Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 27.12.1976, Blaðsíða 14
Grátur er allra meina bót \ Sovézka fimleikastjarnan Olga Korbut grét þegar hún var ekki iengur númer eitt í íþrótt sinni á Olympiuieikunum. Saga læknavísindanna segir okkur að feitir menn og þung- lyndir verði aldrei eldri en 100 ára. Stafar það af því að í þessu fólki dragast æðarnar saraan og verða þröngar. Aðeins fáir menn með drungalegt yfir- bragð hafa lifað tiltölulega lengi, menn eins og Michelangelo og Titian. Þessi menn áttu sér mikla sköpunar- ástríðu og hún bætti þeim upp þunglyndið. „Þjáning er verðlaus sjóður“, sagði sovézki rithöfundurinn Maxim Gorkí. Fólk sem orðið hefur fyrir þungri sorg er yfir- leitt aðgerðalítið. Það getur oft ekki unnið líkamleg störf að neinu gagni, og heldur ekki hugsað. Allt fer úr böndunum, eins og sagt er. Þetta fólk þarfnast slökunar, það þarf að veita geðshræringum sínum út- rás. Sovézki visindamaðurinn P. Anokhin sýndi fram á að menn geta venjulega ekki haldið geðshræringu í skefjum, sér- staklega ekki ef hún er tengd heilaberkinum. Menn geta að vísu haldið aftur af ytri ein- kennum geðshræringarinnar (tárum), en þeir geta ekki stöðvað æðakrampa eða hraðan hjartslátt. Það þarf mikinn viljastyrk til að hafa stjórn á geðshræring- um sínum. Þeim sem ekki hafa hann til að bera í ríkum mæli getur orðið þetta mjög erfitt. Hægt er að mæla með ýmsum aðferðum t.d. hreyfingu ., spennandi starfi, bókum. Tón- list er einnig tilvalin til að slaka á spenntum taugum. Hún vekur ekki aðeins fagrar hugsanir heldur gerir hún harminn létt- bærari og bægir þreytu frá. Það var engin tilviljun að tónlistar- mönnum var jafnan safnað saman við sjúkrahús Araba til forna. En hvorki tónlist né spenn- andi starf, ferðalög, lyf eðaneitt annað þvílikt hefur lækninga- mátt á borð við tárin. Þetta skildu menn líka til forna. Þeir töldu einmitt tárin vera bezta lyfir við mikilli sorg. Og senni- lega er rangt af okkur að skammast okkar svo mjög fyrir tárin. Allar neikvæðar geðshrær- ingar hafa þau áhrif að hormónar myndast í blóðinu, þ.á.m. adrenalín, sem þrengir æðarnar, eykur blóðþrýsting- inn og örvar orkustarfsemi líkamans. Ef þessar geðshrær- ingar eru mjög sterkar (t.d. alvarlegt taugaáfall) getur varnarkerfi líkamans brugðizt. Þá er um að gera að reyna að „brenna upp“ eða eyða óþörf- um hormónum með því að slaka á taugunum, til þess að „springa ekki í loft upp“. Ef maður, sem missir ástvin sinn fær ekki útrás í gráti, „mun sú sorg, sem ekki fékk útrás í tár- um, neyða önnur líffæri til að fella tár“. Og ef það eru hjarta- æðarnar sem fara að „gráta“, þá er hætta á ferðum. í stuttu máli sagt: því meira af neikvæðum tilfinningum sem fær útrás með tárunum, því verður minni skaðinn. Sænski tannlæknirinn Johan Nordberg ráðleggur sjúkling- um sínum að gráta til að losna við tannpínu, á þeim forsend- um að grátur lækki blóðþrýst- inginn, og þar með líka blóð- þrýstinginn í tanngómunum. Ymsir vísindamenn telja að það sem helzt valdi nútimasjúk- dómum séu ekki reykingar, hreyfingarleysi, blóðfita eða sykurinnihaid blóðsins, heldur streita. Streita er óskilgreind viðbrögð líkamans við