Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1977. BIABIB fijálst, úháð dagblað Utgefandi Dagblaöiö nf ** Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjornarfulltrui. Haukur Helgason. Aöstoöarf.'éttastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristin Lýösdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Árni Páll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnleifsson, Sveinn Þormóösson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson. Askrif targjald 1100 kr. á mánuöi innanlands. Í lausasölu 60 >kr. eintakiö. Ritstjórn Síöumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaöiö og Steindórsprent hfÁrmúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmir hf., Siöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Stöðvum Alusuisse Uppljóstrunin um útþensluá- form Alusuisse á íslandi er gott dæmi um, hve vel fjölmiðlar verða aö vera á verði gagnvart tilraun- um til að fara á bak við kjósendur í landinu. í næstum fjögur ár hef- ur tekizt að halda sumum atriðum þessa alvarlega máls leyndum fyrir almenn- ingi. Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra sagði í viðtali við Dagblaðið í fyrradag, að tillögur Alusuisse um víðtæka orkuyfirtöku hefðu eng- ar undirtektir fengið hjá íslenzkum stjórn- völdum. Þessi afdráttarlausa yfirlýsing er góð svo langt sem hún nær, en nægir ekki eftir hina löngu þögn. Það hefur raunar komið fram í fréttum Dag- blaðsins, að ákveðin atriði útþensluáforma Alusuisse hafa verið til umræðu, svo sem þátt- taka í orkurannsóknum á Austurlandi og at- hugun á byggingu súrálvers. Og frá upphafi hefur ekki farið leynt, að álverið í Straumsvík er ekki bara hannað fyrir tvo kerskála, sem þar eru, heldur fyrir fjóra kerskála alls. Óhjákvæmilegt er að lýsa yfir megnri óánægju með þá leynd, sem hvílt hefur yfir áformum Alusuisse. Ríkisstjórnin hefur enga siðferðilega heimild til að halda slíku leyndu fyrir almenningi. Allt of mikið er þegar búið að vinna að aukinni vangetu kjósenda til að taka skynsamlega afstöðu til mála, þótt svona mál bætist ekki við. Ef höfundar slíkra áforma krefjast leyndar, er eina rétta svar ríkisstjórnarinnar að neita að taka við leyniskjölunum. Þannig firrir hún sig ábyrgð af því að hafa farið á bak við kjósendur. Þar að auki eru útþensluáformin efnislega ákaflega varasöm, enda hefur nokkur hluti þjóðarinnar rökstuddan grun um, að forustu- menn Alusuisse séu sérfræðingar í að gabba sveitamanninn, það er íslendinginn. Mjög hefur verið deilt um, hvort íslendingar borgi með rafmagninu til álvers Alusuisse í Straumsvík eða ekki. Er orðin brýn nauðsyn, að á því fari fram óhlutdræg og ópólitísk rann- sókn, þar sem annars vegar sé tekið tillit til hagræðis okkar af byggingu stórra orkuvera og hins vegar óhagræðis okkar af byggingu margra orkuvera. Með þessu er átt við, að álverið auðveldaði á sínum tíma byggingu orkuversins við Búrfell, en jafnframt mundi álversleysi nú gera byggingu orkuversins við Hrauneyjarfoss ó- þarfa á þessu stigi málsins. Tregða álversins við að koma upp hreinsi- búnaði er ekki til þess fallin að vekja traust manna. Sama máli gegnir um þá sérkennilegu ákvörðun Alusuisse að bjóða mönnum úr hópi viðsemjenda sinna sæti í stjórn álversins í Straumsvík að samningum loknum. Að óbreyttum ýmsum slíkum grunsemdum er stefna Dagblaðsins ljós. Ekki verði stofnuð nein ævintýrafélög með Alusuisse um yfirtöku meira vatnsafls í landinu. Alusuisse verði ekki leyfð þátttaka í neinum virkjunarrannsóknum. Ekki verði rætt