Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 24
ÞAÐ ATTIAÐ STOÐVA GUDBJART í KÚAGERBI EN EKKI í VOGUNUM —hugmyndin um gildru Hauks með aðstoð „huldumeyjanna” því vaf asöm „Þaö var hringt beint til mín laust eftir hádegiö þann 6. des. og sagt að Guðbjartur myndi fara suður með sjó þann dag og hefði hann að líkindum ein- hvern smyglvarning í bílnurn," sagði Haukur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, er DB ræddi við hann í gær. ,,Ég sendi þá tvo lögreglumenn í Kúagerði, þar sem þeir skyldu bíða komu hans, stöðva ferðir hans og kanna hvort hann hefði einhvern ólöglegan varning meðferðis. Hefði það komið í ljós, héfði hann verið tekinn þar en ekki í Vogunum, eins og raunin varð, þar sem lögreglu- þjónarnir misstu Guðbjart framhjá í misgáningi. Hefðu svonefndar „Huldu- meyjar" þá ekki komizt í annan bíl eða neitt annað óséðarogað sjálfsögðu verið teknar til yfir- heyrslu ásamt mönnunum I Vogunum, eins og öðru þétt- býli, hefði slíkt hins vegar verið auðveldara. Þetta stangast á við hugm.vndir manna þess efnis að handtakan hafi átt að fara fram í Vogunum til að auðvelda stúlkunum undankomu,“ sagði Haukur. Haukur Guðmundsson ekur nú skólabil og strætisvagni um Njarðvík og Keflavík, enda i rannsóknarlögreglunni i Keflavík. DB-mynd Arni Páll. ,fríi“ frá Þá minnti hann á að ekki væru nema Guðbjartur og bíl- Sumir farþeganna þurftu smáaðstoð við að komast upp í bílinn, er Ijósmyndari DB, Arni Páll, tók þessa mynd í gær. stjóri hans til frásagnar um stúlkurnar, Guðbjartur væri óvenju mannglöggur maður og ætti því þegar að þekkja aftur manneskjur sem hann hefði umgengizt i nokkrar klukku- stundir. Sér væri hins vegar ekki kunnugt um hvort hann hefði með öryggi talið sig þekkja aftur nokkrar þeirra kvenna, sem hann skoðaði við sakbendinguna. Einnig stað- festu bílstjórinn og Guðbjartur að hafa orðið varir við lögreglu- bíl við Kúagerði á leið sinni suður. Hvers vega ekki leystur frá störfum fyrr? Sem kunnugt er var Haukur leystur frá störfum um óákveð- inn tíma meðan á rannsókn þessa máls stendur. Þiggur hann hálf laun á meðan. Lýsti Haukur undrun sinni á að hafai þá ekki eins verið leystur frá störfum þegar verið var að rannsaka handtökuaðferðir hans á tveim Bandaríkjamönn- um annars vegar og hins vegar á meðan á rannsókn Tímamáls- ins svokallaða stóð. Held áfram ef mér verð- ur ekki bolað frá Haukur sagðist ætla að halda áfram í rannsóknarlögreglunni ef honum yrði ekki bolað úr henni af ákveðnum sterkum öflum. Er hann var spurður hver þau öfl væru, vildi hann sem minnst tjá sig um það, en játti því þó að þar á meðal mætti nefna lögreglumenn og embættismenn. Roeð mig til viku í einu á rútubílinn Undanfarið hefur Haukui unnið á fólksflutningabíl, sem er skólabíll fyrir Innri- Njarðvík og strætisvagn á milli Keflavíkur og Njarðvíkur. -G.S. Fíkniefnasali strýkur úr varnarliðsfangelsi: Var um þaulskipulagðan flótta úr fangelsinu að ræða? Rúmlega tvítugur fikniefna- sali úr varnarliðinu, Christoph- er Barbar Smith, strauk úr fangelsi herlögreglunnar á Keflavikurflugvelli laust eftir kl. 20 í gærkvöldi. Tókst honum að læsa fangavörðinn, sem gætti hans, inni i klefanum. þar sem hann sat í gæzluvarðhaldi. Stal hann síðan billvklum úr vasa fangavarðarins og ók að svo búnu í skyndingu brott í bíl hans, hvítum Toyota-Crown Station árgerð 1973. Ok hann rakleiðis að hliðinu út af flugvellinum. Þar hafði hann stuttan stanz, því þegar lögreglumenn fóru út úr varð- skýlinu í átt að bilnum, þekktu þeir manninn. sem tals- vert hefur komið við sögu hjá lögreglunni. Beið strokufang- inn ekki boðanna heldur ,,gaf hann i" og ók í skyndingu sem leið liggur í áttina til Njarð- víkur og Keflavíkur eftir þvi sem bezt varð séð. Strokufanginn er rúmlega tvítugur maður, dökkhæröur, stuttklipptur. með yfirvarar- skegg og breiðan hökutopp, og gullhring í vinstra eyra, um 177 cm á hæð. Varnarliðsmaður þessi kom mikið við sögu í fíkniefnamál- inu mikla vegna milligöngu um viðskipti með fíkniefni, einkum til