Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977. 15 Veitingahús á toppnum í400 metra hæð með topp-ágóða Útsýnið er stórfenglegt, næstum ótrúlegt. Á heiðskírum degi sést í suóurátt, til stranda Jersey, I norðurátt sést alla leið til Connecticut, í vestur til Allegheny fjallshryggsins og í austur næstum Bermuda þrí- hyrningsins. Staður þessi er ekki fjallstoppur eða 747 í lág- flugi, heldur veitingahús í New York, sem heitir „Windows on the World“ (gluggar að heimin- um). Það er ein ekra að flatar- máli og kostaði 7.5 milljón dala (1.355 milljarðar ísl. krónur). Veitingahúsið er á Manhattan- eyju og er 107 hæðum ofar jörðu, efst uppi í skýjakljúf The World Trade Center. Áætlað er að veltan fyrsta árið, sem það starfar, nemi 10 millj- ónum dala (1.9 milljörðum ísl. króna). Þessi velta gerir það að einu ábatasamasta veitingahúsi heims. Joe Baum, maðurinn sem skipulagði og rekur veit- ingahúsiö, er 56 ára. Fyrir sex árum hætti Baum starfi sínu hjá Samtökum veitingahúsa, þar sem hann bar ábyrgð á frægum veitingahúsum á Man- hattan. Hann byrjaði að vinna að „Windows" árið 1970. Hann fléttaði sína eigin reynslu sam- an við reynslu þess manns, sem um árabil hafði miðlað honum af þekkingu sinni, sæl- kerans James Beard. Árangur- inn kom svo í ljós í júní síðast- liðnum, en þá var staðurinn opnaður. Frá hádegi og fram til kl. 3 virka daga er þarna einka- klúbbur, með bókasafni, sauna- baði, nuddstofu, auk þess hafa klúbbfélagar aðgang að Cellar in the Sky (vínkjallara í háloft- unum), þar sem þeir geta geymt sínar eigin Chateau Lafite-Rothschilds. Argjöldin nema allt að 420 dölum (tæp 50 þúsund). Fyrir þá sem ekki eru félagar kostar aðgangurinn 1900 krónur. Eftir klukkan þrjú á daginn er veitingahúsið opið fyrir almenning og fyrir tiltölulega hóflegt verð er hægt að fá sér góðan málsverð. Boeuf Madagascar kostar rúmar 3000 krónur, vínföng ekki innifalin. Fólk verður að sýna lang- lundargeð, ef það ætlar aö borða á þessum stað. Panta þarf með talsverðum fyrirvara. Sex vikna bið ef borða á í miðri viku, en bíða þarf í rúma tvo mánuði ef farið er um helgi. Flestir telja þó að biðin borgi sig margfaldega. Upp er farið í lyftu sem er á stærð við meðal- stóra stofu. Að lyftuferðinni lokinni kemur viðskiptavinur- inn í speglum prýtt anddyri, síðan er gengið inn í sjálfan salinn, sem er í gullnum og hvítum lit. Meðal þeirra sem hafa borðað og notið hafa útsýnisins á þessum stað (örugglega án þess þó að þurfa að panta með miklum fyrirvara) eru Grace Kelly, John Wayne, Henri og Nancy Kissinger, Jackie Onassis og Juan Carlos Spánar- konungur og drottning hans, Sofia. Baum var aðeins 14 ára, er hann ákvað að fara úl í veit- ingahúsarekstur, þegar honum yxi fiskur um hrygg. Foreldrar hans starfræktu sumarveitinga- hús í Saratoga Springs, N.Y. Eftir að hafa lokið herþjónustu. sem birgðavörður á Kyrrahafs- svæðinu, og þremur árum hjá veitingahúsakeðju i Florida, hóf hann störf hjá Samtökum veitingahúsaeigenda. Það var árið 1953. Er viðskiptin voru í' lágmarki, á krepputímunum 1969-70, hætti Baum störfum sínum þar. Laun hans hjá Windows eru 125 þúsund dalir á ári, tæpar 24 milljónir ís- lenzkra króna. Auk þess fær hann hluta af hagnaði veitinga- hússins. Hann ekur um á BMW sportbíl og býr ásamt eiginkonu sinni, Ruth, í glæsilegri þak- íbúð við Park Avenue. Ilann Baum stendur hór viö tvíbura- tuma The World Trade Center. Myndin er tokin meö fiskiaugalinsu. Veitingahúsiö hans er ó efstu hœÖ turnsins vinstra mogin. Hvert borö hefur óhindraö útsýni. Á myndinni hór aö ofan sóst yfir Manhattan. stjórnar starfsliði sínu með harðri hendi úr skrifstofu sinni. Veggir hennar eru þaktir matseðlum, pöntunum og skipulagningu borða í salnum. Hann er eins og fimm stjörnu hershöfðingi, segir einn vinur hans. „Ég er vissulega hörku- tól,“ játar Baum fúslega, „en ég veit enga aðra leið til að vera fær um að reka hezta veitinga- húsið í heiminum."

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.