Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1977.
Ekki
haft
hátt
um út-
hlutanir
úr
Tékka-
sjóðnum
,,Þaö er innheimtufé fyrir
innistæöulausum ávísunum
fyrir utan innheimtukostn-
að, sem fer í Tékkasjóðinn,"
sagði Jóhannes Nordal,
Seðlabankastjóri í viðtali við
Dagblaðið i morgun, en
menn hafa mikið velt því
fyrir sér, hvaða sjóður þetta
sé sem styrkti Heilsurækt-
ina með 5 milljón kr. fram-
lagi.
Jóhannes sagði að nefnd á
vegum bankanna ráðstafaði
fé sjóðsins, en hann hefur
verið starfandi i meira en
áratug. Hann hefði veitt
styrki til mannúðar-, heil-
brigðis- og menningarmála.
Meðal annars hefði hann
veitt styrki Rauðakrossinum
og spítölum til tækjakaupa.
Stærsti styrkurinn liefði
sennilega farið til kaupa á
Skarðsbók og til 3ja íbúða í
hjónagörðunum til minning-
ar um forsætisráðherrahjón-
in, Bjarna Benediktsson og
Sigriði Björnsdóttur.
Jóhannes sagði að sjóðurinn
hefði að vissu leyti verið í
bakhöndinni vegna Geir-
fuglsins, en svo mikið hefði
safnazt fvrir honum hjá al-
menningi, að ekki hefði
komið til kasta sjóðsins.
Ilann sagði að Heilsurækt-'
in og nokkrir aðrir hefðu
fengið úr sjóðnum á síðasta
ári. Satt bezt að segja væri
ekki haft hátt um úthlutanir
úr honum, til þess að það
yrði ekki hvati til alltof mik-,
illa umsókna.
-EVI
Þorrinn hefst á morgun:
Kokkarnir í Múlakaffi voru í gær að huga að gómsætum þiorramat, sem
nú verður tekið til við að selja sælkerum höfuðborgarinnar. Þorramat-
urinn þykir vinsæll og selzt jafnt og þétt langtframágóu (DB-m.vnd
Bjarnleifur). _.
ERFITT FYRIR BÆNDURI
ÞÉTTBÝLIAÐ FAGNA ÞORRA
AÐ GÖMLUM OG GÓÐUM SIÐ
—en húsmóðirin getur viðhaldið sínum
Norðlendingar hafa lengst-
um haldið uppi þeim góða sið,
að halda upp á bóndadag, fyrsta
dag þorra. Sá dagur er á morg-
un. Hér svðra hefur þessa dags
verið minnzt víða, og eiginkon-
ur hafa lagt sig fram um að
vera bændum sínum elskuleg-
ar. frá því snemma morguns,
fram á rauðanótt.
Liklega ætti ekki að vera erf-
itt að halda þennan þorrasið í
heiðri. Hins vegar verður öllu
erfiðara um vik á þéttbýlum
svæðum, að fara að.fordæmi
forfeðra okkar, meðan þeir
bjuggu i sveitum.
Bændur áttu nefnilega að
fagna þorra, eða bjóða þorra í
garð. Áttu þeir að fara ofan og
út, á skyrtunni einni saman og
f.vrstir áttu þeir að vera á fótum
þennan morgun. Bóndi átti sið-
an að fara út á skyrtunni, ber-
læraður og berfættur, en fara i
aðra brókarskálmina og láta svo
lafa eða draga hina eftir sér á
öðrum fæti. ganga svo til dyra,
ljúka upp bæjarhurðinni,
hoppa á öðrum fæti í kringum
allan bæinn, draga eftir sér
brókina á hinum og bjóða þorra
velkominn í garð eða til húsa.
Síðan áttu þeir að halda öðrum
bændum úr byggðarlaginu
veizlu, fyrsta þorradag.
Enn í dag hafa margir trú á
að þorrabyrjun spái um veður-
farið síðar á árinu: Muni vel
vora ef stillt og frostasamt
sé. Þannig. viðrar víðast um
land og boðar vonandi gott.
Þorrinn hefur verið hátíðleg-
utn haldinn víða um land' og
ekki hvað sízt síðustu árin. Þá
draga veitingamenn og fyrir-
hyggjusamir kaupmenn fram
súrtunnur sínar og bjóða súrs-
aðan, rammislenzkan mat, sem
sannast sagna þykir enginn
neyðarkostur.
