Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. jfflnp Derok Hales, nýi miðher.iinn hjá Derb.v, skoraði sitt fyrsta mark með Derb.v í gær. Afmælishraðmót ÍR á laugardag —og þar leika öll 1. deildarlið karla í handknattleiknum Það verða strax hörkuleikir — spennan hefst þegar í fvrsta leik, þar sem stórveldin í íslenzkum handknatt- leik, Valur og FH, leiða saman hesta sína á afmælismóti ÍR, sagði Hákoh Bjarnason, formaður handknatlleiks- deiidar ÍR, þegar blaðið ræddi við liann í morgun. iþróttafélag Reykjavíkur, ÍR, verður sjötíu ára hinn 11. marz næstkomandi. Stofnað þann dag 1907 — og var aðal- hvatamaður að stofnuninni Andreas ,1. Bertelsen, norskur maður, mikill lík- amsræktarmaður — og síðar þjóðkunn- ur maður hér á landi fyrir afskipti sín af íþrótta- og verzlunarmálum. Handknattleiksdeild ÍR efnir til af- mælismóts á laugardag í Laugardals- höll og hefst mótið kl. 15.30. Átta lið taka þátt í mótinu — öll 1. deildarliðin í karlaflokki. Útsláttarkeppni verður þannig, að lið, sem tapar leik, er úr keppninni. Dregið hefur verið um það hvaða félög leika saman í 1. umferðinni og varð niðurstaðan — og leikjaröðin— þessi: FH — Valur Fram — Haukar Þróttur — ÍR Víkingur — Grótta Hver leikur stendur í hálfa klukku- stund. Sem sagt hraðmót. Sigurvegari Ur leik Vals — FH leikur við sigurveg- ara Ur öðrum leiknum, Haukar — Fram. Sama upp á teningnum með þriðja og fjörða leikinn. Erfitt er að spá fyrir um Urslit í tveimur fyrstu leikjunum — en í hinum tveimur virðast líkurnar meiri, að ÍR og Víking- ur komist í undanUrslitin og leiki sam- an um sæti í Urslitum. Þá verður mótið kærkomið tækifæri til að sjá 1. deildar- liðin á ný í keppni eftir langt hlé og það meira að segja öll sama daginn. Norðmaðurinn Haker skákaði Klammer! Erik Haker. Noregi, náði beztum tima á fvrri degi æfingamóts í bruni í Wengen í gær — skákaði meira að segja brunmeistaranum mikla Franz Klammer. Haker er stórgóður brun- Heimsmet Lorna Forde, Barbados, setti nýtt heimsmet innanhúss í 440 jarda hlaupi kvenna á móti í Bandaríkjunum um helgina. Hljóp vegalengdina á 53.8 sek. í Marvland. Lorna Forde er 24ra ára og hefur tvívegis keppt á Dlympíuleikum. maður. sem hefur sigrað cða verið framarlega í heimsbikarnum, en er ákaflega mistækur. Tekur mikla áhættu og á því til að keyra út á brautunum. Þetta var æfingamót fyrir heimsbikar- keppnina, sent verður í Wengen á laug- ardag. Haker, sem er 24ra ára, fékk tímann 2:47.96 mín. í hinni 4.23 km löngu braut. sem er hin lengsta í Ölpunum. Það var í síðari umferðinni. Beztum tíma í fyrri umferðinni náði Klammer 2:48.57 mín., en í þeirri siðari keyrði hann á 2:51.58 min. og aðeins önnur umferðin gildir. Klammer hefur átt brautarmetið í W'engen siðan 1975, 2:35.19 mín. Þriðja bezta tímanum i gær náði Walter Tresch. Sviss. 2:48.95 mín. og í fjórða sæti var Grissmann, Austurríki. með 2:49.13 mín. Bernhard Russi, Sviss. var með sjötta bezta timann 2:49.73 mín. Sú svissneska hlaut 45 stig —og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Önnu-Maríu íkeppninni um heimsbikarinn Svissneska stUlkan Lísa-María Morerod vann heldur betur á Önnu-Mariu Moser í stigakeppni heimsbikarsins, þegar svig- keppnin var háð í Schruns í Austurriki í gær. Hún hafði yfir- burði í svigkeppninni og hlaut 25 stig fyrir fyrsta sætið. 1 saman- lagðri keppni á mótinu í bruni og svigi varð Lísa María í öðru sæti og hlaut því 45 stig í keppn- inni. Anna-María, sem varð fyrir áfalli í brunkeppninni á þriðju- dag, lét það ekki á sig fá og keppti í sviginu í gær. Hún varð í níunda sæti — en forustan hennar mikia er nú að mestu uppurin. Hún er nú aðeins tveimur stigum á undan Lísu-Mariu. Við skulum strax líta á stiga- töluna eftir keppnina í gær. 1. A.M. Moser, Austurríki, 142 2. L. M Morerod, Sviss, 140 3. B. Habersatter, Aust. 121 4. H. Wenzel. Lichtenst. 