kaupenda inni á flugvellin- um, varnarliðsmanna. Um 3 milljónir króna í peningum. sem fundust meðal annars í bankahólfi og víðar, voru aðal- lega andvirði fikniefna, sem seld voru til varnarliðsmanna fyrir milligöngu þessa manns. Strokufanginn fór út um vall- arhliðið um kl. 20.50 i gær- kvöldi. Alveg í þann rnund, sem hann bar þar að, var tilkynnt um strok hans. Svo vildu til, að fleiri lögreglumenn en þeir er í hliðinu voru á vakt, sáu til ferða mannsins. Hófst eftirför svo að segja þegar í stað en engu er líkara en bæði bíll og strokumaður hafi bókstaflega gufað upp Gersamlega allur Reykjanes- skaginn var kembdur i nótt eftir því, sem hægt er í myrkri en allgóðu skyggni, því að stjörnubjart var. Allt kom fyrir ekki og höfðu hvorki bill né maður fundizt, þegar blaðið fór i prentun í morgun. Að sjálf- sögðu var mikil gát höfð á öllu flugi ef ske kynni, að maðurinn reyndi að komast af landi brott. Levnilögregla varnarliðsins hefur haft fangavörðinn til yfirheyrslu í nótt. Telur blaðið sig hafa góðar heimildir fyrir því, að hún sé ekki alveg sátt við þá skýringu. sem gefin er á framkvæmd stroksins. þótt hún kunnieigiað síður að vera sönn. Sá möguleiki, að hér sé um vel skipulagðan flótta að ræða er engan veginn útilokaður. Enda þótt ekki liggi fyrir að strokufanginn sé hættulegur, ef hann finnst, er hann þó talinn til alls vís. Varnarliðsmaður þessi sat í gæzluvarðhaldi í' Reykjavík í sambandi við fíkniefnamálið mikla, sem svo hefur verið nefnt. Var lögreglu varnar- liðsins afhent lögsaga í máli hans eftir að varðhald hans hafði verið lengt um 30 daga i byrjun janúar sl„ enda ein- hverjar vonir bundnar við, að með því tækist að afla upplýsinga, til viðbótar þeim, sem fengizt höfðu við rannsókn fyrir fíkniefnadómstólnum hér í Reykjavík. -BS frjálst,óháð daghlað FIMMTUDAGUR 20. JAN 1977. Loðnan: Rúm60 þúsund tonn hafa borizt áland „Síðasta sólarhring tilkynntu sig 36 skip með um 12 þúsund tonn, en frá miðnætti í nótt hafa 7 bætzt við með 3070 tonn,“ sagði Andrés Finnbogason hjá Loðnunefnd í morgun f samtali við DB. Síðan loðnuvertíðin hófst 5. janúar hafa borizt á land alls rúm 60 þúsund tonn. Nú landa skipin nær eingöngu á Austfjörðum, en Sigurður fór samt til Siglufjarðar í gær með sinn afla, 1100 tonn. Fjögur skip eru nú afla- hæst og komin með rúm þrjú þúsund tonn. Þau eru Sigurður, Grindvíkingur, Gísli Árni og Pétur Jónsson. ___________ -KP Þrjú umferðar- slysigær Að sögn slysarannsóknar- deildar lögreglunnar urðu þrjú slys í Reykjavíkurumferðinni í gær. Öll áttu þau það sameigin- legt að þó að aðkoman á slysstað væri ljót voru slysin ekki alvar- legs eðlis. Fyrsta umferðarslysið varð á Reykjanesbrautinni um hálftvö- leytið. Þar ók piltur á vélhjóli á kyrrstæða bifreið. Hann ber að sólin hafi blindað sig. Um klukkan hálfsex varð harður árekstur á gatnamótum Sogavegar og Réttarholtsvegar. Þar ók bifreið viðstöðulaust inn á Réttarholtsveginn af Sogavegi og lenti í veg fyrir bifreíð sem kom aðvífandi. Annar ökumaðurinn, sem er um sextugt, viðbeinsbrotn- aði. Báðir eru bílarnir mikið skemmdir. Um það leyti, sem vettvangs- rannsókn á þessu slysi var að ijúka, var tilkynnt um að ekið hefði verið á fullorðna konu á gangbraut á móts við Bústaðaveg og Réttarholtsveg. Konan hlaut höfuðmeiðsli, en slapp furðanlega vel, því að hún lenti upp á vélar- hlif bílsins og kastaðist síðan f götuna. -AT- Heilsuræktin talarekki viðblöð Til þess að fá sjónarmið Jóhönnu Trvggvadóttur hjá Heilsuræktinni reyndum við að ná samban'di við hana. Við fengum þær upplýsing- ar að hún væri að þjálfa og væri afar upptekin Við spurðum þá hvenær við gætum fengið viðtal við hana og sagði þá Heilsurækt- . in að hún talaði ekki við blöð. Blaðamenn, gamlir í hett- unni, kannast ekki við að Heilsuræktin eða Jóhanna Tryggvadóttir, hafi sýnt nokkra íeimDi gagavart f jöl- miðlum til þessa, og í nóvem- ber mánuði var einmitt hald- inn mikill blaðamannafund- ur hjá stofnuninni. -EVI-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.