Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 1
• v 3. ARG. — FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. — 16. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMULA 12$ S)ml 83322. 'AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022. ( Miklar jaröhræringar viö Kröflu ínótt: ) „Hætta á gosi ekki afskrífuð” „Viö erum hér í viðbragðsstöðu undir heraga,“ sagði Eysteinn Tryggvason, jarðeðlisfræðingur. er fréttamaður blaðsins náði tali af honum við Kröflu í morgun. Þar hafa verið miklar jarðhrær- ingar í nótt og morgun og mældist um einn skjálfti á mínútu þegar mest var. Norðurendi stöðvar- hússins seig verulega, eða um 1 mm á klukkustund. Áður var það mest um 1 mm á sólarhring. ,,Við erum engan veginn búnir að afskrifa hættuna á eldgosi,“ sagði Eysteinn, ,,þótt dregið hafi úr óróanum. Hann er enn veru- lega mikill, þótt ekki sé það eins mikið og þegar gosið í Leirhnúk hófst 20. desember 1975. Jarð- skjálftamælirinn í Gæsadal mett- ast enn, þ.e. sýnir stöðugan titr- ing.“ Mörg hundruð skjúlftar Jarðhræringarnar á Kröflu- svæðinu hófust 1—2 mínútum fyrir miðnætti og var þá þegar gefin skipun um að flytja allt fólk af svæðinu, en það eru 170—180 manns. Gekk vel að koma fólki af svæðinu og eftir klukkustund voru aðeins tveir menn eftir við virkjunina; voru þeir báðir þar við eftirlit í nótt. Að sögn Hjartar Tryggvasonar á jarðskjálftavaktinni í Reynihlíð tnældust mörg hundruð skjálftar þár og í Gæsadal í nótt. Snörpustu kippirnir komu um kl. 03 og kl. 04:30. Fannst síðari kippurinn m.a. á Akureyri og er talið að hann hafi mælzt 4.5—5 stig á Richter. Margir kippanna mældust um og yfir þrjú stig. Borholurnar í hœttu Svo virtist í morgun sem skjálftavirknin væri að færast heldur norður á bóginn í áttina að Gjástykki. Ekki var vitað hvort þar sæjust einhver ummerki eins og 1. nóvember þegar síðast horfði alvarlega á Kröflusvæðinu, en menn á vélsleðum ætluðu að fara þangað norðureftir fyrir ádegið í dag þegar bjart var orðið. Eysteinn Tryggvason sagði í samtali við DB í morgun, að hann treysti sér ekki til að segja til um hvort jarðhræringarnar á Kröflu- svæðinu hefðu áhrif á borholurn- ar, en ekki vildi hann þó útiloka þann möguleika. Stærstu kipp- irnir hefðu verið mjög áberandi á virkjunarsvæðinu í nótt og hefði hann sjálfur t.d. vaknað við þann síðari, um kl. hálffimm í morgun. Öryggisbúnaður í bezta-lagi Jón Illugason, formaður al- mannavarnanefndar Mývatns- sveitar, sagði menn þar ekki lengur hafa verulegar áhyggjur af því að eldgos væri að hefjast, „Verðum að bíða ogsjá” — segir orkumálastjóri ,,Það er ómögulegt að segja nákvæmlega, hvað fram undan er,“ sagði Jakob Björnsson orkumálastjóri um Kröflu í viðtali við Dagblaðið í .morgun. Hann sagði að nú hefði gerzt svipaður atburður og í október- lok, þegar starfsmenn við Kröflu voru fluttir brott vegna' óróa. „Virkjunarframkvæmdir liggja niðri, meðan hættuá- stand varir,“ sagði Jakob. Enginn vissi, hvað við tæki. Menn yrðu aðeins að biða og sjá, hvernig framvindan verður. -HH „Þakklátir að allt gekk vel” — sagði forstöðumaður Almannavarna „Það er komið fram, sem vísindamenn sögðu, að yfirvof- andi væru einhver náttúruum- brot. Enginn vissi nákvæmlega, hvernig þau yrðu,“ sagði Pétur Sigurðsson, forstöðumaður