114 5. M. T. Nadig, Sviss, 85 6. B. Zurbriggen, Sviss 71 7. N. Spiess, Austurríki 61 8. M. Kaserer, Austurríki, 53 9. Cindy Nelson, USA, 41 í svigkeppninni í gær hafði Lísa-María yfirburði. Vann auð- veldan sigur, en keppnin var jöfn í fyrri umferðinni og þá var aðeins sekúndumunur á tíu beztu stúlkunum. Sigurtími hennar var 1:38.30 mín. t öðru sæti varð Fabienne Serrat, Frakklandi, en hún var í fjórða sæti eftir fyrri umferðina. Ekki er okkur kunn- ugt um hvaða stúlka varð í þriðja sæti, en Hanni Wenzel, Lichten- stein, varð í fjórða sæti tveimur, hundruðustu úr sekúndu á undan Errine Pelen, Frakklandi, sem varð fimmta á 1:39.46 mín. Fjórða sætið nægði Hanni Wenzel til að sigra samanlagt í sviginu og bruninu. Þar varð röðin þessi. 1. H. Wenzel, Lichtenst. 14.19 2. L. M. Morerod, Sviss, 14.97 3. M. Kaserer, Austurríki, 18.45 4. M.T. Nadig, Sviss, 20.77 5. C. Zechmeister, V-Þýzk. 20.78 6. R Sölkner, Austurriki, 24.75 7. D. Debernard, Frakk. 25.77 8. F. Serrat, Frakklandi, 25,89 9. C. Gioardani, ttalíu, 29.32 10. P. Behr, V-Þýzkalandi, 32.00 Norðmenn sigruðu sovézka með miklum yfirburðum i lands- keppni í skautahlaupum, sem háð var á Bislettleikvanginum í Osló um siðustu helgi. Algjör yfirburðasigur Norðmanna. t 550 metra hiaupinu setti Kay Arne Stenshjemmet nýtt, norskt met, hljóp á 38.4 sek. tími í bezta heimskíassa. Ekki hlaut Norðmaðurinn þó einn fyrsta sætið í hlaupinu, heldur deildi því með Lobanov. Stenshjemmet er til hægri á myndinni — Lobanov til vinstri. NYILEIKMAÐURINN K0M DERBY ÁFRAM! —og Manch. Utd. vann sinn fimmta heimasigur i röð Derek Hales, miðherjinn mark- sækni, scm Derb.v County ke.vpti nýlega frá Charlton fyrir 300 þús- und sterlingspund, átti stórleik með liði sínu á Baseball Ground í gær og var maðurinn bakvið sigur Derb.v á Blackpool í ensku bikar- keppninni. Derby sigraði 3-2- og leikur í fjórðu umferð gegn Colchester United í Colchester, elztu borg Englands. Derek Hales skoraði fyrsta markið á Baseball Ground í gær með þrumufleyg á 11. mínútu. Það er fyrsta markið, sem hann skorar fyrir Derby í sex leikjum. Á 43. mín. átti Hales stórgóða sendingu á Leighton James, sem skoraði. 1 byrjun síðari hálfleiks minnkaði Mick W'alsh muninn í 2-1. þegar hann skoraði fyrir Blackpool. Það stóð ekki lengi. A 62. mín. kom Charlie George Derby í 3-1 með ágætu marki eftir snjallan undirbUning Derek Hales. Sjö mínUtum fyrir leikslok minnkaði Derek Spence muninn í 3-2 — og Blackpool sótti talsvert í lokin. Tókst þó ekki að jafna. Lið Derby sýndi ágætan leik gegn Blackpool — og var raunverulega aldrei í hættu þó munurinn væri ekki mikill í lokin. Það kann að virðast, að Derby eigi léttan leik gegn Colchester í 4. umferð, en Colchester leikur í 4. deild. Það er þó ekki víst. Colchester hefur náð mjög góðum árangri á heimavelli á þessu leiktímabili, og enn er í minnum sigur liðsins á Leeds í bikarkeppninni fyrir örfáum árum í Colchester, þegar Leeds- liðið var á hátindi frægðar sinnar. Tveimur þýðingarmiklum leikj- um varð að fresta á Englandi í gær — það er Newcastle — Sheff. Utd. í bikarkeppninni, og fyrri leik QPR og Aston Villa í undan- úrslitum deildabikarsins. Leik- völlur QPR í Lundúnum var ,,á floti“ — en báðir þessir leikir eiga r.U að fara fram 25. janúar, þriðjudag. Þá var einn leikur háður í 1. deild i gær. Manchester United vann þá sinn fimmta heimasigur i röð. Sigraði Bristol City 2-1 á Old Trafford. Bristoi-liðið, sem vann Manch. Utd. á þessum velli í 2. deild fyrir tveimur árum, byrjaði vel í gær. Eftir aðeins fimm mín. sendi Keith Fear knöttinn í mark- ið hjá Alex Stepney. Þrátt fyrir mikinn sóknarþunga tókst Manch. Utd. ekki að jafna í fyrri hálfleik — en eftir aðeins tvær mínútur í þeim síðari skoraði Stuart Pearson og jafnaði. Þannig stóð þar til tíu mín. voru til leiks- loka, að Brian Greenhoff skoraði sigurmark United. Eftir gott gengi að undanförnu er Manch. Utd. nú komið í níunda sæti i 1. deild með 22 stig úr 21 leik. Bristol City er hins vegar í alvar- legri fallhættu. Hefur aðeins 13 stig eftir 19 leiki og er í þriðja neðsta sætinu.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.