Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1977. 3 GREIÐA GERIR MAÐUR EKKIHVERJUM SEM ER • Mikið skelfing er orðið leið- inlegt að búa í landiiju okkar, og alltaf fer það versnandi. Nú má ekki lengur maður hringja i mann og biðja um að gera sér greiða, án þess að fjoldi manns fái móðursýkis- kast og allt ætli um koll að keyra. ,,Ber er hver á baki, nema bróður eigi" segir ágætt íslenzkt máltæki. en nú má eng- inn rétta öðrpm hjálparhönd, án þess að verða grunaður um græsku. Mér datt þetta svona í hug, vegna skrifa og umtals um það, er ráðherra utanríkismála varð „uppvís" að því að hringja fyrir mann nokkurn til þess að fá byrjun á afpláningu fang- elsisvistar frestað um tvo daga vegna heimilisástæðna, að sagt er. Við búum í fámennu landi, þar sem næstum hver rnaður þekkir annan. Vegna þessa leita ntenn oft til svokallaðra kunningja, rnanna sem þeir þekkja eða vita einhver deili á, þótt kannski ekki væru endi- Íega ntiklir kunnitigjar. og fá oft út á þetta einhverja fyrir- greiðslu og er það vel. íslendingar hafa lil skamms tíma lifað í landi sínu eins og ein fjölskylda, en nú er öldin önnur. að því er virðist. Allt líf er að taka á sig mjög mikinn ópersónulegan blæ, því viðskipti og ýms fyrirgreiðsla gengur nú ekki lengur á ntilli rnanna eftir göntlum, hefð- bundnum leiðum kunnings- skaparins, heldur eftir flóknu talnakerfi. svo kölluðu nafn- númera-kerfi. sem allt er að sliga. Ilafið þér ekki, lesandi góður, fengið fyrirgreiðslu t.d. í bönkum af því að einhver í bankanum „kannaðist" við yður, eða hafið þér aldrei þurft t.d. að biðja um frest vegna gjaldfallinnar skuldar og feng- ið slíkan frest, af því að ein- hver málsmetandi „kannaðist" við yður? Hafið þér aldrei leit- að til manns, sem þekkti ein- hvern málsmetandi mann, og beðið hann að gera eitthvað fyrir yður? Ég held að það sé vandfund- inn maður, sem aldrei hefur þurft að biðja um slíkt. Aðgangur að ýmsum máls- metandi mönnum, svo sem ráðherrum, er allt of auðveldur, og menn freistast gjarna til þess að biðja þessa málsmetandi menn um ýmis- konar fyrirgreiðslu, sem þeir margir hverjir fúslega veita. íslendingum er þetta einfald- lega í blóð borið að gera hver öðrum greiða, og er það eigin- leiki sem ég vildi sízt af öllu að legðist niður. Maður gerir þó ekki hvaða manni sem er greiða, þvi að gera manni greiða er vinar- vottur, og vinsemd liggur ekki á lausu handa hverjum sem er. Mér datt þetta (svona) í hug. SIGGIflug 7877—8083. Hafið þér ekki, lesandi góður, fengið fyrirgreiðslu, t.d. í bönkum af því að einhver í bankanum „kannaðist“ við yður, spyr Siggi flug. STJÓRNVÖLD HRÓFLA EKKIVIÐ ALLS KONAR ÓÞVERRALÝÐ Ólafur Guðmundsson hringdi: Sífellt verða háværari raddir manna, sem vilja krefjast þess af Alþingi, nú er það kemur saman, að hreinsað verði ær- lega til í æðstu stöðum í dóms- málakerfi þjóðarinnar svo og einnig innan bankanna. Það er ekki endalaust hægt að ljúga að fólki. Almenningur í þessu landi horfir ekki öllu lengur aðgeróalaus á hina hroðalegu spillingu, sem allir vita að aldrei hefur þrifizt betur og stjórnvöld virðast láta sér vel líka ósómann, enda sk.vlt skegg- ið