn. sem á að varna þvi að bílar lendi langt úti í móa ef ökumenn ntissa stjórn á þeim. Að sögn lögreglunnar barst bíll- inn nokkuð langt á grindverkinu og endaði síðan með því að lenda út af, en með hjólin hangandi uppi á grindverkinu. Talsverðar skemmdir urðu á undirvagni bíls- ins. en húsið sjálft var óskemmt. — Engan í bílnum sakaði i þessari útafkeyrslu. -AT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.