Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. c* Útvarp Útvarpið íkvöld kl. 19.40 - Leikrit: 23 Sjónvarp D „Myrkur um miðjan dag” Rubashov Jón Sigurbjörnsson. Ivanoff Róbert Arnfinnsson. Luba Loshenko Steinunn Jóhannesdóttir. Fangi nr. 402 (iuómundur Páls- son. Gietkin Gísli Alfreðsson. Myrkur um miðjan dag heitir leikritið sem flutt verður í kvöld. Það er eftir Sidney Kingsley, byggt á samnefndri sögu eftir Arthur Köstler. Þýðinguna gerði Torfey Steins- dóttir, en leikstjóri er Gunnar Eyjólfsson. Með aðalhlutverk fara Jón Sigurbjörnsson. Róbert Arnfinnsson, Gísli Alfreðsson, Steinunn Jóhannesdóttir og Guðmundur Pálsson. I leikritinu segir frá félaga Rubashov, sem hafði verið hátt- settur í sovézka kommúnista- flokknum, en er hnepptur í fangelsi fyrir að víkja út af „linunni". Ekki er nóg með það að lögreglan kvelur hann, heldur kvelst hann líka yfir eigin hugsunum og hljóðum endurminningum. Hann rekur með sjálfum sér þá atburði, er leiddu til handtöku hans, og honum finnst það kaldhæðni að hann skuli hafa lagt hönd að því að byggja upp það kerfi, sem nú er að svíkja hugsjónir hans. Efni sögu Köstler, sem leik- ritið byggist á, er sótt í Moskvu- réttarhöldin svonefndu, á árunum 1936-38, en þau eru aðeins umgerð verksins, sem höfundur fyllir upp í. Sjálfur þekkir Köstler fangelsi af eigin raun, því að hann var tek- inn höndum í spænsku borg- arastyrjöldinni og dæmdur til dauða, en náðaður. Hann var einnig í fangelsi í Frakklandi, í byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar, en slapp til Englands, þar sem hann er nú búsettur. -EVI Leikstjóri Gunnar Eyjólfsson. Gjaldkeri Óskum að ráða gjaldkera til starfa sem fyrst. Upplýsingar ' á skrifstofunni kl. 13—17. H/F Raftœkjaverksmiðjan Lækjargötu 22, Hafnarfirði JekkaviðskiptL Auglýsing um breytingu á gjaldskrá fyrir inniánsstofnanir. Viðskiptaráðuneytið hefur með bréfi til, Seðla- banka íslands dags. 14. þ.m. veitt heimild til breyt- ingar á gjaldskráfyrir innlánsstofnanir. Breytingin nær til XI. liðs gjaldskrárinnar um verð á tékk- heftum. XI. liður gjaldskrárinnar hljóði því sem hér segir: Tékkhefti: A. 25 blaða kr. 375.00 B. 50 blaða kr. 750.00___________ Breyting þessi tekur gildi þegar í stað. Reykjavík, 18. janúar 1977 ^—Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa—^ VERZLUNARHÚSNÆÐI ÓSKAST Okkur vantar ca. 50-80 ferm verzlunarhúsnæði fyrir rafeinda- vörur. Sameind Tómasarhaga 38 Sími 15732 milli kl. 17 og 19. r K0MNIR AFTUR! V- ÞESSIR SÍGILDU enskukarimannaskór Loðfóðraðir fram í tá. lir: 6-11 Litur: Svart Verð 3.900.- Skóbúðin Suðurveri Stigahlið 45 - Sími 83225 j Gegn samábyrgð flokkanna ^,4

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.