-JBP
Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins um „árásirnar á framsóknarmenn”:
„ÓRÓLEG SVEIT UNGRA MANNA f
0G FJÁRAFLAMANNA” 1
og menn sem dreymir um
viðreisnarstjórn — að baki árásunum
kúrulegt. Ef menn telja ástæðu til reisnarstjórninni og telja sig hafa
„Oróleg sveit ungra manna og
fjáraflamanna i Sjálfstæðis-
flokknum og menn í Sjálfstæðis-
og Alþýðuflokknum. sem dre.vmir
urn nýja viðreisnarstjórn, standa
á l>ak við rógsherferð gegn Fram-
sóknarmönnum." sagði Þráinn
Valdimarsson, framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins, í viðtaíi
við Ðagblaðið í gær.
„Ég er í engum vafa um. að
klúbbar starfa i Siálfstæðis-
flokknum og Alþýðuflokknum.
Klúbbfundir hafa jafnvel verið
auglýstir. og er það eins og í öðr-
um flokkum. Það er vitað mál. að
það hafa verið samtaka menn úr
þessum klúbbum. sem hafa reynt
að klekkja á pólitískum andstæð-
ingum sínuni i Framsóknar-
flokknum," sagði Þráinn. „Það
fer ekki levnt."
„Mér finnst ekki myndarlega
að þessum árásum staðið. Allt eru
hálfkveðnar vfsur. Skrifum þess-
ara aðila er fvrst og fremst ætlað
að vekja tortryggni en ekki að
sanna sakir á neinn. Þetta er lág-
Þrátt fyrir allt tai um auósöfnun stjórnmálaflokka, þá bera flokkarnir
þess ekki merki nema óviða. að þar séu kistur fullar af gulli. Þetta er
Framsóknarhúsiö i Keflavík. og sannarlega er þar ekki rikmannlegt
um að litast. ef dæma má af ytra býrðinu — DB-mynd Árni Páll.
að skamma einhvern í pólitík,
eiga þeir að gera það myndarlega,
án allrar skinhelgi.
Mönnum kann að finnast það
stór orð, þegar ég segi, að skúr-
kanna er ekki að leita í Fram-
sóknarflokknum heldur annars
staðar; fjáraflamannanna, sem
svífast einskis, er ekki að leita í
Framsóknarflokknum, heldur
annars staðar.
Fjármál Framsóknarflokksins
þurfa ekki að vera leyndarmál
fyrir einn eða neinn, þótt því sé
haldið fram í því sem við erum
farnir að kalla „gulu pressuna",
að þarna sé allt svo óhreint og
morkið, að sé til vansa fyrir allt
þjóðfélagið.
Eg hef velt því fyrir mér,
hvernig standi á þessum árásum á
forystusveit Framsóknarflokks-
ins. Mér hefur dottið í hug að
forvstumönnum Alþýðuflokksins
hafi þótt samstjórn Sjálfstæðis-
og Alþýðuflokksins sældarlíf og
eins, hafi vissir æsingamenn í
Sjálfstæðisflokknum, og fjárafla-
menn, kunnað vel við sig í við-
átt þar góða daga. Sp_urningin er
hvort þeim er ekki farið að leiðast
að hafa framsóknarmenn í
stjórn. Þessi „athafnasömu öfl“ ,
sem svo mætti kalla, telji ef til
vill, að meiri friður yrði, ef Fram-
sóknarflokkurinn væri ekki í
stjórn. Ef áhugamál þeirra er að
lama Framsóknarflokkinn. teldu
þeir sig kannski ná einnig til sam-
vinnuhreyfingarinnar, sam-
keppnisaðila sins, um leið. Þannig
væri þetta ekki aðeins pólitískur
hagnaður heldur beinir hagsmun-
ir.
Ég tel ekki, að forystumenn
Sjálfstæðisflokksins standi að
neinu leyti að baki rógskrifun-
um,“ sagði Þráinn ennfremur.
„Þarna er um að ræða órólega
sveit ungra manna og fjárafla-
manna i Sjálfstæðisflokknum.
í sjálfu sér furðar mig á þess-
um skrifum, og þau geta reytt tii
reiði, en ég kviði engu um þessi
mál fyrir hönd Framsóknar-
flokksins. Hann mun að lokum
standa sterkari en áður.“
HH