of- reynslu. Líkaminn bregzt við hinum ólíkustu áhrifum, hvort sem það er kjaftshögg eða ástríðufullur koss, með sams- konar líffræðilegu atferli. Streita, sem kemur fram í yfir- liði, getur verið viðbrögð móð- ur við frétt um lát sonar síns eða ef hún fréttir allt í einu að sonurinn, sem hún hélt vera látinn, sé í raun og veru enn á lífi. í báðum tilfellum myndast hormónar í blóðinu Þegar maður verður hrædd- ur eða mjög órólegur hættir hann að framieiða munnvatn. Þetta vissu Indverjar hinir fornu og höfðu fyrir sið að færa þeim mönnum sem grunaðir voru um glæpi, þurr hrísgrjón í réttarsalinn, en eins og kunn- ugt er tekst engum að renna niður þurrum hrísgrjónum nema með aðstoð munnvatns- kirtlanna. Að sjálfsögðu er að- ferðin vafasöm, svo ekki sé meira sagt, því saklaus maður getur einnig fundið til ótta. Þegar streituköstin eru tíð og sterk getur farið svo að líkams- orkan nægi ekki og aðlögunar- kerfið fari úr sambandi. Of- þreyta og jafnvægisleysi hor- mónanna hefur þá þau áhrif að stöðugt verður erfiðara að fá líkamann til að starfa á ráttan hátt, og á endanum hlýtur mað- urinn að deyja. Þetta gerist þegar sjálfstjórnarkerfi manns- ins fer úr sambandi, þegar ein geðshræringin tekur við af ann- arri án þess að henni veitist ráðrúm til að hjaðna niður. Geðshræringar gegna mikil- vægu aðlögunarhlutverki. Frægur, sovézkur prófessor P. Simonof, vísindamaður á sviði tilfinningarannsókna, skii- greindi geðshræringar svo að þær væru „sérstakt tauga- apparat sem hjálpaði heilanum að starfa þegar hann byggi ekki yfir nákvæmum upplýsingum um leiðir og aðferðir til að ná markmiðum sínum.“ Lengi vel héldu menn að „til- finningamiðstöðin" væri lengst inni f heilanum. Nú er komið í ljós að heilabörkurinn gegnir einnig mikilvægu hlutverki varð andi tilfinningaleg viðbrögð. í því sambandi hafa menn upp- götvað að börkurinn vinstra megin er tengdur jákvæðum til- firiningum, en neikvæðar til- finningar fæðast hægra megin. Hægri helmingur heilans „stjórnar" tilfinningalegum viðbrögðum, vinstri helmingur- inn er vettvangur rökrænnar hugsunar. Tilraunir hafa leitt í ljós, að það eru ekki hinar virku nei- kvæðu geðshræringar sem eru sérstaklega hættulegar heilsu manna, heldur hinar óvirku: ör- vænting, stöðugar áhyggjur, ótti, þunglyndi. Það kemur ósjaldan fyrir að þessar geðs- hræringar mannsins fái á sig félagslega mynd, birtist í formi sektarkenndar, eftirsjónar eða samviskubits. Neikvæð geðshræring er einnig orkuuppspretta. Þegar ástríður (tilfinningar) eru ekki fyrir hendi glatar persónuleiki mannsins lífi sinu, hann er dæmdur til aðgerðaleysis. Fólk sem þjáist af tilfinninga- legum sljóleika, hættir að bregðast við umhverfi^ sínu, hættir að vilja. Slíkt ástand, þegar engir hvatar eru fyrir hendi, er skelfilegt heilsu mannsins. P. Anokhin segir: „Til þess að forðast skaðlegar geðshrær- ingar, þarf að setja skynsemi og rökvísi á milli hvatans og til- finningarinnar." Fólk kemur öðrum oft í vont skap vegna smámuna, og er það slæmt. Stundum verður maður fyrir einhverjum leiðindum á vinnustað og óánægjan hleðst upp innra með honum. Nágrannarnir eru kannski dónalegir og það fer í -taugarn- ar á manni. Svo bitnar þetta allt á fjölskyldunni, — eins konar keðjuverkan. Ef við viljum að allir lifi löngu og hamingjusömu lífi verðum við að stuðla að góðum samskiptum manna á milli. Við verðum að reyna að útrýma geðvonzku, öfund græðgi og eigingirni. Þetta er mikilvægt atriði, og ekki aðeins frá félags- legu sjónarmiði. Málið hefur einnig sína líffræðilegu hlið. Geðvonzka drepur marga góða eiginleika mannsins. Hún myrkvar sál hans, slekkur á heilanum og eyðileggur hæfi- leika hans. (APN) DAGBLAÐIH MÁNIJDAGUR 27 DE.SFMBFP Hin 18 ára gamla Jeannette Peterson segir: Ég er alit of ung til að gifta mig. Brúðarkjóllinn er tilbúinn: En ég er alltof ung til að gifta mig — segir Jeannette Peterson sem trúlofuð ríkasta piparsveini Danmerkur Það verður engin frú Spies í þetta skiptið. Ég heit Jeannette Petersen og svo verður áfram. Ég er allt of ung til að gifta mig. Sú sem segir þetta, er stúlkan sem fyrir skömmu fyllti forsíður allra norrænna blaða, sem tákn um hið sígilda ævintýri. Hin 18 ára gamla Jeannette þolir ekki make—up og lélega popptónlist, en hefur mætur á að búa til góðan mat og hugsa um vin sinn. Vinur- inn er hinn gjörbreytti Simon Spies, sem hér áður fyrr var þekktur fyrir gleðilíf og skemmt- anir, en hefur, 53ja ára gamall, snúið við blaðinu og trúlofast Jeannette. Ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun, væru þau þeg- ar gift. Athöfnin átti að fara fram i Rungsted-kirkjunni og veizlan í einbýlishúsi Spies, sem einnig er í Rungsted. Búið var að bjóða í brúðkaupið, en meðal gesta voru hinir fimm framkvæmdastjórar Spies-fyrirtækjanna ásamt nokkr- um vinum Spies og Jeanette, auk fjölskyldu hennar. Búið var að panta ný kjólföt á forstjóran hjá Andersen klæðskera á Strikinu. En nú héfur öllu verið aflýst og hvorugt vill gefa neinar skýring- ar. „Ég er bara allt of ung“, segir Jeannette. „En þó við giftum okk- ur ekki, breytir það engu. Við eru trúlofuð áfram.“ Ýmsar raddir hafa heyrzt í kunningjahópi þeirra um að það hafi verið hann sem hætti við. En eitt af því sem Spies hefur lagt á hilluna, er að ræða um sitt einka- líf, svo engar skýringar fást hjá honum. „Það hæfir ekki virðulegum viðskiptajöfri, sem kominn er yfir fimmtugt, að ræða einkalíf sitt opinberlega," segir hann. Aflýs- ing brúðkaupsins, sem trúlega verður rætt um i langan tíma. „Það hæfir ekki virðulegum viðskiptajöfri að ræða opinber- lega um einkalif sitt“, segir hinn gjörbreytti Spies. breytir samt engu í samlífi þeirra. „Kannski giftum við okkur seinna,“ segir Jeannette. „En mér finnst ólíklegt að það verði fyrst um sinn. Til hvers ættum við svo sem að gifta okkur? Við eigum engin börn til að hugsa um og gifting er varla meira en blessun guðs og kóngsins yfir samband okkar.“ I staðinn hefur parið orðið sér út um heimsins minnsta hund, sem ferðast með þeim um allt í lítilli körfu. Þau fundu hann á Sjálandi, einmitt daginn sem gift- ingunni var aflýst. Þetta gæti verið brúðkaupsm.vnd. en svo er þó ekki. því við þetta tækifæri opinberuðu þau skötu- hjúin trúlofun sína. Allar brúð- kaupsáætlanlr hafa verið lagðar á hiiluna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.