við Alusuisse um byggingu súrálvers né annarra verksmiðja. Ekki verði ljáð máls á stækkun álversins í Straumsvík fram yfir tvo kerskála. Alusuisse hefur tekizt að ná af okkur raf- magni á ótrúlega lágu verði, hvort sem það er yfir eða undir kostnaðarverði. Látum það ekki komast upp með meira af slíku. Jimmy Carter sver embættiseiö sinn i dag: Svona gerum við þegar við kjósum forseta Nokkrum dögum eftir for- setakosningarnar í Bandarík.i- unum árið 1972 fékk þáverandi rikisst.jóri Georgíu. Jimm.v úarter, í hendur 70 blaðsíðna skýrslu um það. hvernig hann gæti unnið sér fylgi demókrata til að hljóta útnefningu þeirra sem forsetaframbjóðandi og síðan forsetakosningarnar sjálfar. Skýrsla þessi var að mestu rituö af Hamilton Jordan, sem þá var einkaritari Carters og síðar kosningastjóri. Eftir þessari ský-rSlu fóru þeir allir síðan, Jodv Powell blaðafulltrúi hans, skoðana- könnuðurinn Patrick Caddell, sem er 26 ára, og ráðgjafinn um fjölmiöla, Jerr.v Rafshoon, Og að sjálfsögðu Jimmy Carter sjálfur. Iflutar þessarar skýrslu hafa smátt og smátt verið birtir og hér fara á eftir brot úr hcnni: Það var skoðun .lordans. að árið 1976 yrði gott ár fyrir Jimmy Carter. Þar eð þá yrði þátttöku Bandaríkjamanna að mestu lokið i Vietnam, myndu allra augu beinast að vandamál- um heima fyrir í stað vanda- mála erlendis og það yrði gott fvrir ..afar duglegan og úrræða- góðan rikisstjóra Georgíu og hnetubónda". Þar við bættist, að endurk.jör Richard Nixons hefði ekki haft þau bætandi áhrif á tiltrú kjósenda á ráðamenn,,, ..þorsta þeirra í strangheiðarlegan leiðtoga“. Þorsti þessi, eins og Jordan benti réttilega á fyrir fjórum árum, ,,myndi aukast eftir því sem stjórn Nixons sæti lengur að völdum". En til þess að geta notfært sér þessi atriði. varð Carter að verða landsfrægur maður. Jðrdan rifjaði upp fyrir Carter flokksþingið árið 1972. ,,Þá varð mér ljóst, hvað við vorum barnalegir í sambandi við landsmáíapólitik, sérstaklega, hvað varðaði þig og hvort fólk þekkti þig í raun og veru. Eg hélt sjálfur, að aðeins vegna þess. að þú hafðir komið á for- síðuna hjá Time, værir þú landsþekktur stjórnmálamað- ur. í stað þess varst þú í raun og veru ekki annað en einn hinna mörgu rikisstjóra. sem lofuðu góðu." Jordan taldi það Carter til góða, að hann hafði „Kennedy- brosið" og vinsældir George Wallace, þó án kynþáttaskoð- ana Wallace. „Það sem hann skortir fyrst og fremst er dýpt í ímynd almennings um hann." sagði Rafshoon, sem þátt tók í þessum f.vrstu skipulagsaðgerð- um. „Það þarf meira en að heilsa upp á fólk og einhverja „Ég-skil-vandamál-hins-al- menna-borgara frasa til þess, að Carter geti sigrað... Hann verður einnig að geta sannfært fjölmiðla, almenning og stjórn- málamenn um, að hann geti 'sétið við stjórnvölinn." Árið 1973 átti að vekja at- hygli allra á því, að „Carter hefði náð hvað mestum árangr. sem ríkisstjóri allra slíkra" og árið 1974 átti að láta almenning vita af því, að Carter væri „einn leiðtoga Demókrataflokksins og sá, sem hafið gæti hann til vegs og virðingar á ný". Árið 1975 skyldi hann koma fyrir almenn- ingssjónir, sem „mikill hugsuð- ur í flokknum, maður sem vissi hvernig stjórna ætti landinu". Áætlunin fvrir árið 1976: ,,‘Carter—forsetaframbjóð- andi". Menntun Jimmy Carters átti að hefjast samstundis. Carter átti að b.vrja hvern dag á því að lesa The New York Times, Washington Post og Wall Street Journal og hann átti að skrifa bók. Hún átti að bera titilínn „Af hverju ekki það bezta?" Hann átti að læra allt um