hökunni. Stórþjófar, okrarar og svindl- arar. skattsvikarar og alls kyns annaróþverralýðurvirðast vera þær manngerðir sem stjórnvöld hafa mestar mætur á og reyna af fremsta megni að sjá svo um, Tlí lesenda Enn einu sinni þurfum við að minna þá á. sem senda okkur línu, að hafa fulii nafn og heimilisfang eða símanúmer með bréfumsín um. Nú er svo komið að við höfum hér á ritstjórninni alls konar bréf frá Jónum og Guðmundum, en það er bara ekki nóg. Éf þið viljið að greinar ykkar birtist þá verður fullt nafn og heimilisfang að fylgja. Hægt er að skrifa undir dulnefni, ef þess er óskað sérstaklega. Þeir, sem hafa ekki séð greinar sínar hér á síðunum, vita hér með ástæðuna. hvað sem það kostar, að ekki verði við hróflað. Nei, nú er mælirinn fullur. Alþingi ber skylda til að taka í taumana strax og það kemur saman, komið verði á laggirnar þing- M.S., sem er kona aó norðan. re.vndar úr nijög failegri sveit, skrifar: Mig iangar að spyrja veður- fræðingana, Guðntund Haf- steinsson og Pál Bergþórsson, hvort þeir kunni ekki þá kurt- eisi að bjóða gott kvöld, þegar' þeir koma á sjónvarpsskérm- inn. Mig langar að reka fótinn í skerminn, þegar þeir birtast eins og illa gerðir hlutir. Eg nefnd. sem rannsaki öll þessi mál af fullri einurð og festu. Ríkissaksóknara ber tafarlaust að víkja úr embætti svo og kippu af framsóknarnátttröll- um sem dagaðhefuruppiidóms- spyr: Eru þeir svona feimnir eða er þetta stolt? Eins eru þeir á Veðurstof- unni. Þeir koma eins og skratt- ínn úr sauðaleggnum án þess að ávarpa hlustendur, hvað þá að þeir kynni sig. Ég spvr: Er þetta einhver undanþága? Yfirleitt kvnna aðrir útvarps- menn sig. Mér finnst þessi framkoma fólksins á Veðurstof- kerfinu. Öðru vísi verður ekki hægt að moka flórinn, svo að gagni komi. En eitt verða alþingismenn að gera sér ljóst, svona getur þetta ekki gengið lengur. unni lítilsvirðing við hlustend- ur. Að lokum langar mig að koma því á framfæri við sjón- varpið, að það korni aftur með þættina um McCloud og Colombo, á þá þætti geta allir horft. jafnt börn sem full- orðnir. Þeir eru betri en þættir eins og t.d. Undir Pólstjörn- unni, þvi sá þáttur á ekkert erindi til þjóðarinnar. M.S. vill að starfsfólk þessarar stofnunar kynni sig betur fyrir hlustendum sínum, þjóðinni. OKURTEISIVEÐURFRÆÐINGA? Oddný Nicolaidóttir: Mér finnst þau frekar dýr, en fatnaður á unglingana er enn dýrari. Þuriður Runólfsdóttir: Já, mér finnst þau mjög dýr. Barnaföt eru tiltölulega miklu dýrari en fatn- aður á fullorðna. Það er hægt að lækka kostnaðinn dálítið með því að sauma sjálf. Elínborg Guðmundsdóttir: Já, þau eru mjög dýr, en ef maður saumar sjálfur þá getur munað helmingi á verðinu. Ragnheiður Hilmarsdóttir: Já, þau eru það, t.d. úlpur og skór. Eftir þvi sem börnin eru minni því dýrari eru fötin. Sólveig Sigurjónsdóttir: Já, þau eru dýr. Eg á nú fjögur börn og það er mjög dýrt að klæða þau, ef vel á að vera. Annars reynir maður að komast af með sem minnst og sauma á þau sjálf. Þóra Guðnadóttir: Já, mér finnst það. Ég á tvö börn og það er mjög dýrt að klæða þau, en ég fæ aðstoð, svo sem gjafir frá ömmu og afa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.