Almannavarna fíkisins, í morgun. „Allir eru þakklátir, að þessi hluti náttúruumbrotanna er um garð genginn og allt gekk vel,“ sagði Pétur. „Við vorum líka búnir að ræða þetta í allt gærkvöld, svo að menn voru vel undirbúnir i nótt. Búið var að herða á öllum varúðarreglum. Aðrir verða að taka afstöðu til framhalds verksins, en Al- imannavarnaráð hefur ítrekað varað við vinnu þarna á þessum árstíma,“ sagði Pétur Sigurðsson. -HH „Kemur í Ijós á næstu dögum hvort hættan er liðin hjá í bili —segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur „Ég reikna með því að jarðskjálftakippirnir hafi mælzt á mælum um allt land, þótt mest fyndust þeir á Kröflu- svæðinu. Mestu kippirnir voru kl. 02.55, 4,1 á Richters-kvarða, 03.39, 3,6 og 04.35, 4,5,“ sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur í viðtali við Dagblað- ið i morgun. Jarðskjálftinn kl. 04.35 fannst greinilega á Akur- eyri meðal annars. Jarðskjálftarnir byrjuðu með stöðugum titringi laust eftir miðnætti í nótt. Ragnar sagði að dregið hefði úr skjálftunum og væri þá hægt að álykta að svipað hefði gerzt og í óróleikanum á svæðinu í nóvember i fyrra. Kvikan sem nú hefði spennt upp jarðskorp- una hefði sennilega fengið út- rás eitthvað norðan við svæðið, sem léttir þrýstinginn við Kröflu. Ragnar kvaðst álíta að það kæmi í liós á næstiLl—:iilögum hvort hættan væri liðin hjá í bili, hins vegar yrðu menn áfram í sömu óvissu, þar sem ekkert lát virðist vera á umbylt- ingurn þeim sem trufla við Kröflu. EVI Stóra, dökka byggingin er norðurendi stöðvarhússins við Kröfiu, sem mest hefur risið og sigið síðustu daga. Til vinstri sér á kæliturnabygginguna. — DB-mvnd J. Re.vkdal. þó að sjálfsögðu væri ekkert hægt að fullyrða um það. „Við bíðum og sjáum hvað setur,“ sagði Jón. „Engin ákvörðun verður tekin fyrr en almannavarnaráð hefur komið saman (kl. 10.30) og síðan al- mannavarnanefnd. Þá verður staðan metin og ákvarðanir um viðbúnað og aðgerðir teknar í framhaldi af því.“ Öryggisbúnaður við Kröflu reyndist allur í bezta lagi í nótt þegar jarðhræringarnar höfust, að sögn Jóns, en sírenur voru prófaðar í gærdag. Síma- og tal- stöðvarsamband er í fullkomnu lagi. Veður var gott við Kröflu i nótt og morgun, frost og því sem næst Iogn. Umferð um svæðið var bönnuð um leið og skipun hafði verið gefi-n um brottflutning fólks af virkjunarsvæðinu. Atti 'að endurskoða þá ákvörðun á fundi almannavarnanefndar Mývatns- sveitar í morgun. Stöðug vakt var í alla nótt í aðalstöðvum Almannavarna ríkis- ins í Reykjavík. Starfsfólk ekki um nætursakir við Kröflu Starfsfólk verður ekki nætursakir við Kröflu fyrst um sinn eða fram undir mánaðamót. Þetta var ákveðið á fundi í gær, að sögn Gunnars Thor- oddsen iðnaðarráðherra. Ráðfierra settist í morgun á fund með helztu mönnum öryggismála. Þá hófst fundur í ríkis- stjórninni klukkan hálf- ellefu. -hh Fanginn sem strauk Christopher Barhar Smith. Er hann hvarf var hár hans nokkru st.vttra en það er á myndinni. í gler- augum hans eru aðejns lituð gler, svo að hann hefur þau sennilejia ekki. Jafntramt var hann með lítinn gylltan eyrnalokk í vinstra eyra. Lögreglan bendir á að lík- legt sé að Christopher hafi rakað af sér skeggið eða breytt því. - baksíða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.