utanríkismál af Dean Rusk, fyrrum utanríkisráðherra. (Frá því var horfið fljótlega vegna aðildar Rusks að styrjöldinni í. Vietnam). Hann átti að hitta verzlunarsérfræðinga frá Japan, ísrael. Suður- Ameríkuríkjum og Evröpu. Þá samdi Jordan lista yfir þau mál- efni. þar sem sérstakir ráðgjaf- ar m.vndu upplýsa Carter um hlutina. „Við fengum . okkur segulband og hljóðrituðum ramma um alla málaflokka frá A til Z," sagði sérfræðingur Carters um slík málefni við blaðamenn. „Við byrjuðum á atvinnuleysi, barneignir og héldum svo áfram." Það var sérstaklega skipulagt fyrirfram, að fólki færi að geðj- ast að Carter. „Þ'að er sérlega nauðsynlegt að hliðhollar frá- sagnir og ummæli taki að birt- ast í fjölmiðlum þjóðarinnar," skrrfaði Jordan. „Og slíkt gerist ekki í New York Times eða Washington Post án þess að það sé þrautskipulagt og komið vel fyrir." Megininntakið í þeim sögum átti að vera að „þú ætlir að endurvekja stjórn landsins. en látir eigin stjórnmálatak- VIBKNIOG VALD Bandaríska herliðið á Mið- nesheiði befur nú setið um kyrrt í um tuttugu og sex ár, og alian þennan tíma hefur verið háð þrotlaus barátta um að reyna að koma því á brott, en án árangurs. En út af þessu hafa sprottið ýfingar með mönnum og næsta hlálegur málarekstur eftir þau tvö þorskastríð, sem háð hafa verið, en þau hafa sýnt og sann- að, að herliðið -eða herstöð á Miðnesheiði er þar ekki til að gæta efnahags NATO-ríkisins íslands, eða efnahagslegs sjálf- stæðis þjóðar vorrar, heldur vegna legu þess í varnarkeðju Natoríkjanna, sér i lagi Banda- ríkjanna. Þetta er aðeins her- stöð. Nú ma jafnvel segj'a, að þjóðin sé klofin niöur í rætur í afstöðu til þessa máls. Margir forystumenn stjórn- málaflokka, félög og félagasam- tök hafa gengið berserksgang í því að telja þjóðinni trú um, að sjálfstæði þjóðarinnar og öryggi sé bundið veru þessa er- lenda hers. Það hefur sem sagt komið á daginn, sem þó mátti segja fyrir um, að tveggja og liálfs tugs vera erlends herliðs í land- inu hefur smátt og smátt leitt til þess, að nun pykir nú sjálf- sagður hlutur í daglegu lífi ís- lendinga. En þar eiga for.vstumenn þjóðar vorrar stærstu sökina. Þeim ber að halda hersetunni utan við eða einangra herstöð- ina og herliðið frá öllu sam- neyti við~þjóðina til að fyrir- byggja hættuleg samskipti þess og þjóðarinnar efnahagslega og sjá til þess að öll peningavið- skipti þess við innlenda ein- staklinga færu fram eftir opin- berum leiðum og svartimark- aður með gjalde.vri og vörur yrði fyrirbyggður. Engin ríkis- stjórn sem setið hefur síðan herstöðin kom, hefur gert ráð- stafanir í þessa átt eða gert tilraunir til að hamla gegn beinum fjárhagslegum sam- skiptum hers og þjóðar. Erlendur gjaldeyrir hefur flotið svo til hömlulaust inn í efnahagslíf íslensku þjöðar- innar, trúlega frá fyrstu tíð, og gert þjóðina óbeint háða her- setu, efnahagslega séð, auk ýmissa annarra viðskipta, sem fram fará dag hvern í ýmsu formi, vöru- og tækjakaupum, fíkniefnakaupum og sölu og leigu húsnæðis í næsta ná- grenni. Eins og menn rekur eflaust minni til, kom fram við rann- sókn fíkniefnamáls að allmikill hluti af fíkniefnum fór til bandarískra varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, en þeir höfðu greitt fyrir þau viðskipti með erlendum gjaldeyri. Nú hafa fundist hjá íslensk- um dreifingaraðilum nokkrar milljónir íslenskra króna í er- lendum gjaldeyri, sem að hluta voru geymdar í bankahólfi, en hinn hlutinn átti að fara til

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.